Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2009, Blaðsíða 7
fréttir 4. nóvember 2009 miðvikudagur 7 Kærunefnd sem tók fyrir úrskurði Fjármálaeftirlitsins á árunum 1998 til 2006 var hluti af vandamálunum við íslenska eftirlitskerfið með fjármála- markaðnum. Þetta segir Páll Hreins- son, formaður rannsóknarnefndar Al- þingis, aðspurður hvort kærunefndin sé til skoðunar hjá rannsóknarnefnd- inni. Páll staðfestir að svo sé. „Hún kemur inn í tölfræðilega hlutann og hvernig starfsemi hennar var í tengsl- um við Fjármálaeftirlitið. Hún er hluti af lýsingu á eftirlitskerfinu og vanda- málum þess,“ segir Páll um kæru- nefndina. Nefndin var skipuð þremur mönn- um, síðast þeim Erni Höskuldssyni, Garðari Valdimarssyni og Kristjáni Jó- hannssyni. Hlutverk nefndarinnar var að staðfesta eða ógilda þá úrskurði um brot á fjármálamarkaði sem Fjármála- eftirlitið sendi frá sér. Ógilti meirihluta úrskurðanna Líkt og DV greindi frá á mánudaginn ógilti kærunefndin hins vegar á milli 70 og 80 prósent af þeim úrskurðum sem kærðir voru til nefndarinnar á ár- unum 1998 til 2006. Þetta kom fram í máli Eiríks Jóns- sonar, lektors í lögfræði við Háskóla Íslands, sem hélt fyrirlestur um efn- ið í Háskólanum síðastliðinn föstu- dag. Eiríkur skrifaði grein um málið þar sem hann ber saman hvernig op- inberar eftirlitsstofnanir hér á landi: Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftir- litið og Neytendastofa, hafa beitt því sem hann kallar lögmætisreglu. Lög- mætisreglan gengur út á það hversu mikla lagastoð úrskurðir eftirlitsstofn- ana þurfa að hafa til að kærunefndir þessara stofnana geti staðfest þá. Í fyrirlestri Eiríks kom fram að gríð- arlegur munur væri á því milli eftir- litsstofnananna þriggja hversu mik- illar lagastoðar kærunefndirnar hefðu krafist þegar tekin var ákvörðun um það hvort staðfesta ætti úrskurði þeirra og refsa einstaklingum og fyrirtækjum fyrir brot. Í tilfelli Samkeppniseftirlits- ins, til dæmis, ógilti kærunefnd þeirr- ar stofnunar á milli 10 og 20 prósent af úrskurðum stofnunarinnar. Til einföldunar má því segja að í til- felli kærunefndar Fjármálaeftirlitsins hafi verið gerð miklu strangari krafa um að um lögbrot hafi verið að ræða til að nefndin staðfesti úrskurði stofn- unarinnar en í tilfelli Samkeppniseft- irlitsins og Neytendastofu. Aðspurður segist Páll Hreinsson ekki geta tjáð sig meira um starfsemi nefndarinnar. „Meira get ég ekki tjáð mig um starfsemi nefndarinnar,“ en kærunefndin var lögð niður árið 2006. Frá þeim tíma hafa málsaðilar sem Fjármálaeftirlitið úrskurðar brotlega á fjármálamarkaði þurft að kæra úr- skurði þess til dómstóla. Kerfið virkaði ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins á árunum 1998 til 2005, segir að nefndin hafi vissulega verið talin vandamál í stjórnartíð hans hjá stofnuninni. „Þetta var tal- ið vandamál og var ein af ástæðum þess að kerfinu var breytt. Af því má auðveldlega draga þá ályktun að það hafi verið mat manna að þetta kerfi væri, í tilfelli Fjármálaeftirlitsins, ekki að virka sem skyldi,“ segir Páll og bætir því við að eitt af vandamálunum hafi auk þess verið að Fjármálaeftirlitið hafði ekki möguleika á að áfrýja nið- urstöðum kærunefndarinnar. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið pirraður þegar úrskurðum Fjár- málaeftirlitsins var ítrekað snúið við meðan hann var forstjóri segir Páll: „Jú, það er auðvitað þannig að þetta kerfi studdi ekki sem skyldi við eðlilegt fjármálaeftirlit. Það var mat löggjafans á endanum að þetta kerfi virkaði ekki. Þetta sýndi löggjafinn í verki með því að leggja kærunefndina niður. Mitt mat var það sama og löggjafans: Þetta kerfi var ekki að virka,“ segir Páll. Í lagafrumvarpinu frá 2006 þar sem lögunum um Fjármálaeftirlitið var breytt og kærunefndin lögð niður er hins vegar ekkert minnst á tölfræðina sem Eiríkur ræddi um í fyrirlestri sín- um og ekkert er rætt um þá staðreynd að kærunefndin hafi ógilt marga af úr- skurðum stofnunarinnar. Í athugasemdunum er ákvörðun- in um að leggja kærunefndina niður rökstudd með því að mikilvægt sé fyr- ir Fjármálaeftirlitið að úrskurðir þess geti farið fyrir dómstóla og var vísað til fyrirkomulagsins í nágrannalöndum okkar í því sambandi. Fyrir lagabreyt- inguna gátu úrskurðir Fjármálaeftir- litsins hins vegar ekki farið fyrir dóm- stóla og hafði kærunefndin því síðasta orðið. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins á árunum 2005-2009, tekur undir gagnrýni Páls og segir að ýmsar ákvarðanir nefndarinnar hafi verið óheppilegar og búið til erfið fordæmi. Hann vill aftur á móti ekki tjá sig um að hversu miklu leyti hann kom að því að nefndin var lögð niður. Rannsóknarnefnd Alþingis rannsakar starfsemi kærunefndar Fjármálaeftirlitsins á árunum 1998 til 2006. Formaður rannsóknarnefndarinnar telur nefndina hafa verið vandamál. Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeft- irlitsins telur nefndina hafa haft alvarleg áhrif á fjármálaeftirlit. KÆRUNEFNDIN KOM Í VEG FYRIR EFTIRLIT DÆMI UM úRsKURð sEM KÆRUNEFNDIN sNERI VIð: Í grein sinni nefnir Eiríkur nokkur dæmi um úrskurði sem kærunefnd Fjármálaeftir- litsins sneri við. Til að mynda nefnir hann dæmi um úrskurð Fjármálaeftirlitsins frá árinu 2004 þar sem stofnunin lagði stjórnvaldssekt á regluvörð hjá fjármálafyrirtæki sem tilkynnti ekki um þrenn viðskipti, sem félög sem voru nátengd honum áttu, með hlutabréf í fjármálafyrirtækinu sem hann starfaði hjá. Eiríkur segir að kæru- nefndin hafi tekið fram að óðelilegt væri að maður sem starfaði sem regluvörður hefði sjálfur eftirlit með eigin viðskiptum en ógilti samt niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins á þeim forsendum að hátterni regluvarðarins væri ekki klárlega brot á lögum. Eiríkur vitnar í umræddan úrskurð í greininni þar sem segir: „Þegar litið er til þess að hvergi er í nefndri [...] gr. né öðrum ákvæðum laganna tekið á því hvernig með eigi að fara þegar regluvörður félags tengist sjálfur viðskiptum með bréf þess, og engin slík ákvæði er heldur að finna í áðurgreindum reglum B hf. um meðferð innherja- upplýsinga og innherjaviðskipti, þykir ákærða ekki verða gerð stjórnvaldssekt á þeim grundvelli.“ IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is studdi ekki við eðlilegt eftirlit Fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins telur að kærunefnd sem tók fyrir kærða úrskurði stofnunarinnar hafi komið í veg fyrir eðlilegt eftirlit með íslenska fjármálamarkaðnum. Vanþróuð stofnun Grein Eiríks Jónssonar, lektors í lögfræði, má skilja sem svo að Fjármálaeftirlitið hafi verið nokkuð vanþróuð stofnun í stjórnartíð Páls Gunnars Pálssonar og að kærunefndin hafi meðal annars orsakað bitleysi stofnunarinnar. Kærunefndin var ekki starfandi í tíð Jónasar Fr. Jónssonar í Fjármálaeftirlitinu. nefndin hluti vandamálsins Páll Hreins- son, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að kærunefnd Fjármálaeftirlitsins hafi verið eitt af vandamálunum í eftirlitskerf- inu með fjármálalífinu á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.