Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 19
Hinn 21 árs gamli markvörður ARON RAFN EÐVARÐSSON sló í gegn í sínum fyrsta landsleik gegn Frakklandi um helgina. Hann var með 36 prósenta markvörslu þær mínútur sem hann spilaði og varði meðal annars eitt víti. SÁ EKKI BOLTANN Í FYRSTA MARKINU Hrunið með þúsunda milljarða tjón fyrir innlenda og erlenda aðila er staðreynd. Skýrsla rannsóknarnefndar Al- þingis frá 12. apríl 2010 upplýsir um mörg og alvarleg lögbrot almennra borgara og opinberra aðila. Hver verða næstu skref? Aðgerðir ríkis- saksóknara og ríkislögreglustjóra, sem voru tíu ár með málverkaföls- unarmál og fimm ár með Baugsmál, án verulegs árangurs? Refsirann- sóknarumfang hrunsins er risavax- ið, margra áratuga verk sé miðað við verklag Íslendinga til þessa. Ekki er líklegt að sérstakur saksóknari, sem sjálfur er með takmarkaða mennt- un og reynslu á sviði efnahagsbrota og starfar jafnframt í umhverfi sem skortir slíkar forsendur, leysi málin. Og er forsvaranlegt að leggja slíkar byrðar á einn eða fáa menn meðan opinberir aðilar, sem hafa lögbundn- ar skyldur til að vinna verkin, kunni ekki og geti ekki? Bótaréttur sem tengist hruninu fyrnist meðan rann- sóknir í lokuðum stofnunum banka- leyndar silast áfram og er mátulegt að þeir sem lentu í meintu brotaferli bíði árum saman eftir niðurstöðu? Höf- um við svo fangelsi til að hýsa marga brotamenn og peninga og vilja til að reka þau? Niðurstaða rannsóknarnefndar- innar staðfestir slaka opinbera stjórn- sýslu hér. Íslendingar byggju ekki við slaka opinbera stjórnsýslu, hefði um- boðsmaður Alþingis náð góðum ár- angri í störfum sínum á liðnum árum og hefði réttarkerfi okkar verið vand- að og fljótvirkt. Svo einfalt er það. Hvað skal gera? Endurgerð stjórnarskrár er oft nefnd og undir það skal tekið sem lang- tímaaðgerð. Viðkvæmasti og vanda- samasti og jafnframt mikilsverðasti þáttur stjórnskipunarinnar er rétt- arkerfið. Réttarkerfi okkar þarfn- ast líka endurgerðar. Stjórnmála- og vinatengsl hafa lengi slig að það og menntun til að fara faglega með efna- hagsbrot virðist skipulega hafa verið sniðgengin. Því er brýnt að mennta fólk til að fjalla um efnahagsbrot, allt frá rannsóknarmönnum til saksókn- ara, dómara og fjölmiðlamanna. Óhjákvæmileg og fljótvirk lausn hrunmála er aflétting bankaleyndar á að minnsta kosti öllum færslum sem eru hærri en tíföld árslaun öryrkja, innan við tuttugu milljónir króna. Enda eru engin rök, hvorki efnisleg eða lagaleg, sem réttlæta bankaleynd á hærri færslum sem friðhelgum einkamálum. Aflétting bankaleyndar af stærstu færslum mundi auðvelda upplýsingu mála, málsóknir einka- aðila og endurheimt illa fengins fjár. Það minnkar líka þörfina á refsimál- um því þungamiðja þeirra er upplýs- ing. Hrun – skýrsla – hvað næst? UMRÆÐA 19. apríl 2010 MÁNUDAGUR 19 1 EGILL HELGASON: SAMBAND GEIRS OG DAVÍÐS SJÚKT Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýnir fram á sjúkt samband þeirra að mati Egils. 2 RUSH LIMBAUGH: ELDGOSIÐ MERKI FRÁ GUÐI Bandarískur fjöl- miðlamaður segir eldgosið tengjast Guði og Barack Obama 3 ÁSDÍS JENNA KYNNTIST KEVIN BUGGLE Á NETINU Ástfangið par ræddi einkalíf sitt í helgarblaði DV. 4 SJÓMAÐUR LÉST ÞEGAR HANN FÉLL ÚTBYRÐIS Þyrla Landhelgis- gæslunnar sótti sjómann sem lést. 5 BJARNI HARÐARSON: PLAT-AF-SAGNIR ÞINGMANNA Bjarni Harðarson gagnrýnir afsagnir þingmanna. 6 SÁU EKKI TIL JÖKULSINS VEGNA MIKILLAR ELDVIRKNI Menn frá Veðurstofu Íslands voru í Fljótshlíð, þeir sáu þó ekki vel til jökulsins vegna eldinga. 7 FYLFULLUM MERUM BJARGAÐ UNDAN ÖSKUNNI Rakel Ósk Sig- urðardóttir tók myndir af fylfullum merum sem verið var að bjarga undan drungalegu öskufallsskýi eldgossins. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Aron Rafn Eðvarðsson.“ Hvar ertu alinn upp? „Holtinu í Hafnarfirði.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Spila handbolta og vera með vinum og fjölskyldu.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Danmörku eða Þýskalandi. Þýskaland heillar náttúrlega út af handboltanum þar.“ Hver er þín fyrirmynd í handbolt- anum? „Sennilega Tomas Svenson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Svía.“ Hvenær byrjaðirðu að æfa hand- bolta? „Þegar ég var fjögurra ára. Ég er búinn að vera í þessu helvíti lengi.“ Hefurðu spilað aðrar stöður? „Einhverntíma í sjötta flokki spilaði ég sem leikstjórnandi en hef verið í markinu síðan þá. Ég var líka markvörður í fótbolta á sínum tíma.“ Bjóstu við að verða valinn í landsliðið? „Nei, þetta kom á óvart, get ekki sagt annað.“ Hvernig var tilfinningin að koma inn gegn besta liði sögunnar fyrir framan fullri Laugardalshöll? „Það var mögnuð tilfinning. Ég hélt ég yrði stressaðri en ég held ég hafi bara verið nokkuð kúl á því. Það var líka gott að verja þarna strax og fá snertingu á boltann.“ Sástu boltann í markinu hjá Karabatic? „Nei. Þetta var held ég á svona 190 kílómetra hraða. Ég efast um að þetta skot hafi sést í hægri endursýn- ingu.“ Ertu ekki hæstánægður með frammistöðu þína? „Jú, virkilega ánægður. Ég hefði svo sem viljað taka tvö til þrjú skot í viðbótar, þessi sem ég varði inn, en annars er ég mjög sáttur.“ Er fast landsliðssæti markmiðið? „Að sjálfsögðu. Er það ekki takmarkið hjá öllum sem æfa handbolta?“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Nei, ég kaupi mér þannig ef ég þarf þess en ég efast um að þess þurfi.“ ANNA MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR 22 ÁRA HÁSKÓLANEMI „Nei. Ég geri það líklega ekki nema ég fari til Eyja.“ PERLA KRISTINSDÓTTIR 29 ÁRA HÁSKÓLANEMI „Nei, og hyggst ekki gera það.“ VIGGÓ JÓHANNSSON 55 ÁRA BÍLSTJÓRI „Nei, langt frá því og ætla ekki að gera það.“ RAGNAR GUÐMUNDSSON 80 ÁRA ELLILÍFEYRISÞEGI „Nei. Ég geri það ekki nema hér verði allt svart af ösku. En ég óttast ekkert.“ ATLI BERGMANN 50 ÁRA SÖLUSTJÓRI ERTU BÚIN/N AÐ KAUPA ÞÉR GRÍMU ÚT AF ELDGOSINU Í EYJAFJALLAJÖKLI? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR TÓMAS GUNNARSSON lögfræðingur skrifar „Réttarkerfi okkar þarfnast líka end­ urgerðar.“ Öskuský Lögreglumenn voru á ferð í öskufallinu á Suðurlandi um helgina. Það sást varla á milli bíla í myrkrinu eins og sést á þessari mynd. Öskufallið olli miklum röskunum um helgina. MYND/AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.