Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Page 18
Svarthöfði er framsóknarmað-ur af gamla skólanum. Hann hugsar með hlýju til þeirra tíma þegar flokkurinn hélt um alla tauma í viðskiptum og stjórn- málum. Þá var Halldór Ásgrímsson, ungur maður að austan, á uppleið. Halldór var afskaplega traustur mað- ur og honum stökk aldrei bros. Hann var svo ábyrgur. Seinna varð hann formaður flokksins og færði hæfi- leikamönnum innan Framsóknar Búnaðarbankann og lánaði þeim fyr- ir kaupverðinu í gegnum Landsbank- ann. Ísland var þá svo sannarlega í blóma. Það draup smjör af hverju strái og eitt mesta gróðæri í sögunni hófst. Halldór var svo stór í starfi sínu að hann leyfði græðl-ingum að skjóta rótum í skjóli sínu. Lítill, ljóshærð- ur prjónadrengur frá Vík í Mýrdal dafnaði í skjóli hans og varð fljótlega að sterku tré á hinum pólitíska akri. Drengurinn frá Vík sat við fótskör meistara síns og nam öll fræði stjórn- málanna. Og hann komst í álnir og varð ráðherra. Þá barðist hann af hörku gegn náttúruverndarsinnum og með álveri á Austfjörðum. Sem viðskiptaráðherra lagði hann sér- staka rækt við gróðærið. Allir, en þó sérstaklega framsóknarmenn, urðu að verða ríkir. En það var einmitt þá að Finnur áttaði sig á því að seðla- bankastjórar höfðu fín laun og mikil völd. Hann var orðinn varaformaður Framsóknarflokksins og það stytt- ist í að hann yrði formaður. Halldór gamli var farinn að líta í kringum sig eftir þægilegu starfi á vegum ríkisins og glókollur átti að erfa ríkið. Þá tók Finnur stökkið yfir á stól seðlabanka- stjóra. Stífgreiddur tók hann að fást við stýrivexti og annað það sem sýsl- að er í Seðlabankanum. En Finnur var ekki lengi í bankanum. Hann hafði séð flokksbræður sína auðgast gífurlega meðan hann sat í embætti sem gaf skitna eina og hálfa milljón á mánuði. Enn tók hann á sprettinn. Ljóshærða villidýrið braust úr búri sínu. Hann var gerður að for- stjóra vátryggingafélags og hóf fjár- festingar. Hann keypti flugfélag og skoðunarfyrirtæki auk annarra fjár- festinga um allar koppagrundir. Gló- kollur varð milljarðamæringur um það leyti sem Framsóknarflokknum var hent út úr ríkisstjórn. Þannig liðu nokkur ár. Finnur fór á kostum í fjárfesting-um sínum. Maðurinn sem hafnaði bæði ráðherra- embætti og starfi seðlabankastjóra blómstraði sem fjóla á skítahaug. Hann skuldsetti sig um milljarða og varð einn fyrirferðarmesti útrás- arvíkingur landsins. Alls staðar fékk hann lán og keypti á báða bóga. Svo kom hrunið. Eignir Finns féllu í verði en þó ekki allar. Hann var svo heppinn að vera maður hinna mýmörgu kenni- talna. Það gaf honum færi á því að láta afskrifa marga milljarða króna en halda eftir skuldlitlum félögum sem innihéldu verðmætar eignir. Þarna er einmitt munurinn á meðaljónin- um og glókolli frá Vík. Sá síðarnefndi kann sitt fag. Hann er fjárfestirinn sem alltaf kemur niður á fæturna. Hann er ljóshærða villidýrið, fundvíst á lausnir, sem kemst af við allar að- stæður. LJÓSHÆRÐA VILLIDÝRIÐ „Já, stoltur fábjáni eins og flestir landsmenn,“ segir Þráinn Steinsson, tæknistjóri hjá Bylgjunni, en hann var á vakt í þættinum Í bítið þegar nafni hans Þráinn Bertelsson fullyrti að fimm prósent þjóðarinnar væru fábjánar. Flestir fyrir að vera á móti því að listamanna- laun væru greidd. Þráinn Steinsson spurði á móti hverjir væru fávitar samkvæmt skilgreiningu nafna síns. Þráinn Bertelsson sagði þá: „Þeir sem hafa gleymt því að ferðalag mannkyns- ins út úr myrkri og villimennsku og fáfræði hefur verið löng og ströng.“ ERTU FÁBJÁNI? „Það er samt nóg pláss á skenknum enn þá.“ n Þóra Arnórsdóttir um að hún eigi nóg pláss heima í stofu þótt hún hafi fengið tvenn Edduverðlaun um helgina. Fyrir þættina Hrunið og sem sjónvarpsmaður ársins. - DV „Það er mikil vinátta og miklir kærleik- ar á milli okkar.“ n Gunnar Þorsteinsson, kenndur við Krossinn, aðspurður hvort hann og Jónína Benediktsdóttir heilsudrottning séu elskendur en orðrómur þess efnis hefur lengi verið á kreiki. Hann segir þau einungis góða vini. - DV „Mér finnst þær líka of fáklæddar.“ n Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og kynnir á Ungfrú Reykjavík á föstudaginn, um að henni finnist keppendur í fegurðarsamkeppnum of ungir og of léttklæddir nú til dags. - Stöð 2 „Það eru svona fimm prósent af þjóðinni fábjánar.“ n Þráinn Bertelsson í þættinum Í bítið á Bylgjunni spurður út í niðurstöður könnunar þar sem um 80% af 1.100 sem tóku þátt voru á móti listamannalaunum. - Bylgjan „Hann missteig sig ansi hressilega þarna.“ n Davíð Þór Jónsson um að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hefði misstigið sig með því að segja grínistum landsins hverju mætti gera grín að og hverju ekki en Jón setti út á auglýsingu Símans þar sem fimm vinir panta sér pítsu í stað þess að borða þorramat. - Fréttablaðið Söguleg yfirlýsing Ríkisstjórnin hefur rétt fyrir sér í Icesave-málinu. Því fyrr sem mál-ið klárast, því betra. Tugir milljarða sparast með því að eyða tímabund- inni óvissu. Stjórnarandstaðan hefur líka rétt fyrir sér í Icesave-málinu. Samningarn- ir sem stjórnin hefur gert fram að þessu hafa verið niðurlæging. Við spörum tugi millj- arða á betri samningi. Vandinn er að enginn veit nákvæmlega hver fjárhagsleg niðurstaða verður af kostn- aði þess að fresta samþykkt samningsins gegn gróðanum af betri samningi. Sannleik- urinn um Icesave er ófyrirsjáanlegur. Þrjár ríkisstjórnir hafa sýnt vanmátt sinn í samningaviðræðum við Breta og Hollend- inga. Enda er ekki við öðru að búast þegar valið er í samninganefndir eftir pólitískri formúlu, meðal annars með Baldri Guð- laugssyni, grunuðum innherjasvikara. Að- koma stjórnmálaflokkanna að málinu hef- ur verið háðulega árangurslítil. Aðeins eitt hefur ýtt málinu áfram af fullum krafti. Það er yfirvofandi aðkoma þjóðarinnar að mál- inu fyrir tilstuðlan Ólafs Ragnars Grímsson- ar forseta. Vegna hennar hefur Íslendingum boðist mun betri samningur en áður. Hún getur meira að segja haft tilgang án þess að eiga sér stað. Ólafur Ragnar var svo hallur undir útrás- arvíkinga í góðærinu að hann féll fyrir þeim. Ef brot hans nú er að vera lýðskrumari verður að segjast að það er betra að hann liggi flatur fyrir þjóðinni en útrásarvíkingum, eða ríkis- stjórninni ef því er að skipta. Kylliflatur fyr- ir þjóðinni þjónar hann tilgangi á tímum þar sem auknu lýðræði er lofað, en auknu lýð- ræði er frestað fyrir ýmsa aðra hagsmuni. Enginn er betri í að gæta hagsmuna þjóð- arinnar en þjóðin sjálf. Það leikur hins veg- ar enginn vafi á því að hún mun gera mistök. Og lýðræðið getur farið út í öfgar. En skárra er að þjóðin kjósi yfir sig eigin mistök en að hún líði fyrir sérhygli og sjálftöku breyskra stjórnmálamanna sem vinna meira að eig- in hagsmunum en hagsmunum þjóðarinnar. Áhyggjur af því að fara of langt þýða ekki að maður leggi aldrei af stað. Icesave-málið virðist geta leitt til þess að ríkisstjórnin hætti samstarfi. Ef svo fer verð- ur það aðeins staðfesting þess að aðstand- endur stjórnarinnar voru of vanþroskaðir til að geta tekist á við stóra verkefnið við endur- reisn og endurmótun Íslands. Það verður á hinn bóginn ekki staðfesting þess að heppi- legt sé fyrir Íslendinga að stjórnarandstöðu- flokkarnir standi að endurmótuninni. Það virðist augljóst að einungis ein niður- staða geti fengist úr þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Hún er að samningurinn verði felldur. Því er eðlilegt að líta fyrst og fremst á hana sem ígildi mótmælaskjals gegn ofbeldi Breta og Hollendinga gagnvart almennum borgur- um á Íslandi. Hún er staðfesting á því að al- menningur eigi að hafa eitthvað um það að segja hvort hann borgi skuldir einkafyrir- tækja. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður sögu- leg yfirlýsing hins almenna borgara gegn yf- irþjóðlegu auðvaldi nútímans. Hún fellur vel að lýðræðislegri endurmótun Íslands, þar sem áhersla er lögð á vald til fólksins frekar en vald fjármálakerfisins yfir fólkinu. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður söguleg yfirlýsing hins almenna borgara gegn yfirþjóðlegu auðvaldi nútímans. 18 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. JÓHANNA BENSÍNLAUS n Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra ber þess merki að nálgast pólitíska endastöð. Hún er lítt sýnileg og flokkur hennar mælist með minna fylgi en Vinstri- grænir sem glíma við innri klofning. Innan Samfylkingar er áberandi minnk- andi stuðningur við forsætisráð- herrann sem var nánast í guðatölu þegar hún tók að sér formennskuna. Einhverjir eru farnir að skima eftir arftaka hennar til að rjúfa aðgerð- arleysið. Helst staldra menn þar við Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra sem yrði þá í annað sinn leið- togi flokksins. Sjálfur mun hann vera því fráhverfur, í orði, að snúa aftur. VEIKUR BJARNI n Fullkomin óvissa er um það hvort ríkisstjórnin yfirhöfuð lifi af næstu vikurnar. Það gæti því farið svo að hún hrökklað- ist frá völdum og Sjálfstæðisflokk- urinn kæmist aftur til valda. Þar blasir þó við sama vanda- mál og í núver- andi ríkisstjórn. Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks, er einhver veikasti formaður flokksins síðustu áratugina. Traust á honum er takmarkað en einnig er spurt um lík í lest hans. Einhverjir kvíða því að Vafningsmálið sé ekki það eina sem illa þolir dagsins ljós og fleira eigi eftir að koma upp á yfirborðið. NAFNAR OG FÁBJÁNAR n Þráinn Bertelsson alþingismað- ur er með úfnasta móti þessa dag- ana. Ástæðan er andúð fólks á því að greiða 500 milljónir króna árlega til listafólks. Þráinn er sjálfur á heiðurs- launum fyrir framlag sitt til kvik- myndagerðar og bókmennta. Þing- maðurinn mætti í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun og talaði þar um „fá- bjána“ meðal þjóðarinnar sem skildu ekki nauðsyn ríkisstyrkjanna. Hraun- aði þingmaðurinn yfir nafna sinn, Þráin Steinsson tæknimann, og sagði honum að halda sig við takkana. Eftir útsendinguna var þó svo að sjá að hann iðraðist og var hann þá hinn blíðasti við nafnann. VARNAÐARORÐ BRYNJÓLFS n Þau fáu varnaðarorð sem uppi voru innan Landsbankans þegar snillingar Björgólfs Guðmundssonar voru að taka flugið í útrásinni fóru ekki hátt. Flestir starfsmenn bankans sigldu sofandi með í átt- ina að feigðarósi. Undantekning- in var Brynjólf- ur Helgason aðstoðarbanka- stjóri sem mun hafa varað við að bankinn gæti ofreist sig á fjár- festingum erlendis. Þess vegna yrði að draga saman í rekstri hans. Hermt er að minnisblað þar að lútandi eigi að vera til í skjalasafni bankans. Á hann var ekki hlustað og Icesave varð að veruleika. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.