Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 13
 Á þriðja hundrað manns, sem sat fokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ síðastliðinn laug- ardag, lýsti fullum stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Sjálfur telur hann að tengsl sín við ýmsa fjármálagjörn- inga, sem nefndir eru í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, hafi verið að fullu skýrð og telur enga ástæðu til þess að segja af sér formennsku eða víkja af þingi. Á flokksráðsfundinum sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir af sér varaformannsembætti í Sjálf- stæðisflokknum og tilkynnti jafn- framt að hún myndi víkja tíma- bundið af þingi meðal annars með tilliti til þingmannanefndarinnar sem fjallar um ábyrgð þingmanna og ráðherra í ljósi skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. „Það er sárt að kveðja varaformannsembættið, en ég get ekki horft framhjá minni ábyrgð, minni samvisku og mínum trúverðugleika. Ég vil ekki að per- sóna mín í embætti varaformanns skyggi á það endurreisnarstarf sem vinna þarf innan flokksins,“ sagði Þorgerður Katrín. Flokkurinn frestaði uppgjöri Fyrir helgina ákvað einnig Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að víkja tíma- bundið af þingi þar eð rannsóknar- nefnd Alþingis hafði vísað málum peningamarkaðssjóðanna til frek- ari rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Bjarni hefur ákveðið að kalla saman miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins til þess að ákveða hvernig nýr varaformaður flokksins verði val- inn. Hann hefur einnig lýst vilja til þess að flýta landsfundi flokksins. Þótt Þorgerður Katrín og Illugi hafi nú vikið af þingi og Þorgerður Katrín sagt af sér sem varaformaður flokksins þykir meirihluta almennra sjálfstæðismanna sem ekki sé enn nóg að gert eins og tveir heimildar- menn DV innan flokksins orða það. Á það er meðal annars bent að flokkurinn hafi haft fögur fyrir- heit um uppgjör og endurreisn á landsfundi sínum 26. mars í fyrra, en á þeim fundi tók Bjarni við for- mennsku af Geir H. Haarde. Lítið hefur þótt bóla á slíku upp- gjöri fyrr en fyrst nú eftir birtingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Fyrir landsfundinn í fyrra lét for- ysta flokksins taka saman skýrslu um uppgjör og endurreisn atvinnu- lífsins undir forystu Vilhjálms Eg- ilssonar, fyrrverandi þingmanns flokksins og núverandi fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins. Davíð Oddsson fékk orð- ið á landsfundinum í fyrra og lýsti því meðal annars að hann sæi eftir þeim trjám sem farið hefðu í að gefa út skýrsluna á prenti. „Þótt engin lög hafi verið brotin“ Í skýrslunni stendur meðal annars: „Það skýtur skökku við að á ríflega 100 dögum eftir eitt mesta efna- hagshrun vestræns ríkis á friðartím- um var enginn kallaður til ábyrgð- ar af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þau skilaboð til þjóðarinnar, að enginn beri pólitíska ábyrgð eru röng. Hér dugir séríslensk skilgreining á pól- itískri ábyrgð ekki. Pólitísk ábyrgð snýst ekki um að kjörinn fulltrúi eigi að sitja sem fastast þrátt fyrir mistök hans sjálfs eða undirmanna, held- ur hið gagnstæða. Að standa upp og fara þegar áföll verða þótt engin lög hafi verið brotin af viðkomandi er siður sem þarf að komast inn í ís- lenska stjórnmálahefð. Menn þurfa að láta framtíðarhagsmuni njóta vafans og ekki láta sína persónu vera fyrir.“ Um 560 dögum eftir banka- hrunið hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki átt frumkvæði að því að kalla forystumenn innan flokksins til ábyrgðar. Illugi Gunnarsson og Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir tóku af skarið sem einstaklingar og hafa lýst ástæðum sínum með opinberum yfirlýsingum. Eftir því sem DV kemst næst var á flokksráðsfundinum á laugardag spurt um ábyrgð fleiri manna sem voru við stjórnvölinn þegar bank- arnir hrundu. Það á við um Tryggva Þór Herbertsson, núverandi þing- mann flokksins í Norðausturkjör- dæmi. Hann var áður forstjóri Ask- ar Capital sem lánaði félagi í hans eigu, Varnagla ehf., 150 milljón- ir króna árið 2007. Tryggvi Þór var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra þegar bankakerf- ið féll. Einar K. Guðfinnsson mun einn- ig hafa verið nefndur á fundinum á laugardag, en hann var sjávarút- vegsráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde þegar bankarnir hrundu. Þá hefur DV heimildir fyrir vax- andi óánægju með framgöngu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, og jafnvel Jónmundar Garðarssonar, framkvæmdastjóra flokksins, en hann átti hlut að eign- arhaldsfélaginu Berginu ehf. sem tók 2 milljarða króna lán til kaupa á hlutum í Icebank. Kristján Þór eða Hanna Birna? Eins og DV hefur ítrekað greint frá koma Bjarni og ættmenni hans víða við í viðskiptasögu Wernerssona, Milestone og annarra félaga sem að sínu leyti tengdust afdrifum bóta- sjóðs Sjóvár og viðskiptum með hlutabréf í Glitni. Bjarni hefur ekki viljað tengja viðskiptasögu sína stjórnmálaaf- skiptum sínum og staðfastlega vísað á bug áburði um að hafa tekið þátt í óeðlilegum viðskiptum. Bjarni var kjörinn með 58 pró- sentum atkvæða á landsfundi flokksins í lok mars í fyrra. Kristján Þór Júlíusson, sem einnig bauð sig fram til formennsku, veitti honum harða samkeppni og hlaut að lok- um um 40 prósent atkvæða. Innan Sjálfstæðisflokksins mun þolinmæði óbreyttra sjálfstæðis- manna hafa minnkað mjög mik- ið að undanförnu gagnvart for- ystumönnum, sem með einum eða öðrum hætti komu við sögu bankahrunsins og bera hugsan- lega ábyrgð á því að einhverju leyti. Ein augljós ástæða fyrir því er sú að sveitarstjórnakosningar eru eftir um sex vikur. Í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þykir vaxandi hópi sjálfstæðismanna það ekki boðlegt að flokkurinn leggi í sveitarstjórnakosningarnar án þess að hafa gert minnstu tilraun til yf- irbótar. Þá er einnig horft til ofurfram- laga til flokksins á uppgangstím- um bankanna. Vísa má til samtals 55 milljóna króna frá FL-Group og Landsbankanum í árslok 2006, en sem kunnugt er kvaðst Geir H. Haarde bera ábyrgð á móttöku þeirra framlaga. Innan flokksins spyrja menn vit- anlega um framtíðarforystu flokks- ins. Nafn Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra er oft nefnt. Hemildarmenn DV innan flokksins segja afdráttarlaust að nafn Krist- jáns Þórs Júlíussonar sé æ oftar nefnt í seinni tíð. Þrátt fyrir yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar og stuðningsyfirlýs- ingu flokksráðsfundarins síðastlið- inn laugardag er augljóst að á bratt- ann er að sækja fyrir hann. FRÉTTIR 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR 13 BJARNI BERST FYRIR FORMANNSSTÓLNUM JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Pólitísk ábyrgð snýst ekki um að kjörinn fulltrúi eigi að sitja sem fastast þrátt fyrir mistök hans sjálfs eða undirmanna.“ Almennir sjálfstæðismenn sýna forystumönnum sínum, sem tengd- ust bankahruninu með einhverjum hætti, æ minni skilning og um- burðarlyndi og krefjast breytinga í forystu flokksins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Illugi Gunnars- son hafa axlað ábyrgð og gefið skýr- ingar með yfirlýsingum. Það þrengir að Bjarna Benediktssyni, Tryggva Þór Herbertssyni og jafnvel fleirum í forystu flokksins sem ekki þykja hafa hreinan skjöld vegna banka- hrunsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.