Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Side 17
FRÉTTIR 8. mars 2010 MÁNUDAGUR 17
SAS í sárum
Mannfall innan sérsveita breska
hersins hefur ekki verið meira í
sextíu ár, eða síðan í síðari heims-
tyrjöldinni og yfir áttatíu sérsveitar-
menn hafa verið drepnir eða særst
alvarlega í Afganistan.
Yfir sjötíu sérsveitarmenn úr
röðum SAS og SBS eru óvígir vegna
alvarlegra áverka og tólf hafa misst
lífið. Þessi fjöldi samsvarar einum
sjötta hluta bardagadeildar sveit-
anna.
Sveitirnar hafa tekist á hend-
ur „fleiri hundruð“ leiðangra gegn
forystu talibana í Afganistan síðan
árið 2007.
Bannað að vinna á
snyrtistofum
kvenna
Hamas-samtökin lögðu nýlega blátt
bann við því að karlmenn á Gaza-
svæðinu störfuðu á hársnyrtistofum
fyrir konur.
Á vefsíðu lögreglu Hamas-sam-
takanna segir að bannið byggist
á fyrirmælum frá Fathi Hammad
innanríkisráðherra og að „allir sem
brjóti í bága við fyrirmælin verði
handtekinir og réttað yfir þeim“.
Undanfarin þrjú ár hafa nokkrar
slíkar snyrtistofur á Gaza-svæðinu
verið skotmörk sprengjuárása og
hafa Hamas-samtökin skellt skuld-
inni á íslamska hópa sem deila hug-
myndafræði með al-Kaída.
Hundrað láta
lífið í árás
Yfir hundrað manns létu lífið á
sunnudag í átökum á milli kristinna
og múslíma skammt frá borginni
Jos í miðhluta Nígeríu, samkvæmt
fréttaveitu Reuters.
Kristnir íbúar í bænum Dogo Na-
hawa, sem liggur suður af Jos, sögðu
að árásarmennirnir hefðu komið
niður úr fjalllendi umhverfis bæinn
aðfaranótt sunnudagsins og skotið
af byssum sínum upp í loftið. Þeg-
ar fólk kom út af heimili sínu til að
kanna málið gengu árásarmennirnir
á milli bols og höfuðs á því.
Vitni á vegum Reuters sem fór á
staðinn taldi um hundrað lík.
Washington DC verður fyrsta borg
Bandaríkjanna þar sem konum
býðst að fá kvennasmokka án end-
urgjalds, samkvæmt frétt í Washing-
ton Post.
Verjunum verður útdeilt á snyrti-
stofum, klukkubúðum og í mennta-
skólum í þeim hverfum þar sem
tíðni HIV- og alnæmissmits er há.
Smokkum fyrir karlmenn hefur
til langs tíma verið útdeilt án endur-
gjalds í borginni, en engu að síður
mun tíðni HIV- eða alnæmissmits
ekki hafa lækkað hjá þeldökkum
borgarbúum. Í bígerð er að dreifa
frítt um 500.000 kvennasmokk-
um, sem munu, að sögn embætt-
ismanna í borginni, veita konum
meira vald til verndar gegn HIV-
smiti, og kynsjúkdómum ef rekkju-
nautur þeirra neitar að nota verju.
Kvennasmokkar hafa verið á
markaðinum síðan 1993, en kon-
ur hafa verið seinar að taka við sér
hvað varðar notkun þeirra. Banda-
rískir viðskiptavinir töldu að fyrsta
útgáfa kvennasmokkanna hefði
verið í dýrari kantinum, en nú mun
nýrri útgáfa smokkanna, sem hefur
verið notuð í löndum eins og Suður-
Afríku, Brasilíu og Indónesíu, verða
dreift í Washington DC. Lyfjaversl-
unum verður einnig boðið að hefja
sölu á þeim, og mun dreifing senni-
lega hefjast innan þriggja vikna.
Í viðtali við Washington Post
sagði Shannon Hader, sem fer fyrir
málum sem varða HIV og alnæmi
í borginni, að smokkar fyrir konur
yrðu fáanlegir „alls staðar þar sem
smokkar fyrir karlmenn væru fáan-
legir“. Shannon sagði að markmiðið
væri að fjölga kostum en ekki fækka
þeim.
HIV/alnæmissmit er algengasta
dánarorsök þeldökkra kvenna á
aldrinum 25 til 34 ára í Bandaríkj-
unum.
Ráðamenn í Washington DC grípa til nýrra ráða í baráttunni gegn alnæmi:
Konum bjóðast smokkar ókeypis
Kvennasmokkur Um 500.000 smokkum verður dreift ókeypis í Washingtonborg.
Ofbeldi setti svip sinn á þingkosning-
ar í Írak um helgina, og létust á þriðja
tug í höfuðborginni Bagdad. Um var
að ræða aðrar þingkosningarnar sem
farið hafa fram síðan Saddam Hussein
var komið frá völdum árið 2003.
Að minnsta kosti fjórtán manns
létust í norðausturhluta borgarinnar
þegar sprenging jafnaði byggingu við
jörðu og árásir með sprengjuvörpum
í hverfum í vesturhluta borgarinnar
uðru sjö manns að bana.
Í Mahmoudiya, þrjátíu kílómetr-
um suður af Bagdad, sprakk sprengja
inni á lögreglustöð með þeim afleið-
ingum að einn lögreglumaður lét lífið
og víða annars staðar í landinu voru
sprengjutilræði, en í gær var ekki vit-
að um mannfall af þeirra völdum. Tal-
ið er að heildarfjöldi þeirra sem fórust
í kosningatengdu ofbeldi í Írak nálgist
fimmta tuginn.
Gríðarleg öryggisvarsla
Þrátt fyrir ofbeldið mynduðust langar
biðraðir við kjörstaði í fjölda borga, en
kjörstöðum var lokað klukkan tvö að
íslenskum tíma, en þeim sem þá voru
mættir til að greiða atkvæði var heim-
ilað að gera svo.
Gríðarleg öryggisvarsla var sett á
laggirnar í tilefni kosninganna og um
hálf milljón öryggisvarða var kölluð
til. Landamærunum að Íran var lok-
að, þúsundir hermanna voru kallaðir
út og umferð ökutækja var bönnuð á
vegunum.
Uppreisnarmenn stóðu að
sprengjuvörpuárásum á Græna svæð-
inu svonefnda, en þar er meðal annars
að finna sendiráð Bandaríkjanna og
skrifstofur forsætisráðherra landsins.
Í Azamiyah, vígi súnní-múslíma,
taldist lögreglu til að framkvæmdar
hefðu verið að minnsta kosti tuttugu
sprengjuvörpuárásir.
Mælistika á þróun
síðustu 50 mánaða
Almennt eru kosningarnar 2005 taldar
hafa farið hörmulega fram og er horft
til kosninganna nú sem mælistiku á
þá framför sem hugsanlega hefur átt
sér stað í landinu, og getu þess til að
standa á eigin fótum, nú þegar líður
að því að bandarískir hermenn verði
kallaðir á brott , en þá mun myndast
ákveðið tómarúm.
Talið er að brottflutningur banda-
rískra hermanna hefjist innan örfárra
vikna ef niðurstaða kosninganna telst
trúverðug.
Afstaða Íraka til kosninganna hef-
ur verið tvíbent, enda eru kosningarn-
ar 2005 og eftirleikur þeirra fólki enn í
fersku minni. Kosningarnar vörðuðu
upphaf þriggja ára öldu ofbeldis, ekki
síst fyrir þær sakir að súnní-múslímar
sniðgengu kosningarnar og glötuðu
fyrir vikið enn frekar stöðu sinni í Írak
eftir fráhvarf Saddams Hussein.
Í Salahuddin-héraði þar sem Sadd-
am Hussein er grafinn eru súnni-mús-
límar andvígir kosningum, en mættu
þó á kjörstað í viðleitni til að endur-
heimta glataða pólitíska stöðu þeirra.
Minnkandi mannfall
Kosningarnar um helgina fóru fram í
skugga mun minna ofbeldis en tíðk-
ast hefur í landinu, en mun færri al-
mennir borgarar, írakskir hermenn
og bandarískir hermenn hafa farist í
Írak en undanfarin ár. Engu að síður
eru hundruð manna drepin í hverjum
mánuði, spilling er mikil og enn vantar
mikið upp á að fólk hafi eðlilegan að-
gang að grunnþáttum á borð við raf-
magn.
Um nítján milljónir Íraka eru á
kjörskrá og yfir 6.200 frambjóðendur
úr áttatíu og sex flokkabrotum keppast
um 325 sæti á hinu nýja þingi landsins.
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Írakar gengu um helgina að kosningaborðinu í annað sinn síðan
Saddam Hussein var bolað frá árið 2003. Sprengjuárásir settu
svip á kosningarnar og kostaði ofbeldið hátt á fimmta tug manns-
lífa. Tvær byggingar voru jafnaðar við jörðu í höfuðborginni.
Mannskæðar
kosningar
Talið er að heild-arfjöldi þeirra
sem fórust í kosninga-
tengdu ofbeldi í Írak
nálgist fimmta tuginn.
Leikfanganna leitað Drengur leitar
leikfanga sinna í rústum húss sem var jafnað
við jörðu á sunnudag í Bagdad. MYND. AFP
ER GRUNAÐUR UM
„SJÚKLEGAN“ GLÆP
fengið að vita nema vegna þess að
það var við að leka í fjölmiðla. Denise
má ekki til þess hugsa að einhverjir
aðrir kunni að eiga um sárt að binda
vegna athafna Venables. „Ég er svo
reið,“ sagði Denise í viðtali við Times.
Denise er ekki ein um það því fað-
ir James Bulger, Ralph, hefur einnig
gagnrýnt Jack Straw fyrir framgöngu
hans og fyrir að hafa ekki tilkynnt
honum um þróun mála.
Lítið hefur verið vitað um afdrif
Jons Venables og Roberts Thomp-
son síðan þeim var sleppt úr fang-
elsi 2001, en samkvæmt fregnum nú
hefur Venables unnið sem dyravörð-
ur og mun á stundum hafa átt í basli
með að fela fortíð sína. Einnig er tal-
ið að hann hafi átt í vandræðum með
áfengi og ýmis lyf.
Samkvæmt heimildum The Times
hefur Venables opinberað fortíð sína
gagnvart bæði starfsfólki fangelsisins
sem hann dvelur nú í og öðrum föng-
um.
Gjörðir okkar hing-að til hafa miðast
við að tryggja að nokkr-
ar sérstaklega alvarlegar
ásakanir verði rannsakað-
ar ítarlegar og að réttlæt-
ið nái fram að ganga.
Jon Venables, sem myrti tveggja ára dreng í Liverpool árið 1993, er aftur kominn á bak við lás og slá. Dóms-
málaráðherra Bretlands hefur ekki viljað upplýsa um hvað Jon Venables er nákvæmlega sakaður, en hefur sagt
að um alvarlegar ásakanir sé að ræða.
Robert Thompson og Jon Venables, moðingjar James Bulgers
Venables er kominn í fangelsi vegna „alvarlegra ásakana“.