Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 3
FRÉTTIR 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 3
fasteignafélag Frumherja á síðustu
tveimur árum.
Orri Vignir Hlöðversson, fram-
kvæmdastjóri Frumherja, segir að
allar fasteignir Frumherja hafi ver-
ið færðar yfir í sérstakt fasteigna-
félag á síðasta ári og að ástæðan
sé sú að félagið hafi viljað aðskilja
rekstur sinn og fasteignir. „Þetta
er rekstrarleg ákvörðun sem tekin
var í fyrra.“ Aðspurður hvort þessi
ákvörðun hafi eitthvað að gera
með þá rekstrarerfiðleika sem fé-
lagið hafi staðið frammi fyrir seg-
ir Orri svo ekki vera. „Þetta breyt-
ir engu fyrir lánardrottna félagsins
eða eigendur og þessar breyting-
ar voru gerðar í samráði við við-
skiptabanka félagsins og endur-
skoðendur,“ segir Orri.
Finnur heldur Frumherja
Aðspurður um þær efasemdir um
rekstrarhæfi félagsins sem fram
koma í ársreikningi þess segir Orri:
„Þetta kemur fram í áliti endur-
skoðanda og er ekki óeðlilegt í ljósi
skuldastöðu félagsins. Við ætlum
okkur hins vegar að berjast við
þetta fjall á komandi árum og það
hjálpar okkur þar að rekstur félags-
ins er góður.“ En þess ber að geta að
gengishrun krónunnar hafði mikil
áhrif á skuldastöðu Frumherja þar
sem skuldir félagsins eru að mestu
í erlendum myntum.
Þrátt fyrir þessa erfiðu skulda-
stöðu Frumherja virðist Finnur
Ingólfsson því ætla að halda félag-
inu, að minnsta kosti næstu árin,
þótt alveg sé ljóst að erfitt verður
að grynnka á skuldum félagsins
eftir erfiðleikana sem gengu yfir
efnahagslífið á hrunárinu mikla.
Skuldirnar um 10 milljarðar
Þrjú eignarhaldsfélög í eigu Finns
Ingólfssonar skulda samtals um
tíu milljarða króna. Rekstrarhæfi
þessara félaga til framtíðar byggir
á ýmsum óvissuþáttum sam-
kvæmt ársreikningum þeirra.
Oddur Eysteinn Friðriksson, fyrr-
verandi starfsmaður Sláturfélags
Suðurlands, SS, vísar því alfarið
á bug að hann hafi nokkuð með
áróðurssíðuna slaturfelagid.com
að gera. Hann þarf nú að verjast
fyrir rétti því eftir kæru forstjóra fyr-
irtækisins, Steinþórs Skúlasonar, og
lögreglurannsókn var Oddur Ey-
steinn ákærður fyrir meiðyrði.
DV greindi fyrst frá vefsvæðinu
umdeilda í febrúar árið 2008 en
þá þegar lýsti Steinþór því yfir að
hann teldi sig vita hver stæði á bak
við síðuna og að um væri að ræða
fyrrverandi starfsmann fyrirtækis-
ins sem vildi koma óorði á hann og
fyrirtækið. Á síðunni var forstjórinn
sagður vera að slátra fyrirtækinu
með harðneskjulegum stjórnun-
arstíl sínum og lélegum starfsanda
innan þess. Í fyrstu
var kastljósinu beint
að Steinþóri ein-
um og hann niður-
lægður með ýms-
um hætti. Síðar
voru fleiri yfirmenn
fyrirtækisins nafn-
greindir og birtar
myndir af þeim þar
sem þeir voru kall-
aðir rassasleikjur
forstjórans. Stein-
þór sagði í samtali
við DV að á end-
anum hefði hann
fengið nóg og því
lagt inn kæru.
Rangur maður
Oddur Eysteinn
fullyrðir í mál-
svörn sinni fyrir
rétti að alveg frá því að áróð-
urinn hafi byrjað á vefsvæðinu slat-
urfelagid.com hafi Steinþór lagt sig
allan fram við að koma á sig höggi
og þannig meðal annars beitt sér
fyrir því að Oddur missti starf sitt á
öðrum vinnustað. Aðspurður hvers
vegna lögreglan telji hann standa
að síðunni seg-
ist hann ekkert
skilja í því. „Þetta
eru einhverjar
ranghugmynd-
ir hjá Steinþóri. Ég tengist þessari
síðu ekkert. Ég stóð ekki að baki
henni, skrifaði ekki þar inn og þeir
eru að taka rang-
an mann,“ segir
Oddur Eysteinn.
Í yfirlýs-
ingu sem Odd-
ur sendi frá sér
þegar ákæran
kom fram lýsti
hann strax yfir
sakleysi sínu
þrátt fyrir að
hann segðist
deila skoðunum
með þeim sem
skrifaði inn á
vefsvæðið um-
deilda. „Sama
virðist gilda
um lögfræðing
Steinþórs sem
gerir ekki kröfu um að ummælin
verði dæmd dauð og ómerk,“ bend-
ir Oddur Eysteinn á.
Vill frávísun
Oddur Eysteinn hefur ákveðið að
kæra framgöngu forstjóra Sláturfé-
lagsins til Persónuverndar en hann
vill meina að Steinþór hafi kom-
ist yfir persónuleg gögn sín í leyf-
isleysi. Hann segir engar sannan-
ir liggja fyrir því að hann eigi aðild
að vefsvæðinu. „Ég ber enga ábyrgð
á þeim skrifum sem koma fram á
þessari síðu. Þeir hafa ekki neitt
á mig. Fyrir liggur einhver vitnis-
burður sem tengir mig við þetta
en meira er það ekki. Það eru eng-
ar sannanir fyrir því að ég sé þessu
tengdur,“ segir Oddur Eysteinn.
„Ég mun kæra aðgang forstjór-
ans að tölvu sem hann fékk þar sem
ég vann einu sinni. Þetta mun ég
kæra til Persónuverndar. Heima hjá
mér og í tölvunni minni hefur lög-
reglan ekkert fundið. Ég vonast til
þess að málinu verði bara vísað frá.“
Fyrrverandi starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, Oddur Eysteinn Friðriksson, vísar
því á bug að tengjast áróðursvefsvæði gegn forstjóra fyrirtækisins. Hann skilur ekki
hvers vegna lögregla tengir hann við síðuna og vonast eftir frávísun hjá dómstólum.
„ÉG TENGIST ÞESS-
ARI SÍÐU EKKERT“
DV Fréttir
miðvikudagur 20. febrúar 2008 7Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, er sagður vera að slátra fyrirtækinu með harð-neskjulegum stjórnunarstíl sínum. Því er haldið fram á sérstöku vefsvæði, slaturfelagid.com, sem stofnað var til höfuðs forstjóranum. Særandi lygavefur þar sem ráðist er að mannorði mínu, segir Steinþór forstjóri. SS kom næstverst út í könnun VR á starfsánægju.
Innanhússrannsókn Sláturfélags
Suðurlands, SS, stendur yfir vegna
ásakana á hendur forstjóra fyrirtæk-
isins, Steinþóri Skúlasyni. Hann er
sakaður um forneskjulega stjórn-
unarhætti sem jafnt og þétt séu að
eyðileggja allan starfsanda innan
félagsins. Þá hefur einnig verið leit-
að til bæði lögreglu og lögmanna
vegna málsins.
Óánægðir og ónafngreindir
starfsmenn hafa komið á sérstöku
vefsvæði, slaturfelagid.com, þar sem
stjórnunarháttum forstjóra SS er
mótmælt harðlega og honum kennt
um hina miklu óánægju sem mælist
meðal starfsmanna. Yfirskrift vef-
síðunnar er: Látum ekki slátra félag-
inu! Fljótlega eftir að vefsíðan komst
í umræðuna kom fram tilkynning frá
söludeild fyrirtækisins þar sem öll-
um tengslum við síðuna var algjör-
lega vísað á bug. Skömmu síðar var
sett inn færsla á síðuna þar sem til-
kynningin er sögð hafa verið knúin
fram af stjórnendum og starfsmenn
píndir til að skrifa undir.
Talsmenn SS hafa hins vegar
svarað þessum ásökunum fullum
hálsi og sagt fyrrverandi starfsmenn
reyna að koma höggi á fyrirtækið og
um leið forstjórann.
Vegið úr launsátri
„Að sjálfsögðu særir þetta mig
því hér er ekkert annað en lygavefur
á ferðinni og ráðist á mannorð mitt.
Að mínu mati er þetta vel á mörk-
unum að kallast níð og óhróður sem
beinist að mér persónulega. Þetta
lítur út eins og haturssíður sem
finnast víða erlendis. Ég vorkenni
eiginlega þeim sem stendur þarna
að baki. Lygavefurinn er greinilega
skáldaður af mjög bitrum einstakl-
ingi sem hefur ekkert betra að gera
við líf sitt,“ segir Steinþór í samtali
við DV. Aðspurður telur Steinþór sig
vita hvaða starfsmaður stendur fyrir
síðunni og segist vorkenna honum
sárlega. Hann undrast nafnlausar
árásirnar. „Það er leiðinlegt að þurfa
að eyða tíma í svona sora því þetta
er ekkert annað. Mér þykir nafn-
leyndin sorgleg þar sem vegið er úr
launsátri. Það er eðlilega þreytandi
að þurfa að standa í þessu og það er
auðvitað ömurlegt að fá svona utan-
aðkomandi árás á sig. Ég veit hins
vegar að að baki árásunum eru svo
afbrigðilegar hvatir að ég get ekki
látið þetta trufla mig mikið. Ég
er ekki á barmi þess að brotna
undan þessu en að mér er
mjög ómaklega vegið. Vissu-
lega er þarna verið að reyna að
eyðileggja mitt mannorð og
það særir að sjálfsögðu,
mikil ósköp,“ segir
Steinþór.
Slæmt and-
rúmsloft
Í könnun VR
um starfsánægju
starfsmanna að-
ildarfélaga fyr-
ir árið 2007 kom
SS illa út. Fyrirtækið
er í næstneðsta sæti af
þeim 117 fyrirtækjum sem
tóku þátt í könnuninni. Trúverðug-
leiki stjórnenda fyrirtækisins bíður
einnig hnekki þar sem hann mæld-
ist aðeins 8 af 100 mögulegum.
Steinþór er ekki ánægður með
þessa útkomu hjá fyrirtækinu. Hann
telur óánægjuna ekki síst hafa birst
hjá söludeild fyrirtækisins og and-
rúmsloftið í kringum fyrrverandi
markaðs- og sölustjóra, Friðrik Ey-
steinsson. „Andrúmsloftið í sölu-
deildinni var ekki gott og það tengd-
ist auðvitað stjórnun deildarinnar.
Við höfum verið að vinna í því að
laga andrúmsloftið í deildinni und-
anfarið,“ segir Steinþór.
„Ég get ekki verið með neinar
getgátur um það hvort þessi fyrrver-
andi yfirmaður standi að baki síð-
unni. Ég tel mig vita nákvæmlega
hver þetta er og nú þarf að sanna
það eftir tiltækum leiðum. Auðvitað
erum við að rekja þessa slóð, bæði
með skoðun innanhúss og með ut-
anaðkomandi aðstoð.“
Líkur á kæru
Steinþór segist ekki ætla að láta
þessa skringilegu herferð trufla sig
of mikið. Aðspurður útilokar hann
að stuðningsyfirlýsingar hafi ver-
ið píndar fram. „Skaðinn er í
raun skeður og það er virki-
lega neikvætt að reynt sé
að láta þetta líta út sem
verknaður núver-
andi starfsfólks. Ég
er sannfærður um að
svo sé ekki,“ segir
Steinþór. „Ég á ekki
í neinum vandræðum
með að standa við mín
verk. Í atvinnugreininni
hafa verið miklir erfið-
leikar en Sláturfélagið
stendur gríðarlega vel.“
Steinþór staðfestir að
lögregla aðstoði við rann-
sókn málsins og vonast
hann til þess að því ljúki sem
fyrst. Hann útilokar ekki að höfðað
verði meiðyrðamál vegna skrifanna
á vefsvæðinu. „Við viljum bara að
þetta hætti. Að sjálfsögðu höfum við
leitað til lögfræðings vegna máls-
ins og erum við að kanna lagalega
stöðu. Það þarf að meta vandlega
hvaða hlutir hafa komið þarna fram
og við hvaða lög það varðar. Mér er
að sjálfsögðu annt um mitt mann-
orð. Það liggur ekkert fyrir um mála-
rekstur og óvíst hvort maður hafi
áhuga á slíku gagnvart einhverjum
sem á svona bágt,“ segir Steinþór.
Við vinnslu fréttarinnar var
ítrekað reynt að ná í Friðrik Ey-
steinsson, fyrrverandi markaðs- og
sölustjóra SS, en án árangurs.
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Nýi forstjóriNN verður að:
n bjóða góðan daginn!
n Njóta trausts og virðingar
n vita hvað forstjóri á að gera
n vera meðvitaður um hvað er
að gerast í fyrirtækinu
n Líta á starfsfólk sem auðlind
n vera framsækinn
n móta stefnu - aðra en þá að
hanga á forstjórastöðunni eins
og hundur á roði
n beita nútímalegum
stjórnunaraðferðum
n Taka skynsamlegar ákvarðanir
n Hafa kímnigáfu
n Ná árangri í starfi
n Henda kristöllunum!
Af slaturfelagid.com
„Það liggur ekkert
fyrir um málarekstur
og óvíst hvort mað-
ur hafi áhuga á slíku
gagnvart einhverjum
sem á svona bágt.“
Sár forstjóri
Steinþór vorkennir starfsmanninum
sem stendur að baki haturssíðunni í
hans garð. Hann telur sig vita hver
þetta er og útilokar ekki málaferli.
Úttekt að ljúka
Ríkisendurskoðun vinnur
hörðum höndum að því að ljúka
stjórnsýslu-
úttekt sinni á
vinnubrögðum
Þróunarfélags
Keflavíkurflug-
vallar við sölu
á ríkiseign-
um á varn-
arliðssvæðinu. Áhersla er lögð
á að leggja mat á söluaðferðir
félagsins við sölu 1.660 íbúða til
fyrirtækisins Háskólavalla ehf.
og sölu 22 skemma til fyrirtæks-
ins Base ehf. Forsvarsmenn Þró-
unarfélagsins og bæjarfulltrúar
Reykjanesbæjar hafa verið sagð-
ir vanhæfir í málinu og bent hef-
ur verið á rík tengsl kaupenda
við Sjálfstæðisflokkinn. Í úttekt
Ríkisendurskoðunar verður
tekin afstaða til þessa vanhæfis.
Vonast er til þess að henni ljúki
í vikunni og niðurstöður verði
ljósar fyrir helgi.
„Ég get ekki útilokað að þetta hafi
gerst og biðst innilega afsökunar ef
einhver viðskiptavinur okkar hefur
lent í svona uppákomu. Það er alls
ekki stefna staðarins að fæla útlend-
inga frá eða hamla þeim inngöngu,“
segir Fannar Alexander Arason,
vaktstjóri á skemmtistaðnum Vega-
mótum.
Hluti viðskiptavina Vegamóta hef-
ur vaxandi áhyggjur af fordómum í
garð útlendinga á staðnum.
Einn gestanna hafði samband
við DV og lýsti upplifun sinni um
nýliðna helgi. Hann hafði ætlað sér
að heimsækja Vegamót í slagtogi við
þeldökkan félaga sinn. Er viðkom-
andi kom að innganginum vísaði
dyravörður staðarins honum frá og
gaf þá skýringu að hann væri ekki
velkominn þar sem hann væri klædd-
ur eins og Pólverji. Að þessu sinni var
viðkomandi klæddur í gallabuxur
og hettupeysu. Ekki tók betra við
er gesturinn gerði aðra tilraun til
inngöngu, þá svaraði dyravörður því
til að hann væri velkominn inn á stað-
inn en ekki negrinn vinur hans.
Fannar er verulega hissa á því að
heyra slíka frásögn viðskiptavinar.
Hann segir alla velkomna á Vegamót
og ítrekar að stefna staðarins sé alls
ekki að fæla ákveðna hópa frá.
„Ég kannast ekki við nein svona
dæmi enda gefum við okkur ekki
út fyrir að vera rasistar. Það eru allir
að sjálfsögðu velkomnir til okkar.
Gaman væri ef viðkomandi gæti
leitað til okkar því við viljum ræða við
þann starfsmann okkar, viðkomandi
dyravörð, sem kom svona fram því
það hefur hann tekið algjörlega upp
hjá sjálfum sér,“ segir Fannar.
trausti@dv.is
Vaktstjóri Vegamóta biðst afsökunar á meintu háttalagi dyravarðar:Eru ekki rasistar
Vísað frá? frásagnir
viðskiptavina vegamóta gefa
til kynna að útlendingum sé
markvisst hömluð innganga.
ss-stjóri ver sig
miðvikudagur 30. apríl 20084
Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hefur kært umsjónarmenn
vefsvæðisins www.slaturfelagid.com fyrir árás í sinn garð. Það hafa að
rir yfirmenn
fyrirtækisins einnig gert eftir að hafa verið nafngreindir á svæðinu og birt
ar myndir af
þeim. Að baki vefsvæðinu eru sagðir óánægðir starfsmenn fyrirtækisins s
em vilji ekki
horfa upp á forstjórann slátra fyrirtækinu.
SS grípur
til vopna
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Mér finnst mjög slæmt
að menn geti komist
upp með svona skrif og
trúi því ekki að nokk-
ur maður taki mark á
þessu.“
Til höfuðs forstjóranum
að baki slaturfelagid.com eru
sagðir óánægðir starfsmenn
SS sem vilji forstjórann burt.
ekki sáttur
Steinþór hefur
fengið nóg af skít og
ógeði á vefsvæðinu
og treystir á lögreglu
til að leysa málið.
Hjálparsveit
saknar kerru
Hjálparsveit skáta í Kópavogi
auglýsir eftir sleðakerru sem
stolið var fyrir utan húsnæði
sveitarinnar við Kópavogshöfn.
Um er að ræða hvíta, tveggja
sleða kerru frá Vögnum og þjón-
ustu en númerið á henni er LY-
300.
Grindin er galvaníseruð með
sérstyrktu beisli og er kerran með
sturtu og yfirbyggingin úr hvítu
trefjaplasti. Stór merki HSSK
eru aftan á kerrunni en engar
merkingar á hliðinni. Ef einhver
hefur upplýsingar um kerruna er
sá hinn sami beðinn um að hafa
samband við lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu.
Borgin styrkir
kaffistofu
Heiðar Guðnason, for-
stöðumaður Samhjálpar, og
Jórunn Frímannsdóttir, for-
maður velferðarráðs Reykja-
víkurborgar, undirrituðu í gær
samning um rekstur félags-
miðstöðvar og kaffistofu Sam-
hjálpar.
Samningurinn kveður á
um að kaffistofan og félags-
miðstöð verði rekin í alla
vega þrjú ár. Þeim er ætlað
að aðstoða þá sem farið hafa
halloka í lífinu vegna sjúk-
dóma, fátæktar eða annarra
samfélagslegra vandamála.
Samkomur verða í félagsmið-
stöðinni einu sinni í viku og
kaffistofan verður opin frá tíu
til fjögur daglega.
Maturinn hækkar
Matvælaverð hækkaði milli
vikna í öllum verslunum nema
einni, samkvæmt nýrri verð-
lagskönnun Alþýðusambands
Íslands. Eina verslunin þar sem
verðið lækkaði var verslun Sam-
kaupa-Strax.
ASÍ kannaði verðbreyting-
ar milli fimmtándu og sextándu
viku og komst að raun um að
verð hefði hækkað í níu versl-
unum af tíu. Mest hækkaði
verðið í Kaskó, um 5,7 prósent
milli vikna, og næstmest varð
hækkunin í Nettó, 3,3 prósent.
Verðið lækkaði hins vegar um
1,3 prósent í Samkaupum-Strax.
Minnsta hækkunin var 0,7 pró-
sent í Krónunni.
Leiðrétting
Vinningslíkurnar í lottó-
inu sem voru gefnar upp í
frétt blaðsins í gær eru rangar.
Líkurnar á að fá þann stóra
eftir breytingu verða einn á
móti 658.008. Villan fólst í að
reiknaðar voru líkur á að fá
hverja tölu fyrir sig rétta sem
gaf líkur upp á einn á móti
79 milljón (einn á móti 40
sinnum einn á móti 39 og svo
framvegis). Rétt er hins vegar
að reikna líkur á að ein af
tölunum sem eru valdar verði
næst fyrir valinu og þá eru
líkurnar mun betri (5 á móti
fjörutíu sinnum fjórir á móti
39 og svo framvegis).
Atvinnuleysisbótasjóðir myndu duga til að greiða rúmlega 7.100 manns í e
itt ár:
Digrir bótasjóðir fyrir atvinnulausa
Í atvinnuleysisbótasjóðum eru
nú rúmlega 13 milljarðar króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vinnumálastofnun hafa sjóðirnir
vaxið jafnt og þétt undanfarin ár,
þar sem atvinnuleysi hefur verið
með minnsta móti. Atvinnuleysi
í mars 2008 var 1 prósent líkt og í
febrúar og voru að meðaltali 1.674
einstaklingar á atvinnuleysisskrá
í mánuðinum. Þetta er lítils
háttar fjölgun frá febrúarmánuði,
eða 43 einstaklingar, þó atvinnuleys-
ið mælist óbreytt. Fyrir ári, eða í mars
2007, var atvinnuleysið 1,3 prósent.
Atvinnuleysi eykst á höfuðborg-
arsvæðinu um 10 prósent og fer í 0,8
prósent en var 0,7 prósent í febrúar. Á
landsbyggðinni minnkar hins
vegar atvinnuleysi um 3,5 prósent
milli mánaða, fer úr 1,6 prósentum
í febrúar í 1,5 prósent í mars. Þeir
þrettán milljarðar króna sem nú eru
til í atvinnuleysisbótasjóði myndu
duga til að greiða ríflega 7.100 manns
fullar bætur í heilt ár, að því gefnu að
ekkert kæmi inn. Atvinnuleysisbætur
hækkuðu frá og með 1. febrúar.
Við breytinguna munu fullar
grunnatvinnuleysisbætur á mánuði
hækka úr rúmum 118 þúsund
krónum í rúmar 136 þúsund.
Greiðslur á atvinnuleysisdag hjá
þeim sem eru með fullar bætur
hækkuðu þannig úr 5.446 í 6.277
krónur. Á vef Vinnumálastofnunar
kemur fram að atvinnulausir á
landinu eru nú 1.900. baldur@dv.is
Vinnumálastofnun
1900 íslendingar eru nú atvinnulausir.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, SS, og undir-
menn hans hafa kært skrif á vefs-
væðinu www.slaturfelagid.com og
með kærunni treysta þeir á liðsinni
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
við rannsókn málsins. Vefsvæðið var
stofnað til höfuðs forstjóranum sjálf-
um sem sagður er vera að slátra fyr-
irtækinu. Steinþór er sagður vera að
slátra fyrirtækinu með harðneskju-
legum stjórnunarstíl sínum og léleg-
um starfsanda innan þess. Vefsvæðið
er til komið vegna mikillar óánægju
margra starfsmanna Sláturfélags Suð-
urlands með forstjórann og þar er full-
yrt að starfsmenn úr öllum deildum
fyrirtækisins standi að baki síðunni í
þeirri von að Sláturfélaginu verði ekki
slátrað með slæmri stjórnun. Í fyrstu
var kastljósinu beint að Steinþór ein-
um og hann niðurlægður með ýms-
um hætti. Síðar hafa fleiri yfirmenn
fyrirtækisins verið nafngreindir, og
birtar myndir af þeim, og þeir kallað-
ir rassasleikjur forstjórans. Steinþór
segist hafa fengið nóg og hefur lagt
inn kæru. Það hafa hinir nafngreindu
yfirmenn einnig gert.
ekki birtingarhæft
Talsmenn SS hafa hins vegar svar-
að þessum ásökunum fullum hálsi og
sagt fyrrverandi starfsmenn reyna að
koma höggi á fyrirtækið og um leið
forstjórann. Í fyrstu fór fram innan-
hússrannsókn vegna ásakana á hend-
ur Steinþóri. Sú rannsókn hefur ekki
leitt til beinna sannana gegn for-
sprökkum vefsvæðisins og því treysta
yfirmennirnir á hjálp lögreglunnar við
að leysa málið og uppræta hina um-
deildu vefsíðu. Síðustu færslur sem
þar er að finna, frá ónafngreindum
umsjónarmönnum síðunnar, ganga
langt í því að niðurlægja jafnt for-
stjórann og hina yfirmennina. Margt
sem þar kemur fram er ekki hæft til
birtingar á prenti. „Við erum búin að
senda inn allnokkrar kærur og þær
eru frá þeim einstaklingum sem hafa
verið settir á skotskífuna á þessari vef-
síðu. Búið er að birta myndir af fjölda
starfsmanna með allskonar skítkasti.
Mér finnst mjög slæmt að menn geti
komist upp með svona skrif og trúi
því ekki að nokkur maður taki mark
á þessu. Þetta er orðið algjört ógeð
og viðbjóður fram og tilbaka,“ segir
Steinþór.
Málið skoðað
„Nú er búið að kæra þetta til lög-
reglu og þurfum við atbeina lögreglu
við að afla sannana þannig að hægt
sé að beina kærum að ákveðnum að-
ilum sem þarna eru að verki. Síðan
verður bara að
koma í ljós hverju
það skilar og hvað
lögreglan gerir,“
bætir Steinþór
við. Sjálfur hef-
ur Steinþór vísað
öllum ásökunum
á bug og fullyrð-
ir að sátt ríki inn-
an fyrirtæksins.
Hann segir ljóst
að truflaður fyrr-
verandi starfsmaður
standi fyrir vefsíðunni
og hefur nú leitað lið-
sinnis lögreglu við rann-
sókn málsins.
Friðrik Smári Björgvins-
son, yfirmaður rannsóknar-
deildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, segir að
almennt séu allar slíkar kærur
teknar til skoðunar. „Það eru
allar kærur teknar til athugunar og
framhaldið metið. Við þurfum
að skoða hvort þetta snúi að
ærumeiðingum og hvort þarna
séu hótanir eða ógnanir. Síðan
þarf að skoða hvort vefsvæðið
sé vistað hérlendis og reyna
að finna út hverjir standa
þarna að baki,“ segir
Friðrik Smári.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Heima hjá mér og í tölvunni minni hef-
ur lögreglan ekkert fundið.
Ég vonast til þess að mál-
inu verði bara vísað frá.
20.2.2008
30.4.2008
Segist saklaus
Oddur Eysteinn segir
meiðyrðamálið byggja
á ranghugmyndum
fyrrverandi yfirmanns
síns, forstjóra SS, og
treystir því að málinu
verði vísað frá.
Menningarverðlaun DV afhent í 31. skipti:
Menningarverðlaunin eftir viku
Menningarverðlaun DV verða afhent
í 31. sinn í Iðnó miðvikudaginn 10.
mars. Athöfnin hefst klukkan 17.00
en að þessu sinni eru 40 listamenn
og menningartengdir viðburðir til-
nefndir í átta flokkum. Þeir eru bók-
menntir, byggingarlist, fræði, hönn-
un, kvikmyndalist, leiklist, myndlist
og tónlist. Einnig fer fram netkosning
á næstu dögum þar sem hægt verð-
ur að kjósa eina af tilnefningunum
40. Sigurvegari kosningarinnar hlýt-
ur verðlaun sem kallast Val lesenda.
Þá eru heiðursverðlaunin afhent í
áttunda sinn og mun Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, afhenda
þau líkt og undanfarin ár.
Stofnað var til menningarverð-
launanna árið 1978 þegar svoköll-
uð gagnrýnendaverðlaun lögðust af,
Silfurlampinn og Silfurhesturinn. Í
nokkur ár fram að fyrstu afhendingu
lágu öll listaverðlaun niðri hér á landi
en það var fyrst og fremst fyrir áhuga
og atbeina Ólafs Jónssonar gagnrýn-
anda sem Menningarverðlaun DV
urðu að veruleika. Upphaflega voru
verðlaunin veitt fyrir leiklist og bók-
menntir en flokkunum fjölgaði hratt.
Að þessu sinni voru það 23 nefnd-
armenn sem sáu um að velja tilnefn-
ingarnar 40. Þrír í hverri nefnd nema
nefnd byggingarlistar þar sem einn
nefndarmeðlimur forfallaðist á síð-
ustu stundu. asgeir@dv.is
n Bókmenntir
Gauti Kristmannsson (formaður)
Þröstur Helgason
Auður Aðalsteinsdóttir
n Byggingarlist
Margrét Harðardóttir (formaður)
Ásmundur Hrafn Sturluson
n Fræði
Illugi Jökulsson (formaður)
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
Viðar Hreinsson
n Hönnun
Tinni Sveinsson (formaður)
Ástþór Helgason
Linda Loeskow
n Kvikmyndalist
Ásgrímur Sverrisson (formaður)
Halldór Halldórsson
Bjargey Ólafsdóttir
n Leiklist
Jón Viðar Jónsson (formaður)
Signý Pálsdóttir
María Kristjánsdóttir.
n Myndlist
Jón Proppé
Hanna Styrmisdóttir
Margrét Elísabet Ólafsdóttir
n Tónlist
Ásgeir Jónsson (formaður)
Eldar Ástþórsson
Helgi Jónsson
Nefndaskipan
Menningarverðlaun DV Sigurvegar-
arnir í fyrra saman komnir.