Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.2010, Qupperneq 13
FRÉTTIR 25. janúar 2010 MÁNUDAGUR 13 Í SJÖUNDA HIMNI stjóri segir: „Við höfum trú á því að þeirri hugmyndafræði okkar að bjóða upp á úrval af innlánavörum verði vel tekið í Bretlandi og ann- ars staðar enda bjóðum við upp á mjög samkeppnishæfa vöru sem mun höfða vel til væntanlegra við- skiptavina bankans í Bretlandi.““ Hundrað þúsundasti viðskipta- vinur Icesave Marjorie Robinson frá Hartlepool á Norður-Englandi var hundrað þúsundasti viðskiptavinur Icesave í ágúst 2007. Landsbankinn ákvað að heiðra hana af því tilefn og lagði 100.000 bresk pens (1000 pund eða 200.000 íslenska krónur á nú- virði) inn á Icesave-reikning henn- ar. Að auki vann Marjorie ferð fyrir tvo til Íslands og blómakrans. „Ég er hæstánægð með að hafa unnið. Þú heyrir alltaf um einhvern ann- an sem lendir í svona, svo ég er ánægð og ætla að nota peningana til þess að njóta elliáranna,“ sagði hún glöð hún í bragði í viðtali við Moment. Fleiri og fleiri Þórlindur Kjartansson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, var yfirmaður alþjóðamark- aðssviðs  Landsbankans þegar Mom- ent ræddi við hann vorið 2007. Þá hafði tala breskra viðskiptavina Ic- esave rokið upp í 80.000. Þórlindur hafði það verkefni að auglýsa Icesave. „Upphafið var einstaklega vel heppn- að, eiginlega of vel heppnað, því við höfum lent í erfiðleikum með að anna eftirspurninni. En núna erum við búin að auka þjónustugetuna gríð- arlega svo við getum núna laðað enn fleiri viðskiptavini til okkar.“ 2,5 milljónir manna sjái skiltið Mark Sismey-Durrant sagði í við- tali við Moment vorið 2008 að nýjasta markaðsátak Icesave væri meistaraverk. „Herferðin notaði nýjan miðil fyrir Icesave – vegg- spjöld á jarðlestarstöðvum og á stærsta auglýsingaskilti Evrópu, Colossus-skiltinu á Clapham Junc- tion-lestarstöðinni í London. Það tryggir að 2,5 milljónir manna sem ferðast um stöðina á viku geta ekki komist hjá því að sjá skilaboð Ice- save.“ Colossus-skiltið er 60 metra breitt og 4,5 metra hátt og er, eins og Mark sagði, stærsta auglýsinga- skilti í Evrópu en 2000 lestir þjóta fram hjá skiltinu á dag. Fyrirtækið Titan Outdoor sem sér um rekst- ur skiltisins tjáði DV að vikuleiga á Colossus kostaði 26.000 pund, eða um 5,5 milljónir króna. Icesave á leigubílum Rætt var um nýjusta auglýsingabragð markaðsdeildar Landsbankans í Moment um sumarið 2008, fáum mánuðum fyrir fall bankans. „Reyndu að taka eftir Icesave- leigubílunum ef þú verður í Lund- únum á næstunni. Næstu sex mán- uðina munu 80 leigubílar málaðir í litum Icesave fylla götur Lundúna, taka upp farþega og auglýsa vöruúrv- alið hjá netsparnaði Icesave. Leigu- bílarnir hafa verið merktir í bak og fyrir – jafnvel greiðslukvittanir bera merki Icesave.“ Icesave opnað í Hollandi Hinn 29. maí 2008 var tilkynnt að Landsbankinn myndi hefja innreið sína inn á hollenska innlánamark- aðinn. „Á grunni góðs árangurs inn- lánareikningsins Icesave í Bretlandi frá stofnun í október 2006 hefur Landsbankinn í dag hafið innlána- starfsemi á netinu á meginlandi Evrópu. Á komandi ári mun Lands- bankinn sækja inn á fleiri evrópska markaði og opnun Icesave í Hol- landi er fyrsta skrefið í þá átt. Starfsemi Icesave í Hollandi á að vera bæði sveigjanleg og öflug sem auðveldar Landsbankanum að sækja inn á fleiri markaði í Evrópu. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, sagði: „Við erum sannfærð um að Icesave, sem býð- ur upp á samkeppnishæf kjör og margs konar sparnaðarleiðir, laði að skynsama sparifjáreigendur í Hollandi, rétt eins og gerst hefur í Bretlandi.“ „Með opnun Icesave í Hollandi erum við að fylgja eftir þeim góða árangri sem náðist í Bretlandi og auka enn frekar fjölbreytni í fjár- mögnunarleiðum bankans,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans,“ örfáum mánuðum áður en bankakerfið hrundi. n Marjorie Robinson var sparifjáreigandi númer 100.000 hjá Icesave. Ánægð með blómvönd n Þórlindur Kjartansson og félagar á alþjóðamarkaðssviði stýrðu auglýsinga- herferð Icesave í Bretlandi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, tugþúsundir Breta lögðu sparifé sitt inn í netbankann. Þórlindur sagði að um vorið 2007 hefði þjónustugetan verið aukin til að anna betur gríðarlegri eftirspurninni. Gríðarlegur vöxtur Icesave n Hér sést skiltið „Colossus“ sem Landsbankinn leigði undir merki Icesave fyrir 5,5 milljónir króna á viku. Athugið að á myndinni sést auglýsing annars fyrirtækis. Stærsta skilti í Evrópu n Alan Gilmour, markaðssérfræðingur Icesave, var uppnefndur „Happy Gilmour“ af vinnufélögunum í Landsbankanum. Hann þótti skemmtilegur og snjall mark- aðsmaður og ákvað að láta merkja 80 leigubíla í London með merkjum Icesave. Icesave á götum Lundúna n Joen Beijdorff, Bjorn Niels, Martijn Hohmann og Minou Spits stjórnuðu rekstri Icesave í Hollandi. Hollenska liðið n Í Moment birtust gjarnan myndirnar úr nýjustu partíum Landsbankans. Taumlaus gleði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.