Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2009, Qupperneq 27
sviðsljós 30. nóvember 2009 mánudagur 27
Forseti Bandaríkjanna og fjölskylda á þakkargjörðarhátíð:
Obama
klappar
kalkún
Barack Obama, forseti Banda-ríkjanna, og dætur hans Sasha og Malia klöpp-
uðu kalkúninum Hugrekki þegar
Obama-fjölskyldan fagnaði þakkar-
gjörðarhátíðinni á miðvikudaginn.
Það er ekki á hverjum degi sem for-
setinn og dætur hans klappa kalk-
ún en þeir eru á borðum flest allra
Bandaríkjamanna á þessari hátíð.
Obama mun verða í sérstökum
jólaþætti hjá Opruh Winfrey sem
ber yfirskriftina Jólin í Hvíta hús-
inu. Oprah, sem lætur af störfum á
næsta ári, mun einnig ræða við for-
setafrúna Michelle Obama. Mikið
hefur verið í umræðunni hvort góð-
vinkona Opruh, Gale King, muni
taka við af henni sem stjórnandi
þáttarins.
Barack Obama Og dætur hans
Sasha og Malia.
Ástfangin Barack og Michelle.
Kalkúnninn Hugrekki
Stóð sig eins og hetja.
Slumdog Millionaire-stjörnurn-ar Freida Pinto og Dev Patel vöktu mikla lukku þegar þau
heimsóttu dýragarðinn í San Diego
í síðustu viku. Leikararnir heilsuðu
upp á broddgöltinn Icana og pardus-
köttinn Diego. Parduskettir eru í út-
rýmingarhættu en heimkynni þeirra
eru í Suður-Ameríku. Feldur þeirra
þykir mjög eftirsóknarverður.
Þau Freida Pinto og Dev Pat-
el voru óþekkt áður en þau slógu í
gegn í Slumdog Millionaire og hef-
ur líf þeirra heldur betur breyst eft-
ir það. Patel er næst væntanlegur í
hasarmyndinni The Last Airbender
en Pinto mun næst sjást í myndinni
You Will Meet a Tall Dark Stranger
eftir sjálfan Woody Allen. Þar er hún í
hópi með ekki ómerkilegri leikurum
en Anthony Hopkins, Josh Brolin,
Naomi Watts og Antonio Banderas.
slumdOg-stjörnur
í dýragarðinum
Freida Pinto og Dev Patel Í
dýragarðinum í San Diego.
ný andlit í
24
Aðdáendur spennuþáttarins 24 eru auðvitað löngu byrj-aðir að telja niður í áttundu
þáttaröðina sem hefst þann 17.
janúar á næsta ári. Nú hafa ver-
ið birtar myndir af nýju leikurun-
um við störf en þó nokkrum nýj-
um andlitum bregður fyrir í næstu
seríu. Þau þrjú þekktustu eru Katie
Sackhoff sem er hvað frægust fyr-
ir hlutverk sitt í þáttaröðinni Batt-
elstar Galactica, rómantíski gam-
anmyndaleikarinn Freddy Prinze
Jr. og Anil Kapoor sem skaut upp
á stjörnuhimininn eftir að hafa
leikið illkvittna spyrilinn í ósk-
arsverðlaunamyndinni Slumdog
Millionare. Sackhoff mun leika
tæknimann á gólfinu hjá CTU,
Freddy Prinze verður útsendari
hjá CTU en Kapoor leikur einn af
vondu köllunum. Nýja serían ger-
ist í New York þar sem starfsemi
CTU-stofnunarinnar sem varð svo
fræg í fyrstu seríunum hefur verið
endurvakin. Cherry Jones verður
áfram í hlutverki forseta Banda-
ríkjanna en allt hefst þetta 17.
janúar með einhvers konar veseni
í húsi Sameinuðu þjóðanna í New
York. Meira fáum við ekki að vita
í bili.
Áttunda þáttaröðin hefst í janúar:
Freddy Prinze Jr. Verður
útsendari hjá CTU.
Anil Kapoor Leikur einn af
vondu köllunum.
Katie
Sackhoff
Grjóthörð
og
gullfalleg.
Hún verður
tæknidama
hjá CTU.
Áttunda serían 24
verður bara vinsælli.