Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 23
miðvikudagur 21. júlí 2010 úttekt 23 Gæludýr hafa góð áhrif á heilsuna Gæludýr hafa róandi áhrif á fólk. Það þarf ekki að klappa hundi eða ketti í nema 15– 30 mínútur eða horfa á fisk synda til að minnka fram- leiðslu stresshormóna. Á þessum stutta tíma nær líkaminn að róa sig niður og magn stresshormónsins cortisól lækkar. Félags- skapur við gæludýr eykur líka framleiðslu serótóníns og fjöldi mikilvægra efnassam- banda, sem sjá okkur fyrir gleðihormónum, eykst. Minna stress hefur góð áhrif á líkam- ann og okkur líður betur – andlega og lík- amlega. Heldur blóðþrýstinGnum niðri Að eiga gæludýr getur haft góð áhrif á blóð- þrýsting fólks. Í rannsókn sem gerð var á 240 hjónum kom í ljós að blóðþrýstingur hjóna sem áttu gæludýr var lægri, og hjartsláttur hægari en hjá hinum. Önnur rannsókn sýndi að blóðþrýstingur hjá ofvirkum börnum lækkaði þegar þau klöppuðu hundi. læGra kólesteról Samkvæmt rannsóknum lækna hafa gæludýr jákvæð áhrif á kólesterólið. Læknar komust að því að kólesteról er lægra hjá þeim sem eiga dýr en hinum sem engin eiga. Þeir mæla þó með því að fólk fylgi áfram reglum um mataræði og hreyfingu til að hafa áhrif á kólesteról því niðurstöðurnar gætu tengst því að gæludýra- eigendur lifi heilbrigðara lífi en þeir sem ekki eiga gæludýr. Góð fyrir Hjartað Rannsóknir hafa sýnt fram á að langtíma áhrif þess að eiga kött eru meðal annars góð vörn fyrir hjartað. Niðurstöður úr 20 ára rannsókn leiddu í ljós að fólk sem hafði aldrei átt kött var 40 prósent líklegra til að deyja úr hjartaáfalli en fólk sem hafði átt kött. Önnur rannsókn sýndi fram á að batalíkur ári eftir hjartaáfall voru betri hjá hundaeigendum en þeim sem áttu ekki hund. Á heildina litið eru gæludýra- eigendur í minni hættu á að deyja úr hjarta- sjúkdómum, þar á meðal hjartastoppi. minna þunGlyndi Sálfræðingar hafa verið duglegir að benda fólki sem glímir við þunglyndi á að fá sér gæludýr. Gæludýr eru talin hafa góð áhrif á þunglyndi og einnig í kjölfar þunglyndis. Enginn elskar þig meira og jafn skilyrðislaust og gæludýrið þitt. Dýr eru einnig góðir hlustendur og hlusta á þig eins lengi og þú þarft. Að klappa dýrum hefur róandi áhrif. Við að hugsa um dýr – fara með það í göngutúr, gefa því að borða og leika við það – víkja hugsanir um eigin vandamál og fólk verður ánægðara með hvernig það eyðir tíma sínum. betri líkamleG Hreysti Fólk sem á hunda er yfirleitt í betra formi og það eru minni líkur á að það glími við offitu en fólk sem á ekki hund. Að ganga úti með hund- inn í 30 mínútur á dag heldur þér í formi því það sér til þess að þú fáir þá daglegu líkamlegu hreyfingu sem mælt er með. Tveir 15 mínútna göngutúrar – einn að morgni og einn að kvöldi til – gera sama gagnið. Auk þess gefur sú hreyf- ing, sem maður fær við að leika við hundinn, manni aukið forskot. minni einanGrun Einn lykill að heilbrigðum huga er að halda sambandi við fólk. Gæludýraeigendur eru gjarnir á að vilja tala við aðra gæludýraeig- endur – og tala um gæludýrin. Fólk – og sér- staklega fólk með dýr – staldrar oft við og tal- ar við annað fólk þegar það er að viðra dýrið sitt. Félagsleg tengsl fólks verða þannig betri hjá gæludýraeigendum. Þegar þú ferð út með hundinn þinn þá er líklegt að þú farir að tala við annan hundaeiganda á meðan hundarnir leika sér saman. minna ofnæmi Rannsakendur hafa veitt því athygli að ólík- legra er að börn sem alast upp á heimili þar sem eru gæludýr þrói með sér ofnæmi. Sama er að segja um börn sem alast upp á sveitabæjum þar sem mikið er af stórum dýrum. Vegna þessa þá eru minni líkur of- næmi þegar börnin eldast. umGenGni við ketti kemur í veG fyrir astma Það kann að hljóma furðulega að umgengni við ketti kunni að koma í veg fyrir astma því ofnæmi fyrir dýrum er ein meginkveikja astma. Ungbörn sem alast upp á heimili þar sem er köttur, eru mun ólíklegri til að þróa með sér astma þegar þau eldast. Þó er ein undantekning – ef móðir barnsins er með kattarofnæmi þá er þrisvar sinnum líklegra að barnið þrói með sér astma ef það um- gengst kött frá unga aldri. Hjálp fyrir sykursjúka Óvænt blóðsykursfall getur verið mjög hættu- legt fyrir sykursjúkt fólk. Sumir hundar geta varað eigendur sína við yfirvofandi blóðsyk- ursfalli. Líklegt er talið að líkaminn gefi frá sér sérstaka lykt áður en það gerist. Aðvörunin gefur eigandanum tíma til að borða og forð- ast þannig blóðsykursfall. Um það bil einn af hverjum þremur hundum sem búa með syk- ursjúku fólki hefur hæfileika til að vara við blóðsykursfalli. Í Bandaríkjunum er verið að þjálfa hunda sérstaklega til hjálpar sykursjúk- um. Hjálpar börnum með ofvirkni atHyGlisbrest Það getur haft góð áhrif á börn sem þjást af of- virkni og athyglisbresti (ADHD) að eiga gælu- dýr. Að bera ábyrgð á gæludýri getur hjálpað þessum börnum að skipuleggja sig og gef- ur þeim ábyrgðartilfinningu. Gæludýr þurfa líka hreyfingu og að leika við dýr er afbragðs leið fyrir börnin til að losa auka orku. Leikur- inn veldur þreytu sem gerir svefn auðveldari. Gæludýrið veitir barninu líka skilyrðislausa ást sem verður til þess að sjálfstraust þess eykst. krabbameinsrannsóknir Dýr fá krabbamein eins og mannfólkið og hingað til hafa dýrin notið góðs af þeim rann- sóknum sem gerðar hafa verið á krabbameini í mönnum. Nú hefur dæmið hins vegar snúist við og menn njóta góðs af rannsóknum á dýr- um. Bæði kettir og hundar frá sömu tegundir krabbameins og maðurinn. Því hafa, til dæm- is, rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli hjá hundum leitt til betri skilnings á blöðru- hálskrabbameini í eldri mönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.