Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 3
fréttir 30. nóvember 2009 mánudagur 3 BANKINN STÖÐVAÐI HULDUFÉ JÓNS GERALDS Sérkennileg staða Landsbankaeigenda Seint í ágústmánuði 2006, þegar Jón Gerald Sullenberger bauð Lands- bankanum ríkisskuldabréf frá Venes- úela fyrir þrjátíu milljarða króna, var Baugsmálið enn fyrir dómstólum. Jón Gerald var sem kunnugt er upp- haflegur kærandi, höfuðvitni og síðar einnig sakborningur í því máli. Samtöl blaðamanns DV við heim- ildarmenn benda til þess að yfirmenn innan gamla Landsbankans hafi ver- ið meðvitaðir um stöðu Jóns Geralds og að Björgólfur Guðmundsson, að- aleigandi Landsbankans, gæti hafnað í sérkennilegri stöðu ef upplýst yrði opinberlega að bankinn gengist fyr- ir því að tilkynna grunsamlegt tilboð Jóns Geralds í bankanum til efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Fyrir þessu gátu verið ákveðnar ástæður. Davíð Oddsson hafði í hlutverki forsætisráðherra hlutast til um að Björgólfur gæti eignast bankann þeg- ar hann var einkavæddur. Í bankaráði Landsbankans sat Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár og stór hluthafi í Landsbankanum. Hann var náinn Davíð Oddssyni og átti eftir að sitja sem framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins fram í október 2006. Fjórum árum áður höfðu Kjart- an og Styrmir Gunnarson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lagt á ráð- in um liðsinni Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlögmanns við að sækja mál Jóns Geralds gegn Baugsfeðgum. Síðasti dómurinn í Baugsmálinu síðara var kveðinn upp snemmsumars 2008 í Hæsta- rétti, löngu eftir að Jón Gerald bauð Landsbankanum skuldabréfin frá Venesúela. Jónínupóstarnir Fréttablaðið hóf birtingu svonefndra Jónínupósta, 24. september 2005 þar til sett var lögbann á frekari birtingu að frumkvæði Jónínu Benediktsdótt- ur. Tölvupóstarnir sýna samskipti hennar og Styrmis Gunnarssonar, þá ritstjóra Morgunblaðsins, frá maí- mánuði til loka júlí árið 2002. Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs í lok ágúst sama ár. Eftirfarandi stóð í tölvupósti sem Styrmir sendi Jónínu að kvöldi 1. júlí 2002, um átta vikum fyrir húsleitina: „Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er al- gerlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokk- ur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Stein- ar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.” Styrmir staðfesti við Fréttablaðið að þarna væri átt við Kjartan Gunn- arsson en neitaði að gefa upp hver ónefndi maðurinn væri. Rík tengsl við Jón Gerald og Baugsmál Björgólfur Guðmundsson átti síðar eftir að eignast ráðandi hlut í Árvakri, útgáfu Morgunblaðsins. Landsbank- inn, banki Björgólfs, tók auk þess veð í húsi Styrmis í Kópavogi í apríl 2006 gegn 100 milljóna króna láni á trygg- ingabréfi, sem bankinn veitti ritstjór- anum í harðri glímu hans við per- sónulegar skuldir. Ljóst er að tengsl milli aðaleig- anda Landsbankans og manna sem tengdust persónu Jóns Geralds með beinum eða óbeinum hætti í einu víðtækasta og umdeildasta dóms- máli síðari tíma voru rík eins og hér er rakið. Ekkert verður þó sagt um hvort það hafi haft bein áhrif á ákvarðanir um meðferð Landsbank- ans eða embættis ríkislögreglustjóra á grunsemdum sem tengdust Jóni Gerald seint í ágúst 2006 í tengslum við skuldabréfin frá Venesúela. Þegar Jón Gerald Sullenberger bauð skuldabréf frá Venesúela fyrir 30 milljarða króna í Landsbankanum árið 2006 var Baugs- málið fyrir dómstólum. Yfirmönnum Landsbankans kann að hafa verið ljóst að eigendur bankans kynnu að komast í sér- kennilega stöðu ef starfsmenn bankans bendluðu Jón Gerald, aðalvitni saksóknara í málinu, við peningaþvættismál. Baugsréttarhöld Myndin af Styrmi Gunnarsyni og Jóni Gerald Sullenberger er tekin í mars 2007. Jónína Benediktsdóttir 24. september 2005 hóf Fréttablaðið birtingu svokallaðra Jónínupósta sem vörpuðu ljósi á tilurð Baugsmálsins. Með henni á myndinni eru Jón Gerald Sullenberger (t.v.) og Ivan Motta sem kallaður var frá Miami sem vitni í Baugsmálinu. anda verðbréfa og afla þarf upplýsinga í hverra hendur peningar eða verð- bréf eiga endanlega að komast. Einnig er ætlast til þess að bankinn gangi úr skugga um tilgang viðskiptanna. Höfuðástæða þess að starfs- menn og regluverðir Landsbankans tóku ekki við ríkisskuldabréfunum frá Venesúela sem Jón Gerald bauð bankanum, mun hafa verið sú, að þeir þóttust sjá að hann gengi hugs- anlega erinda vafasamra og ónafn- greindra fjársvikamanna. Hann gat því hafa verið milligöngumaður eða handbendi slíkra manna í ólöglegum gjörningum. Jafnvel þótt svo hann væri á eigin vegum með útrunnin verðbréf að andvirði 30 milljarðar króna töldu starfsmenn Landsbank- ans málið grunsamlegt og vafasamt. Mun Jóni Gerald hafa verið bent á hættuna þessu samfara. Í skýrslu peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2006 kemur fram að aðeins 5 tilkynning- ar af 312 voru reistar á grunsemdum um peningaþvætti yfir 10 milljónum króna. Eins og áður greinir er ljóst að Landsbankinn tilkynnti lögreglu um bréfin á vegum Jóns Geralds. Því má draga þá ályktun að framangreint mál sé eitt af fimm stærstu málun- um. Í lögum og reglugerð um með- höndlun tilkynninga um ætlað pen- ingaþvætti eru skýr fyrirmæli um það hvernig slík mál skuli meðhöndluð. Það er enn allt á huldu hver eig- andi bréfanna var. ÚR REGLUGERÐ Um mEÐHÖNDLUN TILKyNNINGA Um æTLAÐ pENINGAþVæTTI. 7.gr. Könnun. Á grundvelli tilkynningar og eftir atvikum upplýsingaöflunar skal fara fram könnun sem verður grundvöllur ákvörðunar samkvæmt 8. gr. 8. gr. Ákvörðun. Könnun samkvæmt 7. gr. getur leitt til eftirfarandi: 1. að tilkynningu um grunsamleg viðskipti er eytt, 2. að tilkynning er skrásett sem rannsóknarupplýsingar í upplýsingakerfi lögreglu, og skal ákvörðun um það rökstudd skriflega, 3. að ákvörðun er tekin um að hefja lögreglurannsókn, 4. að viðskipti verða ekki framkvæmd, sbr. 10. gr. Ákvörðun samkvæmt 1. eða 2. tölulið tekur rannsakandi, en ákvörðun samkvæmt 3. eða 4. tölulið tekur ákæruvaldshafi. Ákvörðun skal tekin svo fljótt sem auðið er. Saksóknari efnahagsbrota Helgi Magnús Gunnarsson gefur ekki upplýsingar um einstaka tilkynningar til efnahagsbrotadeildar um peninga- þvætti enda er það óheimilt samkvæmt lögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.