Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2010, Síða 20
Útgáfutónleik-
ar í Þjóðmenn-
ingarhÚsinu
Út er kominn hjá Smekkleysu geisla-
diskurinn Hymnodia sacra sem
hefur að geyma lög úr samnefndu
handriti frá árinu 1742. Flytjendur á
diskinum eru kammerkórinn Carm-
ina og kammerhópurinn Nordic Af-
fect, en Carmina hlaut meðal annars
Íslensku tónlistarverðlaunin 2008
fyrir geisladisk sinn með tónlist úr
íslenska handritinu Melódía. Carm-
ina heldur útgáfutónleika í Þjóð-
menningarhúsinu næsta fimmtu-
dag klukkan 20.30 og er aðgangur
ókeypis. Carmina er svo á leið til
Þýskalands með efnisskrána en hún
samanstendur af lögum úr Melódíu
og Hymnodia sacra.
Ball sumarsins
í keflavík
Líklega stærsta ball sumarsins
í Keflavík fer fram á Manhattan
þar í bæ næsta laugardag. Fram
koma Í svörtum fötum, dj Óli
Geir og Haffi Haff. Hljómsveitin
og dj skiptast á að spila þannig að
allir ættu að fá eitthvað fyrir sinn
snúð. Í svörtum fötum er án efa
ein vinsælasta ballhljómsveit Ís-
lands og hefur verið það síðustu
ár. Haffi Haff er nýbúinn að gefa
út sína fyrstu plötu og fylgir henni
eftir af krafti. Dj Óli Geir er svo
sagður einn mest bókaði plötu-
snúður landsins.
vampírufræði
væntanleg
Einn helsti prentarinn í Guangdong,
Kína, hefur nú hafið prentun á nýrri
fræðibók sem bókaforlagið Bjartur
gefur út með haustinu. Drekafræði
og Sjóræningjafræði slógu í gegn hjá
ungum fræðimönnum á sínum tíma,
en nú er það veglegt rit um vamp-
írur sem er væntanlegt. Í bókinni,
sem er eftir Archibald Brooks, virtan
fræðimann og verndara heimsins
(ásamt viðbótarglósum eftir Joshua
I. Kraik), er varpað ljósi á uppruna
og eðli vampíra, auk þess sem fjall-
að er sérstaklega um tengsl þeirra
við venjulegar manneskjur og gefin
ýmis góð ráð og bábiljur kveðnar
niður.
20 fókus 5. júlí 2010 mánudagur
samið um verk Davíðs Verk
ljóðskáldsins Davíðs Stefánssonar hafa verið ófáanleg
um árabil en brátt verður breyting þar á. Nú hefur
verið gengið frá samningi við erfingja Davíðs og mun
Forlagið sinna útgáfu verka hans á næstu árum. Fyrsta
verkefnið verður nýtt ljóðaúrval sem kemur út á næsta
ári. Einnig er stefnt að því að gefa út ljóðabókina
Svartar fjaðrir á vegum Klassíska kiljuklúbbsins á allra
næstu misserum.
hvað veistu
1. Einn sakborninga í vændismálinu svokallaða var dæmdur síðast-
liðinn föstudag. Hvaða refsingu hlaut hann?
2. Hvaða leikari og leikstjóri var nýverið ráðinn í prófessorsstöðu
við Listaháskóla Íslands?
3. Hversu háar bætur fékk hin bandaríska Jaycee Lee Dugard
vegna sinnuleysis yfirvalda gagnvart mannræningjum hennar?
Svör: 1. 80 þúsund króna sekt. 2. Stefán Jónsson 3. 2,5 milljarða króna
Jæja. Hér erum við með endurgerð á upphafsmynd einnar af lengri framhalds-myndaseríum kvikmynda-
sögunnar. Nú byrjar ballið
aftur og þá sem ný útgáfa af
mynd sem leit dagsins ljós fyrir
aldarfjórðungi og þótti þá brjóta
blað í hryllingsmyndasögunni.
Eftir liggja meira en tíu myndir
fyrir sjónvarp og bíó sem snúast
um fjöldamorðingjann Freddy
Krueger.
Sá hinn sami er fastlega grun-
aður um að hafa misþyrmt góð-
um slatta af börnum og er í
hefndarskyni brenndur til bana
af foreldrum fórnarlambanna.
Nú gengur hann aftur í draum-
um barnanna og djöflast í þeim
í orðsins fyllstu merkingu. Svo
söguhetjurnar eru dæmdar til að
vera endalaust á vökunni, bryðj-
andi örvandi og sprautandi sig
með alls konar drasli til að sofna
ekki.
Leikstjórinn Samuel Bayer
hefur getið sér gott orð fyrir tón-
listarmyndbönd og auglýsingar
en strax í upphafsatriðinu er ljóst
að þessi mynd er engin upplifun.
Leikstjórinn bætir engu við sem
máli skiptir nema þegar kemur
að útliti og rödd Freddys. Það er
farið út af sporinu þar, Freddy lít-
ur út eins og eðla og hljómar eins
og náunginn sem las inn á Die
Hard-treilerana. Af hverju er ekki
frískað upp á heildina? Af hverju
er Freddy ekki kaþólskur prestur
í þetta skiptið? Það væri nú eitt-
hvað. Í staðinn fáum við „brot af
því besta“ atriðum úr öllum hin-
um myndunum við söguþráð
fyrstu myndarinnar.
Myndin rúllar áfram sem einn
helsti gagnabanki hryllings-
myndaklisja og virðist hafa þær
flestallar. Eins og þegar fórnar-
lambið vaknar af martröðinni
og heldur að allt sé í fína en þá
birtist Freddy á ný. Eins og þeg-
ar fólk gengur markvisst beint
í gildrur af miklum ásetningi
og treður helst hausnum ofan í
myrkur þaðan sem ógnin berst
meðan kallað er „hello“. Sætar
píur á náttfötunum hlaupandi út
í garð, einnig kallandi „hello“ í
átt að ógninni. Unglingarómant-
ík, rafmagn sem fer af, fyrirsjá-
anlegar bregðisenur, blikkandi
flúorljós og börn í óhuggulegu
samhengi. Vantar reyndar þrum-
ur og eldingar á hættustundum
til að klára nú runkið. Auðvitað
inniheldur myndin síðan ýktustu
hnífahljóð sem hafa heyrst síðan
í Hrafninn flýgur. Brellurnar eru
svo ekkert sérstakar, einna verst
er að sjá að baugar svefnleysingj-
anna eru í eitt skiptið bara svart-
ar beinar línur undir augunum.
Leikurinn er síðan undir meðal-
lagi eins og flest annað hér.
Það óhuggulegasta við mynd-
ina er að sjá þessa útjöskuðu
hugmynd ganga aftur, mynd eft-
ir mynd. Ég held ég hafi sofnað í
miðri ræmu því ég upplifði vissu-
lega martröð. Þá martröð að vita
að það væri von á enn einu fram-
haldinu.
Erpur Eyvindarson
Martröð
af l iðindum
A NightmAre
oN elm Street
Leikstjóri: Samuel Bayer
Aðalhlutverk: Jackie Earle Haley, Rooney
Mara, Kyle Gallner, Thomas Dekker
kvikMyndir
Listamaðurinn Snorri Ásmunds-
son er á leið í ferð með „kærleik-
spíramíðann“ sinn til Ísrael og Gaza.
Markmiðið með verkefninu er „... að
breiða út ást og kærleika með bæna-
stund í kærleikspíramíðanum. Pír-
amíðinn verður eins konar rafhlaða
kærleikans sem tengist inn á allar
tíðnibylgjur,“ segir í tilkynningu.
Ferðinni er heitið um Gaza-
svæðið og til borganna Tel Aviv og
Jerúsalem í Ísrael þar sem píramíð-
inn verður settur upp á fjölförnum
torgum. Inni í píramíðanum mun
Snorri síðan hugleiða og biðja fyr-
ir ást og kærleika til handa íbúum
átakasvæðanna. Í tilkynningu seg-
ir enn fremur að píramíðinn verði
smíðaður úr skotheldu gleri. Með í
för verður kvikmyndagerðarmaður-
inn Friðrik Guðmundsson sem mun
gera heimildarmynd um ferðina.
Gjörningurinn hefur verið hald-
inn áður í Reykjavík og Feneyj-
um við góðar undirtektir. Fjáröflun
á verkefninu er á byrjunarstigi og
áætlað er að fara í lok september á
þessu ári.
Snorri er vel þekktur fyrir ýmsa
gjörninga í gegnum árin, meðal
annars framboð í forsetakosningum
hér á landi og framboð stjórnmála-
hreyfingarinnar Vinstri hægri snú í
borgarstjórnarkosningum. Þá vakti
athygli þegar Snorri hóf sölu bréfa
sem fela eiga í sér syndaaflausn fyrir
kaupandann.
Snorri Ásmundsson hyggur á ferð til Gaza og Ísrael með „kærleikspíramíðann“ sinn:
píramíði úr skotheldu gleri
Í píramíðanum á Lækjartorgi Snorri
hefur farið með „kærleikspíramíðann“ til
Feneyja. Næstu viðkomustaðir eru Gaza,
Tel Aviv og Jerúsalem.