Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FRÉTTIR Rjóminn af blaðamannastéttinni kynnir sér Evrópusambandið: Blaðamenn til Brussel Þrettán íslenskir blaðamenn og bloggarar eru á leið til Brussel í Belgíu á mánudagsmorgun til að kynna sér Evrópusambandið. Með- al þeirra sem búnir eru að skrá sig í ferðina eru Egill Helgason, umsjón- armaður Silfurs Egils, Sölvi Tryggva- son, sjónvarpsmaður á Skjá einum, Frosti Logason, útvarpsmað- ur á X-inu og stjórnmála- fræðinemi, og Ólafur Arnarson, rithöfundur og hagfræðingur sem blogg- að hefur á vef Pressunn- ar um langt skeið. Athygli vekur einnig að bloggarinn Lára Hanna Einarsdóttir er í hópnum. Það er stækkunar- stjórn Evrópusam- bandsins sem býður íslensku blaðamönnunum í ferðina og greið- ir sambandið fyrir flugið og gistingu á Novo tel Tour Noire-hótelinu í mið- borg Brussel. Um er að ræða fjögurra daga ferð en íslenski hópurinn flýgur til Brussel á mánudag og er væntan- legur aftur til Íslands á fimmtudags- morgun. Skipulögð dagskrá verður fyrir íslenska hópinn frá þriðjudags- morgni. Í ferðinni mun blaða- mönnum verða kynnt ýmis málefni sem snúa að starfsemi Evrópusambandsins en ferðin er í tengslum við aðildarumsókn Ís- lendinga að sambandinu sem nú er í sínum farvegi. n Ragnhildur Thorlacius, RÚV n Höskuldur Kárri Schram, Stöð 2 og Bylgjunni n Frosti Logason, X-inu n Guðsteinn Bjarnason, Fréttablaðinu n Egill Ólafsson, Morgunblaðinu n Helgi Hrafn Guðmundsson, DV n Guðmundur Magnússon, Eyjunni n Sölvi Tryggvason, Skjá einum n Egill Helgason, RÚV n Lára Hanna Einarsdóttir, bloggari á Eyjunni n Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Miðjunni n Alda Sigmundsdottir, Iceland Weather Report n Ólafur Arnarson, bloggari á Pressunni Þau fara Á leið til Brussel Sölvi Tryggvason er einn þeirra sem skráðir eru í ferðina til Brussel. Kláruðu lesturinn Lestri starfsfólks Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lauk klukkan 12.30 á sunnudag eftir 146 klukkustunda samfelldan lestur. Lesturinn hófst um leið og skýrsl- an kom út og stóð samfellt, dag og nótt, þar til yfir lauk. Landsmenn hafa sýnt framtakinu mikinn áhuga því stöðugur straumur fólks hefur verið í leikhúsið á öllum tímum sól- arhringsins. Óhætt er að segja að lesturinn hafi kallað fram margvísleg viðbrögð hjá þeim sem á hlýddu. Hross í hættu Eigendur útigangshrossa um allt land þurfa að búa sig undir að verja hross sín fyrir öskufalli. Of seint er að bregðast við eftir að umtals- vert öskufall er skollið á. Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu Suður- og Suðausturlandi þurfa að vera í við- bragðsstöðu.  Þar sem mikið öskufall verður er hrossum bráð hætta búin af því að anda að sér öskunni, drekka mengað vatn og éta hana í sig með meng- uðu fóðri. Því þarf að hýsa öll hross á þeim svæðum. Sé það ekki hægt þarf að flytja hross á öruggari svæði. Umbótanefnd skip- uð hjá Samfylkingu Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar sem fram fór um helgina var samþykkt skipan umbótarnefnd- ar sem hefur það verkefni að leiða skoðun og umræðu um störf, stefnu, innri starfshætti og ábyrgð Samfylk- ingarinnar í aðdraganda banka- hrunsins og gera að því loknu tillög- ur til umbóta. Þær skulu liggja fyrir ekki síðar en á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar haustið 2010. „Við erum ekki undanþegin öðr- um félögum í ferðaþjónustu. Ef þetta varir lengi er alveg ljóst að þetta mun hafa veruleg áhrif á rekstur okkar eins og annarra,“ segir Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Icelandair Group, um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli. Ice- landair Group sé þó heppnara en mörg önnur félög í Evrópu þar sem félagið geti enn flogið til Bandaríkjanna. Auk þess sé að opnast flug til Noregs. Hann seg- ir erfitt að nefna svipað áfall fyr- ir ferðaþjónustu í heiminum og það sem gosið hefur nú haft. Það séu helst áhrifin af árásinni á tví- buraturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001. Áhrif þess hafi þó ekki verið í líkingu við áhrif eldgossins. Samstæða Icelandair Group tapar, að sögn Björgólfs, um 100 milljónum króna á dag af völdum eldgossins. Talið er að flugfélög í heiminum séu að tapa um 25 milljörðum króna á dag. Neikvæð áhrif á sumarið Björgólfur segir að helsta áhyggju- efni sitt séu áhrif eldgossins fyr- ir ferðamannaiðnaðinn á Íslandi fyrir sumarvertíðina. Því hafði verið spáð að töluverð fjölgun yrði í komu erlendra ferðamanna hingað til lands í sumar. Eldgos- ið gæti haft töluverð áhrif á þær áætlanir. Að sögn Björgólfs hef- ur finnska flugfélagið Finnair gef- ið það út að þeir séu að tapa um þrem milljónum evra á dag, eða rúmlega 500 milljónum íslenskra króna, vegna eldgossins á Íslandi. Finnair sé þó vel í stakk búið til að takast á við slíkt áfall þar sem lausafjárstaða félagsins sé góð. Bretar verða verst úti Áhrif eldgossins virðast vera einna mest á Bretlandi. Björgólf- ur telur að gosið hafi haft mjög slæm áhrif á breska flugfélagið British Airways. „Ryanair er búið að fella niður flug fram á miðviku- dag og þá verður komin heil vika í afbókanir hjá þeim. Þeir hafa ekki gefið upp neinn kostnað en það er ljóst að hjá svona stórum félög- um hleypur kostnaðurinn á mjög stórum tölum,“ segir Björgólfur. Gæti orðið tragedía „Ég held að ef þetta eldgos stend- ur mjög lengi, í heilt ár jafnvel, þá getur þetta orðið gríðarleg trag- edía,“ segir Guðmundur Ólafs- son hagfræðingur, spurður um efnahagsleg áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli. Guðmundur seg- ir þó að á þessari stundu sé úti- lokað að meta áhrif eldgossins, þar sem enginn veit hversu lengi það muni standa. Hann segir hins vegar að ef eldgosið stendur stutt muni það frekar hafa jákvæð áhrif á efnahaginn þar sem það muni leiða til fjölgunar ferðamanna hér á landi. Gæti haft áhrif á fiskimiðin „Þú veist ekki hvort eldgosið er til góðs eða ills.  Ef þetta verður búið fljótlega hugsa ég að þetta myndi hjálpa okkur með því að draga að ferðamenn,“ segir Guðmund- ur. Hann er hins vegar svartsýnn á horfurnar ef eldgosið stend- ur mjög lengi. „Ef þetta stendur í marga mánuði þá verður þetta  „disaster“. Þá lendum við í mikl- um erfiðleikum með framleiðslu. Við getum lent í því að fá ösku yfir allt landið og að þurfa að kaupa landbúnaðarafurðir til landsins. Við vitum ekki hvernig þetta fer með fiskimiðin heldur.“ Aðspurður hvenær verulegra efnahagslegra áhrifa fari að gæta hér á landi, segir Guðmundur að ef flugsamgöngur liggi niðri mjög lengi verði staðan mjög erfið hér á landi. „En 10 dagar til eða frá skipta ekki máli,“ segir hann. Ef þetta stend-ur í marga mánuði þá verður þetta „disaster“. Þá lendum við í miklum erfiðleikum með fram- leiðslu. TAPA HUNDRAÐ MILLJÓNUM Á DAG ANNAS SIGMUNDSSON og VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamenn skrifa: as@dv.is og valgeir@dv.is Neikvætt á sumarvertíðina Björg- ólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur áhyggjur af áhrifum eldgossins á ferðamannastrauminn til Íslands í sumar. Gæti orðið disaster „Ef þetta stendur í marga mánuði verður þetta  „disaster“,“ segir hagfræðingurinn Guðmundur Ólafsson. Icelandair tapar hundrað milljónum á dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir að ef eldgosið varir lengi geti það haft mjög slæm áhrif á efnahag landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.