Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Síða 6
6 FRÉTTIR 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR
Róbert Wessmann átti að greiða Háskólanum í Reykjavík 500 milljónir króna í sumar
en segir að af því verði ekki. Hann gaf vilyrði fyrir milljarði króna árið 2007, greiddi
skólanum helming þeirrar upphæðar en segist ekki ljúka við greiðsluna vegna efna-
hagshrunsins. Fyrir upphæðina eignaðist Róbert 30 prósenta hlut í HR.
Róbert Wessmann, fjárfestir og fyrr-
verandi forstjóri samheitalyfjafyrir-
tækisins Actavis, mun ekki leggja Há-
skólanum í Reykjavík, HR, til þann
hálfa milljarð króna í fjárstyrk sem
hann gaf skólanum vilyrði fyrir í sept-
ember 2007. Fjárfestirinn hefur nú
þegar látið skólann fá hálfan milljarð
króna en upphaflega átti þetta að vera
einn milljarður króna. Róbert segir í
samtali við DV að ástæðan fyrir þessu
sé einfaldlega sú að efnahagshrunið
hafi sett stórt strik í reikninginn hjá
honum.
Greiðslan frá Róberti kom í gegn-
um eignarhaldsfélagið Bakhjarlar
HR ehf. en hann átti tæp 80 prósent
í félaginu á móti um 20 prósenta
hlut Glitnis. Róbert lagði skólanum
til þennan hálfa milljarð króna þegar
stofnaður var sérstakur Þróunarsjóð-
ur Háskólans í Reykjavík á haustmán-
uðum 2007. Peningarnir voru not-
aðir til að efla akademískan styrk HR
með því að styðja við rannsóknarstarf
í skólanum.
Gæti misst eignarhlutinn
Í staðinn fyrir fjárframlagið eignað-
ist félag Róberts, Salt Investments, 30
prósenta hlut í skólanum og er félagið
skráð fyrir þessum hlut í dag. Róbert
fékk því eignarhlut í skólanum í stað-
inn fyrir milljarðinn sem hann ætlaði
að leggja skólanum til. Þess ber þó að
geta að Róbert getur ekki hafa veitt
skólanum þessa fjármuni í ágóða-
skyni þar sem enginn arður er greidd-
ur út úr skólanum.
Samkvæmt upplýsingum frá Há-
skólanum í Reykjavík mun Róbert
missa eignarhlut sinn í skólanum þar
sem hann getur ekki staðið við lof-
orðið um greiðsluna. Bakhjarlar HR.
ehf er nú skráð fyrir 38 prósenta hlut
í skólanum.
Þegar spurðist út að Róbert ætl-
aði sér að leggja skólanum til milljarð
króna var meðal annars smíðað um
hann nýyrðið „góðjöfur“ og var það
notað um hann á síðum Fréttablaðs-
ins í september 2007. Stórmennska
Róberts þótti slík að ekkert orð í ís-
lenskri tungu var talið ná utan um
gjafmildi hans.
Greiðslan á gjalddaga í sumar
Róbert segir að vegna efnahags-
ástandsins á Íslandi muni hann ekki
greiða Háskólanum í Reykjavík það
sem eftir stendur. „Miðað við efna-
hagsþrengingarnar og hvernig staðan
er á öllu hér á Íslandi finnst mér ekki
líklegt að ég klári það,“ segir Róbert.
Hann segir að greiðslan á millj-
ónunum 500 hafi þó ekki verið val-
kvæð, hann hafi verið skuldbundinn
til að greiða skólanum það sem eft-
ir stendur. „Seinni hluti greiðslunnar
var ekki skylda af minni hálfu. Ég gat
valið um að borga seinni hlutann eða
ekki. Þetta var þannig sem þetta var
skilgreint. Miðað við efnahagsástand-
ið á Íslandi núna tel ég minni líkur en
meiri á að það komi til greiðslu,“ segir
Róbert.
Fjárfestirinn segir að hann hefði
átt að ganga frá síðustu greiðsl-
unni nú í júlí eða í næsta mánuði.
„Þetta var gert samkvæmt ákveðnu
greiðsluplani. Mig minnir að síðasta
greiðslan hefði átt að vera núna í júlí
eða í ágúst. Þannig að hún er ekki
komin á gjalddaga ennþá,“ segir Ró-
bert sem meðal annars hefur unnið
sem stjórnarformaður bandaríska
lyfjafyrirtækisins Alvogen frá banka-
hruninu árið 2008. Róbert fjárfesti
í fyrirtækinu í gegnum alþjóðlegan
fjárfestingarsjóð sem hefur sérhæft
sig í fjárfestingum í samheitalyfjafyr-
irtækjum.
Róbert segir að þrátt fyrir að hann
muni ekki greiða milljónirnar 500 sé
upphæðin sú hæsta sem gefin hafi
verið til skólamála á Íslandi. „Þetta
er langhæsta fjárframlag sem gef-
ið hefur verið til skólamála hér á Ís-
landi. Þannig að við erum mjög stolt
af því,“ segir Róbert en eins og áður
segir eignaðist hann hlut í skólanum
fyrir vikið.
Vinnur í sínum málum
Aðspurður hvernig hann standi fjár-
hagslega um þessar mundir segist Ró-
bert vera að vinna í sínum uppgjörs-
málum. „Ég keypti auðvitað í Glitni
og það hafði gríðarleg áhrif á mína
stöðu,“ segir Róbert en félag hans, Salt
Investments, átti rúmlega 2 prósenta
hlut í Glitni þegar bankinn féll um
haustið 2008.
„En eins og staðan er núna sýn-
ist mér að hlutirnir séu að klárast.
Ég er að klára að gera upp þau mál
öll. Þannig að staða mín er auðvit-
að ekki eins sterk og hún var en ég
er að klára að gera upp þessi skulda-
og bankamál og auðvitað er ég með
mikið af eignum. Þannig að ég held
að ég komist í gegnum skaflinn en
þetta eru búnir að vera mjög erfið-
ir tímar. Ég get alveg sagt það,“ seg-
ir Róbert.
Miðað við efna-hagsþrenging-
arnar og hvernig stað-
an er á öllu hér á Íslandi
finnst mér ekki líklegt
að ég klári það.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Erfið staða Róbertsegiraðstaðaníefnahagslífinuhafiorðiðtilþessaðhanngeti
ekkigreittHáskólanumíReykjavíkþær500milljónirsemhannhefðiáttaðgreiðaí
sumar.
n„FélagávegumRóbertsWessmanhafðiáformumaðsetjaalltaðeinnmilljarð
íHRoghefurnúþegargreittum500milljónirafþví.Banka-ogefnahagshrunið
hefurhinsvegarsettstrikíreikninginnogekkiöruggtaðupphaflegaráætlanir
standist.Efþaðtekstekki,þámunnúverandiframlagRWstandasemgjöftil
skólansánskuldbindinga,enþaðhefurþegarveriðnýttveltilaðbyggjaupp
akademískanstyrkogeflakennsluíHR.“
SvarHáskólansíReykjavíkviðfyrirspurnDVumfjárframlagiðfráRóberti
Wessmann
Tapaði rúmum 19 milljörðum
Félag Róberts, Salt Investments, tapaði rúmum 19 milljörðum króna árið 2008
samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir það ár. Ársreikningnum var skilað til ársreikn-
ingaskrár ríkisskattstjóra í júní á þessu ári.
nSamkvæmtársreikningnumáttifélagiðeigniruppátæplega7,5milljarða
krónaogvareiginfjárstaðanneikvæðumtæplega9milljarðakróna.Staða
félagsinsbreyttistgríðarlegaámilliáraþví2007varhagnaðurafstarfsemiSalt
Investmentsuppátæplega11,5milljarðakróna.Eignastaðanárið2007varsömu-
leiðissamkvæmtþessuþvííreikningnum2007vareignasafnfélagsinsmetiðá
rúma22milljarðakróna.ÞegarlitiðertilþessaerekkiskrítiðaðRóberthaldiað
sérhöndummeðgreiðslunatilHRþvístaðafélagsinseralltönnurenþegarhann
gafskólanumvilyrðifyrirgreiðslunni.
nÍársreikningnumkemurlíkaframaðSaltInvestmentsáhlutífjölmörgum
félögumogerafarumsvifamikiðfélag.Meðalannarserumaðræðahlutinn
íHáskólanumíReykjavík,hlutíLatabæogBakhjörlumogeinshlutiíeignar-
haldsfélögumvíðaumheim,tildæmisíLitháen,áSpáni,íÞýskalandiogBrasilíu.
Íársreikningnumkemurframaðumséaðræðafélögíverktakabransanum,
heilbrigðisgeiranum,fasteignabransanumogásviðiviðskiptaráðgjafar.
Hefur greitt 500 milljónir
SKÓLINN FÆR EKKI
500 MILLÓNIRNAR
Kvartað undan
Landsbankanum
Múrbúðin hefur sent kvörtun til
ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna
yfirtöku Landsbankans á Húsa-
smiðjunni.
Telur Múrbúðin að yfirtaka og
eignarhald Landsbankans feli í sér
misnotkun á markaðsráðandi stöðu
og er vísað í EES-samninginn. Enn
fremur telur Múrbúðin að eignar-
haldið feli í sér ólögmætan ríkisstyrk
samkvæmt skilningi laga EES-samn-
ingsins. Í kvörtun Múrbúðarinnar til
ESA er bent á að hegðun Húsasmiðj-
unnar á markaði bendi ekki til þess
að Landsbankinn geri skýrar arð-
semiskröfur til fyrirtækisins.
Vill fund vegna
rækjuveiða
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur óskað eftir
að boðaður verði fundur í sjávar-
útvegsnefnd
Alþingis sem
fyrst. Ástæða
þess er
ákvörðun Jóns
Bjarnasonar
sjávarútvegs-
ráðherra um
að gefa veiðar
á úthafsrækju
frjálsar. Vill Jón að fulltrúar LÍÚ,
auk fulltrúa starfshóps sjávar-
útvegsráðuneytisins um veiðar
á úthafsrækju, verði boðaðir á
fundinn, ásamt fleirum. Ákvörðun
sjávarútvegsráðherra er umdeild
en hann hefur áður sagt að úthafs-
rækjukvótinn hafi verið vannýtt-
ur og brögð hafi verið að því að
útgerðarmenn fengju kvótanum
breytt í kvóta fyrir aðrar tegundir.
Landsvirkjun
styrkir Ómar
Landsvirkjun hefur ákveðið að
styrkja fjölmiðlamanninn Ómar
Ragnarsson um tvær milljónir
króna. Er markmið framlags Lands-
virkjunar að styðja við „... upplýsta
og vandaða umræðu um umhverfis-
mál og nýtingu náttúruauðlinda, þar
sem ólíkar skoðanir koma fram,“ að
því er segir á vef Landsvirkjunar.
Eftir að DV greindi frá fjárhags-
vandræðum Ómars hafa fjölmargir
ákveðið að styrkja hann, nú síðast
Landsvirkjun.
Vill stytta
leigutíma Magma
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
vill stytta leigutíma samnings Magma
við Reykjanesbæ á jarðhitaréttindum.
Samkvæmt samningnum hefur Mag-
ma nýtingarrétt á jarðhita í 65 ár og
getur framlengt hann um önnur 65,
ef vilji er fyrir hendir. Í fréttum RÚV á
þriðjudag var hins vegar greint frá því
að Katrín vildi stytta þennan tíma og
munu formlegar viðræður um málið
hefjast innan skamms. Þá vill Katrín
tryggja forkaupsrétt ríkisins að bréf-
um í HS Orku.