Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Qupperneq 14
Eyddu þér út af vEfnum Þeir sem eru orðnir þreyttir á allri þeirri tímasóun sem oft vill fylgja internetinu geta nú fengið sér forrit sem eyðir reikningum notenda á samskiptasíðum á borð við Face- book, Twitter og Myspace. Forritið sem um ræðir heitir Web 2.0 Sui- cide Machine og er það tiltölulega einfalt í notkun. Þú einfaldlega færir skráningarupplýsingar þínar inn í þar til gerðan dálk og ýtir á „commit“. Þá eyðir forritið öllum upplýsingum um þig. Forritið sem um ræðir kom út í desember og hef- ur það notið töluverðra vinsælda. Margir notfærðu sér forritið á dög- unum þegar hópur fólks ákvað að fremja „Facebook-sjálfsmorð“ í mótmælaskyni við skort á persónu- vernd á samskiptasíðunni. þurfti að borga tvöfalt n 65 ára kona þurfti að láta flytja fyr- ir sig rúm upp á sjöttu hæð í blokk. Hringdi hún á sendibílastöðina Greiðabíla hf., og þeir fluttu rúmið heim til hennar en þegar heim var komið sagðist bílstjórinn ekki get- að hjálpað henni með rúmið upp á sjöttu hæð þar sem honum væri illt í bakinu. Konan hringdi því aftur á Greiðabíla hf. og fékk annan bíl- stjóra á vettvang sem hjálpaði henni með rúmið. Hann rukkaði hana hins vegar um 1500 krónur fyrir við- vikið. Konan þurfti því að borga tvöfalt fyrir flutn- inginn á rúminu. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Kósí Kaffi Haítí n Lofið að þessu sinni fær Cafe Haítí í Verinu við Geirsgötu. Þar er boð- ið upp á ljúffengar veigar og kaffi í virkilega notalegu umhverfi, á einu hóflegasta verðinu í bænum. Elda Þórisson á kaffihúsið ásamt manni sínum og hefur þeim hjúum tekist að stækka við sig og færa reksturinn úr minni húsnæði sem þau höfðu til umráða. Café Haítí skartar engu minna en ljúffengu kaffi, nota- legu umhverfi og vina- legu viðmóti. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 5. júlí 2010 mánudagur Íslendingar geta keypt sér iPhone 4 ólæstan í Evrópu, en tækið er hið nýj- asta af kynslóð svokallaðra „snjall- síma“. Síma þar sem notendur geta vafrað auðveldlega um netið og skoð- að tölvupóst eins snurðulaust og í tölvum. En hvað er svona merkilegt við iPhone 4? Það fyrsta sem grípur augað er auðvitað útlitið. Síminn er smekk- lega hannaður og smágerðari en for- veri hans. Heildarþyngd hans er 137 grömm, þremur meira en 3G-útgáf- an. Þá er hann 34 prósentum þynnri en forverinn. En útlitið er vitaskuld ekki allt; minnið er tvisvar sinnum meira en í eldri símanum, hann býð- ur upp á 40 prósentum lengri taltíma og á að standa betur að vígi í keyrslu forrita. Enn fremur eru nokkrir veiga- miklir þættir sem skilja að símana tvo. betri upplausn en augað greinir Upplausn skjásins telst einnig mikil framför. Hann sýnir fjórum sinnum fleiri pixla en gamli síminn, eða um 326 pixla á hverja skjátommu. Það eru fleiri pixlar en augað greinir. Til sam- anburðar má nefna að besta skjáupp- lausn á MacBook-tölvu er rétt rúm- lega þriðjungur af þessu. Það er því í raun himinn og haf á milli kynslóða iPhone. Myndavélin hefur einnig fengið uppfærslu, hún tekur núna myndir í 5 megapixlum, frá 3,2 í gamla sím- anum. Hún hefur enn fremur þann kost að geta tekið upp myndbönd í háskerpu (HD), sem ætti að gleðja alla tæknigúrúa með háskerpusjón- varp í stofunni. Enn fremur hefur annarri myndavél verið bætt við á framhliðinni. Hún er lakari en þó er hægt að taka einfaldar andlitsmyndir með stuttum fyrirvara, og hún gegn- ir mikilvægu hlutverki við notkun Face-time forritsins. myndsímtöl með einum hnappi IPhone 4 er hugsanlega eini sím- inn sem tekst að gera myndsím- töl að raunhæfum kosti. Með því að nota Face-time forritið getur þú átt samræður í hljóði og mynd við aðra Iphone 4 eigendur með ein- um hnappi. Notandinn þarf að vera tengdur þráðlausu neti og þá getur hann auðveldlega hafið samtal við aðra nettengda notendur sem ekki þarf að greiða fyrir. Einnig er hægt að IPHONE 4 ER LÍTIL FARTÖLVA Síðan iPhone 4 fór í almenna sölu hefur hann tröllriðið farsímamarkaðnum enda flest- ir sérfræðingar sammála um að með honum sé tekið gríðarlegt stökk í framförum á farsímatækjum. Tækið hefur selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum og tækni- gúrúar frá öllum heimshornum halda vart vatni. Síminn er seldur ólæstur í Evrópu og ætti hann því að vera áhugasömum Íslendingum aðgengilegur. Hvað kostar iPhone-síminn? Fyrir þá sem hafa áhuga á að verða sér út um iPhone 4 símann geta farið til þess tvær leiðir; ann- aðhvort bíða þar til hann fæst á Íslandi eða keypt hann frá útlöndum. Athuga ber að verðið hér er aðeins áætlað verð og námundað að þúsundi. Keyptur á Íslandi í gegnum söluaðila, ásamt virðis- auka og 4.000 króna álagningu: 16gb: 145.000 32gb: 165.000 Keyptur í Bretlandi, án virðisaukaskatts og álagn- ingar söluaðila: 16gb: 114.000 32gb: 133.000 Einnig er hægt að kaupa hann læstan frá Bandaríkj- unum, en þá er nauðsynlegt að gera samning við er- lenda símafyrirtækið AT&T, sem býður ekki upp á þjónustu hér á landi. Þá þarf að borga mánaðarlegt gjald og hætta er á að síminn læsist þegar hann er uppfærður. Verðið hér er miðað við heildargreiðslu, allar mán- aðarlegar greiðslur eru innifaldar: 16gb: 104.000 32gb: 123.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.