Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Síða 15
NEYTENDUR 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 15
VILTU FRÍAN BÍL? Ef þú veist um ferðamenn sem
eru að leita sér að hagstæðum bíl til að leigja, geturðu
hagnast. Farðu á bílasölu og kauptu bíl í ódýrari kantin-
um, á til dæmis hálfa milljón. Ef þér tekst að leigja hann
í fjórar vikur geturðu farið langt með að borga bílinn
upp. Þegar ferðamennirnir eru farnir siturðu eftir með
ágætan bíl sem þú borgaðir lítið sem ekkert fyrir. Ef þú
þarft ekki að nota hann geturðu selt hann aftur.
HJÁLPAÐU NEMENDUM Ef þú ert nýlega út-
skrifaður úr háskóla, eða jafnvel framhaldsskóla, og
námið er þér í fersku minni geturðu auðveldlega
eignast aur. Námsmenn í próflestri eru margir til í
að borga fyrir aðstoð við erfiða námsáfanga. Með
smá upprifjun ertu klár í slaginn auk þess sem þú
verður fyrir vikið enn færari í faginu. Auglýstu að-
stoð þína á er.is eða sambærilegum vefjum.
Á KAFI Í MYNTKÖRFUNNI
Eyjólfur Jónsson fór til Noregs til að geta borgað skuldir:
TÓK LÁNIÐ MÁNUÐI FYRIR HRUN
kosti en ég mat það svo að hagstæð-
ast væri að halda áfram að borga af
erlenda láninu, ég ákvað að skuld-
breyta því ekki. Ég borga vextina
plús 33 prósent af fullri greiðslu.
Það gerir um 42 til 46 þúsund á
mánuði,“ útskýrir hann.
Eyjólfur var svo heppinn að tak-
ast að leigja bílinn sinn. „Sá sem
leigir borgar mér 55 þúsund á mán-
uði en inni í því eru tryggingar, bif-
reiðagjöld og allt slíkt. Hann borgar
smurningu og minni háttar viðhald,“
segir hann.
Norðmenn lokaðir
Eins og áður sagði ákvað Eyjólfur að
flytja til Noregs, til að freista þess að
létta á skuldabyrðinni. „Þetta ástand
var mjög stór hluti af ákvörðuninni.
Það hækkar allt heima, sama hvort
það er maturinn eða skuldirnar. Mig
langaði líka að læra nýtt tungumál,“
segir Eyjólfur sem er mjög ánægð-
ur með dvölina í Noregi þó að níst-
ingskuldi hafi verið þar undanfar-
ið. Hann er ánægður með launin en
segir aðspurður að Norðmenn séu
ekki eins opnir og Íslendingar. „Þeir
eru hrikalega lokaðir en þetta kem-
ur. Maður þarf bara að gefa þessu
smá tíma. Ég er farinn að skilja flest
sem þeir segja en mér gengur ekki
eins vel að tala norskuna. Grunn-
skóladanskan hjálpar manni þó
aðeins,“ segir Eyjólfur að lokum en
hann reiknar með að koma heim í
lok árs.
Líður vel í Noregi Eyjólfur Jónsson tók lán sem hefur hækkað úr 2,4 í 4,6 milljónir
króna. MYND BALDUR GUÐMUNDSSON
Aðalsteinn Tryggvason sjómaður missti bílinn í desember:
BÍLLAUS EN SKULDAR
ENN ÞÁ JAFNMIKIÐ
„Staðan í dag er sú að þeir komu
og tóku af mér bílinn í desember.
Ég skulda þeim enn þá 2,7 millj-
ónir og er bíllaus,“ segir Aðalsteinn
Tryggvason, 29 ára sjómaður. Hann
tók við myntkörfuláni upp á 1,4
milljónir króna í júlí 2007, þegar
hann keypti Honda Accord á um
1,8 milljónir. Mismuninn greiddi
hann út.
Aðalsteinn segir aðspurður
að hann hafi vel getað ráðið við
greiðslubyrðina, sem var 22 þús-
und. Það hafi verið forsenda þess að
hann tók við láninu. Spurður hvort
hann hafi leitt hugann að þeirri
gengisáhættu sem fylgt gæti geng-
istryggðum lánum segir Aðalsteinn
að bílasalinn hafi vart haldið vatni
yfir þessum lánum og að hann hafi
sannfært hann um ágæti þeirra.
„Auðvitað leit þetta út fyrir að vera
sniðugt á sínum tíma. Það voru all-
ir að gera þetta og manni var bara
ráðlagt að hafa þetta svona. Það
var bara fyrir trassaskap að ég var
ekki búinn að fara niður í banka og
fá láninu á íbúðinni minni skuld-
breytt yfir í erlenda mynt. Það stóð
til,“ segir Aðalsteinn sem er feginn
að hafa ekki látið verða af því.
Hætti að geta borgað
Síðasta sumar var lánið komið úr
1,4 milljónum í 2,7. Greiðslubyrðin
hafði hækkað úr 22 þúsund krón-
um upp í liðlega 70 þúsund, að sögn
Aðalsteins. Þá segist hann hafa ver-
ið hættur að ráða við greiðslurn-
ar. „Ég hætti að geta borgað í maí
í fyrra og bað Lýsingu um að fá að
sjá allar leiðir sem stóðu til boða.
Þeir buðu mér að borga vextina
og fjórðung afborgunarinnar. Það
gerði tæplega 50 þúsund krónur á
mánuði,“ segir Aðalsteinn. Hann
freistaði þess að fara þá leið en það
gekk ekki þar sem afborgunin var
enn allt of há. Hann hætti því að
borga og beið þess að Lýsing tæki
af honum bílinn. Það gerðu þeir í
desember.
„Þeir tvídraga frá“
Þrátt fyrir að hafa bílinn ekki leng-
ur segist Aðalsteinn enn skulda
þeim jafnmikið, eða um 2,7 millj-
ónir. „Bíllinn er metinn á 1,3 millj-
ónir en það varð að engu. Þeir
tvídraga allar smæstu skemmd-
ir frá, grjótbarning og eðlilegt slit.
Í sviptingarbréfinu segja þeir að
matið á bílnum miðist við lista-
verð á nýjum bíl en frá dragist eðli-
legt slit á lakki og öðru slíku. Eftir
að búið er að draga það frá kost-
ar bíllinn 1,3 milljónir að þeirra
mati. Eftir það draga þeir aftur frá
og láta mig borga nýja hurð, nýtt
bretti, nýtt húdd og 35 þúsund
krónur fyrir aukalykla,“ segir Að-
alsteinn sem fullyrðir að bíllinn
hafi verið í fínu ásigkomulagi, eins
og vænta megi af fimm ára göml-
um bíl. Hann er afar ósáttur við að
þeir rukki hann bæði fyrir „eðlilegt
slit“ og svo skipti þeir um allt sem
eitthvað á sjáist. „Þetta er bara sví-
virðilegt. Það er eina rétta orðið,“
segir Aðalsteinn sem fékk að lok-
um ekki nema 580 þúsund krónur
fyrir bílinn.
Aðalsteinn segir að bíllinn
verði boðinn upp en hann fái ekki
að njóta þess ef Lýsing fær meira
en 580 þúsund fyrir bílinn. Það
komi ekki til frádráttar.
Óttast að missa íbúðina
Spurður um nýfallinn héraðsdóm
segist Aðalsteinn binda miklar
vonir við að Hæstiréttur staðfesti
dóminn. Að öðrum kosti sjái hann
jafnvel fram á gjaldþrot. „Auðvit-
að óttast maður að missa íbúð-
ina. Maður er alveg háður þess-
um dómstólum með framtíðina
en ég reyni að hugsa sem minnst
um það,“ segir Aðalsteinn og bæt-
ir við að hann geti lítið annað gert
en vonað. Spurður hvað hann vilji
að gerist ef Hæstiréttur staðfesti
dóminn segist hann vilja að lán-
in yrðu leiðrétt niður á gengi sem
væri ekki mikið hærra en þeg-
ar lánin voru tekin. „Ef þetta fell-
ur réttum megin ætla ég að gera
eitthvað í þessum frádráttarlið-
um líka. Það er verið að tvídraga af
mér allt slit á bílnum,“ segir hann
að lokum.
Missti Honduna Aðalsteinn skuldar tvöfalt það sem hann gerði þegar hann tók
við láninu, þrátt fyrir að hafa misst bílinn. MYND BJARNI EIRÍKSSON
Hlöðver Ingi Gunnarsson tók tveggja
milljóna króna myntkörfulán:
„MAÐUR
ASNAÐIST MEГ
„Það er voðalega erfitt að tala
um sig sem fórnarlamb, maður
asnaðist með í þessu fáránlega
ástandi. Ég geri mér grein fyr-
ir því að þetta er að mestu leyti
mér sjálfum að kenna. Ég ætlaði
að reyna að komast á auðveldan
hátt upp með að kaupa bíl,“ segir
Hlöðver Ingi Gunnarsson, 24 ára
nemi í Evrópu- og kennslufræð-
um við Bifröst og HR.
Reiknaði með gengislækkun
Hlöðver keypti sér nýjan Ford
Focus á myntkörfuláni í febrúar
2008. Hann segist hafa greitt 300
til 400 þúsund krónur beint út
en hluti af því hafi verið lántöku-
kostnaður. Greiðslubyrðin hafi
verið 26 þúsund krónur í upphafi
og það hafi verið vel viðráðanlegt.
„Ég gerði ráð fyrir því að þetta
gæti í versta falli hækkað upp í
svona 35 þúsund krónur og hafði
því nokkurt svigrúm,“ segir Hlöð-
ver en honum reiknaðist til að
myntkörfulánið væri hagstæðara
svo fremi sem afborganir færu
ekki yfir 35 þúsund á mánuði. „Ég
fékk að heyra að þar sem krónan
væri búin að falla töluvert gæti
hún farið upp aftur,“ segir hann.
Hlöðver segir aðspurður
að Lýsing hafi ekki haldið
myntkörfu láni að honum frekar
en öðrum lánum. Honum þótti
hins vegar blóðugast að þurfa
ábyrgðarmenn fyrir láninu, þar
sem flestir aðrir virtust kom-
ast hjá því á þessum tíma. „Mað-
ur er því með foreldra sína líka í
súpunni,“ segir hann.
Eins og að leigja bíl
Hlöðver segir að lánið hafi hækk-
að smátt og smátt en það hafi
ekki verið fyrr en undir hrun að
greiðslurnar fóru að verða óbæri-
legar. „Þetta fór hæst upp í 56
þúsund krónur á mánuði, minn-
ir mig,“ segir Hlöðver en hann
er búinn að nýta sér úrræði um
greiðslujöfnun og lengja þannig
lánið um þrjú ár. „Ef staðan breyt-
ist ekkert standa 600 þúsund
krónur út af eftir þessi þrjú ár,“
segir hann og bætir við að hann
sé ekki mjög bjartsýnn á að geng-
ið breytist til hins betra. „Ég er
farinn að líta á þetta eins og bíla-
leigubíl sem ég leigi. Þetta er fyrir
löngu hætt að vera einhver eign,“
segir Hlöðver sem segist ekki
geta selt bílinn nema greiða eftir-
stöðvar lánsins eftir sölu. Það geti
hann seint þar sem lánið standi
nú í rúmum þremur milljónum
króna.
Hlöðver segist ánægður með
það viðmót sem hann hefur mætt
hjá starfsfólki Lýsingar. „Starfs-
fólkið hefur verið mjög almenni-
legt. Ég þurfti til dæmis einu sinni
að sleppa því að borga einn mán-
uð og það var í lagi. Þeir hafa ver-
ið sveigjanlegir við mig,“ segir
hann. Hann segist ekki þora að
gera sér miklar væntingar vegna
þess dóms sem féll í héraðsdómi
á dögunum, þar sem tenging lána
við erlenda mynt var sögð ólög-
leg. „Mér finnst ólíklegt að það
breyti einhverju. Best væri samt
ef lánið yrði þannig að maður
gæti losað sig við bílinn. Það er
ekki valmöguleiki sem ég hef í
dag og því sit ég uppi með hann,“
segir Hlöðver sem hefur þó tek-
ist að leigja bílinn öðrum fram á
sumar.
Átti hlutabréf
Þegar Hlöðver keypti bílinn í
febrúar hugleiddi hann að láta
hlutabréf sem hann átti í Kaup-
þingi og Exista upp í bílinn. „Ég
hefði getað selt þau og nánast
borgað upp bílinn en ákvað frek-
ar að halda í bréfin og taka lán
fyrir bílnum. Það leit betur út á
pappírunum þá. Ég væri hér um
bil skuldlaus ef ég hefði selt á
þeim tíma,“ segir Hlöðver en við
bankahrunið urðu hlutabréfin
nánast alveg verðlaus, auk þess
sem lánið snarhækkaði. Tapið
var því tvöfalt.
Hlöðver finnst eftir á að
hyggja skrítið hversu fúsar lána-
stofnanir voru til að lána. „Ég
þurfti varla að ræða við bankann
um að fá lán. Þetta var allt í hönd-
um bílasalans,“ segir hann en ít-
rekar að hann viti sjálfur upp á
sig sökina. „Mér líður svo sem
ekki eins og það hafi verið brot-
ið á mér. Það verður hins vegar
svo svakalegur forsendubrest-
ur að jafnvel þó maður hafi gert
plön brustu allar forsendur sem
maður hefði getað gefið sér,“ seg-
ir hann að lokum.
Hafði vaðið fyrir neðan sig Hlöðver gerði
ráð fyrir gengisfalli og hækkunum afborgana
um 9 þúsund krónur. MYND SIGTRYGGUR ARI