Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Side 4
4 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir
Talsmaður Arion banka, Berghild-
ur Erla Bernharðsdóttir, staðfestir að
launahækkanir hafi átt sér stað hjá
bankanum undanfarið. Hún kall-
ar hækkanirnar launaleiðréttingu því
nauðsynlegt hafi verið að leiðrétta
laun þeirra einstaklinga sem dregist
höfðu aftur úr sambærilegum launum
annarra fjármálastofnana.
DV óskaði eftir nánari upplýsing-
um um þessar launaleiðréttingar, öðru
nafni launahækkanir, en þær fást ekki
hjá bankanum þrátt fyrir ítrekaðar
beiðnir þess efnis. Svör bankans ein-
kenndust þess í stað af útúrsnúningum
og staðhæfingum um að launahækk-
unum hafi verið haldið í lágmarki. DV
óskaði eftir upplýsingum um hversu
margir einstaklingar fengu launa-
hækkun, hversu há hækkunin væri, á
hvaða sviðum hækkunin færi fram og
hversu mikið þær kosti bankann mán-
aðarlega. Frá Arion fengust engin svör.
Arion banki, áður Kaupþing banki,
neitar einnig að gefa upp heildarkostn-
að við nafnabreytingu bankans. DV
fór þess á leit og óskaði jafnframt eft-
ir sundurliðun á kostnaði en þau svör
fengust að slíkt fengist ekki gefið upp.
Bankinn gefur hins vegar aðeins upp
áætlaðan heildarkostnað vegna breyt-
ingarinnar. Sú áætlun gerir ráð fyrir
ríflega sautján milljóna króna kostnaði
við breytinguna en það telja þeir sér-
fræðingar sem DV leitaði til útilokað.
Þeirra mat er að kostnaðurinn hlaupi
á mörgum tugum milljóna, fimmtíu
milljónir að lágmarki, og jafnvel yfir
hundrað milljónir. Til viðbótar sé síð-
an hægt að reikna þann mikla fórnar-
kostnað sem liggur í glötuðu markaðs-
efni. trausti@dv.is
Talsmenn Arion banka forðast fyrirspurnir DV um launahækkanir:
Arion svarar engu
Loðin svör Talsmenn Arion
gefa ekki upp heildarkostnað
við nafnabreytinguna og
launahækkanir.
„Ég er búinn að biðja um fund með
rektor, út af þessu og öðru. Mér finnst
framganga háskólaprófessorsins
furðuleg að vera með svona útgáfu-
starfsemi þar sem drullað er yfir fólk,“
segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í
Bónus.
Jóhannes sakar Hannes Hólmstein
Gissurarson, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands, um að dreifa
fluguritum innan háskólans. Á þeim
koma fram fullyrðingar um að vina- og
ættartengsl bjargi eignarhlut 1998 ehf.,
félagi í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar, í Högum. Þar er Jón Ásgeir nafn-
greindur og myndbirtur og einnig tveir
bankastarfsmenn, þau Helga Jóns-
dóttir, stjórnarmaður Arion banka, og
Sigurjón Pálsson, starfsmaður Arion
banka. Bæði eru þau sögð vinna hörð-
um höndum að því að fá milljarða
skuldir félagsins niðurfelldar.
Dreift á göngunum?
„Hann var að dreifa þessu á göngum
skólans og vitni að því hafa haft sam-
band við mig. Þau segja mér að Hann-
es Hólmsteinn hafi verið að rétta nem-
endum þennan snepil. Sjálfur hef ég
séð þessa auglýsingu og mér þykir hún
ákaflega lágkúruleg,“ segir Jóhannes.
Hannes Hólmsteinn vísar því aft-
ur á móti á bug að hann hafi verið að
dreifa þessum blöðum á göngum skól-
ans. Hann viðurkennir að hafa prent-
að þetta út og sýnt nokkrum samkenn-
urum enda eigi myndin erindi við
almenning því hún sýni vel íslenska
klíkusamfélagið. „Það er alrangt að ég
hafi verið að dreifa þessu. Ég fékk þetta
vissulega sent í pósti og prentaði út
eintak enda þótti mér þetta fyndið. Ég
sýndi einhverjum það en það er fráleitt
að halda því fram að ég hafi verið að
dreifa einhverju. Þó svo að ég væri að
dreifa einhverju væri það ekkert mál
því elskulegir samkennarar mínir hafa
oft verið að prenta út og dreifa ýmsu,“
segir Hannes Hólmsteinn.
Allt saman satt
„Það getur verið að ég hafi gleymt
þessu einhvers staðar en ég hef ekki
dreift neinu flugriti neins staðar. Hins
vegar tel ég mig alveg hafa haft fullan
rétt til að dreifa þessu því þær upplýs-
ingar sem þarna koma fram eru hár-
réttar. Aðalatriðið í þessu er að það
sem er á blöðunum er allt rétt,“ bæt-
ir Hannes Hólmsteinn við. Á sunnu-
dag ritaði hann síðan færslu á blogg-
svæði sitt þar sem hann birti myndina
sem sýni vel klíkusamfélagið á Íslandi.
Hann sagði myndbirtinguna á netinu
sárabót fyrir að hafa ekki dreift henni á
göngum háskólans.
Jóhannes vonast til þess að há-
skólarektor sjái að framgana Hannesar
sæmi ekki stofnuninni. Hann útilokar
ekki að grípa til annarra ráða taki rekt-
or ekki hart á málinu. „Mér finnst þetta
alveg ótrúlega ósmekklegt. Að vera
með þennan óhróður í bloggheim-
um er eitt, en að nýta sér opinberan
vinnustað til að bera svona lagað út
er hámark ósvífninnar. Rektor þarf að
taka afstöðu til mögulegrar brottvikn-
ingar því þetta er klárlega ekki stofn-
uninni til framdráttar. Ég er búinn að
fá algjörlega nóg af því hvað þessi op-
inberi starfsmaður hefur lagt sig fram
við að niðurlægja fjölskyldu mína. Ég
er búinn að fá mig fullsaddan,“ segir
Jóhannes.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, hefur fengið fund með rektor Háskóla Íslands
þar sem hann hyggst ræða stöðu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar stjórnmálapróf-
essors. Hann fullyrðir að prófessorinn hafi dreift óhróðurspésum um son sinn innan
háskólans. Sjálfur vísar Hannes þessu á bug.
Flugrit Hannesar
„Hins vegar tel ég mig
alveg hafa haft fullan
rétt til að dreifa þessu
því þær upplýsingar
sem þarna koma fram
eru hárréttar.“
TrAusTi HAfsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
fundar með rektor Hannes
Hólmsteinn er sagður dreifa
óhróðurspésum á göngum
Háskóla Íslands en sjálfur segist
hann aðeins hafa sýnt nokkrum
samkennurum myndina.
Alrangt Hannes þvertekur fyrir að
hafa dreift myndinni þó svo hann
telji sig hafa fullan rétt til þess.
ekki hrifinn Jóhannes segist hafa
fengið sig fullsaddan á ósmekklegri
framgöngu í garð fjölskyldu sinnar.
Klíkuskapur í bönkunum Hannes
segir myndina eiga erindi við almenning
því hún sýni vel íslenskt klíkusamfélag.
síðasti séns
Frestur Kaupþings til að eignast 87
prósenta hlut í Arion banka renn-
ur út í dag, mánudag. Fari svo að
Kaupþing eignist hlutinn verður
ríkið aðeins aðaleigandi Lands-
bankans að því er fram kemur á
vef Ríkisútvarpsins en ríkið á nú
fimm prósent hlut í Íslandsbanka.
Skilanefnd Kaupþings hefur fund-
að með kröfuhöfum Kaupþings í
London um helgina. Átta spari-
sjóðir hafa sótt um stofnfjárfram-
lög til ríkisins og ef ríkið verður við
því renna þeir eignarhlutar einnig
til Bankasýslunnar sem fer með
hluti ríkisins í fjármálafyrirtækj-
um. Einnig verður athugað hvort
Landsbankinn geti orðið hæfur
til að fara aftur inn á hlutabréfa-
markað og er stefnt að því að ríkið
hafi losað um sitt eignarhald á
bönkunum eftir fimm ár en þá lýk-
ur starfstíma Bankasýslu ríkisins
lögum samkvæmt.
Par tekið með
fíkniefni
Karlmaður á fimmtugsaldri og
kona á þrítugsaldri voru hand-
tekin grunuð um aðild að fíkni-
efnainnflutningi eftir húsleit í
Grafarvogi fyrir helgi. Hálft kíló
af kókaíni og 300 grömm af amf-
etamíni fundust við húsleitina.
Frá þessu var greint í kvöld-
fréttum Stöðvar 2 á sunnudag.
Þar kom fram að fólkið hafi verið
úrskurðað í gæsluvarðhald fram
á miðvikudag.
Fíkniefnalögreglan hefur
farið í alls fimm húsleitir vegna
málsins og fundust einhver
fíkniefni í þeim.
Kærleikskúla
fyrir börnin
„Markmið okkar er að gefa
fleiri börnum tækifæri á að
njóta sumar- og helgardval-
ar í Reykjadal,“ segir Berglind
Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra, sem nú fyrir jólin selur
Kærleikskúluna í sjöunda sinn.
Á hverju ári efnir Styrktar-
félagið til samstarfs við nýjan
listamann um hönnun Kær-
leikskúlunnar, en allur ágóði
af sölu hennar rennur óskiptur
til fatlaðra barna og starfsins í
Reykjadal. Í ár er það listamað-
urinn Hreinn Friðfinnsson
sem skreytir kúluna. Kúlunni
er síðan pakkað af starfsmönn-
um á vinnustofunni Ás, sem
er verndaður vinnustaður. Líkt
og síðustu ár verður kúlan seld
í takmörkuðu upplagi frá 5. til
19. desember.
Línubátur fékk
tvö brot á sig
Línuveiðibátur lagðist á hlið-
ina á sunnudag er hann fékk
tvívegis á sig brotsjó austur af
Horni. Það var við fyrra brotið
sem báturinn lagðist á hliðina
og strax eftir að skipstjóra tókst
að rétta hann við reið síðara
brotið yfir. Frá þessu var greint
í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Talsverður sjór flæddi niður í
vistarverjur skipverja og urðu
talsverðar skemmdir á eigum
þeirra. Tveir menn slösuðust
lítillega og þurftu að leggjast
undir læknishendur við kom-
una í land.