Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 3
Ágúst hefði notað þyrlu til að flytja steypu að grunni 250 milljóna króna sumarhúss síns við Þingvallavatn. Vakti þetta mikla gremju meðal gesta og nágranna hans í þjóðgarðinum. Aðrir nafntogaðir einstaklingar sem hafa hreiðrað um sig við Val- hallarstíg eru forsetaframbjóðand- inn fyrrverandi Guðrún Pétursdótt- ir, borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og maður hennar, fjár- festirinn Hallbjörn Karlsson, Sigríður Snævarr og Kjartan Gunnarsson og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis. Þá á félagið V86 ehf. bústað í land- inu en í stjórn þess situr Þorsteinn Stephensen, forsprakki Iceland Air- waves-tónlistarhátíðarinnar. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur á einnig bú- stað í landi Kárastaða sem og Garðar Gíslason hæstaréttardómari. fréttir 4. nóvember 2009 miðvikudagur 3 Byggt eftir 300 milljóna tap Að sögn byggingarfulltrúa Bláskógabyggðar hófst bygging á bústaðnum í byrjun árs. Í fyrra tapaði Laugar ehf. tæpum þrjú hundruð milljónum. mynd Kristinn magnússon Björn greiddi sér arð Í ársreikningi Lauga ehf. fyrir árið 2008 kemur fram að tap ársins var 268.527.434 krónur. Þá var óráðstaf- að eigið fé neikvætt um 240.483.317 krónur. Samt ákvað stjórn félagsins að úthluta sex milljóna króna arði á árinu 2008 en Björn situr einn í stjórn félagsins. Hagnaður ársins á undan var tæpar ellefu milljónir. Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir það brjóta á rétti kröfuhafa að greiða út arð með óráðstafað eigið fé í mínus. „Það gengur ekki. Það gengur á rétt kröfuhafa og er andstætt við tólfta kafla hlutafélagalaga. Undir vissum kringumstæðum getur verið hægt að greiða arð þrátt fyrir tap fyrirtækis. Það er hins vegar skilyrði fyrir arðgreiðslu að fyrirtækið eigi óráðstafað eigið fé þannig að ef það er tap eitt árið og hagnaður einhver ár á undan þá er hægt að nota hagnað fyrri ára til að greiða arð. Það er ekki hægt að lækka hlutafé með því að greiða út arð. Ef skilyrði hlutafélagalaganna eru fyrir hendi þá er þetta heimilt.“ Í ársreikningnum kemur einnig fram að skuldir árið 2008 voru 907.620.616 krónur en 638.937.407 krónur árið 2007. Lán félagsins eru samtals tæpar átta hundruð millj- ónir. Þar af eru rúmar 740 milljónir í erlendum lánum og tæpar fjörutíu milljónir í verðtryggðum lánum. Til samanburðar voru lán félagsins rúmar fimmtíu milljónir árið 2007, rúmar sextán milljónir í erlendum lánum og rúmar 36 milljónir í verðtryggðum lánum. Ekkert til sparað Eins og sést á teikningunum verður bústaðurinn með glæsilegasta móti, á besta stað á Þingvöllum. Keypti gröfu Samkvæmt heimildum DV festi Björn kaup á gröfunni sem notuð er við byggingu bústaðarins í staðinn fyrir að leigja hana. mynd HEiða HElgadóttir Engin önnur börn en þau úr Nóa- túnsfjölskyldunni virðast hafa fengið lán frá Glitni í desember árið 2007 til að fjármagna stofn- fjárkaup sín í sparisjóðnum Byr. Fjöldinn allur af börnum átti stofn- fjárhluti í Byr, enda hefur það tíðk- ast hér á landi í gegnum árin að foreldrar og aðstandendur barna gefi þeim stofnfjárhluti í skírnar- gjöf og við önnur slík tækifæri, og áttu þar af leiðandi rétt á að taka þátt í stofnfjáraukningunni. Heimildir DV herma hins vegar að einungis foreldrar sjö barna úr Nóatúnsfjölskyldunni hafi nýtt sér þann möguleika að taka lán hjá Glitni fyrir börn sín. Þar á meðal eru þrjú börn Jóns Þorsteins Jóns- sonar, stjórnarformanns í Byr, og tvö af börnum bróður hans, Ein- ars Arnar Jónssonar, sem og börn tveggja systkina þeirra. Þessi stað- reynd setur barnalánsmálið í Glitni í nokkuð nýtt samhengi. Fjárfestingafélag systkinanna, Saxhóll, átti um 7,5 prósenta hlut í Byr og félag sem var að hluta til í eigu þess, Saxbygg, keypti 5 pró- senta hlut í Glitni í apríl 2007 fyrir um 20 milljarða króna. Systkinin voru því stórir hluthafar í báðum fjármálafyrirtækjum og má nánast fullyrða að Jón Þorsteinn hafi ver- ið maðurinn á bak við þá ákvörð- un að leitað var til Glitnis til að fjármagna stofnfjáraukninguna. Jón Þorsteinn sendi bréf og kynnti aukninguna Stofnfjáreigendur í Byr sem DV hefur rætt við segja að Jón Þor- steinn hafi sömuleiðis verið sá sem kynnti stofnfjáraukninguna í Byr fyrir öðrum stofnfjáreigend- um. Þetta gerði Jón Þorsteinn í bréfi til stofnfjáreigendanna en stjórn Byrs hafði þetta hlutverk og var Jón í forsvari fyrir hana. Í bréfinu sagði Jón meðal ann- ars að ef stofnfjáreigendurnir tækju ekki þátt í útboðinu myndi eign þeirra í sparisjóðnum þynn- ast út um 86 prósent. Enn fremur benti hann stofnfjáreigendunum á að hafa samband við höfuðstöðvar Glitnis á Kirkjusandi ef þeir þyrftu að fá lánafyrirgreiðslu fyrir stofn- fjáraukningunni en búið var að ganga frá samningum við Glitni um að bankinn fjármagnaði hana. Margir af stofnfjáreigendunum nýttu sér þessa lánafyrirgreiðslu frá Glitni - meira en 100 þeirra hyggjast stefna Glitni út af lán- veitingunum - en hins vegar voru einungis örfáir þeirra sem einnig tóku lán fyrir börn sín hjá bank- anum. Þeir sem tóku lán fyrir börn sín hjá Glitni voru því einungis, að því er virðist, foreldrar úr einni fjölskyldu sem var stór hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum og stýrði stofnfjáraukningunni. óljóst hvort FmE lækkaði atkvæðavægið Sú staðreynd að sjö af börnum Nóatúnsfjölskyldunnar fengu lán frá Glitni en engin önnur börn stofnfjáreigenda, svo vitað sé, vek- ur upp spurningar um hver ástæð- an fyrir því sé. Enn sem komið er hefur enginn úr fjölskyldunni tjáð sig um það. Hækkun stofnfjáreignar fjöl- skyldunnar með barnalánunum gerði það hins vegar að verkum að samanlagt áttu börnin stofn- fjárbréf í Byr fyrir um 100 milljónir króna því flest þeirra eiga bréf fyrir meira en 14 milljónir króna. Þetta hefur því getað aukið atkvæðavægi fjölskyldunnar á fundum stofnfjár- eigenda í Byr. Lögum samkvæmt má einn aðili og tengdir aðilar ekki vera með meira en 5 prósenta atkvæðavægi á fundum stofnfjár- eigenda í sparisjóðum. Tilgangurinn með þessari reglu um dreift eignarhald og takmark- andi atkvæðavægi er að tryggja að enginn einn stofnfjáraðili geti haft ráðandi áhrif innan sparisjóða í landinu. Ef einn aðili ræður yfir meira en 5 prósentum stofnfjár ber Fjármálaeftirlitinu að lækka atkvæðavægi hans á fundum nið- ur að 5 prósenta markinu. Að svo stöddu er hins veg- ar ekki vitað hvort atkvæðavægi Nóatúnsfjölskyldunnar á stofn- fjárfundum var meira en 5 pró- sent eftir stofnfjáraukninguna, meðal annars út af stofnfjáreign barnanna, en ef svo var hefði Fjármálaeftirlitið átt að sjá til þess að atkvæðavægi hennar væri minnkað. Ef fáir vissu hins vegar að börn Nóatúnsfjölskyldunnar tóku þátt í stofnfjáraukningunni fyrir tilstuðlan foreldra sinna er ekki óeðlilegt ef svo hefur ekki verið Einu börnin sem vitað er að hafi fengið lán frá Glitni til stofnfjáraukningar í Byr árið 2007 koma úr Nóatúnsfjölskyld- unni. Öðrum stofnfjáreigendum stóð til boða að taka lán í Glitni en enginn þeirra virðist hafa skuldsett börn sín. Þau fengu Barnalán hjá glitni árið 2007: Börn Jóns Þorsteins Jónssonar = 3 Börn Einars Arnar Jónssonar = 2 Barn Júlíusar Þórs Jónssonar = 1 Barn Rutar Jónsdóttur = 1 Óþekkt = 3 ingi F. VilHJálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is nÓatÚnsBörnin fengu ein lán Potturinn og pannan Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs og hluthafi í sparisjóðnum og Glitni, var potturinn og pannan í stofnfjár- aukningu Byrs. Hann og systkini hans virðast hafa verið einu stofnfjáreigend- urnir sem tóku lán fyrir börn sín hjá Glitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.