Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Síða 14
14 mánudagur 30. nóvember 2009 fréttir
Klúðruðu
tækifærinu
Samkvæmt skýrslu frá milliríkja-
nefnd öldungadeildar Banda-
ríkjanna var Osama bin Laden
nánast í greipum bandarískra
hermanna í fjöllum Tora Bora í
Afganistan í desember 2000, en sú
ákvörðun var tekin af hernaðaryf-
irvöldum að draga í land í aðgerð-
um til að hafa hendur í hári hans.
Sú ákvörðun hefur haft víð-
tækar afleiðingar en talið er að
Osama bin Laden hafi aldrei verið
jafn berskjaldaður og þá, en hann
notaði tækifærið og komst ósnert-
ur inn í afskekkt svæði Pakistan.
Skýrslan fer ekki mjúkum
höndum um embættismenn í
ríkisstjórn fyrrverandi forseta,
George W. Bush, eða yfirmenn
hersins á þeim tíma.
Borisovka brandí
Íbúar búlgarska þorpsins Kap-
atovo hafa nefnt heimagerða
brandíið sitt í höfuð forsæt-
isráðherra landsins, Boyko
Borisov. Þannig vilja þeir sýna
forsætisráðherranum þakklæti
sitt, en hann kom í veg fyrir að
þing landsins hækkaði álögur á
áfengi.
Í síðasta mánuði féll ríkis-
stjórnin frá fyrirætlunum um
hækkun skatta á áfengi vegna
reiði almennings sem áleit að
hækkunin myndi ógna aldagam-
alli hefð fyrir víngerð í landinu.
En fjárlaganefnd þingsins
lagði síðar til hækkun sem taka
átti gildi á næsta ári og átti að
samþykkja hækkunina í síðustu
viku.
Þá lét forsætisráðherrann
til sín taka og fór þess á leit að
fyrirætlununum yrði kastað fyrir
róða og var það gert.
Banvæn
björgunaraðstoð
Karlmaður sem ók út í kant á I-
440 Beltline milliríkjabrúnni í Ral-
eigh í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum lést um helgina þegar
hann féll á milli brúnna sem liggja
hvor í sína áttina. Hinn miskunn-
sami Samverji var 33 ára og sam-
kvæmt lögregluskýrslu stöðvaði
hann för sína til að aðstoða fólk
sem lent hafði í árekstri.
Ekki tókst betur til en svo að
til að forðast aðvífandi bifreiðar
sem reyndu að beygja til hliðar
þá stökk maðurinn yfir steyptan
kant, en þar var ekkert nema tóm-
ið eitt og féll maðurinn til bana.
Árið 2005 dó karlmaður með
svipuðum hætti þegar hann
hugðist aðstoða fórnarlömb
áreksturs.
Barack Obama Bandaríkjaforseti er nú
harðlega gagnrýndur fyrir að setja ein-
staklinga, sem lögðu hundruð milljóna
til kosningabarátta hans, í eftirsóknar-
verðar sendiherrastöður.
Stöðurnar sem um ræðir geta hvort
heldur sem er verið á litlum eyríkjum í
Karíbahafinu eða í löndum á borð við
Bretland og Frakkland sem eru öflugir
bandamenn Bandaríkjanna. Stöðuveit-
ingarnar hafa reitt til reiði fjöldann all-
an af sendifulltrúum Bandaríkjanna.
Það hefur löngum verið tíðkað í
Bandaríkjunum að skipa örláta stuðn-
ingsmenn í umrædd embætti í stað at-
vinnumanna úr utanríkisráðuneytinu,
en margir höfðu bundið við það vonir
að Barack Obama myndi draga úr veit-
ingu slíkra bitlinga.
Sú hefur ekki orðið raunin og síð-
an Obama tók við embætti hefur hann
skipað í um áttatíu sendiherrastöður
og í 56 prósentum hefur verið um að
ræða pólitíska stöðuveitingu.
Sumir stuðningsmanna Baracks
Obama hafa fengið stöður í Evrópu-
löndum sem verða að teljast feitir bitar
í samanburði við önnur.
Nýr sendiherra Bandaríkjanna í
Bretlandi er Louis Susman sem safnaði
yfir 500.000 dölum fyrir Obama. Svipað
er uppi á teningnum í Frakklandi því
nýr sendiherra þar er Charles Rivkin,
fyrrverandi framkvæmdastjóri sjón-
varpsstöðvar, en hann safnaði 800.000
dölum.
Þjóðverjar fengu Philip Murphy,
fyrrverandi fjármálastjóra, sem hefur
gefið 1,9 milljónir dala til flokksins síð-
an 1989.
Aðrir velgjörðarmenn Obama hafa
fengið stöður í löndum sem ekki eru
eins mikilvæg út frá pólitísku sjónar-
miði. En hugsanlega er hægt að setja
verðmiða á nokkur ár í sólarparadís.
Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Bah-
ama-eyjum er Nicole Avant, en hún
safnaði að minnsta kosti 800.000 döl-
um fyrir Barack Obama í kosninga-
slagnum um forsetastólinn.
Barack Obama gagnrýndur fyrir skipanir í embætti sendiherra:
Obama launar greiðann
Góður við vini
sína Barack Obama
gleymir ekki þeim
sem gera vel við hann.
Svissneskir kjósendur hafa sagt hug
sinn varðandi bænaturna múslíma.
Tillaga um bann við byggingu bæna-
turna sem lögð var undir þjóðar-
atkvæði hlaut stuðning meirihluta
kjósenda.
Yfir 57 prósent kjósenda, og tut-
tugu og tvær kantónur af 26, greiddu
atkvæði með banninu en tillagan
var lögð fram af hægriöfgaflokknum
SVP, svissneska þjóðarflokknum. Að
mati flokksins, sem er stærsti þing-
flokkurinn, eru bænaturnar merki
um íslamsvæðingu.
Ríkisstjórnin er andvíg bann-
inu sem stjórnarliðar segja að muni
skaða ímynd Sviss í alþjóðasamfé-
laginu, en þó einkum og sér í lagi í
heimi múslíma.
Stuðningur við umrætt bann er
síðasta aðgerð evrópskra kjósenda
til stuðnings flokkum sem andvíg-
ir eru innflytjendum og hagsmun-
um þeirra og koma í kjölfar árangurs
hægriöfgaflokka í Austurríki, Hol-
landi og Frakklandi í kosningum síð-
astliðinn áratug.
Lítil þátttaka
Þátttaka var reyndar aðeins 53 pró-
sent og telst það ekki mikil þátttaka
í svissnesku lýðræði. Andstæðingar
tillögunnar líta þannig á að hin litla
þátttaka endurspegli lítinn áhuga
hjá fjölda kjósenda sem ekki hefðu
samþykkt bannið.
Ríkisstjórn landsins, fjármálageiri
þess og flestar kirkjur höfðu hvatt
landsmenn til að hafna tillögu SVP-
flokksins, tillögu sem sögð er ganga
í bága við stjórnarskrá landsins og
það trúfrelsi sem hún tryggir. Höfðu
mannréttindasamtökin Amnesty
International varað við því áður en
gengið var til kosninga um bannið.
Að sögn ríkisstjórnarinnar myndi
bann við byggingu bænaturna í
svissnesku stjórnarskránni einungis
þjóna „hagsmunum öfgahópa“.
Fjórir bænaturnar fyrir 400.000
Dómsmálaráðherra landsins, Evel-
ine Widmer-Schlumpf, sagði niður-
stöðuna endurspegla ótta við bók-
stafstrú íslams og þær áhyggjur yrði
að „taka alvarlega“.
Dómsmálaráðherrann reyndi þó
að hughreysta svissneska múslíma
og sagði að ákvörðunin væri ekki
„höfnun gagnvart samfélagi mús-
líma, trú þeirra eða menningu“.
Í Sviss búa um 400.000 múslím-
ar og hafa þeir aðgang að fjórum
bænaturnum. Bænaturnar eru not-
aðir til að kalla rétttrúaða múslíma
til bæna fimm sinnum á dag.
Þrátt fyrir að íslamstrú sé næst-
útbreiddasta trúin í Sviss, á eftir
kristni, fer lítið fyrir henni. Í Sviss
er að finna óopinber bænaherbergi
fyrir múslíma, og umsóknum um
nýja bænaturna er nánast undan-
tekningarlítið hafnað.
Líf í ótta
Tamir Hadjipolu, forseti sambands
múslíma í Zürich, sagði í viðtali við
BBC að ef bannið kæmi til fram-
kvæmda myndi það sveipa samfélag
múslíma í Sviss ótta.
Stuðningsfólk bannsins full-
yrðir að bænaturnar yrðu tákn um
að hugmyndafræði íslamstrúar og
sjaríalögum hefði vaxið fiskur um
hrygg.
Að annarra mati hvatti herferð-
in fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni
til haturs, en fyrir helgi voru unn-
ar skemmdir í mosku í Genf í þriðja
sinn á meðan á herferðinni stóð.
Hin síðari ár hafa margar þjóðir í
Evrópu tekið upp umræðu um sam-
skipti þeirra við íslam og hvernig
best yrði staðið að því að fella niður
aðgreiningu múslíma í löndunum.
Svisslendingum hugnast ekki að leyfð verði bygging bænaturna í landinu. Tillaga
um bann við því var lögð undir þjóðaratkvæði og samþykkt með drjúgum meirihluta.
Bann við byggingu bænaturns er talið ganga gegn ákvæðum stjórnarskrár landsins.
Bann við Bænaturnum
DV0911292067
DV0911297045
KOLBeinn þOrsteinssOn
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Dómsmálaráðherrann
reyndi þó að hughreysta
svissneska múslíma og
sagði að ákvörðunin væri
ekki „höfnun gagnvart
samfélagi múslíma, trú
þeirra eða menningu“.
Bænaturn á Mahmud-moskunni í
Zürich Tákn um íslamsvæðingu að mati
svissneska þjóðarflokksins, SVP. Myndir AFP
Auglýsing sVP, svissneska þjóð-
arflokksins Hvatt til stuðnings við
banni gegn bænaturnum múslíma.