Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Page 21
Kristinn fæddist á Kambi í Ólafs-
firði og ólst þar upp. Hann lauk 30
tonna skipstjórnarprófi í Ólafsfirði,
stúdentsprófi frá MA 1981, stund-
aði nám við Myndlistaskólann á Ak-
ureyri 1982-83, við Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1983-86 og við
Akademie der Bildenden Künste í
München í Þýskalandi 1986-90.
Á námsárum nyrðra stundaði
Kristinn sjómennsku á sumrin með
föður sínum, ýmis störf tengd fisk-
vinnslu og landmælingar hjá Vega-
gerðinni á Akureyri og var síðar að-
stoðarmaður myndhöggvaranna
Jóns Gunnars Árnasonar og Ragnars
Kjartanssonar.
Kristinn hefur sinnt listsköpun
frá því hann lauk námi. Hann hefur
haldið fjölda einkasýninga og tek-
ið þátt í samsýningum heima og er-
lendis. Auk þessa hefur hann staðið
fyrir ýmsum listviðburðum, s.s. verið
sýningarstjóri á söfnum og á sýning-
um í Reykjavík og víðar.
Kristinn var stundakennari við
skúlptúrdeild MHÍ 1987-97 og gesta-
kennari við Listaakademíuna í Hels-
inki í Finnlandi 1992.
Verk eftir Kristin í opinberri eigu
er m.a. að finna í Listasafni Íslands,
Listasafni Reykjavíkur, Listasafninu á
Akureyri, Nýlistasafninu í Reykjavík,
og í eigu stofnana, fyrirtækja, einka-
safna og ýmissa sveitarfélaga víðs
vegar um land.
Kristinn var formaður Mynd-
höggvarafélagsins í Reykjavík 1990-
92, varaformaður Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna 1991-92,
sat í stjórn Listskreytingasjóðs ríkis-
ins 1990-94, sat í undirbúningsstjórn
að stofnun Listaháskóla Íslands og
sat í stjórn skólans frá stofnun 1998
til ársins 2009. Kristinn hefur verið í
Félagi Nýlistasafnsins í Reykjavík frá
1993.
Kristinn fékk m.a. fyrstu verð-
laun í samkeppni um vatnslista-
verk við Borgarleikhúsið 1988; fyrstu
verðlaun í samkeppni um listaverk í
Hofsstaðaskóla 1994 og fyrstu verð-
laun í samkeppni Akureyrarbæjar
um útilistaverk í tilefni aldamótanna
1999. Með arkitektum hefur Krist-
inn unnið fjölda verkefna tengdum
opinberu rými og byggingum, m.a.
með Studio Granda í Reykjavík.
Kristinn fékk Menningarverðlaun
DV fyrir myndlist 1991 og hefur notið
starfslauna frá íslenska ríkinu nokkr-
um sinnum sl. tvo áratugi.
Gefin var út vegleg bók um feril
Kristins á sl. ári á vegum Listasjóðs
Dungal og bókaforlagsins Crymo-
gea.
Fjölskylda
Eiginkona Kristins er Anna Björg
Siggeirsdóttir, f. 30.4. 1961, skrif-
stofumaður. Hún er dóttir Siggeirs
Björnssonar, f. 15.1. 1919, d. 29.01.
2004 og Margrétar Jónsdóttur, f.
2.9.1919, fyrrv. bænda í Holti á Síðu.
Dóttir Kristins og Önnu Bjargar er
Lilja Kristinsdóttir, f. 28.9. 1999.
Áður átti Kristinn Sigyn Blöndal,
f. 17.10. 1982, en maki hennar er Eg-
ill Arnar Sigurþórsson og börn þeirra
Breki og Ylfa.
Dóttir Önnu frá því áður er Una
Margrét, f. 8. 11.1985, en sambýlis-
maður hennar er Örn Ámundason.
Systkini Kristins eru Sigurlaug,
f. 20.7. 1960, búsett í Garði; Líney, f.
24.5.1963, búsett í Ólafsfirði og Örn,
f. 31.7. 1969, en hann lést af slysför-
um 6.11. 1993.
Foreldrar Kristins eru Hrafn Ragn-
arsson, f. 25.11. 1938, d. 11.11. 2002,
f.v. sjómaður í Ólafsfirði, og Lilja
Kristinsdóttir, f. 8.4.1941, húsmóðir.
Ætt
Hrafn er bróðir Hreins, sagnfræð-
ings og kennara á Laugarvatni, og
Úlfs, föður Karls Ágústs leikara.
Hrafn er sonur Ragnars, kennara og
biblíusafnara í Ólafsfirði og Reykja-
skóla Þorsteinssonar, b. í Ljárskóg-
arseli Gíslasonar, útvegsb. í Móabúð
í Eyrarsveit Þorsteinssonar. Móð-
ir Ragnars var Alvilda Bogadóttir,
kaupmanns í Búðardal Sigurðsson-
ar.
Móðir Hrafns var Sigurlaug, dótt-
ir Stefáns, b. á Smyrlabergi í Húna-
vatnssýslu, og Guðrúnar Krist-
mundsdóttur.
Lilja er dóttir Kristins, sjómanns
í Ólafsfirði, bróður Guðlaugar, konu
Alla ríka. Kristinn var sonur Stef-
áns Hafliða, verkamanns og sjó-
manns í Ólafsfirði Steingrímssonar
og Jónínu Kristínar Gísladóttur hús-
móður. Systir Kristins er Sigurveig,
móðir Björns Vals Gíslasonar alþing-
ismanns og annar bróðir þeirra var
Ólafur, faðir Guðmundar leikara og
Björns Þórs íþróttafrömuðar.
Móðir Lilju var Líney Jónasdóttir,
b. á Knappsstöðum í Stíflu í Fljótum
Jósafatssonar, b. á Reykjum í Miðfirði
Helgasonar, b. á Litla-Bakka Björns-
sonar. Móðir Jónasar var Jóhanna
Davíðsdóttir. Móðir Líneyjar var Lilja
Stefánsdóttir.
30 ára
Jolanta Duszak Hjallastræti 19, Bolungarvík
Arkadiusz Piech Eskihlíð 26, Reykjavík
Guðrún M. Benediktsdóttir Grandavegi 45,
Reykjavík
Jóhanna G. Sveinbjörnsdóttir Klettastíg 2f,
Akureyri
Fjóla Rún Jónsdóttir Dalbrún 16, Egilsstöðum
Anton Sigurjónsson Klapparhlíð 9, Mos-
fellsbæ
Arndís Vilhjálmsdóttir Miðbraut 20, Sel-
tjarnarnesi
Þorgeir Ómarsson Réttarholtsvegi 75,
Reykjavík
Hildur Elísabet Þorgrímsdóttir Beykidal 2,
Reykjanesbæ
Katrín Hjálmarsdóttir Grettisgötu 55c,
Reykjavík
40 ára
Marites Toledo Talle Ytra-Dalsgerði, Akureyri
Guðrún Lilja Númadóttir Langholtsvegi 37,
Reykjavík
Rúnar Þórlindur Magnússon Bleiksárhlíð
61, Eskifirði
Elva Dís Hekla Stefánsdóttir Búagrund 10a,
Reykjavík
Guðrún Ágústa Unnsteinsdóttir Hjallabraut
6, Hafnarfirði
Sæmundur Árnason Hamragerði 2, Akureyri
Klara Björnsdóttir Þrastarási 61, Hafnarfirði
Jón Pálmi Ólafsson Öldugerði 22, Hvolsvelli
Kristlaug Helga Jónasdóttir Langholtsvegi
22, Reykjavík
Ingvi Kristinn Jónsson Barmahlíð 20,
Reykjavík
50 ára
Jan Gienko Lokastíg 23, Reykjavík
Kolbrún Guðmundsdóttir Kóngsbakka 15,
Reykjavík
Jónas Theodór Lilliendahl Brekkubæ 11,
Reykjavík
Jörundur Jónsson Álftahólum 6, Reykjavík
Einar Þór Strand Hjallatanga 6, Stykkishólmi
Hafrún Jónsdóttir Háseylu 23, Reykjanesbæ
Gunnar Þór Guðmundsson Baughóli 19,
Húsavík
60 ára
Marina Pocitajeva Njálsgötu 87, Reykjavík
Oddný Rafnsdóttir Kringlunni 83, Reykjavík
Hrönn Friðgeirsdóttir Hrísrima 38, Reykjavík
Steinunn G. Ástráðsdóttir Snælandi 2,
Reykjavík
Holger Torp Faxatúni 11, Garðabæ
Ingibjörg Atladóttir Þormar Miðbraut 14,
Seltjarnarnesi
Gréta Ágústsdóttir Löngulínu 7, Garðabæ
Margrét Ólöf Eggertsdóttir Digranesvegi
70, Kópavogi
Áslaug Eiríksdóttir Vík, Höfn í Hornafirði
70 ára
Hallbjörn Þórarinn Þórarinsson Lækjasmára
4, Kópavogi
Sigurður Andrésson Miðvangi 149, Hafn-
arfirði
Ester Valgarðsdóttir Meistaravöllum 23,
Reykjavík
Aðalheiður Guðmundsdóttir Þorláksgeisla
29, Reykjavík
75 ára
Sigríður María Sigmarsdóttir Grandavegi
47, Reykjavík
Svava Svavarsdóttir Birkigrund 47, Kópavogi
Ingibjörg Ólafsdóttir Mánabraut 18, Kópa-
vogi
Ásberg Lárentsínusson Sunnubraut 5, Þor-
lákshöfn
Þórunn H. Felixdóttir Kópavogsbraut 1a,
Kópavogi
Ólöf Ingimundardóttir Norðurbakka 5a,
Hafnarfirði
Óskar Jónsson Skipagerði 1, Hvolsvelli
80 ára
Ágúst Frankel Jónasson Hagamel 41,
Reykjavík
Kári Bragi Jónsson Austurbrún 6, Reykjavík
Arndís Sigurðardóttir Miðfelli 4, Flúðum
Þórhallur Filippusson Raftahlíð 15, Sauð-
árkróki
Steinn Hansson Sléttuvegi 23, Reykjavík
90 ára
Pálmi Sigurðsson Hraunbúðum, Vestmanna-
eyjum
30 ára
Daniel Slabinski Háabarði 8, Hafnarfirði
Anna Monika Gocal Gerðavegi 25, Garði
Orri Hilmarsson Næfurási 12, Reykjavík
Íris Ólafsdóttir Stigahlíð 26, Reykjavík
Pawel Hryniak Engihjalla 17, Kópavogi
Gunnar Freyr Hilmarsson Ránargötu 9a,
Reykjavík
Yngvi Hrafn Pétursson Grænumýri 18, Ak-
ureyri
Dagur Kristjánsson Bergþórugötu 61, Reykja-
vík
Sylvía Rós Ríkarðsdóttir Owen Hörgsholti 25,
Hafnarfirði
Guðlaugur Hjartarson Fróðengi 18, Reykjavík
Inga Rós Vilhjálmsdóttir Hagalandi 7, Mos-
fellsbæ
Björn Bragi Björnsson Funafold 12, Reykjavík
Þorgeir Sæmundsson Gullsmára 1, Kópavogi
40 ára
Brynja Dung Thi Vu Hraunbæ 32, Reykjavík
Marta Maria Ruszecka Meðalholti 19,
Reykjavík
Björgvin Sigmar Stefánsson Kjóahrauni 1,
Hafnarfirði
Valdimar Melrakki Árnason Hafnargötu 32,
Reykjanesbæ
Kristófer Helgason Reyrhaga 20, Selfossi
Helga Einarsdóttir Laugarnesvegi 44,
Reykjavík
50 ára
Elsa Árný Bjarnadóttir Unufelli 20, Reykjavík
Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir Rauðumýri 3,
Mosfellsbæ
Ingvar Víkingsson Krummahólum 8, Reykjavík
Tryggvi Högnason Kvíslartungu 46, Mos-
fellsbæ
Ragna Hrönn Jóhannesdóttir Dyrhömrum
18, Reykjavík
Sigríður Karlsdóttir Seljahlíð 1f, Akureyri
Rakel Halldórsdóttir Marbakka 1, Neskaup-
stað
Sigríður Ragna Hansen Raftahlíð 60a, Sauð-
árkróki
Guðbjörg S. Guðlaugsdóttir Skipalóni 8,
Hafnarfirði
Ása Hlín Svavarsdóttir Berugötu 26, Borg-
arnesi
Andrés Guðbjörn Kolbeinsson Gautavík 30,
Reykjavík
Þorsteinn Hjaltested Vatnsenda, Kópavogi
Helga Gunnarsdóttir Fornastekk 4, Reykjavík
Smári Jónsson Heiðarhrauni 24, Grindavík
Tryggvi Hallvarðsson Efstasundi 75, Reykjavík
60 ára
Daníel Rúnar Júlíusson Leynisbrún 1,
Grindavík
Linda Hreggviðsdóttir Gnoðarvogi 70,
Reykjavík
Pétur Valdimarsson Háuhlíð 9, Sauðárkróki
Elísabet Eyjólfsdóttir Hábergi 3, Reykjavík
Brynjólfur Óskarsson
Tindaseli 1b, Reykjavík Helga Elísabet Krist-
insdóttir
Flétturima 2, Reykjavík
Ólafur Ólafsson Smáraflöt 11, Akranesi
Eiríkur Jónsson Vatnsnesvegi 11, Reykjanesbæ
Tómas Jónsson Miðstræti 10, Reykjavík
Valur Leonhard Valdimarsson Jakaseli 12,
Reykjavík
70 ára
Sólrún Jensdóttir Hellulandi 10, Reykjavík
Ingi Gústafsson Lindasíðu 53, Akureyri
Friðrik A. Jónsson Flatahrauni 16b, Hafnarfirði
75 ára
Ólafur Ágústsson Túngötu 19, Grindavík
Elsa Guðmundsdóttir Grundartanga 50,
Mosfellsbæ
Sesselja Friðriksdóttir Skipasundi 88,
Reykjavík
Bergljót Sigurbjörnsdóttir Fjarðarseli 19,
Reykjavík
Gunnar Rafn Guðmundsson Hálsaseli 37,
Reykjavík
80 ára
Helga Axelsdóttir Funalind 13, Kópavogi
María Jóna Helgadóttir Strikinu 10, Garðabæ
Hafdís J. Bridde
Frostafold 1, Reykjavík Guðný Kristín Guðna-
dóttir
Aðalgötu 3, Suðureyri
Hannes Guðmundsson Efri-Sandvík, Grímsey
Elín Sigurðardóttir Tjarnarási 9a, Stykkishólmi
85 ára
Kristinn Þórir Einarsson Melgerði 13, Reyð-
arfirði
Guðrún Hulda Guðmundsdóttir Vogatungu
51a, Kópavogi
Páll Halldór Guðmundsson Reynimel 60,
Reykjavík
Hanna Margrét Kristjánsdóttir Silungakvísl
19, Reykjavík
Rannveig Ármannsdóttir Lindasíðu 2, Ak-
ureyri
90 ára
Sigurbjörg Pálsdóttir Borgarbraut 65, Borg-
arnesi
til hamingju hamingju
miðvikudaginn 21. júlí
Ragnhildur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp og í Hafnarfirði. Hún
stundaði nám við Kennaraskóla Ís-
lands og lauk kennaraprófi 1985.
Ragnhildur var kennari við
Kársnesskóla 1986-90, skólastjóri
við Finnbogastaðaskóla 1990-95,
aðstoðarskólastjóri við Nesjaskóla
1996-97, kennari og aðstoðarskóla-
stjóri við Flúðaskóla 1997-2007.
Hún stundar nú meistaranám í
bókasafns- og upplýsingafræði við
Háskóla Íslands.
Fjölskylda
Börn Ragnhildar eru Kári Vil-
mundarson Hansen, f. 22.4. 1986,
í háskólanámi í Japan; Þórður Vil-
mundarson, f. 27.6. 1993, fram-
haldsskólanemi við Tækniskóla Ís-
lands; Guðný Vilmundardóttir, f.
24.10. 1994, nemi við Menntaskól-
ann í Hamrahlíð.
Systkini Ragnhildar eru Hilda
Gerd Birgisdóttir, f. 6.9. 1954, þýð-
andi, búsett í Reykjavík; Birgir Örn
Birgisson, f. 4.7. 1959, múrara-
meistari, búsettur í Hraunteigi í
Gnúpverjahreppi; Eggert Sigurjón
Birgisson, f. 2.8. 1972, sálfræðingur,
búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Ragnhildar eru Birgir
Sigurjónsson, f. 19.2. 1938, heildsali
í Hafnarfirði, og Ragnhildur Sigríð-
ur Eggertsdóttir, f. 9.3. 1939, skrif-
stofustjóri, búsett í Reykjavík.
Ætt
Birgir er sonur Sigurjóns, skrif-
stofustjóra lögreglustjóra, bróður
Jónatans hæstaréttardómara, föð-
ur Halldórs, fyrrv. forstjóra Lands-
virkjunar. Annar bróðir Sigurjóns
var Jón sýslumaður, faðir Bjarna
Braga, fyrrv. aðstoðarbankastjóra
Seðlabankans.
Þriðji bróðir Sigurjóns er Ein-
varður, starfsmannastjóri Lands-
bankans og Seðlabankans, fað-
ir Hallvarðs, fyrrv. saksóknara og
Jóhanns, fyrrv. alþm. Sigurjón var
sonur Hallvarðs, b. í Skutulsey á
Mýrum Einvarðssonar, og Sigríðar
Jónsdóttur.
Móðir Birgis var Gerd, dóttir
L.H. Muller, kaupmanns í Reykja-
vík, og Marie Bertelsen en þau voru
bæði norsk.
Ragnhildur er dóttir Eggerts,
lýsismatsmanns í Reykjavík Ólafs-
sonar, og Ragnhildar lækninga-
miðils Gottskálksdóttur, bróður Jó-
hönnu Guðríðar, móður Kristjáns
Jóhanns, stofnanda Kassagerðar
Reykjavíkur, föður Agnars, forstjóra
Kassagerðarinnar. Annar sonur Jó-
hönnu Guðríðar var Benjamín, afi
Brodda Kristjánssonar, margfalds
Íslandsmeistara í badminton. Þriðji
sonur hennar var Sigurður Pálsson
vígslubiskup, faðir Sigurðar, vígslu-
biskups í Skálholti. Gottskálk var
sonur Björns, b. á Stóra-Hrauni
Gottskálkssonar, b. í Landbrotum
Gíslasonar, bróður Eggerts, langafa
Guðmundar Kambans og Sigvalda
Kaldalóns tónskálds.
Ragnhildur verður að heiman
með fjölskyldunni á afmælisdag-
inn.
Ragnhildur S. Birgisdóttir
kennari og nemi í reykjavík
til hamingju
fimmtudaginn 22. júlí
miðvikudagur 21. júlí 2010 umsjón: kjartan gunnar kjartansson kjartan@dv.is ættfræði 21
50 ára á miðvikudag
50 ára á miðvikudag
Kristinn E. Hrafnsson
myndlistarmaður