Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 4. nóvember 2009 fréttir Fyrirtaka í máli Guðmundar Jóns- sonar, sem oftast er kenndur við meðferðarheimilið Byrgið, fór fram í Héraðsdómi Suðurlands á mánudag. Guðmundi er meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér um 3,3 millj- ónir króna þegar hann notaði kred- itkort Byrgisins til persónulegra nota árin 2005 og 2006. Honum er einn- ig gefið að sök að hafa dregið sér 4,3 milljónir króna af söfnunarreikningi sem Svavar Dalmann safnaði í þágu Byrgisins. Nemur fjárdrátturinn sam- tals um 9,3 milljónum króna. Guðmundur mætti í héraðsdóm í fylgd tveggja fangavarða þar sem hann afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann fékk fyrir að brjóta kynferðislega gegn konum sem voru skjólstæðingar hans í Byrg- inu. Málið vakti mikla athygli og hélt Guðmundur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Guðmundur vildi ekki tjá sig um málið að fyrirtökunni lokinni og vís- aði öllum spurningum til lögmanns síns, Hilmars Baldurssonar. Hilm- ar bjóst við að aðalmeðferð í mál- inu færi fram í janúar. Hann sagðist bjartsýnn á að málið myndi leitt til lykta sem fyrst þar sem ekki væri um stórar upphæðir að ræða. Auk Guðmundar er Jón Arnar Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Byrgisins, einnig ákærður. Snýr þáttur Jóns Arnars að vantöld- um launagreiðslum og vangoldnum skattgreiðslum og er Guðmundur einnig ákærður fyrir þann þátt. Jón Arnar bar sig vel í héraðsdómi á mánudag og gantaðist við blaða- mann á staðnum. Var hann efins um að málið yrði leyst fljótlega og bjóst ekki við úrskurði fyrr en árið 2015. Líkti hann málinu við Baugsmálið og vísaði í þann langa tíma sem það hef- ur tekið. liljakatrin@dv.is Þögull sem gröfin Guðmundur neitaði að tjá sig við blaðamann í héraðsdómi og vísaði öllum spurningum til lögmanns síns. Ljósmyndari: Heiða HeLgadóttir Guðmundur í Byrginu mætti í héraðsdóm í fylgd fangavarða: Sakaður um fjárdrátt Auglýsingaherferð Metro undan- farna daga hleypur á mörgum millj- ónum króna. Það besta er að rekstr- araðilar veitingastaðarins þurfa ekki að greiða krónu fyrir herferð- ina. Á dögunum var alþjóð tilkynnt að til stæði að loka hinum íslensku McDonald‘s-stöðum og opna í stað- inn svipaðan stað, þar sem notað yrði íslenskt hráefni. Lokun þessar- ar alþjóðlegu matarkeðju á Íslandi rataði inn í flesta fjölmiðla lands- ins og flykktust sorgmæddir Íslend- ingar að sölulúgum McDonald‘s til að bragða á skyndibitanum í hinsta sinn, í bili að minnsta kosti. Að mati þeirra sérfræðinga sem DV leitaði til þykir augljóst að fyrirtækið hafi leitað til almannatengslafyrirtækis við undirbúning herferðar sinnar. Þannig sé auðvelt að meta herferð- ina á margar milljónir króna en fyr- irtækið hefur ekki þurft að leggja út eina einustu krónu til þess. Kreppuvinkill tekinn Andrés Jónsson almannateng- ill segir auglýsingaherferð Metro ótrúlega vel heppnaða. Hann skilur vel áhuga fjölmiðlanna því McDon- ald‘s snerti marga. „Ég er sann- færður um að fyrirtækið var búið að skipuleggja þetta vel og hafa verið með almannatengla í þessu. Keyrt var stíft á fjölmiðlana, þetta er stað- ur sem allir þekkja og til viðbótar tekinn svona kreppuvinkill á þetta,“ segir Andrés. Guðmundur Oddur Magnús- son, prófessor við Listaháskóla Ís- lands, er sammála því að herferð Metro hafi heppnast vel. Hann er hins vegar ekki viss um að hún skili sér til langtíma. „Það hlupu allir til þegar tilkynnt var að McDonald‘s yrði lokað því margir hafa til fyrir- tækisins tilfinningar. Þannig tengja margir minningar við staðinn, til dæmis minningar um barnaaf- mæli sem haldið var þar, og því skiljanlegt að fólk hafi hlaupið til. Að tengja þetta svona vel við opn- un nýs staðar tókst mjög vel en ég er ekki viss um að það skili sér alla leið. Ég er ekki viss um að Metro takist að verða svona sogblettur eins og McDonald‘s-staðirnir eru,“ segir Guðmundur Oddur. gæti virkað Aðspurður telur Andrés herferðina margra milljóna króna virði. Hann segir nú reyna á rekstaraðilana að halda umræðunni á floti. „Það er alveg hægt að mæla svona umfjöll- un og þessi herferð hleypur á millj- ónum. Herferðin er vel heppnuð að mínu mati. Ég gæti alveg trúað því að þetta komi til með að virka, það er ákveðin stemning fyrir kreppu- vinklinum og þannig gæti fólk leit- að meðvitað í þetta,“ segir Andrés. Jón Garðar Ögmundsson, fram- kvæmdastjóri Lystar ehf., er virki- lega ánægður með þá athygli sem Metro hefur fengið. Aðspurður seg- ir hann Metro rekið á sömu kenni- tölu og McDonald‘s var á. „Það er bara brjálað að gera hjá okkur, hreinlega allt vitlaust, og við erum rosalega ánægð með þær móttökur sem við höfum fengið. Ég átti ekki alveg von á þessari athygli og ég er ekki hissa á því að menn meti þetta á milljónir, en auðvitað ég ánægð- ur með þessa frábæru kynningu. Sjálfur er ég gamall sölumaður og við ákváðum þessa breytingu alveg sjálf- ir. Ég lít bjartsýnn til framtíðar,“ segir Jón Garðar. dýrir borgarar Skipt var yfir í Metro því dýrt var að kaupa allt hráefni McDonald‘s frá útlöndum. jón garðar Ögmundsson, framkvæmdastjóri Metro, segir brjálað að gera eftir að McDonald‘s var lokað. Fyrirtækið fékk gífurlega mikla kynningu og viðskiptavinir streymdu að til að kveðja alþjóðlegu matvælakeðjuna. Jón Garðar er virkilega ánægð- ur með kynninguna og segir greinilegt að það sé til líf eftir McDonald‘s. ÓKEYPIS MILLJÓNAHERFERÐ trausti Hafsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Ég gæti alveg trúað því að þetta komi til með að virka, það er ákveðin stemning fyrir kreppuvinklinum og þannig gæti fólk leitað meðvitað í þetta,“ Vel heppnað Andrés telur auglýsingaherferð Metró gulls ígildi og hægt að meta á milljónir. Laminn vegna hermannabúnings Ráðist var á karlmann í Vest- mannaeyjum um helgina. Árás- armaðurinn taldi fórnarlambið hafa unnið það sér til saka að vera klæddur í hermannabúning. Árás- in var gerð fyrir utan veitingastað- inn Lundann aðfaranótt sunnu- dags og var eina líkamsárásin sem kærð var til lögreglu í Vestmanna- eyjum um helgina. Að öðru leyti var tiltölulega rólegt hjá lögreglunni í Eyjum í síðustu viku að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Eitt vinnu- slys var tilkynnt til lögreglu en maður sem var að vinna við lyftara á vélaverkstæði fékk meitil í and- litið þannig að gleraugu sem hann var með brotnuðu. Fóru glerbrot í augu mannsins en ekki er talið að hann hafi hlotið skaða af. Landsbankinn vísar annað Landsbankinn vísar á skipta- stjóra þrotabús Nýsis til að svara fyrir breytingar í rekstri líkamsræktarstöðvarinnar World Class. Í svari bankans kemur fram að þar hafi leigu- samningurinn verið sam- þykktur til að tryggja áfram- haldandi rekstur í sérhæfðu húsnæði í Laugum. Bankinn hafnar því að hafa aðstoðað við að færa daglegan rekst- ur milli félaga í eigu World Class. Biskup fundar með séra Gunnari Lögmaður séra Gunnars Björns- sonar fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, um málefni prestsins. Samkvæmt heimildum DV verður þar lagður á borð starfslokasamningur til handa Gunnari og þess freist- að að ná lendingu í hinni erfiðu deilu sem er uppi. Biskup hef- ur fram til þessa staðið fast við ákvörðun sína að færa prestinn til í starfi. Séra Gunnari var boð- inn tugmilljóna samningur sem hann hafnaði. Á fundinum verð- ur gerð önnur tilraun til að ná samkomulagi um starfslokin. Enn skráð á greiðsluþrota félag Bæjarstjórn Seltjarnarneskaup- staðar hefur ekki fengið formlega beiðni frá rekstraraðilum World Class þess efnis að færa rekstur stöðvarinnar á Seltjarnarnesi yfir á aðra kennitölu. Líkamsræktarkeðj- an og bærinn eru með samning en sá samningur er í nafni greiðslu- þrota félags, Þrek ehf. Daglegur rekstur World Class hefur verið færður yfir í upprunalegt rekstr- arfélag, Laugar ehf., en samning- ur við Seltjarnarnes er enn í nafni hins greiðsluþrota félags. Er DV óskaði eftir svari bæjarstjóra Sel- tjarnarnesbæjar um hvort hann hygðist samþykkja kennitölubreyt- ingu á samningnum vildi bæjar- stjórinn ekki ræða málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.