Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Page 10
10 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir
Laun formannanna
Jóhanna Sigurðardóttir
Bein laun 935.000
- þingfararkaup 520.000
- ráðherralaun 415.000
Húsnæðis- og dvalarkostnaður 0
Ferðakostnaður 0
Starfskostnaður 66.400
Steingrímur J. Sigfússon
Bein laun 855.000
- þingfararkaup 520.000
- ráðherralaun 335.000
Húsnæðis- og dvalarkostnaður 126.980
Ferðakostnaður 0
Starfskostnaður 66.400
Bjarni Benediktsson
Bein laun 795.600
- þingfararkaup 520.000
- formannslaun 260.000
- skipulagsnefnd Garðabæjar 15.600
Húsnæðis- og dvalarkostnaður 0
Ferðakostnaður 61.400
Starfskostnaður 66.400
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Bein laun 860.912
- þingfararkaup 520.000
- formannslaun 260.000
- skipulagsráð Reykjavíkur 80.912
Húsnæðis- og dvalarkostnaður 0
Ferðakostnaður 61.400
Starfskostnaður 66.400
Margrét Tryggvadóttir
Bein laun 520.000
- þingfararkaup 520.000
- formannslaun 0 (afsalaði sér þeim)
Húsnæðis- og dvalarkostnaður 90.700
Ferðakostnaður 61.400
Starfskostnaður 66.400
Skattar nú
Eftir breytingu
Jóhanna
Sigurðardóttir
29
1.
70
2
32
4.
78
9
26
5.
24
4
29
2.
00
0
26
3.
13
3
28
9.
38
4
24
1.
92
0
26
3.
09
6
14
3.
49
7
15
0.
17
4
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Steingrímur
J. Sigfússon
Bjarni
Benediktsson
Margrét
Tryggvadóttir
Skattar formannanna
Flokksformennirnir fimm sem sæti
eiga á Alþingi greiða samanlagt 114
þúsund krónum meira í skatta á mán-
uði á næsta ári en þessu. Þetta er af-
leiðing af skattahækkunaráformum
stjórnvalda sem líklegt er að verði að
lögum fyrir áramót.
Skatttekjur ríkissjóðs af formönn-
unum þremur hækka samkvæmt
þessu úr 1.205 þúsund krónum á
mánuði í 1.319 þúsund krónur.
Jóhanna borgar mest
Jóhanna er skattakóngur flokksfor-
mannanna og hún er líka sú formann-
anna hvers skattar hækka mest. Skatt-
ar hennar hækka um 33.087 krónur
á mánuði meðan skattar fjármála-
ráðherrans hækka um 26.251 krónu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
þarf að greiða 26.756 krónum meira
í skatt eftir breytingar og fyrir meðan
skattgreiðslur Bjarna Benediktssonar
hækka um 21.176 krónur.
Sá flokksformannanna fimm
sem sæti eiga á þingi sem verður fyr-
ir minnstum áhrifum er Margrét
Tryggvadóttir, formaður Hreyfingar-
innar. Skattarnir hennar hækka um
6.677 krónur. Ástæðan er sú að hún
er launalægst og munar rúmum 275
þúsund krónum á launum hennar og
næstlaunalægsta flokksformannsins.
Helsta ástæða þess mikla munar er
að hún hefur afsalað sér formanns-
launum frá Alþingi. Alþingi samþykkti
skömmu fyrir jól 2003 að þingmenn
sem jafnframt væru formenn stjórn-
málaflokka sem hefðu þrjá þingmenn
en væru ekki ráðherrar fengju helm-
ingin af þingfararkaupi í launauppbót
fyrir formennskuna. Þingfararkaup-
ið er 520 þúsund krónur á mánuði og
formannslaunin því 260 þúsund krón-
ur.
Þriggja vikna laun í skatt
114 þúsund króna skattahækkun for-
mannanna fer langleiðina til að duga
fyrir kaupi lægst launaða fólksins á
almennum markaði. Reyndar myndi
samanlögð skattahækkun flokksfor-
mannanna duga til að greiða lægst
launaða fólkinu á almennum markaði
laun í þrjár vikur og einum degi betur.
Lægstu laun á almennum mark-
aði eru 157 þúsund krónur að með-
taldri lágmarkslaunatryggingu og eftir
skatta og iðgjöld nema útborguð laun
af því 137 þúsund krónum.
Í útreikningunum var í flestum
tilfellum notast við upplýsingar sem
nálgast mátti á vef Alþingis, skattstjóra
og með fyrirspurnum til skrifstofu Al-
þingis og ráðuneyta auk sveitarfélaga
vegna nefndagreiðslna Sigmundar
Davíðs og Bjarna Benediktssonar. Allir
formennirnir fengu tölvupóst þar sem
þeir voru beðnir um að benda á villur
ef einhverjar væru. Margrét Tryggva-
dóttir svaraði ein þessum tölvupósti,
tíu mínútum eftir að hann var sendur.
Í svarinu var afrit af síðasta launaseðli
hennar svo ljóst var hvaða greiðslur
hún fær og hverjar ekki.
Við útreikningana var miðað við
föst skattskyld laun og greiddur er
skattur af. Fjögurra prósenta iðgjald
í lífeyrissjóði var dregið frá og skattar
reiknaðir af því sem eftir stóð. Þing-
menn geta þó líkt og aðrir landsmenn
nýtt sér ákvæði um viðbótarsparnað
upp að fjórum prósentum af launum
og frestað staðgreiðslu skatta sam-
kvæmt því.
Mest úr ríkissjóði
Laun flokksformannanna á þingi eru
að mestu tilkomin úr ríkissjóði. Sam-
kvæmt hagsmunaskráningu þeirra,
eins og hún birtist á þingvefnum, hef-
ur enginn formannanna fimm fastar
tekjur af vinnu annars staðar. Margrét
Tryggvadóttir lýsti þó yfir að hún hún
ætlaði að klára nokkur verkefni sem
hún hafði tekið að sér áður en hún var
kosin á þing.
Einu formennirnir sem hafa fastar
tekjur utan þings eru formenn Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknarflokks-
ins. Bjarni Bendiktsson er í skipulags-
nefnd Garðabæjar, þar sem hann hefur
reyndar ekki mætt á fundi allt þetta ár,
og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
er í skipulagsráði Reykjavíkur, þar sem
pólitískir andstæðingar hafa gagnrýnt
hann fyrir slaka mætingu.
SKATTARNIR HÆKKA UM
NÆR LÁGMARKSLAUN
Skattahækkanir framundan
Þegar Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra kynnti
frumvarpið boðaði hann
skattahækkanir. Nú er komið
í ljós hvernig þær verða nái
frumvarp hans fram að ganga.
Mynd Heiða HeLgadóttir
BrynJóLfur Þór guðMundSSon
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hækka um á bilinu sjö þúsund til 33 þúsund
krónur verði skattahækkunaráform ríkisstjórnarinnar að veruleika. Jóhanna er
tekjuhæst og skattarnir hennar hækka því mest. Skattahækkanir flokksformann-
anna fimm fara langleiðina að duga fyrir útborguðum mánaðarlaunum þeirra sem
eru á lægstu launum.