Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Side 19
ÆTLAR ÞÚ AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUNNI EF AF HENNI VERÐUR?
„Já.“
BIRGIR INGI
53 ÁRA GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR
„Já.“
VALDIMAR HALLDÓRSSON
42 ÁRA
„Já, ég ætla að gera það.“
HALLDÓR MÁR FREYSSON
26 ÁRA ÍÞRÓTTAKENNARI
„Já.“
ELVAR ÞÓR FRIÐRIKSSON
23 ÁRA STARFSMAÐUR Í
ÁLVERINU Í STRAUMSVÍK
JÓN PÁLSSON er verkefnisstjórinn á
bak við hugmyndina um heilsuklasa í
Mosfellsbæ en hugmyndin verður
kynnt á morgun fimmtudag í Listasafni
Mosfellsbæjar. Draumurinn er að
Mosfellsbær verði miðstöð heilsuefl-
ingar og endurhæfingar á Íslandi.
VILL NÝTA FRÁBÆRT
UMHVERFI
„Já, ég hafði hugsað mér að gera það.“
ARNAR JÓNASSON
34 ÁRA SKRIFSTOFUMAÐUR
Skærasta villuljósið í samtíma ís-
lenskra stjórnmála er Icesave-málið.
Miðað við gengi íslensku krónunnar
gagnvart helstu gjaldmiðlum í byrj-
un vikunnar var höfuðstóll upphæð-
arinnar, sem í raun þarf að ábyrgjast,
aðeins um 70 milljarðar króna í byrj-
un vikunnar miðað við 90 prósenta
heimtur úr þrotabúi Landsbankans.
Málið hefur verið notað af stjórnar-
andstæðingum, forsetanum og villta
vinstrinu í VG til þess að veita reiði og
vonbrigðum íslenskrar þjóðar í þjóð-
ernisfarveginn.
Tilgangur þessa sundurleita hóps
er margvíslegur en sameiginlega hefur
hann espað hér upp hættulega þjóð-
rembu.
„Því miður verð ég að segja“
Tökum fyrst Framsóknarflokkinn.
Formaður hans, Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, hefur frá því hann varð
formaður flokksins í janúar í fyrra lagt
allt að veði fyrir þetta eina mál. Hann
er einn af arkitektum herskárrar stefnu
gegn öllum bollaleggingum um að rík-
ið beri nokkra ábyrgð á innstæðum
íslenskra einkabanka erlendis. „Hirð-
ið þrotabú Landsbankans og talið við
okkur eftir 6 ár ef eitthvað stendur út
af. Annars sjáumst við bara í réttarsal.“
Allir vita að ekki er hægt að draga
Icesave-málið inn í réttarsali gegn vilja
einstakra málsaðila. Þeir sem fylgja
Sigmundi að málum innan þing-
flokksins hafa berum orðum sagt, að í
góðu lagi sé að bíða út allt þetta ár og
jafnvel hið næsta eftir niðurstöðu sem
passar geðþótta formannsins.
Sigmundur Davíð taldi í útvarps-
viðtali í byrjun vikunnar að ríkisstjórn-
in færi varla frá þótt úreltur Icesave-
samningur frá áramótum yrði felldur
í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því miður
verð ég að segja,“ bætti hann við og
kom þar með upp um þann tilgang
sinn að fella ríkisstjórnina.
Svo lagði hann fram frumvarp með
Hreyfingunni um að slíta samvinn-
unni við AGS um endurreisnina.
Þá klofnar
Sjálfstæðisflokkurinn
Lítum næst til Sjálfstæðisflokksins.
Hann er í þeirri stöðu að hafa verið
nánast einráður um fjármálastefnuna
í landinu síðustu 17 árin fyrir banka-
hrun og er grunaður um að vera vald-
ur að því.
En valdakerfi Flokksins er ekki
hrunið. Hann hefur ítök í bönkun-
um, atvinnulífinu, hagsmunasamtök-
unum og þrír af hverjum fjórum lög-
fræðingum, sem ráða nú landinu, eru
í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur auk þess sterk ítök í öllum stærstu
fjölmiðlunum sem ræktað hafa þjóð-
rembinginn.
Undirliggjandi markmið Sjálfstæð-
isflokksins er hið sama og Sigmundar
Davíðs, að koma ríkisstjórninni frá. En
daginn sem flokknum býðst að taka
við valdataumunum samþykkir hann
Icesave tafarlaust. Hann mun líka
skrifa undir að leiða ESB-aðildarferl-
ið til enda gegn því að fá að stýra því
með einhverjum hætti. Þetta gæti ver-
ið góður kostur fyrir íslensk stjórnmál
því þá klofnar Sjálfstæðisflokkurinn
nær örugglega.
Pólitískur vanþroski
Hver eru markmið Ögmundar Jón-
assonar og „villta vinstrisins“ í VG? Þau
eru margvísleg og byggjast meðal ann-
ars á andúð á ESB, AGS, Hollending-
um og Bretum og meintri kúgun og
valdbeitingu erlendra afla. Ásmundur
Einar Daðason, formaður Heimssýn-
ar, sagði til að mynda í Silfri Egils um
síðustu helgi, að nýfengin meðmæli
ESB með aðildarumsókn væru váleg
vegna þess að nú væri ESB að þvinga
þjóðina inn í aðlögunarferli.
ESB hafði þó ekki sagt neitt annað
en það sem Ásmundur átti að geta tek-
ið undir eins og nauðsyn þess að af-
nema spillingu á Íslandi við veitingu
dómaraembætta.
Formenn stjórnarandstöðuflokk-
anna, hafa haft þingmeirihlutann og
ríkisstjórnina í herkví að undanförnu
með liðsinni stjórnarliða í VG. Í byrj-
un vikunnar tók Ögmundur afstöðu
með stjórnarandstöðunni um fávís-
lega þjóðaratkvæðagreiðslu með ein-
um raunhæfum valkosti á kjörseðli, x
við NEI.
Ekki er þorandi að nefna persónu-
lega misklíð innan VG. Enginn kjós-
andi í landinu trúir því að á erfiðum
tímum fái sálarástand einstakra þing-
manna að ráða einhverju um örlög
þjóðarinnar. En ef sú er engu að síður
raunin verða kjósendur að fá að lifa í
þeirri von að hvatvísin sé eins og hjá
óstýrilátum unglingum sem dæmd-
ir eru til þess að vaxa upp úr sínum
bernskubrekum.
Um forsetann og ritstjórann í Há-
degismóum er fátt annað að segja en
að þeir glíma báðir við yfirbótar- og til-
vistarvanda.
Þjóðremban er dragbítur þjóðarinnar
JÓHANN
HAUKSSON
blaðamaður skrifar
„Um forsetann og
ritstjórann í Hádegis-
móum er fátt annað að
segja en að þeir glíma
báðir við yfirbótar- og
tilvistarvanda.“
UMRÆÐA 3. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 19
1 JÓNÍNA BEN OG GUNNAR ÓAÐSKILJANLEG
Gunnar í Krossinum og Jónína
Ben skilgreina samband sitt sem
vinasamband.
2 ÞRÁINN: FIMM PRÓSENT ÞJÓÐAR-INNAR ERU FÁBJÁNAR!
Þráinn Bertelsson segir fimm
prósent þjóðarinnar vera bjána fyrir
að vera á móti listamannalaunum.
3 SVANIR SPRON VERÐA SELDIR Svanir eftir Arne Jacobsen í eigu
Spron verða seldir.
4 FÆREYINGUM STENDUR UGGUR AF SJALDÆFUM SJÚKDÓMI
Færeyingar eru uggandi yfir
erfðasjúkdómnum CTD.
5 SNÝTTI SÉR Í KYRRSTÆÐRI BIFREIÐ OG FÉKK SEKT
Breski kaupsýslumaðurinn Michael
Mancini fékk sekt fyrir að snýta sér í bíl.
6 ÞAÐ RIGNDI FISKUM Í ÁSTRALÍU Íbúar í Lajamanu í Ástralíu eru enn
að jafna sig eftir að fiskum tók að
rigna yfir bæinn.
7 FYRSTA MYNDIN AF VARÐSKIPINU Í CHILE
CNN í Chile birti mynd af varðskipinu
Þór í fréttaflutningi af skemmdum í
hafnarborginni Talcahuano.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn? „Jón Pálsson.“
Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á
uppbyggingu samfélagsins og mannlífi.“
Hvar ólstu upp? „Í Neðra-Breiðholtinu
í Reykjavík.“
Hverju ertu stoltastur af? „Af börn-
unum mínum þremur. Svo á ég tveggja
ára gamalt barnabarn sem er augasteinn
afa síns.“
Hvað er heilsuklasi í Mosfellsbæ?
„Í áratugi er búin að vera starfandi mikil
heilsutengd starfsemi og Reykjalundur
hefur verið ein helsta miðstöð endur-
hæfingar á Íslandi. Heilsuklasi á að vera
starfsemi sem byggð er upp í framhaldi
af því sem fyrir er og á að tengjast heilsu-
eflingu þar sem hið frábæra umhverfi og
náttúra í kringum bæinn er nýtt. Ásamt
því að skapa fleiri störf í heilsugeiranum.
Þannig að heilsutengd starfsemi verði í
raun helsta verkefni Mosfellsbæjar.“
Hvenær er stefnt að því að heilsu-
klasinn verði opnaður? „Þar sem
þetta er enn á kynningarstigi myndi það
kannski verða á næsta ári.“
Myndast ný störf? „Það eru um 400
til 500 störf í greininni nú þegar og við
stefnum að því að tvöfalda fjöldann með
ýmissi starfsemi. “
Hver eru viðbrögðin við þessari
hugmynd? „Við höfum fengið mjög
góð viðbrögð fyrst og fremst frá
bæjaryfirvöldum og svo Reykjalundi
sérstaklega. Nú er svo komið að því að
tengja fleiri aðila við. Við erum mjög
ánægð með hversu fljótt var tekið við
þessari hugmynd.“
Á Mosfellsbær að vera heilsubær?
„Já, við viljum það. Við höfum þessa
frábæru náttúru í nálægð við borgina og
viljum því festa Mosfellsbæ í sessi sem
miðstöð heilsueflingar og endurhæf-
ingar.“
Hvaða bók er á náttborðinu? „Ég
er að lesa bókina eftir Alan Greenspan,
fyrrverandi bankastjóra Seðlabanka
Bandaríkjanna. Hún heitir The Age of
Turbulence.“
MAÐUR DAGSINS
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
KJALLARI
Synt í kuldanum Þeir láta sér fátt um finnast þótt jörð sé snævi þakin og kalt í veðri, sjósundkapparnir í Nauthólsvíkinni. Það
skiptir sennilega ekki öllu þegar ofan i er komið. Sjósund nýtur sífellt meiri vinsælda og þessi misserin má sjá straum fólks skella
sér í sjóinn að loknum vinnudegi. MYND SIGTRYGGUR ARI