Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Síða 19
Ólafur og Björgólfur
RagnaR KjaRtansson hefur
verið að gera það gott í heimi listanna
undanfarið. Sýning á verkum hans
stendur nú yfir í Luhring Augustine-
galleríinu í New York og ekki er langt
síðan eitt stærsta safn heims, MoMA,
keypti verk eftir hann.
Varð steinhissa
og rígmontinn
Ég er ekki í hópi þeirra sem telja
að efnahagsvanda þjóðarinn-
ar eigi að leysa í dómssölum. Að
því marki sem stjórnvöld geta yfir-
leitt komið að málum ber að leita
lausna með lögum. Þannig hefði
með lögum mátt nema vísitölu-
tengingu lána tímabundið úr gildi
óðaverðbólgumánuðina í kjölfar
hrunsins. Það lagði þáverandi for-
maður BSRB til á fundi með þá-
verandi oddvitum ríkisstjórnar í
október 2008. Því var hafnað. Nú-
verandi ríkisstjórn hefur einnig
hafnað slíkum almennum lausn-
um. Ákveðið var að fara hina „sér-
tæku“ leið. Þeir sem ættu í sér-
stökum vandræðum skyldu fara
í „greiðsluaðlögun“ og teldu fólk
eða fyrirtæki á sér brotið skyldu
viðkomandi leita til dómstóla.
Hvað þýðir dómur Hæstarétt-
ar?
Nú gerðist það að niðurstaða
fékkst fyrir dómstólum hvað varð-
ar gengistengd lán. Gengisteng-
ingin er dæmd ólögleg. Í framhald-
inu vöknuðu frekari spurningar:
Eru gengistengd lán þá að öllu
leyti ólögleg? Eða, er bara geng-
istengingin ólögleg en ekki aðr-
ir þættir slíkra lánasamninga?
Um þetta eru menn ekki á einu
máli. Lántakendur gengistengdra
lána hrósuðu sigri við nýfallinn
úrskurð Hæstaréttar og töldu að
lánasamningar þeirra ættu að
gilda að öðru leyti en því að geng-
istryggingin félli út þar sem hún
hefði verið dæmd ólögleg. Lán-
veitendur segja á hinn bóginn að
gengistengingin hafi verið trygg-
ing þeirra fyrir því að lánin héldu
verðgildi sínu og verði af þeim
sökum að endurskoða lánasamn-
inginn í heild sinni. Nú tala þeir
um forsendubrest, nokkuð sem
þeir ræddu lítið þegar bresturinn
bitnaði á lántakandanum en ekki
lánveitanda.
Dómstólaleiðin var valin
En hvernig á að höggva á þennan
hnút? Að mínu mati er bara ein
leið fær úr því sem komið er. Dóm-
stólar verða að kveða upp úr um
hvað rétt er samkvæmt þeim lög-
um og reglum sem gilda. Ef áður
hefðu verið sett lög um hvern-
ig farið skyldi með lán almennt í
landinu – ekki bara gengistengd
lán heldur allan lánastabbann við
þær neyðaraðstæður sem sköpuð-
ust í kjölfar bankahrunsins, væri
fyrir hendi almenn viðmiðun fyr-
ir dómstóla, sem styddist við mat
löggjafans á almannahag. Þá hefði
allt önnur staða verið uppi. En
þessi leið var ekki valin sem áður
segir. Þá er ekki um annað að ræða
en fara dómstólaleiðina og láta
rýna í bókstafinn.
Það breytir því ekki að ríkis-
valdinu ber enn að skoða hvað
hægt er að gera gagnvart skulda-
vandanum almennt. Upplýsa þarf
um vilja ríkisstjórnarinnar og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, sem vak-
ir yfir þessum málum og leggur
ríkisstjórninni lífsreglurnar hvað
varðar endurreisn fjármálakerfis-
ins. Mörgum brá í brún þegar full-
trúar AGS voru mættir í fjölmiðla
að segja sinn hug í þessu máli
sem öðrum. Sjálfum fannst mér
þetta ágætt. Á meðan AGS er hér
við stjórnvölinn og heldur í spott-
ana þarf það að vera sýnilegt en
ekki leynilegt einsog hefur viljað
brenna við.
til bráðabirgða
Víkur nú sögunni að Seðlabanka
og Fjármálaeftirlitinu. Í síðustu
viku sendu þessar stofnanir frá
sér yfirlýsingu þar sem kveðið var
á um hvaða vexti ætti að reikna á
gengistryggð lán eftir að dómur
Hæstaréttar um ólögmæti gengis-
tengingarinnar féll.
Ekki á að lesa meira í þessa yf-
irlýsingu Seðlabankans og FME en
í henni er í raun fólgið. Um er að
ræða leiðbeiningar til bráðbirgða
eða þar til dómstólar hafa kveð-
ið upp sinn úrskurð. Þetta kem-
ur skýrt fram í yfirlýsingunni. Þar
segir berum orðum að tilmæl-
in séu ætluð „á meðan ekki hef-
ur verið skorið úr um umfang og
lánakjör þeirra samninga...“ Mín
skoðun er sú, að þrátt fyrir þennan
fyrirvara FME og Seðlabanka, hafi
það verið misráðið af hálfu þess-
ara stofnana að gefa út tilmæli um
vaxtakjör ofan í dóm Hæstaréttar.
Ef lánveitendur efast um skyld-
ur sínar og réttmæti niðurstöðu
Hæstaréttar eða telja þar eitthvað
óútkljáð, eiga þeir að leita samn-
inga við lánveitendur beint, ella
fá niðurstöðu fyrir dómi. Athygli
vekur að Hagsmunsamtök heim-
ilanna hafa hvatt til þess að laga-
legri óvissu verði eytt með þessum
hætti.
Hvað segir ags?
Ríkisstjórninni ber nú að gera
tvennt: Í fyrsta lagi gera allt sem
hægt er til að tryggja skjóta úr-
lausn mála fyrir dómstólum um
þau atriði sem aðilar að lána-
samningum kunna að véfengja.
Ef þörf er á lagabreytingu til að
stuðla að flýtimeðferð fyrir dóm-
stólum ætti að kalla þing saman
til að setja lög þar að lútandi. Þá
er afleitt að ekki skuli hafa verið
sett lög um hópmálsókn eins og
lagt hefur verið til á þingi. Laga-
frumvarp um hópmálsókn er enn
í meðförum þingsins og bíður af-
greiðslu. Þá ber ríkisstjórninni að
láta fara fram markvissa vinnu
um almennar aðgerðir í þágu
skuldara. Þetta hefur aldrei verið
gert eins ótrúlegt og það kann að
hljóma. Skýringin kann að leynast
í nafnorði: Alþjóðagjaldeyrissjóð-
urinn. Fulltrúar hans koma fyrir
sameiginlegan fund efnahags- og
skatta nefndar og viðskiptanefnd-
ar í dag. Fróðlegt verður að hlýða
á erkibiskups boðskap hvað þetta
snertir.
Þörf er á opinni umræðu um
þessi mál. Þjóðin á rétt á henni.
Það er komið nóg af forræðis-
hyggju. Nóg af pukri. Nú þarf opna
umræðu og nú þurfa menn að
vanda sig. Mikið er í húfi.
Nú þarf að vanda sig
1 Vildi að ég gæti spólað til baka Helga Björk Möller lenti í
alvarlegu bílslysi fyrir sjö árum.
2 Mun aldrei ná fyrri heilsu Valgerður Erla Óskarsdóttir lenti í
alvarlegu umferðarslysi í mars 2007.
3 Cristiano ronaldo er nýbak-aður faðir Knattspyrnukappinn
Cristiano Ronaldo eignaðist dreng á
dögunum.
4 Íslendingar keppa uM „besta frÍið Í heiMinuM“ Íslendingar eru
áberandi í leiknum The Greatest
Holiday in the World.
5 bað uM að fá að gista Í steininuM Einn gisti fangageymsl-
ur lögreglu á Akranesi aðfaranótt
sunnudags vegna ölvunar.
6 datt Í það Með borgarstjóra dujiangyan Dagur Kristjánsson
datt í það með borgarstjóra
Dujiangyan í Kína árið 2007.
7 tuttugu og einn hefur beðið bana Á þessu ári og því síðasta hafa
21 látist í umferðinni. Þar af fjórir á
þessu ári.
mest lesið á dv.is myndin
Hver er maðurinn? „Ragnar Kjartans-
son myndlistarmaður.“
Hvað drífur þig áfram? „Fegurðin og
vitneskjan um dauðann.“
Hvar ert þú uppalinn? „Á Granda-
veginum, milli Bæjarútgerðarinnar og
Lýsisverksmiðjunnar. Það var alltaf fýla af
mér þegar ég var lítill.“
Við hvað lékstu þér helst í æsku? „Ég
lék mér mest einn í svona ímynduðum
stríðs- og hörmungaleikjum. Til dæmis
dauða kónga og fórnarlömb nasista.“
Hvað gerirðu til að slaka á? „Fer í
sjósund, reyki eða hlusta á Sinatra.“
Hvenær varð listin ráðandi í lífi
þínu? „Þegar ég sá kvikmyndina Amad-
eus eftir Milos Forman í Háskólabíói, alls
7 sinnum.“
Hvað verk eftir þig er verið að sýna í
Luhring augustine-galleríinu í new
York um
þessar mundir? „Það er verkið The
End-Venezia, sem samanstendur
af 144 málverkum sem ég málaði
alla daga Feneyjatvíæringsins 2009.
Dagar gjörningsins voru skrásettir í
málverkum. Þannig að þetta er svona
hlussustór málverkainnsetning. Dáldil
Stórval-stemning í þessu. Síðan sýni ég
verk sem heitir The Man. Það gerði ég
með elsta eftirlifandi fyrstu kynslóðar
blúsmanninum, honum Pinetop Perkins.
97 ára stórkostlegur maður sem ég
komst í kynni við á Blúshátíð í Reykjavík
gegnum hann Halldór Bragason. Hann
er DNA amerískrar menningar, Dalai
Lama kúlsins. Verkið sýnir hann á akri
við píanóið sitt. Hann endurtekur sömu
stefin, kveikir sér í sígarettum, röflar og
grínast milli laga. Tja, sjón er sögu ríkari.“
Reyndi á þolinmæðina að mála
144 myndir í röð? „Nei, það eru bara
forréttindi að fá að einbeita sér að
málaralistinni í sjálfum Feneyjum. Ég
varð reyndar dáldið ruglaður á því að
vera umkringdur áhorfendum alla daga,
eins og apinn í Eden.“
Hvernig leið þér þegar Museum of
Modern art keypti verkið þitt? „Ég
var alveg steinhissa og rígmontinn.“
Hvaða verki ertu að vinna að núna?
„Ég er að vinna að verki eftir ljóði Allens
Ginsberg.“
maður dagsins
kjallari
„Nei, ég er búinn að fara tvisvar til
Englands.“
ÍVaR BjaRKi HoBLYn
8 ÁRA NEMi
„Ég hef ekki ákveðið mig enn.“
KRistÍn siguRðaRDóttiR
28 ÁRA MYNDLiSTARKoNA
„Já, ég fer til Berlínar í haust.“
HLYnuR HaLLsson
41 ÁRS MYNDLiSTARMAðuR
„Já, ég fer eftir viku til Ítalíu.“
KRistÍn R. siguRðaRDóttiR
42 ÁRA SöNGKENNARi
„Nei, ekki í sumar.“
DaguR FannaR Dagsson
32 ÁRA TöLVuNARFRæðiNGuR
ætlarðu að fara til útlanda Í suMar?
dómstóll götunnar
mánudagur 5. júlí 2010 umræða 19
ögMunDuR
jónasson
alþingismaður skrifar
„Ekki á að lesa meira
í þessa yfirlýsingu
Seðlabankans og
FME en í henni er í
raun fólgið.“
Þægileg stemning Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason tók nokkur vel valin lög fyrir gesti og gangandi á Óðinstorgi í miðborg
Reykjavíkur á sunnudag. Sex nemar í arkitektúr í Listaháskólanum tyrfðu torgið á föstudag og var í tilefni þess ákveðið að bjóða
vegfarendum upp á grillmat og góða tónlist. undir marglitu regnhlífinni á myndinni er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar-
innar í Reykjavík. MYnD HöRðuR sVeinsson