Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2010, Qupperneq 18
Svarthöfði bíður þess spenntur að fá að segja nei við Icesa-ve-lögunum í þjóðaratkvæða-greiðslu. Það kemur auðvit- að ekki til greina að segja já við þeim álögum sem fylgja samningum við Breta og Hollendinga um að greiða þeim til baka þá peninga sem Björ- gólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor og Kjartan Gunnarsson báru ábyrgð á að blekkja almenning í þess- um löndum til að leggja inn á reikn- inga Landsbankans. Í framhaldi þeirrar þjóðaratkvæða-greiðslu mun þjóðin fá aragrúa af slíkum atkvæðagreiðslum. Við verðum spurð um skattahækk- anir ríkisstjórnarinnar: Vilt þú greiða hærra skatta og útsvar? Svarið verður nei. Í framhaldinu verður síðan lagt í þjóðaratkvæði hvort lækka eigi skatta og útsvar. Yfir 90 prósent þjóðarinnar munu samþykkja slíkt. Þá mætti skjóta inn lögum um að það verði frítt í bíó fyrir alla landsmenn. Það munum við auðvitað samþykkja. Ein mikilvæg atkvæðagreiðsla verður að fara fram. Risa-stórt kúlulán upp á yfir 300 milljarða króna, sem tekið var vegna gjaldþrots Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar, má ekki greiða til baka án sam- þykkis þjóðarinnar. Það verður því kolfellt og þær þjóðir og stofnaninir sem lánuðu peningana verða að bíta í þann súra rabbabara að við borgum ekki skuldir sem rekja má til óreiðu- manna. Það pirrar marga að þurfa að borga aðgöngumiða í Hval-fjarðargöngin, ferjur, flug, strætisvagna og annað sem telst til almenningssamgangna. Með einfaldri þjóðaratkvæða- greiðslu mætti afnema þau gjöld. Í sömu atkvæðagreiðslu mætti svara eftirfarandi spurningu: Vilt þú greiða 17 þúsund krónur á ári í nefskatt til Ríkisútvarps- ins? Yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar mun láta af- nema jeppaskatt Ríkisútvarpsins og gera samgöngur allra landsmanna gjaldfríar. Forseti Íslands mun hafa nóg að gera við að vísa málum í þjóðaratkvæði. Í rauninni þarf hann ekkert að brjóta heilann um þessi mál. Það yrði regla fremur en undantekning að þjóðin kvæði upp sinn dóm. Vandi forset- ans gæti þó orðið stór ef Alþingi vildi spara á hans kostnað með því að leggja forsetaembættið hans niður. Í þjóðaratkvæðagreiðslu gæti spurningin verið þessi: Viltu spara 200 milljónir með því að leggja niður embætti forseta Íslands? Svarthöfði mun auðvitað samþykkja þann sparnað líkt og þorri þjóðarinnar. Loksins er að renna upp sú tíð að raun- verulegt lýðræði verði á Íslandi. NEI, OG AFTUR NEI SPURNINGIN „Það er algerlega ólýsanleg tilfinning,“ segir matreiðslumað- urinn Agnar Sverrisson sem er fyrsti íslenski kokkurinn til að fá Michelin-stjörnu. Agnar rekur veitingastaðinn Texture í London sem hefur verið þungamiðja í Íslendingasamfélaginu þar í borg síðastliðin tvö ár. HVERNIG ER AÐ VERA FYRSTI ÍSLENSKI MI- CHELIN-MAÐURINN? „Ef forsetafrúnni hefði seinkað um nokkrar mínútur í viðbót hefðum við sett af stað allsherjar- leit um alla borgina.“ n Numbai Mirror hefur þetta eftir yfirmönnum lögreglunnar en Dorrit Moussaieff var týnd í eina sex klukkutíma í heimsókn sinni á Indlandi. Hún hafði bara skellt sér í verslunarleiðangur og gleymt að láta öryggisverði vita. - DV „Þetta er tilgang- ur lífsins.“ n Þórey Edda Elísdóttir sem eignaðist sitt fyrsta barn í september síðastliðnum. Hún segir það best í heimi að vera mamma. - DV „Ég myndi frekar hætta.“ n Logi Geirsson um að hann myndi frekar hætta en að spila með lélegu liði í Þýskalandi. Samn- ingur hans við Lemgo rennur út í vor og Logi leitar sér nú að nýju liði. - DV „Aldur er ekkert aðalmálið í þessu heldur sú staðreynd að þetta getur komið fyrir hvern sem er.“ n Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV, um lagið In the Future sem hin 16 ára gamla Karen Pálsdóttir söng í Söngvakeppni Sjónvarpsins. - Fréttablaðið „...hún er að koma manni inn á þing.“ n Jón Gnarr um stefnu Besta flokksins en hann lítur á þátt- töku flokksins í borgarstjórnarkosn- ingum sem eins konar generalprufu. - Fréttablað- ið Ofbeldisfull sambúð LEIÐARI Ríkisstjórn Íslands kemur undarlega fram um þessar mundir. Hún virð-ist vera meðvirk þeim þjóðum sem eru augljóslega að gera okkur tölu- verðan óleik með hörku sinni í Icesave-mál- inu. Þegar ríkisstjórnin komst til valda voru miklar vonir bundnar við hana. Á síðari árum hefur aldrei verið við völd lýðræðis- sinnaðri ríkisstjórn. Ekki hefur heldur verið tær vinstristjórn áður. Allt leit út fyrir að al- mennir borgarar fengju loksins aukin rétt- indi gagnvart hinum ranglátu fjármála- stofnunum og að nú yrðu áhrif almennings á ákvarðanatökur ríkisins stóraukin. En svo gerðist eitthvað hjá ríkisstjórninni. Hún missti neistann og gerði ekkert af þessu. Ríkisstjórnin sem var mynduð utan um von varð tákngervingur og talsmaður vonleysis. Henni varð bölvanlega við ákvörðun forset- ans um að þjóðin fengi að kjósa og á sama tíma sérstaklega umhugað um að þjóð- in borgi skuldir Björgólfs í útlöndum, þvert gegn eigin siðferðisvitund. Við það vaknar spurningin: Hvar hafa dagar lífs hennar lit sínum glatað? Icesave-málið er svo mikið úr karakter ríkisstjórnarinnar að ef hún væri einstakl- ingur yrði hún send til viðtals hjá lækni. Samskiptin við Breta, Hollendinga, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hafa svipt hana sjálfsörygginu, frelsinu og sakleysinu. Í sambúð para eru þekkt sambærileg vandamál, þar sem valdameiri aðilinn kúg- ar hinn, með hótunum og ofbeldi til skiptis. Slík sambönd ganga upp vegna þess að fórn- arlambið verður meðvirkt kúgara sínum í þeirri trú að það eigi ekki betra skilið eða geti ekki lifað án kúgarans. Í tilfelli Íslands er það sannarlega svo að við verðum að halda sam- bandi við nágrannaþjóðirnar. Og kannski finnst íslenskum stjórnvöldum þau ekki eiga neitt betra skilið eftir ruglið síðustu ár, en þau verða að hugsa fyrst og fremst út í þá sem eru saklausir en þurfa að borga fyrir þetta. Yfirleitt er eina leiðin til að brjóta upp hið ofbeldisfulla samskiptamunstur að ut- anaðkomandi aðili komi til hjálpar og leiði báðum aðilum í ljós að eitthvað sé rotið við samskipti þeirra. Heimilisofbeldi viðhelst í myrkrinu, fjarri augum annarra, en þrífst verr þegar öllum er ljóst hvað er á seyði. Vandinn er sá að fórnarlambið getur litið á inngrip sem truflun á lífinu. Það hefur ekki tíma til að lagfæra sambandið, því það er upptekið, til dæmis við að hreinsa til eftir aðra. Og svo vill það halda í þá von að vanda- málið sé horfið, þegar síðustu árás lýkur. En Icesave-málið hverfur ekki þótt samn- ingurinn verði samþykktur. 387 milljarða vaxtagreiðslur hefjast strax. Og eftir sjö ár byrja 120 milljarða afborganirnar af höf- uðstólnum. Tekjuskattur allra Íslendinga í fimm ár mun ekki duga til að borga þetta. Það er ekki of seint að lagfæra samband- ið, sem hófst með ofbeldisfullri notkun Breta á hryðjuverkalögum þarsíðasta haust. Rík- isstjórnin verður þá að deila sem mestum upplýsingum um samskiptin og láta vita af því þegar þeim er hótað. Þetta er ekki ykkur að kenna, en hættið samt að vera svona með- virk. BÓKSTAFLEGA 18 MÁNUDAGUR 18. janúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN n Ólína Þorvarðardóttir, al- þingismaður Samfylkingar, hefur náð að fóta sig vel á Al- þingi Íslendinga. Hún þykir vera einkar harðskeytt í þeim málum sem hún lætur sig varða. Þannig hef- ur hún náð að velgja íslenskum sægreifum vel undir uggum með því að hóta hiklaust að svipta þá veiðiheimildum á augabragði, geri þeir uppreisn gegn þjóð- inni, eiganda auðlindarinnar. Einhverjir telja hana eiga fullt erindi í forystusveit Samfylk- ingar. n Á meðan útrásarvíkingar fara huldu höfði í útlöndum og auð- menn gráta horfið gull standa nokkrir uppi með pálmann í höndun- um. Þeirra á með- al er Árni Hauksson, eiginmaður Ingu Lindar Karlsdóttur þulu Skjás eins, sem hefur ávaxtað sitt pund vel eftir að hann náði undir sig Húsasmiðjunni og seldi aftur. Séð og Heyrt sagði frá því að Árni og Inga Lind eru að láta rífa einbýlishús sitt á Arnarnesi til að byggja annað og stærra. n Ein vinsælasta ráðgátan þessa dagana vestur á fjörðum er hvað Kristinn H. Gunnars- son, fyrrverandi alþingismaður, hyggist taka sér fyrir hendur. Því er hald- ið fram að hann sé að vega og meta það hvort hann fari í fram- boð til bæjarstjórnar í Ísafjarð- arbæ eða í heimabæ sínum, Bolungarvík. Í báðum bæjarfé- lögum gætir nokkurs kvíða hjá væntanlegum frambjóðendum þar sem víst þykir að „Sleggjan“ muni raska mjög valdahlutföll- um, hvar svo sem borið verður niður. n Innan Ríkisútvarpsins er tals- verður óróleiki þessa dagana. Slæm afkoma stofnunarinnar undir stjórn Páls Magn- ússonar út- varpsstjóra leiðir til þess að nauðsyn- legt er að skera niður í manna- haldi. Sjálf- ur er útvarpsstjórinn ágætlega settur með laun og fararskjóta sem er í anda 2007. Reiknað er með að fyrir mánaðamót komi til stórra og sársaukafullra aðgerða innan RÚV án þess að það hafi nákvæmlega verið útfært. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Ríkisstjórnin sem var mynduð utan um von varð tákngervingur og talsmaður vonleysis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.