Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Side 12
12 fréttir 5. júlí 2010 mánudagur „Ég segi allt dásamlegt og hef það bara fínt,“ segir Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, aðspurður um líðan sína. Hann berst nú við krabbamein og gengst nú undir erf- iða og stranga lyfjameðferð í þeirri von að sigrast á sjúkdómnum. Lyfjameðferð Jóhannesar hófst snemma í maí og á þriggja vikna fresti þarf hann að mæta til lyfjagjaf- ar á sjúkrahús. Meðferðinni lýkur í október og þá fyrst kemur raunveru- legur árangur hennar í ljós. Engu að síður er líðan Jóhannesar könn- uð með reglulegu millibili og fram til þessa hafa læknar verið ánægðir með svörun hans við sterkri lyfja- gjöfinni. Sjálfur segist hann líka vera ánægður með árangurinn. „Ég hef staðið þessa lyfjameðferð ágætlega af mér,“ segir Jóhannes. Verið heppinn Aðspurður segir Jóhannes lyfja- meðferðina hafa gengið vel fram til þessa. Hann segist vera hepp- inn með hversu vel líkaminn hafi brugðist við lyfjunum. „Ég get ekki kvartað þar sem meðferðin hefur gengið ágætlega. Það er náttúrlega mjög erfitt að glíma við þetta en ég hef verið heppinn með hvernig lík- aminn hefur tekið þessari meðferð. Ég hef ekki þurft að glíma við stór- vægilegar aukaverkanir og hef getað farið til vinnu á hverjum degi. Það er aðeins rétt eftir lyfjainngjöfina sem þetta hefur hamlað mér,“ segir Jó- hannes. Fyrir rúmu ári fór Jóhannes í að- gerð til að láta fjarlægja gallsteina og kom þá í ljós hjá honum illkynja eitlastækkun. Í fyrstu var fylgst með veikindum hans á tveggja mánaða fresti og á endanum talið ljóst að ströng lyfjameðferð væri nauðsynleg til að reyna að sporna gegn krabba- meininu. Sú meðferð tekur sex mán- uði og því lýkur henni í október. Góð ár eftir Í einlægu viðtali í DV í vetur viður- kenndi Jóhannes að hann óttaðist erfið veikindi sín en fullyrti að sig- ur skyldi hann vinna. Í dag er hann bjartsýnn á framtíðina, bæði sína eigin og fyrirtækis síns. Hann fagn- ar sjötugsafmæli sínu nú í sum- ar og telur sig eiga nóg eftir. „Það er alltaf verið að tékka árangurinn trausti hafsteinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, berst við krabbamein og gengst nú undir erfiða og stranga lyfjameðferð. Hann er virkilega bjartsýnn á bæði eigin framtíð og fyrirtækis síns. Lyfjameðferð- inni lýkur í október og þá kemur árangurinn í ljós. Nú er Jóhann- es hárlaus sem hann segir bara gera sig enn fallegri en áður. „Þetta er náttúrulega mjög erfitt“ Ég á þrjátíu góð ár eftir þó ég sé núna með ekkert hár. Það gerir mig bara enn þá fallegri en áður. ströng meðferð Jóhannesernúístrangrilyfjameðferðenhanneránægðurmeð þvíhverniglíkamisinnhafibrugðistvið. m yn d ir h ö rð u r sV ei n ss o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.