Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 WENGER PIRRAÐUR „Við gerðum mistök og þeir refsuðu okkur,“ sagði hundsvekktur Arsene Wenger eftir ótrúlegt tap, 3-2, sinna manna gegn Wigan. Arsenal leiddi, 2-0, þegar tíu mínútur voru eftir en tókst að tapa niður leiknum. Charles N‘Zogbia skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. „Svona er þetta. Það er erfitt að kyngja þessu en fót- bolti er níutíu mínútna leikur. Ég vissi að þetta yrði erfitt því Wigan er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni,“ sagði Wenger og aðspurður hversu pirrandi það væri að falla svona aftur úr í baráttunni um titilinn bætti hann við: „Ég þarf ekkert að lýsa því hversu pirraður ég er. Við verðum núna að halda áfram að berjast, ég viðurkenni aldrei að þetta sé búið spil hjá okkur en þessum leik máttum við ekki tapa,“ sagði Arsene Wenger. UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is ENSKI BOLTINN Dramatíkinni ætlar aldrei að linna í ensku úrvalsdeildinni, sem betur fer. Enn einn viðsnúningurinn varð í titilbaráttunni um helgina þegar Manchester United hafði sigur á lokastundu gegn nágrönnum sín- um í City og Chelsea tapaði á úti- velli gegn Tottenham. Því munar aðeins einu stigi á liðunum þegar þrír leikir eru eftir í deildinni. Ars- enal kvaddi titilbaráttuna á sunnu- daginn þegar strákunum hans Wengers tókst að henda frá sér ör- uggum sigri á Wigan. Lokatölur þar 3-2 eftir að Arsenal leiddi 2-0 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Scholes hetjan Það virtist ekkert í spilunum að mark yrði skorað á Borgarvellin- um í Manchester þar sem erki- fjendurnir, Manchester United og Manchester City, áttust við á laugardaginn. En það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að Englands- meistarar Manchester United kunna ekki að játa sig sigraða. Þeg- ar fimmtán sekúndur lifðu leiks skallaði minnsti maður vallarins, Paul Scholes, boltann í netið og allt trylltist hjá rauðum á meðan stuðningsmenn blárra sátu eftir með sárt ennið. „Þetta var óheyrilega mikil- vægur leikur fyrir okkur og ég veit hversu miklu máli þetta skipt- ir stuðningsmennina. Ég lofa öll- um því að þetta skiptir okkur jafn- miklu máli,“ sagði Paul Scholes við MUTV-sjónvarpstöðina eftir leik- inn. „Við höldum alltaf áfram. Sum lið spila upp á jafntefli - hvort City hafi verið að gera það veit ég ekki - en aldrei kemur það fyrir að við spilum upp á jafntefli. Við viljum vinna alla leiki og þess vegna höld- um við alltaf áfram,“ bætti hann við. Líflínu kastað til meistaranna Verkefnið einfalt hjá Chelsea Tottenham var liðið sem gat blásið aftur lífi í titilbaráttuna. Það gerðu strákarnir hans Harrys Redknapp líka svo sannarlega. Glæsilegur 2-1 sigur Tottenham gerði það að verkum að forysta Chelsea í deild- inni var minnkuð í eitt stig. Jerm- aine Defoe skoraði fyrra markið úr víti sem dæmt var á John Terry og Gareth Bale það síðara. Frank Lampard minnkaði muninn fyr- ir Chelsea í uppbótartíma. Terry fékk rautt spjald í leiknum og verð- ur ekki með liðinu gegn Stoke um næstu helgi. Carlo Ancelotti, knattspyrnu- stjóri Chelsea, sýndi engin svip- brigði frekar en venjulega þrátt fyrir tapið. Hann var pollrólegur þegar hann mæti til viðtals á Sky eftir leikinn. „Við vitum núna alveg hvað við þurfum að gera í næstu þremur leikjum,“ sagði Ítalinn en titillinn er enn í höndum Chelsea og dugar liðinu að vinna síðustu þrjá leikina til að endurheimta bik- arinn. „Við megum ekki fara á taugum núna,“ sagði Ancelotti yfirvegaður. „Við erum efstir í deildinni þegar þrír leikir eru eftir. Öll liðin væru til í að vera í okkar stöðu. Við getum orðið bestir aftur, eins stigs forysta á þessum tíma er mjög góð staða. Ég er alltaf sjálfsöruggur, ég er að- eins minna sjálfsöruggur eftir leik- inn gegn Tottenham en ég var fyr- ir hann en staðreyndin er sú að við erum í bestu stöðunni.“ Titilbaráttan er enn opin í ensku úrvalsdeild- inni eftir sigur Manchester United í nágrannaslagnum gegn City og tap Chelsea gegn Tottenham. Aðeins munar einu stigi þegar þrír leikir eru eftir. Tveggja hesta kapphlaup í lokaumferðunum eftir tap Arsenal. TOPPBARÁTTAN LÍFLÍNU KASTAÐ TIL MEISTARANNA ENSKA ÚRVALSDEILDIN MAN. CITY - MAN. UNITED 0-1 0-1 Paul Scholes (93.). BIRMINGHAM - HULL 0-0 BLACKBURN - EVERTON 2-3 0-1 Mikel Arteta (4. víti), 1-1 Steven Nzonzi (69.), 1-2 Ayegbeni Yakubu (79.) 2-2 Jason Roberts (81.), 2-3 Tim Cahill (90.). FULHAM - WOLVES 0-0 STOKE CITY - BOLTON 1-2 1-0 Dave Kitson (13.), 1-1 Matthew Taylor (85.), 1-2 Matthew Taylor (88.). SUNDERLAND - BURNLEY 2-1 1-0 Frazier Campbell (25.), 2-0 Darren Bent (40.), 2-1 Steve Thompson (82.). TOTTENHAM - CHELSEA 2-1 1-0 Jermain Defoe (15. víti), 2-0 Gareth Bale (44.), 3-0 Frank Lampard (92.). n John Terry, Chelsea (67.). WIGAN - ARSENAL 3-2 0-1 Theo Walcott (41.), 0-2 Mikel Silvestre (48.), 1-2 Ben Watson (80.), 2-2 Titus Bramble (89.), 3-2 Charles N’Zogbia (90.). PORTSMOUTH - ASTON VILLA 1-2 1-0 Michael Brown (9.), 1-1 John Carew (16.), 1-2 Nathan Delfouneso (82.). STAÐAN Lið L U J T M St 1. Chelsea 35 24 5 6 86:32 77 2. Man. Utd 35 24 4 7 78:27 76 3. Arsenal 35 22 5 8 78:39 71 4. Tottenham 34 19 7 8 62:34 64 5. Man. City 34 17 11 6 69:42 62 6. Aston Villa 34 15 13 6 48:35 58 7. Liverpool 34 16 8 10 54:33 56 8. Everton 35 14 12 9 57:48 54 9. Birmingham 35 12 11 12 35:43 47 10. Fulham 34 11 10 13 35:37 43 11. Stoke City 34 10 13 11 33:37 43 12. Blackburn 35 11 10 14 37:53 43 13. Sunderland 35 10 11 14 46:53 41 14. Bolton 35 9 8 18 38:63 35 15. Wigan 35 9 8 18 33:66 35 16. Wolves 35 8 10 17 28:51 34 17. West Ham 34 7 10 17 41:57 31 18. Hull 34 6 10 18 32:70 28 19. Burnley 35 7 6 22 37:74 27 20. Portsmouth 35 6 6 23 29:62 15 CHAMPIONSHIP BLACKPOOL - NOTT. FOREST 3-1 COVENTRY - PRESTON 1-1 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og lék al- lan leikinn. DERBY - C. PALACE 1-1 IPSWICH - DONCASTER 1-1 LEICESTER - WATFORD 4-1 Heiðar Helguson byrjaði á bekknum hjá Watford en kom inn á sem varamaður á 50. mínútu. QPR - CARDIFF 0-1 READING - PETERBOROUGH 6-0 Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Reading. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu. SCUNTHORPE - BRISTOL 3-0 SWANSEA - BARNSLEY 3-1 WBA - MIDDLESBROUGH 2-0 SHEFF. WED. - SHEFF. UTD. 1-1 STAÐAN Lið L U J T M St 1. Newcastle 43 28 11 4 85:33 95 2. WBA 44 26 11 7 87:46 89 3. Nott. Forest 44 21 12 11 60:38 75 4. Cardiff 44 21 10 13 70:50 73 5. Leicester 44 19 13 12 58:45 70 6. Swansea 44 17 17 10 40:35 68 7. Blackpool 44 18 12 14 72:57 66 8. Middlesbro 44 16 13 15 57:47 61 9. Reading 43 16 11 16 62:57 59 10. Sheff. Utd 44 15 14 15 57:54 59 11. Bristol City 44 14 17 13 53:63 59 12. Doncaster 44 14 14 16 55:55 56 13. Ipswich 44 12 19 13 48:56 55 14. Preston 44 13 15 16 57:68 54 15. Derby 44 14 11 19 50:61 53 16. Coventry 44 13 14 17 46:59 53 17. Barnsley 44 14 11 19 52:67 53 18. QPR 43 12 15 16 56:64 51 19. Scunthorpe 43 14 8 21 55:76 50 20. Watford 43 12 12 19 54:67 48 21. C. Palace 44 14 15 15 47:50 47 22. Sheff. Wed. 44 11 13 20 45:64 46 23. Plymouth 43 11 8 24 41:61 41 24. Peterborough 44 7 10 27 44:78 31 TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Í bann John Terry fékk rautt og verður í banni gegn Stoke. MYND AFP Hetjan Paul Scholes tryggði United mikilvægan sigur. Við megum ekki fara á taugum núna. Síðustu þrír leikir toppliðanna: Chelsea n Stoke, heima n Liverpool, úti n Wigan, heima Man. United n Tottenham, heima n Sunderland, úti n Stoke, heima Næstu leikir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.