Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Page 15
fréttir 30. nóvember 2009 mánudagur 15
Vefsíðan Wikileaks hefur birt tæplega 600.000 smáskilaboð sem send voru í kjölfar hryðjuverkaárásanna á
Bandaríkin 11. september 2001. Talsmaður Wikileaks segir að vissulega sé um tilfinningatengdar upplýs-
ingar að ræða en birting skilaboðanna sé liður í óritskoðaðri umfjöllun um atburði þessa örlagaríka dags.
Nýbirt smáskilaboð sem sögð eru
send að morgni 11. september
árið 2001 sýna vel þá örvæntingu
sem fólk upplifði þegar það reyndi
að ná sambandi við ástvini sína í
kjölfar árásanna á Tvíburaturnana
í New York og Pentagon. Vefsíð-
an Wikileaks, sem gefur sig út fyr-
ir að birta upplýsingar sem aðrir
hafa lekið, hefur birt hátt í 600.000
skilaboð sem varpa ljósi á þá ör-
væntingu, hrylling og sársauka
sem fólk upplifði í hryðjuverka-
árásunum á Bandaríkin þennan
örlagaríka morgun. Á vefsíðunni
er einnig að finna skilaboð sem
send voru vegna flugvélarinnar
sem brotlenti í Pennsylvaníu þann
sama dag.
Alls létust 2.976 manns í árás-
unum auk hryðjuverkamannanna,
nítján að tölu.
Ótti við frekari árásir
Skilaboðin sýna bæði örvæntingu
þeirra sem upplifðu hina ógnvæn-
legu atburði á þeim stöðum, og
við þá, sem voru skotmörk hryðju-
verkamannanna og hinna sem
voru fjarri og reyndu að ná sam-
bandi við ástvini og ættingja.
Það er til merkis um þann ótta
fólks, sem varð vitni að hörmung-
unum, að frekari hryðjuverkaárás-
ir væru yfirvofandi og að það kynni
að láta lífið ef það hafði samband
við ástvini sína til öryggis.
Wikileaks birtir einnig skilaboð
embættismanna sem sýna að við-
komandi reyndu af fremsta megni
að skilja hvað í raun og veru var að
gerast.
Skilaboðin sannreynd
Samkvæmt upplýsingum frá Wik-
ileaks hefur einhver hluti smá-
skilaboðanna verið kannaður
og enginn vafi leikur á því að um
raunveruleg skilaboð er að ræða.
Talsmaður síðunnar sagði í við-
tali við CNN að með birtingu skila-
boðanna hjálpi Wikileaks til við að
viðhalda óritskoðaðri umfjöllun
um atburði 11. september 2001,
með meiri smáatriðum en hingað
til hefur tíðkast.
„Ég skil fyllilega að þetta er
mjög tilfinningatengt efni en það
merkir ekki að það sé ekki hluti
skráðrar sögu okkar,“ sagði Daniel
Schmitt, talsmaður Wikileaks, en
vefsíðan hefur ekki viljað upplýsa
uppruna upplýsinganna, hvort
um væri að ræða heimildarmann
innan ríkisstjórnarinnar, löggæsl-
unnar eða almennan borgara með
kunnáttu og tækjakost til að kom-
ast inn í skeytasendingar.
Misvísandi skilaboð
og orðrómur
Eins og gefur að skilja er í þessum
mikla fjölda skilaboða að finna
misvísandi fréttir og hreinan orðr-
óm. Fólk sendi áfram fregnir af
frekari árásum og reyndust sumar
á rökum reistar en aðrar orðróm-
ur einn.
Sögusagnir lifðu góðu lífi og
bárust hratt út:
„Flugvél sem hefur verið rænt
hringsólar yfir Dulles-flugvelli.
Hringdu!“
„Óstaðfestar fregnir af flugslysi
við Camp David núna.“
„Held að einni vél í viðbót hafi
hugsanlega verið rænt og stefnt að
þinghúsinu ...ekki viss.“
Skeytin sýna svo ekki verður
um villst þá óvissu sem ríkti í kjöl-
far árásanna á Tvíburaturnana, og
varnarmálaráðuneytið, og þann
ótta sem ríkti vegna óvissu um
hvort frekari árásir yrðu gerðar á
Bandaríkin.
Eldsvoði og sprenging
Klukkan 8.46 að morgni 11. sept-
ember var fyrri flugvélinni flogið
á Tvíburaturnana og fimm mín-
útum síðar fóru skeytin að ber-
ast en vegna óvissu um hvað ætti
sér stað var talað um eldsvoða í
turninum og í öðru skeyti var
talað um sprengingu og viðtak-
andi skeytisins beðinn að meta
skaðann.
Mínútu síðar bárust fregnir frá
fyrstu hendi. „World Trade Center
er sprungið, við sáum sprenging-
arnar fyrir utan gluggann okkar.
Teresa ...“
Rétt fyrir klukkan níu að
morgni, eða 8.53, var sent skeyti
frá aðgerðardeild New York-lög-
reglunnar þar sem lögreglumenn
voru boðaðir að Tvíburaturnun-
um og kl. 9.03 var síðari flugvél-
inni flogið á hinn turninn.
Ást, ótti, söknuður
„Hugsanir mínar snúast eingöngu
um Nicholas, Ian og þig. Ég er
dauðskelfd. Ég þurfti að segja þér
að ég elska þig sannarlega. að ei-
lífu, Diane,“ segir í einum SMS-
skilaboðunum.
Í öðru skeyti, sem var sent einni
mínútu síðar, segir: „Ég þarfnast
þess að halda utan um þig núna.“
„Ég veit að þú ert í nýju sam-
bandi og hugsar ekki um mig. En
skyldi eitthvað gerast máttu vita
að ég elska þig, ástin. Saknaði þín,
bless.“
„Þetta er skipulögð árás ...
annarri flugvél var rétt í þessu
flogið á hinn turninn,“ sagði í
skilaboðum 52 sekúndum síðar.
Klukkan 9.25 jókst tíðni
skeytasendinga almennings auk
þess sem þau einkenndust af sí-
fellt meiri skelfingu.
Fyrirtæki byrjuðu að senda
skilaboð og báðu um talningu
alls starfsfólks og fólk deildi
fregnum og frásögnum sem það
heyrði eða sá í sjónvarpi, þeirra
á meðal frásögnum af fólki sem
henti sér ofan úr turnunum.
Álagið á símkerfinu var svo
mikið að fjölskyldum gekk erfið-
legar en ella að afla upplýsinga
um afdrif ástvina.
KolbEinn þorStEinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Einn þeirra lánsömu
Álagið á símkerfið gerði mörgum erfitt um vik að láta vita af afdrifum sínum.
Eðli málsins samkvæmt einkenndust mörg skilaboðin af fullkominni óvissu
um afdrif ættingja eða ástvina.
9.25.40:
„Hringdu í mig í vinnuna um leið og þú kemur á skrifstofuna. Verð að vita hvort
þú sért heill á húfi.“
9.29.38:
„Veit ekki hvar þú ert. Er í lagi með þig? Hringdu eins fljótt og þú getur. Ég verð
að fá að vita þetta. Þó það sé kollekt. Hringdu, Darryl.“
11.32.56:
„Ef ég hef ekkert heyrt frá þér á hádegi, þá fer ég í skólann og næ í Láru og segi
henni að pabbi hennar sé dáinn.“
Sum skeytin voru stutt og gagnorð en önnur löng og ítarleg. Einn sendandi
skrifaði: „Ástin, vildi segja þér hve mikið ég elska þig. Ég hafði smá áhyggjur. Ég
vil ekki glata þér nú þegar ég hef fengið þig aftur. Þú ert mér allt. Þú átt hjarta
mitt óskipt og líf. Ég elska þig svo mikið.“
Sumar orðsendingarnar innihéldu
góðar fréttir:
„Pabbi lifði af! Vinnufélagi stjúpu hringdi í mig og sagði mér að pabbi væri á lífi
en það er allt sem ég veit. Ég veit ekki hvort hann er slasaður eða ekki,“
„Pabbi Abroer er á lífi,“ segir í einu skeytinu, „lifði af hrun WTC. Ég er að reyna að
ná sambandi við fjölskylduna til að frétta meira.“
„Áríðandi. Þetta er Tim. Hringdu í mig heim ... ég var fyrir utan bygginguna
þegar sprengingin varð, en ég er í lagi.“
„Pete er í lagi. Hann getur ekki fundið bróður sinn sem vinnur í fjármálamið-
stöðinni við hliðina á WTC ...“
Fjöldi skeyta er í styttri kantinum en
örvæntingin engu minni:
„Ertu heill á húfi?“
„Hvar ertu?“
„HRINGDU Í MIG NÚNA!“
Klukkan 10.24 var sent skeyti sem virðist sýna að yfirvöld væru að vinna að
því að tryggja forsetafjölskylduna.
„VITAÐ ER UM TWINKLE OG TURQ OG ÞÆR ERU ÖRUGGAR,“ segir í einu skeyti,
en Twinkle og Turquoise voru dulnefni Jennu og Barböru, tvíburadætra
þáverandi forseta Bandaríkjanna, Georges W. Bush.
Klukkan 10.32 var sent skeyti á vegum Öryggisþjónustunnar (e. Secret
Service) sem sér um öryggi forsetafjölskyldunnar. Í skeytinu segir:
„NAFNLAUS SÍMHRINGING TIL JOC SAGT AÐ ANGEL SÉ SKOTMARK.“
Skilaboðin vísa til hringingar til miðstöðvar hernaðaraðgerða þar sem
komið var á framfæri hótun um árás á flugvél Bandaríkjaforseta, Air Force
One, sem gekk undir dulnefninu Angel (Engill).
Skilaboð
örvæntingar
og ótta