Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Blaðsíða 2
2 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir Jón Gerald Sullenberger, verslunarrek- andi í Kópavogi, er sagður hafa verið milliliður í meintri tilraun til umfangs- mikils peningaþvættis í Landsbank- anum seint í ágústmánuði árið 2006. Skuldabréf, sem Jón Gerald bauð bankanum, vöktu grunsemdir í starfs- manna bankans og var málið stöðvað. Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um DV innan Landsbankans vildi Jón Gerald koma ríkisskuldabréfum frá Venesúela, skráð í dollurum, í umsýslu Landsbankans. Upphæð ríkisskulda- bréfanna nam samtals um 30 millj- örðum króna og vakti upphæðin sér- staka athygli starfsmanna bankans. Heimildir eru fyrir því að bank- inn hafi átt að fá hálft til eitt prósent í þóknun fyrir umsýslu með bréf- in. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað hefur Jón Gerald varla átt að fá minna en eitt prósent andvirðis bréfanna í umboðslaun eða fyrir milli- göngu sína. Sjálfur neitar hann því al- farið að hafa átt að fá nokkuð í sinn hlut. Skuldabréfin vöktu tortryggni og sáu starfsmenn Landsbankans tor- merki á því að taka við þeim í umsýslu. Við nánari athugun reyndist skulda- bréfaflokkurinn útrunninn eða að minnsta kosti megnið af bréfunum. Einnig af þeirri ástæðu varð ekkert af viðskiptunum með bréfin, en andvirði þeirra eða bréfin sjálf, áttu samkvæmt heimildum að fara áfram til banka í Evrópu. Bankaumsýsla gerir peninga hreina Grunsemdir Landsbankamanna um milljarðabréfin í fórum Jóns Geralds sneru að tvennu. Í fyrsta lagi gátu skuldabéfin verið fölsuð og tilraun til að innleysa þau í banka væri í slíku til- viki fullframið fjársvikabrot. Í öðru lagi gátu skuldabréfin verið ófölsuð en ver- ið væri að gera tilraun til þess að nota Landsbankann til peningaþvættis á fé sem upphaflega væri illa fengið. Einn liður peningaþvættis, og oft sá erfiðasti, er að koma illa fengnu fé inn í banka með gott orðspor og fá hann til að taka peningana í umsýslu. Þannig hefði til dæmis stimpill og uppáskrift Lands- bankans á skuldabréfin frá Venesúela gert þau trúverðug og seljanlegri en ella hefði verið. Til þessa kom aldrei vegna viðbragða starfsmanna Lands- bankans. Kannast við skuldabréfin Jón Gerald Sullenberger kannast við að hafa boðið bréfin frá Venesúela í Landsbankanum á umræddum tíma. „Það passar að ég hafi komið með þessi bréf og einnig að þetta hafi verið há upphæð. Þetta voru bréf sem aðili niðri á Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum. Ég ýtti þessu bara áfram en kom aldrei neitt nálægt þessu. Ég sá aldrei þessi bréf.“ Jón Gerald segist ekki heldur hafa vitað hver upprunalegur eigandi bréf- anna var. „Ég held að Landsbankinn hafi haft samband beint við viðkom- andi banka í Venesúela. Þeir fengu bara öll gögnin og áttu að ráða þessu. Ég fékk aldrei neina skýringu á því hvers vegna þetta var stöðvað í bank- anum. Ég kom aldrei nálægt þessu. Ég spurði bara bankann hvort hann hefði áhuga og lagði málið fyrir þá en kom ekki nálægt þessu annars. Mig minnir að bankanum hafi verið boðin bréfin til kaups.“ Aðspurður bætir Jón Gerald við að það hafi sennilega átt að vera með umtalsverðum afföllum. Hann ít- rekar að hann hafi enga þóknun átt að fá fyrir að búa til verðmæti úr bréfun- um. „Ekki krónu!“ Íslenskir bankar berskjaldaðir Blaðamanni DV er bent á, að á þessum tíma árið 2006 hafi íslensku bankarnir verið á barmi lausafjárþurrðar og geng- ið í gegnum litlu fjármálakreppunna sem svo er nefnd. Þessu til áréttingar má nefna að í mars 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Odds- sonar, sem þá hafði verið seðlabanka- stjóri í um fimm mánuði. Fram kemur í Umsátrinu, nýrri bók Styrmis Gunn- arssonar, að fundurinn var haldinn að beiðni bankastjóra stóru bankanna þriggja vegna mjög alvarlegrar stöðu þeirra á þessum tíma. Sátu bankastjór- arnir sjálfir fundinn með formanni bankastjórnar Seðlabankans. Á þessum tíma urðu íslenskir bankamenn varir við meiri umferð vafasamra fjármálagerninga og manna sem reyndu fjársvik eða gerðu tilraunir til peningaþvættis. Er það rakið til þess að fjársvikamenn erlendis hafi metið það svo, að íslensku bankarnir væru í viðkvæmri stöðu og varnir þeirra því minni og lakari en annars staðar. Jón Gerald aldrei yfirheyrður Lögum samkvæmt ber fjármálafyrir- tækjum að tilkynna allar grunsemdir sínar um meint peningaþvætti til lög- reglu. Þegar fjármálafyrirtæki hefur tilkynnt lögreglu um mál af þessum toga ber lögreglu að staðfesta skriflega móttöku slíkrar tilkynningar. Loks ber Fjármálaeftirlitinu að fylgja því eftir að bankar sinni skyldum sínum í þessu efni. Samkvæmt heimildum DV er yfir vafa hafið að Landsbankinn tilkynnti málið til embættis ríkislögreglustjóra í samræmi við lög. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra getur lögum samkvæmt hvorki gefið upplýsingar um tilraunir Jóns Geralds til þess að koma ríkisskulda- bréfum frá Venesúela í umferð hjá Landsbankanum né nokkurra ann- arra. Aðspurður kveðst Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, ekki geta fjallað um einstök mál, tilkynning- ar eða kærur og vísar til þess sem ofan greinir um lög og trúnað. - Þess má geta að peningaþvættisskrifstofan og upplýsingar sem þar eru meðhöndl- aðar hafa svipaða stöðu og starfsemi leyniþjónustu (Financial Intelligence Unit). DV hefur ekki borið málið und- ir Harald Johannessen ríkislögreglu- stjóra, en lögum samkvæmt átti embættið að staðfesta móttöku til- kynningarinnar frá Landsbankanum. Jón Gerald segist aldrei hafa verið boðaður til skýrslutöku hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna málsins. Rík tilkynningaskylda Samkvæmt lögum frá árinu 2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og varn- ir gegn hryðjuverkum er bönkum skylt að kanna áreiðanleika viðskipta- manna sinna. Jafnframt ber bönkum að afla gagna um raunverulegan eig- Jón Gerald Sullenberger birtist í Lands- bankanum seint í ágúst árið 2006 með ríkis- skuldabréf frá Venesúela fyrir 30 milljarða króna sem hann vildi láta í umsýslu bank- ans. Starfsmenn Landsbankans stöðvuðu málið og tilkynntu það til ríkislögreglu- stjóra. Engar upplýsingar er að hafa um málið eftir það. Ströng ákvæði eru um trún- að í lögum um peningaþvætti. Jón Gerald gengst við því að hafa boðið umrædd bréf í bankanum en segist að öðru leyti ekki hafa komið nálægt málinu og aldrei verið kall- aður til skýrslutöku vegna þess. BANKINN STÖÐVAÐI HULDUFÉ JÓNS GERALDS „Ég kom aldrei nálægt þessu. Ég spurði bara bankann hvort hann hefði áhuga og lagði mál- ið fyrir þá en kom ekki nálægt þessu annars.“ PENINGAþVæTTI - SKILGREINING: „Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.“ (Lög nr. 64/ 2006) Jóhann hauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Skaut upp kollinum í Baugsmálinu Jón Gerald Sullenberger er fluttur frá Miami á Flórída og opnaði nýlega matvöruverslun í Kópavogi. Hann reyndi að koma ríkisskulda- bréfum frá Venesúela í verð hjá Landsbankan- um fyrir nokkrum misserum en án árangurs. mynd SiGtRyGGuR aRi aðili frá miami „Þetta voru bréf sem aðili niðri á Miami var með og var að bjóða. Ég sagði honum að ég gæti kannað áhuga Landsbankans á bréfunum,“ segir Jón Gerald Sullenberger. mynd SiGtRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.