Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Page 2
2 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur
FER REGLULEGA AÐ LEIÐUnUm
„Ég hef það gott líkamlega en auðvit-
að er þetta erfitt. Ég veit ekki hvort ég
muni einhvern tímann jafna mig á sál-
inni,“ segir Ása Þorsteinsdóttir, 17 ára,
sem lenti í alvarlegu bílslysi við Mána-
torg á Suðurnesjum þann 24. apríl
síðastliðinn þegar bíll valt eftir að hafa
verið ekið á ljósastaur. Tvær stúlkur
létu lífið í slysinu en ökumaðurinn,
ungur karlmaður sem grunaður er um
ölvun við akstur, slapp lítið meiddur
en hann var sá eini sem var í bílbelti.
Högg olli
persónuleikabreytingu
Öll vinstri rifbein Ásu brotnuðu,
bringubein brotnaði og hún hand-
leggs-, tvíhöfuðkúpubrotnaði, ennis-,
kjálka-, kinnbeins- og nefbrotnaði auk
þess sem milta hennar og nýru sködd-
uðust. Eftir slysið var henni haldið sof-
andi en hún dvaldi á gjörgæsludeild
Landspítalans í 16 daga og var svo
flutt yfir á almenna deild. Hún útskrif-
aðist af sjúkrahúsinu þann 24. maí og
hóf endurhæfingu á Endurhæfingar-
stöðinni á Grensás en þar dvaldi hún
til 16. júní. Í dag fer hún tvisvar í viku í
sjúkraþjálfun í Keflavík og gengur það
vonum framar.
Móðir hennar, Sigríður Þ. Þorleifs-
dóttir, segir batann ótrúlegan en að
Ása hafi orðið fyrir miklu höggi á enn-
isblað sem hafi valdið persónuleika-
breytingu. „Tíminn mun leiða í ljós
hvort sá skaði sé tímabundinn eða
ekki en miðað við hvað hún slasað-
ist mikið eru þetta ótrúlegar framfarir
og við vonum það besta,“ segir Sigríð-
ur sem mun aldrei gleyma símtalinu
sem hún fékk um morguninn. „Ég var
stödd fyrir norðan, á Þórshöfn, þegar
ég fékk símtalið klukkan hálf átta um
morguninn. Ég fékk lítið af upplýsing-
um í símann svona fyrst og sem betur
fer því ég var svo langt í burtu,“ segir
Sigríður sem gerði sér ekki grein fyr-
ir alvarleika málsins fyrr en á leið á
daginn. „Vegna eldgossins var ekkert
flug frá Akureyri svo ég endaði á því
að keyra suður og var ekki komin til
hennar fyrr en 11 um kvöldið. Þá hafði
pabbi hennar sagt mér meira. Þetta
var skelfilegur tími og mjög langur
dagur. Ég hafði ekki bara áhyggjur af
dóttur minni heldur hafði ég líka misst
tvær stelpur sem höfðu verið heima-
gangar á okkar heimili.“
Gat ekki kvatt þær
Stúlkurnar tvær sem létust í slysinu
hétu Lena Margrét Hinriksdóttir og
Unnur Lilja Stefánsdóttir og voru tvær
af bestu vinkonum Ásu. Ása missti af
jarðarför þeirra beggja þar sem hún
lá í öndunarvél á sjúkrahúsinu. „Ég
vaknaði sama dag og Lena var jörðuð
og það var hrikalega erfitt að heyra að
þær væru dánar. Ég gat ekki kvatt þær
í jarðarförinni en fer reglulega upp að
leiðum þeirra.“
Ása og fjölskylda hennar hafa hald-
ið sambandinu við ökumanninn og
fjölskyldu hans. Samkvæmt Ásu er
líðan hans eftir atvikum góð. „Hann
mun vonandi jafna sig á þessu með
tímanum og ég veit að vinir hans og
fjölskylda standa þétt við bakið á hon-
um. Auðvitað eru einhverjir reiðir en
það þýðir ekkert,“ segir hún og Sigríð-
ur bætir við: „Við tókum þá ákvörðun
að koma þeim tveimur á fætur sem
lifðu af. Þetta hefur ekki reynst þeim
auðvelt en bæði honum og Ásu hefur
gengið vonum framar. Það eru ótrú-
legustu hlutir sem hafa farið í gegnum
hugann og alls kyns tilfinningar sem
maður getur ekki lýst. Fyrst og fremst
er maður þakklátur fyrir hvað við vor-
um heppin en að sama skapi er erfitt
að vera sá sem situr eftir.“
Efitt fyrir systkinin
Sigríður og eiginmaður hennar, Þor-
steinn Ásmundur Waltersson, eiga
þrjú önnur börn. Strák á sautjánda ári
og tvær stúlkur, tíu og átta ára. Sigríður
segir slysið hafa haft mikil áhrif á alla
fjölskylduna. „Þetta hefur verið mjög
erfitt fyrir okkur öll og þessi reynsla er
af því tagi sem enginn ætti að þurfa að
fara í gegnum. Að barnið manns lendi
í alvarlegu slysi hlýtur að vera eitt það
skelfilegasta sem foreldri upplifir.
Bróðir hennar fór líka mjög illa út úr
þessu enda eru aðeins 13 mánuðir á
milli þeirra Ásu og þau hafa alltaf ver-
ið mjög tengd.“
Sigríður segist hafa fundið fyrir
miklum stuðningi frá Suðurnesjum og
íslensku samfélagi í heild sinni. „Við
fengum viðbrögð alls staðar frá og ég
held að það hafi orðið mikil vakning í
samfélaginu gagnvart svona alvarleg-
um slysum sem eru alltof mörg þótt
þeim hafi fækkað. Þessi stuðningur
sem fólkið hér í Garðinum og á Suð-
urnesjum veitti okkur var ótrúlegur.
Auðvitað voru allir harmi slegnir enda
Ása Þorsteinsdóttir sem lenti í alvarlegu
bílslysi á Suðurnesjum í apríl hefur náð
ótrúlegum framförum. Tvær af bestu
vinkonum Ásu létu lífið í slysinu en öku-
maðurinn, ungur karlmaður, slapp nánast
ómeiddur en hann var sá eini sem var í
bílbelti. Móðir Ásu segist aldrei munu
gleyma símtalinu sem hún fékk morgun-
inn afdrifaríka. Slysið hefur breytt lífi
fjölskyldunnar til frambúðar.
indíana Ása HrEinsdóttir
blaðamaður skrifar: indiana@dv.is
Ég hélt að það myndi ekkert
koma fyrir mig en nú
veit ég að það þýðir ekk-
ert að hugsa svoleiðis
og ég vil segja öllum að
nota bílbelti.
Unnur Lilja stefánsdóttir Lena Margrét Hinriksdóttir
Jóhanna Berglind Kristjánsdóttir, móðir Lenu Margrétar, sagði í viðtali við DV í
apríl það hafa verið algjört reiðarslag að fá fréttir af slysinu. Hún segir ekkert eins
sárt og að missa yndislega dóttur sína. „Við sáum Lenu aldrei nema geislandi
lífsglaða og yndislega í alla staði. Lena var hjálpleg við alla og var óhrædd við
að sýna það ásamt því að vera örlát á sitt. Að missa þessa frábæru stúlku er það
sárasta sem maður upplifir og þetta er stórt skarð í okkar fjölskyldu sem aldrei
verður fyllt,“ sagði Jóhanna Berglind sem var, ásamt sjúpföður Lenu Margrétar,
erlendis þegar tíðindin bárúst. Sökum eldgossins í Eyjafjallajökli komust þau
ekki til landsins til að vera hjá henni á sjúkrahúsinu áður en hún lést. „Við biðum
sólarhring á flugvellinum úti og það var gífurlega erfitt. Það lék allt í höndunum
á henni og hún var yndislegur karakter. Þetta skarð sem hún skilur eftir sig verður
aldrei fyllt,“ sagði Halldór Jónsson, stjúpfaðir Lenu, í viðtali við DV í apríl.
lífsglöð og yndisleg
allt breytt Ása Sigurjóna Þorsteinsdótt-
ir lifði slysið af en tvær af hennar bestu
vinkonum létu lífið.