Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Side 19
ÆTTU FANGAR AÐ GANGA MEÐ ÖKKLABAND Í DAGSLEYFUM? „Það yrði mjög sniðugt. Annars finnst mér að þeir ættu ekkert að fá dagsleyfi en það er annað mál.“ RAGNAR AXEL GUNNARSSON 36 ÁRA SMIÐUR „Já.“ BIRGIR ÁSGEIRSSON 54 ÁRA „Ég myndi segja nei.“ PÁLL HREINSSON 53 ÁRA „Nei, mér finnst það vera skerðing á mannréttindum.“ ÓLAFUR VALUR ÓLAFSSON 26 ÁRA SKRIFSTOFUMAÐUR ÞÓRÐUR SNÆR JÚLÍUSSON, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, hlaut rannsóknarblaðamannaverðlaun ársins fyrir árið 2009. Hann lagði mikið af mörkum við að greiða úr þeim viðskiptaflækjum sem ofnar voru á „uppgangsárunum“ en áttu síðar sinn þátt í hruninu, að mati dómnefndar. OF HÆGUR Á KANTINN „Já, mér finnst það.“ SVALA SIGTRYGGSDÓTTIR 51 ÁRS ÁFENGISRÁÐGJAFI Enginn vafi er á því að þjóðarat- kvæðagreiðslan um Icesave hef- ur haft mikil og góð áhrif fyr- ir málstað Íslands. Strauss Kahn, framkvæmdastjóri AGS, sagði í kjöl- far kosninganna að engin tengsl væru á milli AGS og Icesave. Um þetta hefur hann áður sagt ósatt. Kannski er þetta að verða satt núna. Kannski er það líka að verða satt að Norðurlöndin afneiti þessum tengslum. Á því hnykkti foresti Ís- lands í viðtölum í gær að þeim bæri að gera. Allt hefur þetta áhrif. Hagsmunir fólks eða fjármagns? Sjálfur hef ég fundið fyrir gríðar- lega jákvæðum viðbrögðum við kosningunni innan úr hinni alþjóð- legu verkalýðshreyfingu þar sem ég þekki vel til. Því var fagnað að lýðræðið skyldi virkjað með þeim hætti sem gert var. Ekki að undra að handhöfum alþjóðafjármagnskerf- isins var lítið gefið um þessa kosn- ingu eftir að hún var sett inn í sam- hengið: fjármagn gegn fólki. Það er í raun ekki fráleit uppsetning. Sama fólk og lætur sér fátt um finnast þeg- ar lögbundin kjör öryrkja eru skert ætlar upp af hjörunum ef hætta er á að maður tapi einhverjum krón- um sem hann á í bankabók. Auð- vitað viljum við öll að sparnaður á bankabók verði tryggður. En ekki hvað sem það kostar. Ekki á kostnað öryrkjans eða krabbameinsdeildar Landspítalans. Nú er það svo, að aldrei hefur leikið minnsti vafi á því að Íslend- ingar hafi ætlað að standa við skuld- bindingar sínar í Icesave-málinu. Spurningin hefur snúist um það eitt hverjar þessar skuldbindingar væru og sem kunnugt er hafa Bret- ar og Hollendingar neitað okkur um óháðan aðila til að gera út um það mál. Ekki nóg með það, heldur hafa þeir ætlast til að við borguðum þeim peninga sem þeir lögðu út með vöxtum svo miklum, að þeir ætl- uðu sér að græða á „viðskiptunum“ og láta okkur að auki borga allan lögfræðikostnað sinn! Þessu vildu Íslendingar fá tækifæri til að mót- mæla í almennri atkvæðagreiðslu. Og gera það svo hátt að heyrðist vel út fyrir landsteinana. Um það sner- ist þjóðaratkvæðagreiðslan um Ic- esave á laugardag: Að mótmæla of- ríki og skapa talsmönnum Íslands tækifæri til að tala okkar máli. Tilefni til að útskýra okkar málstað Allt þetta ferli hefur kallað á mikla umræðu sem gefið hefur tilefni til að koma málstað okkar á framfæri erlendis. Það er grundvallaratriði og skiptir miklu máli þegar við nú stíg- um næstu skref inn í framtíðina: Að við séum rétt og vel kynnt á erlendri grundu. Nú þegar sést í fjölmiðlum að bresk og hollensk stjórnvöld tala af meiri hógværð og virðingu til Ís- lendinga. Hvers vegna? Ástæðan er sú að talað er öðru vísi við þann sem rís á fætur en hinn sem er krjúp- andi. Hið ánægjulega við glæsilega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar er að með henni sýna Íslend- ingar vilja til að þjappa sér saman og sýna samstöðu. Þverpólitísk að- koma að málinu var tvímælalaust til þess fallin að styrkja samnings- stöðu okkar. Nú mega menn ekki glata niður þessum ávinningi, ekki lyppast niður með því að sundra kröftunum, festast í eðju gömlu flokkahjólfaranna. Málefnalegar deilur eru af hinu góða. Þjóðfélag sem kann að vinna sig út úr mál- efnalegum ágreiningi á lýðræðis- legan hátt styrkir sig. Að sama skapi veikir það samfélag sig, sem sekkur ofan í hjólför gamalla flokkastjórn- mála í deilumálum sem eiga að vera yfir slíkt hafin. Þetta má ekki henda í Icesave. Í Silfri Egils í RÚV í gær örlaði fyrir þessu. Vonandi er það ekki til marks um það sem koma skal. Þeir stjórnmálamenn sem ekki orka að rísa upp yfir sjálfa sig og þrönga eig- inhagsmuni stjórnmálanna í svo stóru máli sem Icesave er, á hrein- lega að flauta út af vellinum. Það verður held ég líka gert þegar kemur að skuldadögum í kosningum. Vonandi er langt í næstu kosn- ingar. Við þurfum ekki á þeim að halda. Enn síður höfum við efni á stjórnarkreppu. Við þurfum að sam- einast um lyktir Icesave-málsins og í þeim málum þar sem hagsmunir og hugsjónir okkar allra fara sam- an. Um annað skulum við takast á. Nú hafa skapast ný tækifæri í Icesa- ve-deilunni. Þau ber okkur að nýta. Saman. Sú skylda hvílir á okkur öll- um að gera það. Nýtum tækifærin! UMRÆÐA 8. mars 2010 MÁNUDAGUR 19 MYNDIN Hver er maðurinn? „Hann er Þórður Snær Júlíusson. 29 ára blaðamaður á Viðskiptablaðinu, stjórnmálafræðingur, faðir, Þróttari.“ Hvað drífur þig áfram? „Gegndarlaus forvitni, sterk réttlætiskennd og gróft skopskyn.“ Hvar ertu uppalinn? „Keflavík, Grindavík og Bergen til að byrja með, en mótaður að mestu í Laugarneshverfinu, því millistéttar-lastabæli.“ Hvar myndirðu helst vilja búa ef ekki á Ísland? „Ég væri alveg til í að búa aftur í Edinborg.“ Hvað eldaðir þú síðast? „Ég eldaði nautasteik fyrir konuna mína. Bakaðar kartöflur, köld graslaukssósa og fag- mennskusalat með. Vakti mikla lukku.“ Langaði þig alltaf að verða blaða- maður? „Nei, mig langaði að verða kantmaður. Hleyp bara fáránlega hægt.“ Eru viðskiptafréttir þitt sérsvið? „Jájá. “ Bjóstu við að fá þessi verðlaun? „Nei, get ekki sagt það.“ Hvaða þýðingu hafa þau fyrir þig? „Þau eru ágætis viðurkenning um að ég sé að gera eitthvað rétt í mínu starfi. Þá er vonandi að svona lagað verði til þess að enn fleiri gerist áskrifendur að Viðskiptablaðinu.“ Hvernig fannst þér fréttamennska almennt á árinu 2009? „Margir blaða- og fréttamenn stóðu sig afburðavel. Þessir blessuðu dilkadrættir milli fjölmiðla þar sem þeim er stillt upp með auðmannahópum eða stjórnmálaklíkum eru þó mikið lýti á íslensku fjölmiðlaum- hverfi. Þeir jukust á síðasta ári.“ Var einhver frétt eða fréttaröð sem þér fannst vanta í tilnefningarnar? „Já, ég hefði viljað sjá gömlu viðskiptarit- stjórn Morgunblaðsins tilnefnda í heild sinni. Þar stóðu menn sig afar vel framan af síðasta ári.“ Hver er draumurinn? „Gegndarlaus hamingja og meiri hraði. Einblíni þó á hið fyrra þar sem hraðinn virðist ekkert ætla að koma. Gengur bara nokkuð vel held ég.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI ÖGMUNDUR JÓNASSON alþingismaður skrifar „Nú mega menn ekki glata niður þessum ávinningi, ekki lyppast niður með því að sundra kröftunum, festast í eðju gömlu flokkahjólfaranna.” Mynd ársins Mynd Rakelar Óskar Sigurðardóttur af gröfu að rífa rústir Valhallar eftir eldsvoðann á Þingvöllum var valin mynd ársins 2009 í uppgjöri blaðaljósmyndara. Myndin kemur úr myndaröð Rakelar um eldsvoðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.