Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2010, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 8. mars 2010 FRÉTTIR Fullyrðing: Þú brennir meiri fitu á morgnana en á kvöldin Staðreynd: Rangt. Staðreyndin er sú að þegar við framkvæmum átak út- heimtir það ákveðna orku. Það skiptir engu máli hvað klukkan er þeg- ar þú framkvæmir átakið, hvort sem það er að sippa 100 sinnum eða klappa saman lófunum. Brennslan er nákvæmlega sú sama. Hins vegar tekur maður meira á þann tíma dags sem maður er best upplagður. Sá sem er sprækur á snemma morgnana getur þannig brennt meira en hann gerir á kvöldin, ein- faldlega vegna þess að hann er duglegri og endist lengur. Fullyrðing: Þú þarft að lyfta til að breyta fitu í vöðva Staðreynd: Þú getur ekki breytt fitunni í vöðva. Þeg- ar orkuneyslan er minni en orkubrennslan þá léttistu og missir fitu og einnig vöðva. Ef þú æfir vel, eins og mælt er með þegar fólk vill grennast, styrkjast vöðv- arnir og verða stæltari þótt þeir verði minni að um- máli. Líkaminn þarf aukahitaeiningar til að byggja upp vöðvamassa. Fullyrðing: Kaffineysla þurrkar upp líkamann Staðreynd: Nýlegar rannsóknir benda þvert á móti til að hægt sé að nota kaffi sem góðan vatnsgjafa. Koffín er vökvalosandi en áhrifin eru svo væg að mestur partur vökvans nýtist. Þvagörvandi áhrifin eru mjög lítil. Fullyrðing: Drekkið átta glös af vatni á dag Staðreynd: Líkaminn þarf á bilinu tvo til þrjá lítra af vatni á dag en vatn er að finna í öllum mat og auðvitað drykkjum. Fullyrðing: Ég geri kviðæfingar á hverjum degi til að losna við aukafitu á maganum Staðreynd: Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Rannsókn á tennisleikur- um, sem nota einungis aðra höndina í íþrótt sinni, leiddi í ljós að fitu- hlutfallið var jafnmikið á báðum handleggjum. Hægt er að styrkja ákveðna vöðvahópa markvisst en fitan fer jafnt af öllum líkamanum. Fullyrðing: Ég verð að sleppa kolvetnum úr fæðunni til að léttast Staðreynd: Vitlausasta ráðlegging sem hægt er að gefa fólki í megrun, jafnvel þótt margir vinsælir megrunar- kúrar byggi á þessari aðferð. Um helmingur ork- unnar á að koma úr kolvetnum. Líkaminn fer í annað efnaskiptaferli en honum er eðli- legt. Hann fer að brjóta niður prótein í meiri mæli sem leiðir til vöðv- arýrnunar. Rannsóknir sýna að neysla hita- eninga hjá þeim sem eru á At- kins-kúrnum eða öðrum slíkum kúrum minnkar veru- lega eftir því sem á líður vegna þess að fólk fær mjög fljótt leið á próteinríkum mat ef það borðar ekkert annað. Líkaminn notar aðrar að- ferðir til að brenna fitu og blóðið súrnar sem leiðir til minni matarlystar. Fullyrðing: Konur verða að vöðvatröllum ef þær lyfta lóðum Staðreynd: Fólk á misauðvelt með að bæta á sig vöðva- massa. Karlmenn eiga yfirleitt auðveldara með það en konur. Fæstar konur bæta svo miklum vöðvamassa á sig að það verði þeim til ama. Þær geta þá auðveldlega dregið úr æfingum ef svo ólíklega vill til að þeim finnist vöðvarnir stækka of hratt. Fullyrðing: Eplaedik og sítrónusafi hraða efnaskiptum líkamans Staðreynd: Aðeins er til ein góð leið til að örva efnaskipt- in; hún felst í því að borða reglulega. Sá sem borðar fjórar til fimm máltíðir einn daginn brennir meira en þegar hann borðar jafnmikið magn í tveimur máltíðum daginn eftir. Ef lík- aminn fær orkuna reglulega getur hann verið í fullri virkni allan dag- inn. Hin leiðin er að neyta óæskilegra örvandi lyfja. Fullyrðing: Inntaka próteins gerir vöðvana stærri og sterkari Staðreynd: Ráðlögð neysla próteins fyrir meðalmann er 0,8 grömm á dag fyrir hvert líkamskíló. Meðalþörfin er 0,5 grömm. Þeir sem eru að byggja upp vöðva í gríð- arlegum átökum geta þurft allt upp í 1,5 grömm fyrir hvert líkamskíló. Meiri neysla próteins þarf alls ekki að þýða meiri vöðvamassi heldur þarf líkaminn að losa sig við það sem umfram er. Ef nýrun ná ekki að losa sig við úrgangsefnin geta þau orðið óstarfhæf. Ofneysla próteins getur því verið hættuleg. Fullyrðing: Þú grennist ef þú sveltir þig Staðreynd: Ef neysla hitaeininga er ofboðslega lítil getur fólk misst mörg kíló á skömmum tíma. Það er hins vegar alls ekki bara fita sem minnkar. Vöðvarýrnunin, sem er varanleg, verður mikil og fólk missir meira vatn en hollt er. Þyngdin er fljót að safnast á líkamann aftur þegar fólk fer að borða eðli- lega og þá er algengt að þunglyndi fylgi með. Það get- ur verið stórhættulegt að borða bara ávexti eða megr- unarduft í einhverjar vikur eða mánuði. Fullyrðing: Þú þarft próteinstangir eða -drykki til að endurhlaða vöðvana eftir æfingu Staðreynd: Flestir Íslendingar borða meira af próteinum en þeir þurfa. Allt sem er umfram það gagnast fólki ekki neitt. Það að „hlaða“ sig af próteini eftir æfingar hefur ekkert að segja. Vöðva- uppbyggingin tekur langan tíma eftir átök og sérstakur próteins- kammtur hefur ekkert að segja svo fremi sem þú borðar fjöl- breyttan mat reglulega yfir daginn. Fyrir allt venjulegt fólk nægir það fullkomlega. Fullyrðing: C-vítamín og sólhattur losa þig við kvefið Staðreynd: Það er löngu sannað að hvorki C-vítamín né sólhattur hafa nokkuð að segja gegn kvefi. Hins vegar getur fjölbreytt og gott mataræði til lengri tíma gert það að verkum að líkamanum gengur betur að vinna sig í gegnum umgangspestir. Fullyrðing: Inntaka vítamína og steinefna er nauðsynleg til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi og árangur í íþróttum Staðreynd: Flestir íþróttamenn sem eru eðli- lega nærðir fá feikinóg af öllum efnum sem þeir þurfa. Undantekningin er D-vítamín sem við fáum úr lýsi og frá sólarljósinu. Ís- lendingar geta þurft að taka D-vítamín í formi fæðubótar yfir svartasta skammdegið. Þeir sem upplifa skort á næringarefnum ættu þó að láta draga úr sér blóð til að fá úr því skor- ið hvað kann að vanta. Fullyrðing: Bumbubaninn gefur mér flotta kviðvöðva Staðreynd: Þeir sem eru með slaka kviðvöðva ættu að fara gætilega við notkun bumbubanans, þar sem hætta er á innvortis meiðslum ef tækinu er ítrekað þrýst af afli á kviðinn. Uppsetur eða hefðbundnar kviðæfingar gera miklu meira gagn. Fullyrðing: Þú brennir miklu minna eftir því sem þú eldist Staðreynd: Fyrir hver tíu ár umfram þrítugt minnkar brennslan um 2 prósent. Á fimmtíu ára tímabili minnkar hún um 10 prósent sam- tals. Sá sem brennir 2.000 hitaeiningum á dag um þrítugt brennir 1.800 hitaeiningum þegar hann er áttræður. Þú brennir því alls ekki miklu minna með aldrinum. Margir draga hins vegar úr hreyfingu eftir því sem þeir eldast og bæta því stundum á sig. Það hefur mest áhrif. Fullyrðing: Ekki borða eftir klukkan átta á kvöldin Staðreynd: Líkaminn brennir allan sólar- Þú getur ekki breytt fitu í vöðva, þú brennir ekki meira á morgnana og þú átt hvorki að sniðganga kolvetni í megrun né drekka átta glös af vatni á dag. DV fékk næringarfræðinginn Ólaf Gunnar Sæmundsson til að hrekja 26 algengar fullyrðingar um hreyfingu og mataræði sem eiga ekki við nein rök að styðjast. LÁTTU EKKI LJÚGA AÐ ÞÉR Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.