Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2010, Qupperneq 24
Anthony Hamilton, faðir For- múlu-ökuþórsins Lewis Hamilton, mun ekki halda áfram sem um- boðsmaður sonar síns. Þeir feðg- arnir ætla að styrkja bönd sín utan Formúlunnar en allt frá því Hamil- ton var lítill hefur samband þeirra verið tiltölulega viðskiptatengt vegna árangurs Lewis í hinum ýmsu greinum akstursíþróttanna. Hátindi ferils síns náði Lewis fyr- ir tveimur árum þegar hann varð heimsmeistari í Formúlu 1. „Ég er orðinn 25 ára núna og það var óhjákvæmilegt að við kæmum að þessum stað í lífi okk- ar. Við höfum undanfarin ár verið að leita að einhverjum til þess að leysa pabba af hólmi hvað varð- ar styrktaraðila, stuðning og al- menna hjálp við mig,“ segir Lewis í þýska bílablaðinu Autosport. „Sama hversu mikið við skoð- uðum málið leið okkur ekki vel með að fá neinn annan inn á þeim tímapunkti. Ég hef alltaf dýrkað að vera með pabba sem umboðs- mann minn því ég treysti honum fullkomlega. Aðra umboðsmenn ræður maður sem starfsmenn en pabbi er auðvitað bara pabbi,“ seg- ir fyrverandi heimsmeistarinn sem vonast nú til þess að styrkja bönd- in við föður sinn án viðskiptalegu hliðar málanna. „Alveg frá því ég var lítill höfum við alltaf verið að vinna og sinna viðskiptum. Nú vonast ég bara til þess að geta farið með pabba í klessubílana eins og þegar ég var lítill.“ tomas@dv.is Lewis Hamilton vill styrkja feðgaböndin utan Formúlunnar: Pabbi hættir sem umbinn LEIKIÐ GEGN KÝPUR Ísland mætir Kýpur, ytra, í æfingaleik í knattspyrnu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Mikið hefur kvarnast úr íslenska landsliðshópnum sem Ólafur Jóhannesson valdi upphaflega. Fyrst drógu þeir sig út Hermann Hreiðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Grétar Rafn Steinsson vegna meiðsla og þar á eftir fékk Eiður Smári Guðjohn- sen frí frá leiknum. Fyrir þá komu inn þeir Kári Árnason og Jónas Guðni Sævarsson. Veigar Páll Gunnarsson var svo næsti maður til að afboða sig vegna veikinda en ekki var kallaður inn maður fyrir hann. Hefur Ólafur Jóhannesson því aðeins úr sautján manna hópi að velja fyrir leikinn og því nokkuð líklegt að allir fái eitthvað að spila. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MIÐVIKUDAGUR 3. mars 2010 SPORT VERÐUR EKKI MEISTARI Í FEBRÚAR n Felipe Massa, ökuþór Ferrari í Formúlu 1, segir formúluspek- ingum alveg að róa sig á því að gera Ferrari líklegast til að verða meistari á komandi keppnistíma- bili. Ferrari hefur gert frá- bæra hluti á æfingum fyrir fyrsta mótið í Bahrain. „Það verður enginn meistari í febrúar. Við erum með góðan bíl en okkar bíður langt og strangt keppnistímabil. Eftir hörmungina í fyrra erum við bara spakir en við ætlum að standa okkur,“ segir Felipe Massa. REAL MADRID RÍKAST ALLRA LIÐA n Spænsku risarnir í Real Mad- rid eru ríkasta knattspyrnufélag heims sjötta árið í röð. Manchester United, sem hefur ávallt verið á eftir Real, er komið niður í þriðja sæti, á eftir erikifjendum Real í Barce- lona. Í skýrsl- unni sem er tekin saman árlega af Deloitte kemur fram að spænsku liðin tvö hafi töluvert forskot á önnur félög. Topp tíu listann á eftir þessum þremur skipa: FC Bayern, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Juventus, Inter og svo AC Milan. SKRTEL FRÁ Í TVO MÁNUÐI n Slóvakinn harði í vörninni hjá Liverpool, Martin Skrtel, verður frá keppni næstu tvo mánuðina eftir ristarbrot sem hann varð fyrir í Evrópuleik gegn Unirea Urziceni í síðustu viku. Hann þarf þó ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna sem eru góðar fréttir. Annar miðvörður liðsins, Daniel Agger, er einnig meiddur en hann verður í stífri endurhæfingu alla vikuna og er vonast til þess að hann nái leik Liverpool gegn Wig- an næstkomandi mánudag. JÖRGENSEN KVEÐUR LANDSLIÐIÐ n Hinn gífurlega reynslumikli Lars Jörgensen, handknattleiks- maður Dana, er hættur með danska landsliðinu. Hann á að baki 192 landsleiki og hefur verið með í öllum verðlaunamótum Dana undanfarin ár, þar á meðal Evrópumeistaratitlinum í Noregi fyrir tveimur árum. Jörgen- sen er þriðji leikmaður- inn sem hættir að gefa kost á sér í danska landsliðið eftir Evr- ópumótið í Austurríki. Markvörðurinn Kasper Hvidt og línu- maðurinn Torsten Laen eru einnig hættir með liðinu. MOLAR Hver verður sá heppni? Það er öfunds- vert að vera umboðsmaður Hamiltons enda tekjuhár og vinsæll. Snýr sér að öðru Anthony Hamilton hefur næg verkefni á sinni könnu. EFTIRMINNILEGUSTU STUNDIRNAR BRONS MEÐ BROTIN RIFBEIN Ef gefið væri gull fyrir hetjudáð hefði það án efa fallið slóvensku skíðagöngukonunni Petrö Majdic í skaut. Majdic tók sig til og braut fimm rifbein þegar hún féll niður í skurð við brautina í æfingagöngu. Þrátt fyrir ráð lækna ákvað hún að keppa í þremur vegalengdum og gerði sér lítið fyrir og hirti bronsið í sprettgöngu kvenna, sárþjáð. Sársaukinn var svo sannarlega ósvikinn því Majdic þurfti hjálp við það eitt að stíga upp á verðlaunapallinn til þess að taka á móti bronsverð- launum sínum. HELVÍTIS ÞJÁLFARINN Ekkert atvik vakti líklega jafnmikla athygli og mis- tök þjálfara skíðahlauparans Svens Kramer. Hollendingurinn fljúgandi vann 5.000 metra skautahlaupið með yfirburðum og kom á langbesta tímanum í mark í 10.000 metra hlaupinu. En hann var dæmdur úr leik þar sem hann hafði eitt skiptið skipt ranglega um braut, sem var að beiðni þjálfara hans. Sven vandaði þjálfaranum svo sannarlega ekki kveðjurnar, kallaði hann meðal annars drullusokk. Þeir töluðust ekki við það sem eftir var móts en Sven er enginn vitleysingur og ákvað að halda áfram undir stjórn þjálfarans. Ekki furða því hann er búinn að gera Sven að besta skautahlaupara heims í löngum vegalengdum. BROSAÐ Í GEGNUM TÁRIN Joannie Rochette, skautadrottning frá franska hluta Kanada, fékk alla heimsbyggðina til þess að fella tár á leikunum. Hún keppti í listhlaupi á skautum aðeins fáeinum dögum eftir að móðir hennar lést úr hjartaáfalli en hún var nýmætt til Vancouver í þeim tilgangi að sjá dóttur sína keppa. Rochette brotnaði saman eftir æfingar sínar í stutta prógramminu en tók sig taki og hirti á endanum bronsið við gífurlegar undirtektir fólksins í höll- inni. „Ég ímyndaði mér að ég væri föst í risastór- um ísklumpi, þannig náði ég að halda andlitinu,“ sagði hún eftir verðlaunaafhendinguna. ÓSKABARNIÐ TRYGGÐI SIGURINN Draumaúrslitaleikurinn varð að veruleika í íshokkíinu. Kanadamenn mættu nágrönnum sínum frá Bandaríkjunum. Allir með púls í Kanada og þó víðar væru leitað fylgdust með úrslitaleiknum sem fór í framlengingu, svona rétt til þess að gera allt enn þá meira spennandi. Það fór svo að óskabarn þjóðarinnar, Sidney Crosby, annar af tveimur bestu hokkíspilurum heims, tryggði sigurinn með gullmarki í framlengingu. Allt varð vitlaust í Kanada. FLUG EINN DAGINN, BRONS ÞANN NÆSTA Sænska skíðadrottningin Anja Paerson tók eina rosalegustu byltu á leikunum. Reyndar flaug hún fyrst sextíu metra í síðasta stökkinu í bruni kvenna og lenti illa. Hún haltraði daginn eftir þegar komið var að stórsviginu en hún barðist í gegnum sársaukann og landaði frábæru bronsi. Því hefur hún náð sex verðlaunum á aðeins þrennum ólympíuleikum. STJÖRNUR OG STUNDIR Í VANCOUVER Vetrarólympíuleikunum í Vancouver í Kanada lauk á sunnudaginn með pompi og prakt. Eðlilega gekk mikið á þessar tvær vikur. Stjörnur skinu skært og eftirminni- leg atvik gerðust sem gleymast seint. Hér er eru fimm eftirminnileg atvik frá Van- couver og fimm stjörnur sem skinu hvað skærast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.