Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Side 18
AFLEIKUR JÓHÖNNU n Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra lék stóran afleik í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslunnar þegar hún lýsti yfir því að hún hygðist ekki mæta á kjörstað. Steingrímur J. Sigfússon viður- kenndi nauð- ugur í viðtali í Sjónvarpinu að hann hefði einn- ig haldið sig heima. Hann sagðist þó hafa ætlað að halda því fyrir sig sem bendir til þess að hann hafi gert sér grein fyrir því að ekki var boðlegt fyr- ir leiðtogana að hundsa fyrstu þjóðar- atkvæðagreiðslu lýðveldisins. BÍDDU BARA, BJARNI n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tókst hraust- lega á við Steingrím J. Sigfússon í Silfri Egils þar sem fjallað var um lífslíkur rík- isstjórnarinn- ar. Steingrím- ur reiddist mjög og sagði Bjarna að hann skyldi bara bíða þar til skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis kæmi í næstu viku. Í orðum fjármálaráðherra fólst að Sjálfstæðisflokkurinn yrði fyr- ir reiðarslagi þar. Hvíslað er um að meðal þess sem fjallað sé um í skýrsl- unni sé Vafningsmálið þar sem Bjarni kemur við sögu. KRISTJÁN KAUS n Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra upplýsti á DV.is að hann hefði ekki fylgt fordæmi forsætisráð- herra og snið- gengið þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Hann kvaðst hafa mætt á kjörstað og skilað auðu. Ástæða þess að hann kaus var sú að hann vildi taka þátt í því stóra skrefi í lýðræðisátt að skapa for- dæmi fyrir beinu lýðræði. Hermt er að Kristján Möller samgönguráðherra hafi einnig tekið þátt í kosningunni. Ekki eru heimildir um að aðrir ráð- herrar hafi tekið þátt. FORSETINN TOPPAR n Sigurvegari þjóðaratkvæða- greiðslunnar í gær er tvímælalaust Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Fyrir rúmum tveim- ur mánuðum var álit þjóðar- innar á honum í lágmarki vegna útrásardek- urs. Nú skín sól hans skærar en nokkru sinni fyrr sem lýsir auðvitað snilld forsetans. Honum tókst að fá Sjálfstæðisflokk- inn inn á þá braut að styðja þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þetta er sami flokkur og fór hamförum vegna þess að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Þá var efast um vald hans til slíkrar ákvörðunar. Nú er enginn efi lengur og forsetinn orðinn hinn raunverulegi leiðtogi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn eru merkileg fyrirbæri. Aðlögunarhæfni þeirra virðist vera með ein-dæmum. Eða hvað annað er hægt að segja um einstaka getu þeirra til að sjá allar hliðar málanna og vita hverja þeirra ber að horfa á hverju sinni? Helsta dæmið er auðvitað af-staða manna til þjóðarat-kvæðagreiðslna. Óbreytti stjórnarandstöðuþing- maðurinn Jóhanna Sigurðardóttir lagði árum saman til að sett væru í lög ákvæði um að almenningur fengi að greiða atkvæði um mikilvæg mál. Aldrei varð henni að ósk sinni meðan á þeirri baráttu stóð. Og loksins þegar hún fékk þjóðaratkvæðagreiðslu sá hún að málið sem riðið var með á vað- ið væri vart bært til að leggja í þjóðar- atkvæði. Og sagðist sjálf ekki nenna á kjörstað til að taka þátt í svona vitl- eysu. Og ekki sá fjármálaráðherrann ástæðu til þess heldur að þramma á kjörstað, eða greiða atkvæði utan kjörfundar. Og vakti þó athygli eitt sumar fyrir ekki svo löngu með því að ganga landið landshorna á milli yfir hálendið. Og ekki má gleyma því að sumir hafa jafnlengi staðið gegn því að mál væru lögð í þjóðaratkvæði. Eins og sést á því að lög um slíkt hafa aldrei ver- ið samþykkt. Eins og sést á því að þáverandi ríkisstjórn ákvað að draga fjöl- miðlalögin til baka frekar en að leggja þau í þjóðaratkvæði. Og voru ekki einhverjir sem greiddu atkvæði með þeirri ráðstöfun sem hvöttu fólk ein- dregið til þess nú að mæta á kjörstað og segja nei? Kannski Bjarni Bene- diktsson geti svarað því. Svo má ekki gleyma því hvað hlutverkin snúast við. Einu sinni var kosið um framtíð flugvallarins. Þá var vinstri- mönnum mjög umhugað um lýðræð- islegan rétt almennings til að ráða framtíðarmótun borgarinnar sinnar. Hægrimenn máttu hins vegar ekki til þess hugsa að kjörnir fulltrúar gæfu frá sér vald sitt og hvöttu fólk til að sitja heima frekar en að fara á kjör- stað. Og báðir voru hneykslaðir á hin- um. Og báðir hafa skipt um hlutverk - allt eftir flokkalínum. Annað dæmi um þetta er uppgötvun stjórnar- andstæðinga eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna á laugardag. Þeir höfðu flestir hverjir mælt fyrir því síð- ustu mánuði að stjórnin þyrfti ekkert að víkja þó Icesave væri hafnað. Þetta einstaka mál væri einfaldlega svo mikilvægt, og svo brýnt að komast hjá því að gangast undir samningana við Breta og Hollendinga, að niðurstaða þess þyrfti ekki að hafa nokkur áhrif á stjórnina. Og þó liðu ekki nema örfáar mínútur frá því fyrstu tölur í þjóðar- atkvæðagreiðslunni voru lesnar upp þar til Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son uppgötvaði að stjórnin ætti að víkja og réttast væri að kjósa aftur. Og væntanlega hefur þessi uppgötvun komið honum mjög á óvart. En það er spurningin með þjóðaratkvæðagreiðslurnar. Nú hafa allir verið fylgjandi þeim á einum tíma eða öðr- um. Og allir andvígir þeim á einum tíma eða öðrum. Og allir hafa ein- hvern tímann sagt að þetta mál eða hitt væri of flókið til að kjósa um eða sjálfsagt og eðlilegt að setja það í þjóðaratkvæði. Gott ef forsætisráðherra spurði ekki um hvað fólk ætti að kjósa því valkost- irnir væru ekki skýrir. Nú kemur forsæt- isráðherra fram og spyr hvort ekki eigi að kjósa um kvóta- kerfið - þessa eina umdeildustu laga- setningu í sögu Al- þingis sem kann- anir hafa sýnt að almenningur kann alls ekki að meta, ekki frekar en forsætisráð- herrann. Og þá svarar formað- ur Sjálfstæð- isflokksins, sem sagði val- kostina alveg skýra núna, og spyr: Um hvað á að kjósa? Um hvað? Jú, hverj- ir skuli eiga fiskinn í sjón- um, og hverj- ir megi veiða og vinna þorskinn í sjónum. Um hinn eina sanna íslenska þorskhaus. ÞORSKHAUS „Það væri nú gaman að geta sagt já en faðirinn mun vera taktlausasti maður sem fæðst hefur fyrr og síðar þannig að ég er nú ekki bjartsýn,“segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sjónvarpskona á Stöð 2. Sigrún deildi því með Facebook-vinum sínum um helgina að hún gæti vart tyllt sér niður án þess að drengurinn sem hún ber undir belti tæki trommusóló með iljunum á rifbeinin. Vinkona hennar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir tók því fagnandi enda væri nú jafnvel fundinn trommuleikarinn í tveggja manna hljómsveit þeirra stallna. ER TROMMULEIKAR- INN FUNDINN? „Ég tek ekkert með mér nema góðar minning- ar frá Íslandi.“ n Lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem hefur verið framseldur til Brasilíu. Hann segir Brasilíumenn hafa náð framsalinu í gegn með bolabrögðum. - DV „Ég gerði þau mistök eins og fáráðlingur að kaupa mér einkaþotu árið 2006.“ n Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, um hverju hann sjái eftir frá góðæristímanum. Hann talar opinskátt um íslenskt viðskiptalíf og það siðleysi sem þar viðgekkst í helgarblaði DV. - DV „Þetta er ekki kynnt sem eitthvert sérstakt píramídakerfi.“ n Kristrún Ösp Barkardóttir spurð út í fjárfestingafyrirtækið Juugo sem hefur verið lýst af mörgum sem enn einu píramídakerfinu. Kristrún segir þetta ekkert slíkt, enda hækki maður um borð í þessu kerfi. - DV „Ég vissi ekki hvort ég var að fara að auglýsa íspinna eða bankareikninga.“ n Leikarinn Erling Jóhannesson sem var hársbreidd frá því að verða andlit Icesave í Hollandi. - Fréttablaðið „Menn eru orðnir harðsvíraðri.“ n Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeild- ar ríkislögreglustjóra, um að undirheimarnir á Íslandi séu að verða harðari, ekki síst með aukinni þátttöku erlendra glæpamanna. - DV Nei þýðir nei, Sigmundur Það besta við þjóðaratkvæða-greiðsluna á laugardag var að með henni gat fólkið í landinu sneitt hjá stjórnmálamönnum og þeirra eiginhagsmunaáróðri. Umræðan án stjórnmálamanna er á hærra plani en með þeim, líkt og sýndi sig í gerjuninni í kjölfar Búsáhaldabyltingarinnar þegar rödd almennings yfirnæfði allt. Undan- farið höfum við aftur horfið til fyrri tíma, þar sem stöðugur áróður stjórnmála- manna dynur á fólki. Allur virðist áróður- inn snúast um hvort stjórnmálamennirn- ir hafi rétt fyrir sér og hvort þeir eigi frekar að vera við völd en aðrir stjórnmálamenn. Þetta skiptir hagsmuni almennings nán- ast engu máli. Engu er hægt að treysta sem þeir segja, því eiginhagsmunir þeirra lita öll þeirra orð. Meira en helmingur þjóðarinnar mætti til að kjósa í kosningum, þar sem ann- ar valmöguleikinn var algerlega úreltur. Helmingur þjóðarinnar mætti bara til að segja „Nei“. Þetta var ekki val, heldur yf- irlýsing. Mætingin ein og sér er yfirlýsing um vilja til að kjósa í kosningum og hafa áhrif á stór mál, eins og þau tilfelli þar sem hver borgari á að greiða hundruð þúsunda króna fyrir gráðuga bankamenn. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna láta hins vegar eins og engin hugarfars- breyting og lýðræðiskrafa sé orðin í þjóð- félaginu. Þeir líta á „Nei-ið“ sem „Já“ við þeim. Bjarni Benediktsson fullyrti í gær að niðurstaða kosningarinnar væri van- traustyfirlýsing á ríkisstjórnina. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fylgdi í kjölfarið og krafðist þess að ríkisstjórnin færi frá og að boðað yrði til kosninga í vor, væntanlega undir þeirri knýjandi þörf að þeir tveir komist til valda. En þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki leið til að velja á milli flokka, heldur leið til að sneiða hjá flokkunum. Hvorki Sig- mundur Davíð né Bjarni skipta máli í samhengi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Helstu forsprakkar ríkisstjórnarinnar sýna litlu meiri skilning á lýðræðiskröf- unni í þessu máli. Steingrímur og Jóhanna brugðust með offorsi við ákvörðun forset- ans um að vísa Icesave-samningnum til þjóðarinnar. Jóhanna sagði kosninguna „marklausa“ og Steingrímur virðist vilja gera forsetann óvirkan til að koma í veg fyrir „að forsetinn, þegar honum dettur það í hug, stöðvi framgang mála,“ eins og hann orðaði það í Silfri Egils í gær. Hagsmunir þjóðarinnar nú snúast ekki um að flytja völd á milli stjórnmálaflokka, heldur að flytja völd frá stjórnmálaflokk- um til almennings. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar treysta Alþingi. Formenn flokkanna skilja ekki að meirihluti Íslend- inga treystir þeim ekki og trúir ekki orði af þeim endalausa áróðri sem þeir láta út úr sér og þjónar þeim eina tilgangi að koma þeim sjálfum til valda. Þess vegna gerðust þau undur og stórmerki að 63 pró- sent þjóðarinnar lögðu á sig að mæta til að kjósa í „marklausri“ þjóðaratkvæða- greiðslu. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar treysta Alþingi. 18 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 UMRÆÐA SANDKORN LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.