Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.2010, Blaðsíða 30
Trommarinn Birgir Nielsen úr hljómsveitunum Landi og son- um og Vinum vors og blóma á von á barni með eiginkonu sinni Kolbrúnu Önnu Rúnarsdótt- ur. Fyrir eiga hjónakornin tvö börn en Birgir og Kolbrún héldu einmitt upp á tíu ára sambands- afmæli sitt á dögunum. Hjónin opnuðu fyrir tveimur árum úti- vistarverslun í Vestmannaeyj- um þar sem þau búa en Kolbrún er einmitt þaðan en hann er frá Selfossi. Eins og hreinræktuðum poppara sæmir. ÓMAR NÆR HEIMSATHYGLI Svítan á 101 hóteli við Hverfis- götu var gerð tilbúin fyrir komu Vladimírs Pútín, forsætisráðherra Rússlands, síðastliðinn fimmtu- dag samkvæmt heimildum DV. Af heimsókninni varð hins vegar ekki. Ekki var þetta fyrirhugaða ferðalag Pútíns hingað til lands hluti af skipulagðri dagskrá hans heldur stefndi í að hann þyrfti að millilenda hér vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, segja sömu heim- ildir. Pútín hafi verið að fljúga yfir Atlantshafið og var útlit fyrir að ferðaleið hans væri ekki greið sök- um öskuskýsins sem gosið olli. Breyting hafi þó orðið þar á og Pút- ín varð því ekki „Íslandsvinur“ að þessu sinni. 101 hótel virðist annars fyrsti kostur þegar rússnesk fyrirmenni hyggja á heimsókn til Íslands. DV sagði frá því í nóvember 2008 þeg- ar fimmtíu rússneskir milljarða- mæringar komu til að funda og skemmta sér saman hér á landi. Hópurinn gisti þá á 101 og lagði hótelið alfarið undir sig. Þá dugði ekkert annað einn daginn en að loka helmingi Hverfisgötu til að koma tröllvöxnum jeppum greið- lega upp götuna þegar auðjöfrarn- ir hugðu á jöklaferð. Ef Pútín bless- aður hefði komið má ímynda sér að hann hefði einnig viljað komast nær jökli nokkrum, vitaskuld Eyja- fjallajökli, sem nánast allur Vestur- heimur veit nú nokkur deili á. kristjanh@dv.is SVÍTAN GERÐ TILBÚIN FYRIR PÚTÍN LITLU MÁTTI MUNA AÐ EINN VALDAMESTI MAÐUR HEIMS GISTI Á 101 HÓTELI FYRIR HELGI: ÓMAR RAGNARSSON: Egill Gillzenegger Einarsson hefur hlotið nýtt viðurnefni eftir að Facebook-stjarnan Maggi mix var gestur í þætti þeirra Audda og Sveppa á föstudaginn var. Maggi kallaði vöðvatröllið mús og það virðist ætla draga dilk á eftir sér. „Hvað skreið upp í rass- gatið á Magga Mix!! Frétti af því að hann kalli mig MÚS í Audda og Sveppa á morgun. Er að spá í að afskrá mig sem FAN hjá hon- um á facebook!!,“ sagði Egill á fimmtudaginn var á Facebook- síðu sinni. En það er einmitt á samskiptavefnum fræga sem stofnuð hefur verið síða með yf- irskriftinni „Þykka músin Gillz“ og hafa rúmlega þúsund manns þegar gerst aðdáendur hennar. ÞYKKA MÚSIN 30 MÁNUDAGUR 19. apríl 2010 FÓLKIÐ Pútín Varð næstum „Íslandsvinur“ sökum eldgossins í Eyjafjallajökli. MYND AFP ÞRIÐJA BARNIÐ Á LEIÐINNI Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður var ráðinn sérstakur aðstoðarmaður Aljazeera-fréttastofunnar sem kom hing- að til lands um helgina til þess að fylgjast með gosinu í Eyjafjallajökli. Tekið var viðtal við Ómar en hann er einn öflugasti fréttahaukur Íslendinga þegar kemur að eldgosum. Stöðin nær inn á hundruð milljóna heimilia um allan heim. Ómar Ragnarsson Útskýrir eldgosið fyrir arabaheimi. Gosmökkur Ómar hefur verið með starfsmönnum Aljazeera á gossvæðinu um helgina. „Við erum alveg á fullu hérna ég get bara ekki talað núna,“ sagði Ómar Ragnarsson þegar blaðamaður DV náði tali af honum á sunnudag. „Yes, come inside here,“ heyrðist Ómar svo segja þegar hann leiðbeindi starfs- mönnum sjónvarpsstöðvarinnar Al- jazeera en Ómar var ráðinn sérstakur ráðgjafi stöðvarinnar á meðan hún fjallar um gosið í Eyjafjallajökli. „Við erum hérna á Hvolsvelli og erum bara að fara í loftið,“ bætti Ómar svo við að lokum. Blaðamaður DV náði einnig tali af Ómari á föstudag en þá var hann að undirbúa móttöku starfsmanna stöðvarinnar. „Það benti þeim ein- hver á mig og ég reyni að útskýra þetta fyrir þeim eftir bestu getu,“ sagði Ómar en hann hefur mikla reynslu af eldgosum og hefur ver- ið manna duglegastur við fréttöfl- un tengda þeim hérlendis í gegnum árin. Allt byrjaði þetta með útvarps- viðtali en þar notaði Ómar fleyg orð utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar. „Ég gaf þeim auðvitað það sem þeir voru að helst að leita eftir; You aint seen nothing yet. Þar að segja ef Katla gýs. Þá mun það auðvitað hafa áhrif á alla Evrópu og þeir hafa skiljanlega mikinn áhuga á að fræð- ast um það.“ Fréttastofan Aljazeera hefur farið ört vaxandi undanfarin ár en hún er send út bæði á ensku og á arabísku. Árið 2007 náði enskumælandi út- gáfa hennar þegar inn á rúmlega 100 milljónir heimila en síðan þá hefur dreifing hennar aukist mikið. Áhugi erlendra fjölmiðla á eld- gosinu er gríðarlegur enda hef- ur það þegar haft áhrif um allan heim vegna truflana á flugi. Stóra spurningin, eins og Ómar segir, er hvort Katla muni gjósa en þá mun ösku- mengunin hafa jafnvel enn víð- tækari áhrif. asgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.