Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 15
Boða þarf til aðalfundar húsfélaga með minnst átta sólarhringa fyrirvara. Mikilvægt er að skrifa fundargerðir af slíkum fund- um. Þeir sem ekki komast á aðalfundi húsfélaga geta framvísað skriflegu umboði svo aðrir geti mætt á fund fyrir þeirra hönd. GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR, lögfræðingur Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum. NEYTENDUR 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR 15 TÍU RÁÐ ORKUSETURSINS TIL AÐ SPARA ORKU • Lækka innihita (um 20°C er hæfilegt). • Slökkva alveg á raftækjum, ekki skilja þau eftir í biðstöðu. • Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun. • Ganga eða hjóla styttri vegalengdir. • Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél. • Hafa lok á pottum og pönnum og þekja alla helluna. • Setja gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi. • Vistakstur með mjúkum akstri og réttum loftþrýstingi í dekkjum. • Ekki byrgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum. • Fara í sturtu frekar en bað. AÐALFUNDIR spurt og svarað Með hvað miklum fyrirvara er skylt að boða til aðalfundar og hvaða afleiðingar hefur það ef boðað er til fundar með of stutt- um fyrirvara? Haldinn var að- alfundur fyrir stuttu sem boðað var til með 5 sólarhringa fyrir- vara og allir mættu. Boða þarf til aðalfundar með minnst 8 en mest 20 sólarhringa fyrirvara. Verði misbrestur á get- ur það haft þær afleiðingar að ákvarðanir sem teknar eru á fund- inum verða ekki bindandi gagn- vart þeim sem ekki mæta. Sé ástæða til að bæta úr slíkum ann- marka má boða til annars fundar þar sem fyrri ákvarðanir eru stað- festar. Þeir sem mæta á fund og taka þátt í atkvæðagreiðslu geta hins vegar ekki borið fyrir sig síð- ar að fundurinn hafi verið ólög- mætur á þeim grunni einum að boðað hafi verið til fundar með of skömmum fyrirvara. Í húsinu mínu á að halda hús- fund þar sem ræða á fullt af mál- um sem varða lóðina. Ekkert kemur fram um að kjósa eigi nýja stjórn eða leggja fram reikninga. Ekki hefur verið haldinn aðal- fundur í þrjú ár og sama fólkið er enn í stjórn. Er þetta í lagi? Samkvæmt lögum um fjöleignar- hús er húsfélögum skylt að halda aðalfund árlega og eigi síðar en í apríllok. Mikilvægustu verkefni aðalfundar eru kosning stjórnar og framlagning ársreikninga. Ekk- ert er því til fyrirstöðu að sama fólk sinni stjórnarstörfum áfram en það þarf að fara fram árleg kosn- ing engu að síður. Þá skal stjórn, einkum gjaldkeri, sjá um að bók- hald húsfélagsins sé fært og haldið á fullnægjandi hátt en leggja þarf fram efnahags- og rekstrarreikn- ing á aðalfundi árlega til sam- þykktar. Hvað get ég gert ef ég er stödd á húsfundi og verið er að taka ákvörðun um eitthvað sem ég tel ólöglegt eða t.d. að ég tel að fullnægjandi samþykki hafi ekki náðst eftir atkvæðagreiðslu og ekkert er á mig hlustað? Ef kurteisar ábendingar og rök- ræður duga ekki til geta einstaka fundarmenn óskað eftir því að fá stutta bókun færða inn í fund- argerð. Það að röksemdin eða ábending sé bókfærð getur ver- ið gagnlegt þegar fram í sækir þar sem hún er skráð. Slík bókun hef- ur almennt ekki úrslitaáhrif á það hvort viðkomandi geti náð fram rétti síðar en getur skipt máli í ein- hverjum tilvikum. Komi til þess að framkvæma eigi umdeilda ákvörð- un er hægt að leggja málið fyrir kærunefnd fjöleignarhúsamála. Ég mætti ekki á aðalfund og núna er ágreiningur í húsinu milli hluta íbúa um hvað var ákveðið og ég beðinn um að taka afstöðu. Hvernig er hægt að sýna fram á hvað er rétt og rangt í þessu? Hér sannast mikilvægi fund- argerða því án þeirra er erfitt að greiða úr ágreiningi um efni ákvarðana. Í fundargerð er mik- ilvægast að fram komi hvaða ákvarðanir voru teknar og niður- staða atkvæðagreiðslu. Þær þurfa því ekki að vera langar. Þumal- puttareglan er sú að þær eru kafla- skiptar til samræmis við dagskrá auglýsts aðalfundar eða húsfund- ar. Fundarboðið sjálft er þannig vísbending til ritara um uppbygg- ingu fundargerðarinnar. Í þessu tilfelli þarf því að kanna hvort fundargerð hafi verið rituð. Þar ætti að koma fram efni ákvarðana a.m.k. í grófum dráttum. Fyrsta skref er því að kalla eftir afriti fundargerðar. Ég er á leiðinni úr landi og næ því ekki að mæta á aðalfund. Það þarf að skipta um stjórn og ég hefði viljað mæta. Get ég sent hvern sem er fyrir mig t.d. leigj- endur sem eru að taka við íbúð- inni núna? Hver sá sem framvísar skriflegu umboði getur mætt á fund og greitt atkvæði fyrir þína hönd. Maki eða sambúðaraðili getur þó mætt á fund án sérstaks umboðs. Umboðið verður að vera skrif- legt og dagsett. Fundurinn getur ákveðið að heimila leigjendum í húsinu eða öðrum sem geta átt hagsmuna að gæta að sitja fund- inn og hafa þar málfrelsi en hvorki tillögu- né atkvæðisrétt. Þar sem hagsmunir þínir lúta að kosningu stjórnar er mikilvægt að hver sá sem mun mæta fyrir þína hönd, annar en maki, hafi skriflegt um- boð. vexti. Alls kostar því meira en 1,1 millj- ón króna á ári að eiga nýjan bíl. 52 þúsund á mánuði Útborguð miðlungslaun á Íslandi eru um 2,7 milljónir króna á ári. Miðl- ungslaun eru ekki meðallaun (sem eru hærri). Í miðlungslaunum felst að jafnmargir hafi hærri og lægri laun. Heildartekjur þessa einstaklings eru 373 þúsund krónur á mánuði en út- borguð laun eru þá áætluð um 224 þúsund krónur á mánuði. Sá sem hef- ur slík laun notar 23 prósent launa sinna í rekstur nýlegs bíls. Ef viðkom- andi einstaklingur selur bílinn sinn hækka ráðstöfunartekjurnar um 30 prósent, eða um 52 þúsund krónur á mánuði. Inni í tölunni er ekki tekið mið af afborgunum láns sem kann að hvíla á bifreiðinni. Þess ber að geta að þó lítill mark- aður sé fyrir nýja bíla er markaður fyrir nýlega bíla nokkuð virkur. Sumir búa hins vegar við það ástand að bíl- ar þeirra eru yfirveðsettir vegna stökk- breyttra myntkörfulána. Þeir eiga auð- vitað erfitt um vik en Hæstiréttur mun á vordögum úrskurða um það hvort erlend lán séu lögleg eða ekki. Ef rétt- urinn staðfestir úrskurð héraðsdóms kann staða þeirra sem hafa myntkörfu- lán að breytast til hins betra. Strætó eða hjól Strætókort kostar á ársgrundvelli 42.000 krónur ef 9 mánaða kort er keypt. Það er með öðrum orðum ódýr- ara fyrir einstakling að taka strætó í eitt ár en eiga bíl í einn mánuð. Þó skal haft í huga að ekki hafa allir lands- menn kost á að nota almenningssam- göngur á borð við strætó. Hinn valmöguleikinn sem fólk hef- ur er að hjóla eða ganga, sem felur þó í sér umtalsverða lífsstílsbreytingu. Áætla má að reiðhjól kosti á við rekst- ur bíls í einn mánuð. Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson skrifaði nýlega pistil á heimasíðu sína um þennan valkost. „Ég veit um nokkur heimili í borg- inni sem hafa brugðist við þessu með afar einföldum hætti: Selt bílinn sinn eða tekið hann af númerum og byrjað að ferðast ókeypis. Vitanlega er þetta talsverð breyting á lífsstíl, en sú breyt- ing er að mestu til góðs. Fólk hjólar eða gengur til vinnu, kemur sér við það í betra form og getur sparað sér kostnað við ýmiskonar líkamsrækt. Ný útgjöld koma auðvitað til sögunnar, svo sem strætóferðir við ákveðin tæki- færi eða leigubílar. En sá kostnaður er dropi í hafið á móti bílnum,“ skrifaði Gísli. Hér til hliðar má sjá svokallað kort- erskort, en þar sést hversu langt má komast á reiðhjóli á einu korteri. Mið- að er við að hjólað sé rólega en þeir sem eru í góði formi geta vafalítið hjól- að helmingi lengra. Ráðlagður dagskammtur hreyfingar er 30 mínútur samkvæmt erlendum rannsókn- um. Með því að hjóla tvisvar á dag í korter má uppfylla daglega hreyfiþörf. Umhverf- issvið Reykjavíkurborgar lét útbúa þetta kort sem sýnir þá vegalengd sem meðal- hjólreiðamaður ferðast á aðalstígum borg- arinnar á 15 mínútum út frá þungamiðju. Þú kemst þetta langt á korteri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.