Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Side 8
8 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur
Lögmaðurinn og Engeyingurinn
Benedikt Einarsson, eiginmaður
söngkonunnar Birgittu Haukdal,
stendur í stórframkvæmdum við
húseign þeirra hjóna að Bakkaflöt
3 í Garðabæ. Þar eru iðnaðarmenn
á fullu þessa dagana við lóðafram-
kvæmdir.
Um nokkurt skeið hafa hjónin
Benedikt og Birgitta staðið í fram-
kvæmdum við hús sitt við Bakka-
flötina í Garðabænum en húsið er
rúmir 210 fermetrar að stærð. Hjón-
in keyptu það árið 2008 og hafa ver-
ið dugleg við að betrumbæta heimili
sitt. Verktakar vinna nú í garðinum
hjá þeim þar sem verið er að hellu-
leggja og, eftir því sem DV kemst
næst, taka garðinn alfarið í gegn.
Frægir grannar
DV hefur áður sagt frá því að Eng-
eyjarættin hafi komið sér fyrir í veg-
legum einbýlishúsum í botnlangan-
um Bakkaflöt við lækinn í Garðabæ.
Fyrsta húsið sem blasir við þegar
beygt er inn í botnlangann er ein-
býlishús Bjarna Benediktssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, þar
sem hann býr ásamt eiginkonu
sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur,
og börnum þeirra.
Innst í sömu götu, í húsi núm-
er 10 á Bakkaflöt, býr auðmaður-
inn Einar Sveinsson, föðurbróðir
Bjarna. Einar er fyrrverandi forstjóri
Sjóvár-Almennra, núverandi stjórn-
arformaður N1 og jafnframt stjórn-
armaður í Icelandair Group.
Á Bakkaflöt 3, beint á mót Bjarna
Ben og fjölskyldu, búa svo Benedikt
og Birgitta. Benedikt er sonur Einars
Sveinssonar og því náfrændi Bjarna
Benediktssonar.
Öll í hnapp
Fleiri Engeyingar hafa komið sér
fyrir á Bakkaflötinni. Hús númer
8 í götunni er í eigu Hrólfs Einars-
sonar og Aðalbjargar Björgvinsdótt-
ur konu hans. Hrólfur er líka sonur
Einars Sveinssonar og keypti hús-
ið við hliðina á foreldrum sínum.
Hann hefur verið búsettur í London
undanfarin ár og leigt það út.
Alls eru 11 einbýlishús á Bakka-
flöt og 4 þeirra eru í eigu náskylds
kjarna Engeyinga. Í næstu götu við
Bakkaflötina í Garðabænum, að-
eins 350 metrum frá húsi Bjarna
og fjölskyldu, búa Benedikt Sveins-
son og Guðríður Jónsdóttir, for-
eldrar Bjarna. Benedikt hefur verið
atkvæðamikill í íslensku viðskipta-
lífi, hann var meðal annars um
tíma stjórnarformaður Eimskips og
Skeljungs. Fimm fjölskyldur sem til-
heyra hinni valdamiklu Engeyjarætt
búa því í hnapp á litlu svæði í Garða-
bænum.
Risaframkvæmdir
Sumir íbúar við Bakkaflötina hafa
verið stórtækir í byggingarfram-
kvæmdum undanfarin misseri.
Bjarni formaður stóð í fyrra í fram-
kvæmdum við tæplega 300 fermetra
einbýlishús sitt við Bakkaflöt 2.
Hann sótti um leyfi árið 2008 til þess
að byggja arinstofu, stækka og gera
kjallara undir bílskúr, ásamt öðrum
breytingum á stofu hússins. Við-
byggingin er tæplega 150 fermetrar.
Skömmu eftir að Benedikt og
Birgitta keyptu hús sitt fengu þau
leyfi hjá bænum til ýmissa breytinga
á því. Þá hefur miklu verið kostað til
við glæsilegt einbýlishús Hrólfs og
Aðalbjargar sem er um 450 fermetr-
ar að flatarmáli.
Gatan er vinsæl meðal auð-
manna, enda miklar og kostnaðar-
samar framkvæmdir staðið yfir í göt-
unni síðustu ár. Auk Engeyinganna
hafa nágrannarnir í götunni staðið í
ýmsum breytingum og hafa fengist
leyfi fyrir niðurrifi að minnsta kosti
tveggja einbýlishúsa.
EngEyjarprins og frú
í stórframkvæmdum
Benedikt Einarsson lögmaður og Birgitta Haukdal söngkona standa í veglegum lóðarframkvæmdum við
hús sitt við Bakkaflöt 3 í Garðabæ. Þau búa ásamt öðrum Engeyingum í þessum fallega botnlanga við læk-
inn. Frændi Benedikts, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, stóð einnig í myndarlegum
framkvæmdum við hús sitt í fyrra.
Bakkaflöt 2
Hér býr formaður Sjálfstæðisflokksins,
Bjarni Benediktsson, en föðurbróðir
hans býr í kallfæri við hann.
Bakkaflöt 3
Birgitta Haukdal og Benedikt
Einarsson búa á Bakkaflöt
ásamt fleiri Engeyingum.
Bakkaflöt 10
Stjórnarformaður N1, Einar Sveins-
son, býr örfáum metrum frá öðrum
Engeyingum á Bakkaflötinni.
BakkaFlÖtin
Fjöldi meðlima
hinnar svoköll-
uðu Engeyjar-
ættar býr hér
við Bakkaflöt í
Garðabænum.
Hér búa EngEyingar
tRausti HaFstEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Fimm fjölskyld-ur sem tilheyra
hinni valdamiklu Eng-
eyjarætt búa því í
hnapp á litlu svæði í
Garðabænum.
Engeyjarflötin Bakkaflötin er þéttsetin af Engeyingum, meðal annars Benedikt
Einarssyni.
M
Yn
D
l
o
Ft
M
Yn
D
iR
E
H
F.