Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Síða 24
Walesverjinn Ryan Giggs varð 36 ára í gær en hann er á sínu nítj- ánda tímabili með Manchest- er United og er sá eini af öllum í deildinni sem hefur leikið á öllum tímabilum úrvalsdeildarinnar síð- an hún var stofnuð. Það sem meira er þá hefur hann skorað á hverju einasta tímabili. Leikirnir alls fyr- ir Manchester United eru orðnir 819 og mörkin 151 en á laugardag- inn skoraði hann sitt hundrað- asta mark fyrir United í deildinni, beint úr aukaspyrnu í 4-1 sigri á Portsmouth. Hann hafði áður fisk- að vítaspyrnu sem kom United í þægilega, 3-1, stöðu. Hann er fyrir löngu orðin knattspyrnugoðsögn á Englandi og hlýtur spurningin að vera: Hversu lengi getur hann haldið áfram? Jóga og leiðindi lykillinn Þó Giggs hafi misst hraðann sem einkenndi hann svo hér áður er hann engu síður mikilvægari fyrir United. Hann gerði það sem allir þeir bestu gera. Breytti leikstíl sín- um og í dag notar hann höfuðið og reynsluna meira en nokkru sinni fyrr. Það er ekki að ástæðulausu að hann var loks kjörinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar í byrjun síðasta árs, á þrítugasta og sjötta aldursári. Ferill Giggs var ekki beint í hættu um aldamótin en það stefndi ekki í að hann gæti hald- ið áfram eins lengi og hann hef- ur gert, hvað þá með sömu gæð- um. Bakið var farið að trufla hann mikið og átti Giggs mjög erfitt með að ná sér á milli leikja. Það var þá sem hann prófaði jóga. Jógað og Giggs náðu strax saman og er það stór ástæða þess að hann er enn á ferðinni. Fyrir utan það auðvit- að hversu ævintýralega vel hann sér um sjálfan sig. Jógað hefur gert Giggs svo gott að ungir leikmenn í akademíu Manchester United hefja hvern skóladag á jógatíma sem er skylda. Leiðindin hafa einnig haft mik- ið að segja hjá Giggs eins og hann lýsti sjálfur eftir sigurinn gegn Portsmouth. „Eitt sinn gat ég leyft mér að fara í bæinn eftir æfingar að versla eða hitta vini mína. Það get ég samt ekki lengur. Nú þarf ég einn til tvo daga til að jafna mig eftir leiki og slaka þá bara á fyrir framan sjónvarpið. Þetta er frek- ar leiðinlegt líf en ég verð að gera þetta til að halda líkamanum í lagi,“ sagði Giggs. Lofsöngur Wayne Rooney er óneitanlega skærasta stjarna Manchester Un- ited í dag. Hann, eins og allir aðrir, líta þó upp til Giggs fyrir allt það sem hann hefur afrekað. „Ég hef alltaf sagt að ég vilji enda feril minn hjá United. Ef ég kemst nálægt því að afreka jafn- mikið og Ryan yrði það frábært. Ég lít á hann sem hina fullkomnu fyrirmynd,“ sagði Rooney eftir leik- inn og bætti við: „Það er ekki ann- að hægt en að bera mikla virðingu fyr- ir honum hvernig hann kemur fram. Það sem hann hef- ur gert og unnið er ótrúlegt. það er einfaldlega þannig að það líta allir upp til hans,“ sagði Rooney, Sir Alex Ferguson sat upp í stúku á Fratton Park um helgina vegna leikbanns og sá Giggs, leikmann- inn sem hann fann og ræktaði, ná enn ein- um áfanganum. „Hann er stórkostlegur leik- maður, alveg einstakur,“ sagði Ferguson sem hef- ur síðustu ár ausið lofið yfir Giggs, eitthvað sem hann gerði ekki lengi framan af til þess að halda honum á tán- um. „Til hamingju með afmælið. Hann hefur átt 36 afmælisdaga hingað til, bíð- ið þar til hann verður 67 ára. Ég býst við að hann verði hættur þá,“ sagði Fergu- son kíminn um eilífa af- mælisbarnið, Ryan Giggs. 24 mánudagur 30. nóvember 2009 Chelsea áfram á toppnum Chelsea heldur enn fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa farið illa með Arsenal, 3-0, á Emirates-velli þeirra síðarnefndu. Ekkert lát er á velgengni Didiers Drogba sem skoraði tvö mörk í leiknum, rétt fyrir lok fyrri og seinni hálfleiks. Það var þó sjálfsmark miðvarðarins Thomasar Vermae- len sem fór með Arsenal-menn en það kom Chelsea í 2-0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Arsenal bætti í sóknina í síðari hálfleik en tókst ekki að skora. Arsenal missti því af tækifærinu að jafna Manchester United að stigum en það á enn leik til góða og getur með sigri þokast upp töfluna. UMsjón: TóMAs Þór ÞórðArson, tomas@dv.is Enska úrvalsdEildin portsmouth - man. unitEd 1-4 0-1 Wayne Rooney (25. víti), 1-1 Kevin-Prince Boateng (32. víti), 1-2 Wayne Rooney (48.), 1-3 Wayne Rooney (54. víti), 1-4 Ryan Giggs (87.). Wigan - sundErland 1-0 1-0 Hugo Rodallega (76.). WEst ham - BurnlEy 5-3 1-0 Jack Collison (18.), 2-0 Junior Stanislas (33.), 3-0 Carlton Cole (43. víti), 4-0 Guillermo Franco (52.), 5-0 Luis Jimenez (64. víti), 5-1 Steven Fletcher (8.), 5-2 Steven Fletcher (74.), 5-3 Chris Eagles (90.). n Steven Caldwell, Burnley (90.) man. city - hull 1-1 1-0 Shaun Wright-Phillips (45.), 1-1 Jimmy Bullard (82. víti). Bolton - stokE 0-0 fulham - Bolton 1-1 0-1 Ivan Klasnic (35.), 1-1 Damien Duff (74.). aston villa - tottEnham 1-1 1-0 Gabriel Agbonlahor (10.), 1-1 Michael Dawson (77.). úlfarnir - Birmingham 0-1 0-1 Lee Bowyer (3.) EvErton - livErpool 0-2 0-1 Joseph Yobo (12.), 0-2 Dirk Kuyt (80.). arsEnal - chElsEa 0-3 0-1 Didier Drogba (41.), 0-2 Thomas Vermaelen (45. sm), 0-3 Didier Drogba (86.). staðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 14 12 0 2 36:8 36 2. Man.Utd. 14 10 1 3 30:13 31 3. Tottenham 14 8 2 4 33:19 26 4. Arsenal 13 8 1 4 36:18 25 5. Liverpool 14 7 2 5 31:20 23 6. Aston Villa 14 6 5 3 22:14 23 7. Man.City 13 5 7 1 24:17 22 8. sunderland 14 6 2 6 21:20 20 9. stoke 14 5 5 4 13:15 20 10. Fulham 14 5 4 5 18:16 19 11. Birmingham 14 5 3 6 12:14 18 12. Burnley 14 5 2 7 19:31 17 13. Blackburn 14 5 2 7 16:28 17 14. Wigan 14 5 2 7 15:31 17 15. Hull 15 4 4 7 17:31 16 16. Everton 14 4 3 7 17:25 15 17. West Ham 14 3 5 6 24:26 14 18. Bolton 13 3 3 7 16:27 12 19. Wolves 14 2 4 8 12:27 10 20. Portsmouth 14 2 1 11 11:23 7 championship Bristol - shEff. unitEd 2-3 c. palacE - Watford 3-0 Heiðar Helguson var í byrjunarliði Watford. dErBy - rEading 2-1 Gylfi Sigurðsson og Ívar Ingimarsson voru í byrjunarliði Reading. nEWcastlE - sWansEa 3-0 nott. forEst - doncastEr 4-1 pEtErBorough - m. Boro 2-2 plymouth - BarnslEy 1-4 Leik hætt eftir 60 mínútur vegna rigningar. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Barnsley og skoraði. Kári Árnason var ekki í hóp hjá Plymouth. Qpr - covEntry 2-2 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry. scunthorpE - lEicEstEr 1-1 shEff. WEd - WBa 0-4 cardiff - ipsWich 1-2 staðan Lið L U J T M St 1. newcastle 18 12 3 3 29:10 39 2. W.B.A. 18 11 4 3 39:15 37 3. Leicester 18 8 7 3 21:15 31 4. nott.Forest 18 7 8 3 23:17 29 5. Q.P.r. 18 7 7 4 31:21 28 6. swansea 18 7 7 4 15:15 28 7. Cardiff 18 8 3 7 34:22 27 8. Blackpool 17 7 6 4 27:19 27 9. Watford 18 7 6 5 27:29 27 10. Middlesbro 18 7 5 6 25:20 26 11. C.Palace 18 6 8 4 20:18 26 12. Bristol City 18 6 8 4 22:22 26 13. Preston 17 6 6 5 23:23 24 14. sheff.Utd. 18 6 6 6 29:30 24 15. Barnsley 17 6 3 8 21:28 21 16. Derby 18 6 2 10 21:29 20 17. Coventry 18 4 7 7 21:28 19 18. Doncaster 18 3 9 6 22:26 18 19. sheff.Wed. 18 4 6 8 23:29 18 20. scunthorpe 18 5 3 10 21:36 18 21. reading 18 4 5 9 18:28 17 23. Ipswich 18 2 10 6 19:29 16 22. Plymouth 17 4 3 10 16:28 15 24. Peterbro 18 2 6 10 2 1:31 12 Ryan Giggs hélt upp á afmælið sitt með stæl um helgina. Hann varð 36 ára í gær en á laug- ardaginn gaf hann sér snemmbúna afmælis- gjöf. Giggs átti góðan leik, fiskaði víti og skor- aði sitt hundraðasta mark fyrir Manchester United í deildinni. Jóga hefur haldið lífi í goðsögninni á Old Trafford síðustu árin. EILÍFA TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSONblaðamaður skrifar: tomas@dv.is GOÐSöGN ryan Giggs skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Man. United daginn fyrir 36 ára afmælið. EILÍFA undrA- bArnIð 1991 Giggs ungur á ferð og flugi gegn Crystal Palace. 2001 Enn fljótur og teknískur um aldamótin. Draumamark Giggs kom Man. United í úrslitaleik bikarsins 1999 með einu fallegasta marki sem skorað hefur verið á Bretlandseyjum og þó víðar væri leitað. 2008 nýtt hlutverk í seinni tíð. Kominn meira inn á miðjuna og nýtir kollinn meira en hraðann. leIKmaÐurInn ensKI BoltInn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.