Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 4
4 fréttir 21. júlí 2010 miðvikudagur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Bolungarvík töfðust: Gallaðar snjóflóðavarnir Framkvæmdir við snjóflóðavarnar- garðinn í Traðarhyrnu í Bolungarvík hafa tafist vegna mistaka sem ekki er vitað hver ber ábyrgð á. Síðastliðið haust tók að hrynja úr bakhlið snjóflóðavarnargarðsins, sem snýr að Traðarhyrnu, og var í kjölfarið ákveðið að stöðva fram- kvæmdir við varnargarðinn. Verk- takafyrirtækið Ósafl ehf., dótturfélag Íslenskra aðalverktaka, sér um fram- kvæmdir á snjóflóðavarnargarðinum en garðurinn er hannaður af Eflu ehf. Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir að ekki sé vitað hver ber ábyrgð á tjón- inu en framkvæmdirnar hafa tafist um tvo til þrjá mánuði. Grindurnar sem eru notaðar til að binda garðinn voru keyptar frá ítölskum framleið- anda, Officine Maccaferrie. „Það er ekki vitað hvort þær hafi verið of veikar eða hvort þær hafi verið vitlaust settar upp. Það eru tveir dómskvaddir matsmenn að meta núna hvað fór úrskeiðis og hver ber í raun ábyrgð á þessu tjóni,“ segir Ósk- ar. Framkvæmdir fóru aftur af stað nú í júlí eftir að garðurinn var hann- aður upp á nýtt af íslenskum hönn- uðum í samráði við ítalska fram- leiðandann. Hann segir ekki ljóst hve mikið tjón hefur hlotist af þess- um mistökum. Garðurinn sem nú er í byggingu á að vera sjö hundruð metra langur og fer mest í tuttugu og tveggja metra hæð. Fyrirhugað er að fara í áframhaldandi framkvæmdir við snjóflóðavarnir í Traðarhyrnu en sá garður verður rétt um tíu prósent af lengd núverandi garðs og mest fjórtán metra hár. birgir@dv.is Mistök Stöðva þurfti framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Traðarhyrnu í Bolungarvík þegar starfsmenn urðu varir við hrun úr honum. Barn drakk terpentínu Lögregla og sjúkralið voru kölluð að húsi í Reykjanesbæ á þriðjudags- morgun vegna ungs drengs sem hafði drukkið terpentínu. Að sögn lögreglu var drengurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja þar sem hann fékk viðeigandi meðferð en ekki var talin þörf á að flytja hann til Reykjavíkur. Sjúkra- flutningamenn nutu þess í stað leið- sagnar Eiturefnamiðstöðvar Land- spítalans. Ekki er vitað um tildrög þess að drengurinn drakk terpen t- ínuna. Víst grænn flokkur „Hann hefur bara ekki lesið allan textann,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, nýs stjórnmálaafls. Jónas Kristjáns- son, bloggari og fyrrverandi ritstjóri, gagnrýndi stefnuskrá hreyfingarinn- ar og sagði að ekkert grænt væri við þau atriði sem þar eru. „Við þurfum ekki á meira siðleysi að halda,“ skrif- aði Jónas á bloggsíðu sína og lagði til að flokkurinn yrði kallaður Hægri svartir í staðinn. Guðmundur segir að hreyfingin leggi áherslu á náttúruvernd en fyrst þurfi að leysa efnahagsvanda þjóð- arinnar. Næturopnun í Laugardalslaug Opið verður í Laugardalslauginni í fimm sólarhringa samfleytt, frá og með miðvikudeginum 21. júlí, klukkan 6.30, til klukkan 22.30 mánudaginn 26. júlí. Hugmyndin kom fram á vefnum Betri Reykjavík og er mikill stuðningur við tillög- una. Er það ástæða þess að borgar- yfirvöld gera tilraun með sundvöku í Laugardalslauginni. Gjald fyrir sundgesti á sundvöku verður eitt þúsund krónur og er börnum yngri en sextán ára bannaður aðgangur að sundvökunni. Meðferð áfengis er bönnuð að venju. pappírsBaróN sigLdi sNEKKJu tiL ísLaNds Stórglæsileg lúxussnekkja liggur við festar í Reykjavíkurhöfn. Eigandi hennar er nýsjálenski milljarðamæringurinn John Spencer en hann auðgaðist gríðarlega á fjárfestingum í klósettpappírsbransanum. Samkvæmt nýsjálenskum fréttum hefur snekkjan verið auglýst til sölu. Hún kostar litlar 7.000 milljónir íslenskra króna. Ein glæsilegasta lúxussnekkja ver- aldar liggur nú bundin við festar í Reykjavíkurhöfn. Snekkjan, sem ber nafnið T6, er búin þyrlupalli og hefur rými fyrir 15 manns, áhöfn og gesti. Nýsjálenski klósettpappírs- baróninn John Spencer er eigandi T6 en hann hefur nýlega sett hana á sölu og vill fá 58 milljónir dollara fyrir hana, andvirði um sjö milljarða íslenskra króna. Spencer vildi ekki ræða við blaðamann á hafnarbakkanum í Reykjavík og við vitum því ekki hvaða erindi hann á hér á landi. Lík- lega er þó klósettpappírsbaróninn hér í fríi en samkvæmt heimildum DV kom snekkjan hingað til lands frá Noregi. Hollenskur skipahönnuður teikn- aði T6 eftir óskum Spencers en smíði snekkjunnar tók alls um átta ár. Hún var sjósett árið 2006. Myndir af T6 hafa birst víða í fagtímaritum um skip og báta, enda er um óvenjulega glæsilegan farkost að ræða. Skipið getur gleypt þyrluna „Ég nenni ekki að sitja hérna á rass- inum allan liðlangan daginn og drekka gin og tónik. Mig langar að stýra fleyinu sjálfur,“ sagði John Spencer við blaðamenn á meðan T6 lá við festar í smáríkinu Mónakó við Miðjarðarhafið. Af þeim orðum að dæma stendur milljarðamæringur- inn sjálfur við stýrið á siglingum sín- um um heiminn. Hollendingurinn Pieter Beeld- snijder hannaði snekkjuna. Hún vegur 270 tonn og er 65 metra löng. Þyrlupallurinn aftast á fley- inu vekur athygli en undir þiljum er þyrluskýli sem veitir farkostinum fljúgandi nauðsynlegt skjól fyrir vá- lyndum veðrum. Snekkjan er skráð á Cay man-eyjum. Nafn Johns Spencer hefur í ára- tugi birst á listum yfir ríkustu Ný- sjálendingana. Hann er einn rík- asti maður Nýja-Sjálands en hann hagnaðist gífurlega á klósettpapp- írsframleiðslu í heimalandinu. Hann er jafnan kallaður klósett- pappírsbaróninn í nýsjálenskum viðskiptafréttum. Milljarðamæringar á Íslandi John Spencer er ekki eini milljarða- mæringurinn sem dvalið hefur á Ís- landi síðustu daga því eins og DV sagði frá á mánudaginn stóð óþekkt glæsileg einkaþota á Reykjavíkur- flugvelli í nokkra daga. Samkvæmt upplýsingum DV komu fjórir arabar á þotunni til landsins. Þeir dvöldu hér á landi þar til á mánudaginn og skoðuðu meðal annars virkjan- ir á Suðurlandi. Einkaþotan stóð á Reykjavíkurflugvelli á meðan arab- arnir dvöldu hér. Þotan er skráð á Bresku Jómfrúareyjum og hefur áður sést hér á landi. helgi hrafn guðMundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Ég nenni ekki að sitja hérna á rassinum allan liðlang- an daginn og drekka gin og tónik. Mig langar að stýra fleyinu sjálfur. Klósettpappírsbarón John Spencer, hægra megin á mynd, er einn af auðugustu mönnum Nýja-Sjálands. Ríkidæmi hans varð til með fjárfestingum í klósettpappírs- verksmiðjum. lúxussnekkja T6 er ein glæsilegasta snekkja veraldar og er metin á 7.000 milljónir króna. Eigandinn, John Spencer, vill selja hana. Myndir hörður SveinSSon Þyrlupallur Veglegur þyrlupallur og skýli undir honum er óvenjulegur munaður á farkosti sem þessum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.