Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 25
Stjörnur í Styrktarleik Willum Þór Þórsson mun stýra sannkölluðu stjörnuliði á laugardag- inn þegar Þróttarar haldar styrktarleik fyrir Sigurð Hallvarðsson, sem var mikill markahrókur með liðinu. Sigurður hefur átt við erfið veikindi að stríða og hefur þrisvar þurft að leggjast undir hnífinn þar sem hann var með illkynja heilaæxli. Þessari raun fylgja miklir erfiðleikar og er hart í ári hjá Sigurði og stórri fjölskyldu hans. Í stjörnuliðinu verða menn eins og Arnór Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Jón Ólafsson, Halldór Gylfason og margir fleiri þjóðþekktir Íslendingar. Leikurinn fer fram á laugardaginn klukkan 13.00 á gervigrasvellinum í Laugardal. Aðgangseyrir er að eigin vali. Þá hefur verið stofnaður reikningur fyrir þá sem vilja styðja Sigurð og fjölskyldu. Reikningsnúm- erið er 324-13-720 og kennitalan 020163-2409. Wayne Rooney, leikmaður Manchest- er United, og eiginkona hans Coleen Rooney eignuðust fallegan dreng sem hefur verið nefndur Kai Wayne Rooney. Fæðingin gekk vel og fóru þau hjónakornin brosandi af sjúkra- húsinu í gær. Ættingjar og nánir vinir heimsóttu stjörnuparið allan gærdag en það var Graham Rooney, bróðir Waynes, sem ók þeim heim til sín. „Móðir og barni heilsast vel og eru þau Wayne og Coleen yfir sig ánægð með nýjasta fjölskyldumeðliminn.“ Coleen sagði í viðtali við breska fjölmiðla að hún ætlaði sér að verða húsmóðir eftir að litli prinsinn kæmi í heiminn. Hún ætti svo sem alveg að geta það, því Wayne Rooney er einn launahæsti leikmaður Manchester United. Með rúm 150 þúsund pund í vikulaun frá félaginu auk þess sem verulega tikkar í kassann hjá Rooney með samningum hans við Nike, Ford, Coca-Cola og Playstation en hann er and- lit FIFA-leiksins magnaða. Rooney spil- aði ekki með Manchester Unit- ed í gær í Meistara- deildinni gegn CSKA frá Moskvu. Fékk frí og naut sín í faðmi fjöl- skyldunnar. Coleen Rooney ákvað nafnið á Kai Wayne, nýjasta Rooney: rooney orðinn pabbi ekki vinnandi með björgólfi Alan Curbishley, fyrrverandi knattspyrnustjóri West Ham, vann mál gegn félaginu þegar gerðar- dómur úrskurðaði að félaginu bæri að greiða honum bætur í kjölfar þess að hann sagði upp störfum í september 2008. Talið er að bæturnar nemi tveimur milljónum punda, rúmum 400 milljónum króna. Curbishley hélt því fram að forráðamenn West Ham, sem þá var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefðu gert sér starfið óvinnandi með því að taka fram fyrir hendur hans varðandi kaup og sölu á leikmönn- um. West Ham seldi Rio Ferdinand og George McCartney til Sunder- land þvert á óskir Curbishleys. Gerðardómurinn, sem er á vegum Samtaka knattspyrnustjóra og Enska knattspyrnusambandsins, úrskurð- aði að Curbishley hefði átt að hafa fulla stjórn á sölu leikmanna og gjörðir forráðamanna félagsins hefðu jafngilt samningsrofi við knattspyrnustjórann. „Ég er gríðarlega sáttur við niðurstöðuna,“ segir Curbishley eftir að niðurstöð- urnar voru kunngjörðar. Hólmfríður Skrifaði undir Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðs- kona í fótbolta, hefur ákveðið að taka tilboði bandaríska liðsins Philadelphia Independence. Hún mun skrifa undir samning- inn við bandaríska félagið þegar hún kemur hingað til lands í næstu viku. Hún semur til tveggja ára en samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. „Þetta sýnir yngri stelpum sem stefna á atvinnumennsku eða landslið að það sé allt hægt í þessu þó maður sé frá litla Íslandi,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir við Fótbolta.net. Lið Philadelphia Independence verður nýtt í atvinnumannadeild kvenna næsta sumar en liðið hefur fengið sterka leikmenn til liðs við sig, landsliðskon- ur frá Englandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. man. City er djók Maicon, leikmaður Inter á Ítalíu, mun aðeins fara til rauða hluta Manchester-borgar, samkvæmt orðum umboðs- manns kappans. Hinn 28 ára gamli Brassi hefur spilað gríðarlega vel undanfarin ár og er talinn einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Manchester City, með alla sína olíupeninga, hefur lýst yfir áhuga á Maicon en það mun ekki heilla Brassann. „Ef Real Madrid eða Manchester United myndu banka upp á myndum við hlusta. En við erum að tala um leikmann sem er í titlabaráttu, er í meistaradeild- inni og er einn besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hvað í ósköpunum ætti hann að gera hjá City? Það er óraunhæft - við skulum bara tala hreint út,“ segir umbi Maicons, Antonio Caliendo. UMSJÓn: TÓMAS ÞÓR ÞÓRðARSon, tomas@dv.is Sport 4. nóvember 2009 miðvikudagur 25 Hamingju- söm Wayne Rooney og frú á góðri stundu. Fékk frí Wayne Rooney var í faðmi fjölskyldunnar í gær. Spilaði ekki gegn CSKA. Grindavík hefur tapað þremur leikjum í röð í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Friðrik Ragnarsson þjálfari segir að allir ætli að snúa bökum saman til að snúa geng- inu við. Grindavík leitar að Bandaríkjamanni í stað Amanis Bin Daanish sem var lát- inn fara en ætlar að fara sér hægt. „Við erum að spila bara afspyrnuilla þessa dagana. Frá fyrsta til síðasta manns,“ segir Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur í körfubolta, en lið hans, sem flestir spáðu Íslands- meistaratitlinum, hefur tapað þrem- ur leikjum í röð. Á mánudag tap- aði liðið nokkuð óvænt fyrir Hamri frá Hveragerði á heimavelli. Áður hafði liðið tap- að gegn KR og þar á undan Njarðvík. „Við verðum bara að girða okk- ur rækilega í brók,“ segir Frið- rik og bætir við að þrátt fyr- ir gengið undanfarið sé mórallinn góður í liðinu og allir séu sammála um að snúa genginu við. „Það stendur til allavega,“ seg- ir hann og hlær. „Mór- allinn er fínn en einhverra hluta vegna erum við að spila mjög illa. Hittum ekki neitt þrátt fyrir að vera með súperskyttur en þetta helst allt í hendur. Við erum bara búnir að vera af- spyrnuslakir.“ Bandaríkjamaður- inn Amani Bin Daanish var látinn fara frá félag- inu eftir leikinn gegn Njarðvík en hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Ein- hverjir voru ósáttir við þá ákvörðun. „Við töpuð- um líka þegar hann var með og spil- uðum engu betur með hann inn- anborðs. Þannig í sjálfu sér hefur það ekki breytt neinu,“ segir Friðrik en Grindavík leitar í rólegheitunum að öðrum Kana. Liðið ætlar að fara sér að engu óðslega í þeim málefnum enda dýrt að fá slakan Bandaríkjamann til liðs- ins. „Við erum að reyna að ramba á góðan leikmann.“ Grindavík var spáð Íslandsmeist- aratitlinum í deildinni í vetur en þeir sem hafa séð leiki með liðinu í vetur hafa lítið séð af meistaratökt- um. Friðrik sefur þó rólegur og er ekkert smeykur við að missa starf sitt sem þjálfari. „Það þýðir ekki neitt. Ef það kemur til þá er maður bara rekinn - það er ekki flóknara en það. Það er ekki í mínum höndum og ég reyni bara að gera það besta í stöðunni - eins og alltaf,“ segir Friðrik Ragnarsson léttur eins og alltaf. BeneDiKt BóAs HinRiKsson blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Ef það kemur til þá er maður bara rekinn – það er ekki flóknara en það. Það er ekki í mín- um höndum.“ óttaSt ekki að verða rekinn staðan í deildinni: 1. Njarðvík 5 5 0 419:350 10 2. Stjarnan 5 5 0 441:374 10 3. Keflavík 5 4 1 430:349 8 4. KR 5 4 1 446:401 8 5. Snæfell 5 3 2 438:371 6 6. Hamar 5 3 2 405:404 6 7. Grindavík 5 2 3 411:394 4 8. ÍR 5 2 3 428:415 4 9. Tindastóll 5 1 4 386:449 2 10. Breiðablik 5 1 4 368:417 2 11. Fjölnir 5 0 5 349:459 0 12. FSU 5 0 5 337:475 0 sefur ágætlega Þrátt fyrir dapurt gengi sefur Friðrik þjálfari ágætlega. Páll Axel Stórskyttan Páll Axel hefur leikið undir getu. Grindavík þarf að fá hann í gang. mynD steFán KARlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.