Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Qupperneq 25
Ómöguleg verkefni Stórveldin KR og FH eiga
seinni leiki sína í Evrópukeppnum fyrir höndum í dag og á morg-
un. FH mætir hvítrússneska liðinu Bate Borisov í Kaplakrika í kvöld
klukkan 19.15 og KR leikur við úkraínska liðið Karpaty Liev ytra.
Bæði lið eiga afar veika von, ef þá einhverja, um að komast áfram.
FH tapaði fyrri leiknum 5-1 ytra og verður því að vinna 4-0 í kvöld.
Að sama skapi verður KR að vinna Karpaty 4-0 á útivelli en mið-
að við leik liðanna í Frostaskjóli fyrir viku er það vart raunhæfur
möguleiki. Dráttur FH og KR þetta árið var ekki happadráttur.
marquez eltir Henry Svo gæti farið að
bandaríska MLS-liðið New York Red Bulls semji við aðra stjörnu
Barcelona á næstu dögum ef marka má fréttir spænska íþrótta-
blaðsins Sport. Rafael Marquez gæti verið á leið til New York en
liðið hefur áður gefið það út að Henry verði ekki eina stjarnan
sem það kaupir. „Ég vil yfirgefa Barcelona í góðu. Ég vona að
þetta gangi upp sem fyrst og ég komist til félags þar sem ég fæ
að spila, sama hvort það sé í Bandaríkjunum, Mexíkó eða ann-
ars staðar,“ segir Marquez.
mOlar
Gaddafi á bak við
villeneuve
n Ítalskir fjölmiðlar greina frá því
sonur hins umdeilda Líbíu-leiðtoga,
Muammar al-Gaddafi, gæti verið á
bakvið nýtt For-
múlu 1-lið sem
heimsmeist-
arinn fyrrver-
andi Jacques
Villeneuve vill
stofna. Villeneu-
ve er genginn í
raðir GP2-liðsins
Durango sem vill
verða þrettánda liðið í Formúlunni
á næsta tímabili. Durango varð þó
gjaldþrota í fyrra og hafa spurningar
vaknað um hvar liðið ætli að finna
það mikla fjármagn sem þarf til þess
að vera í Formúlu 1. Segja Ítalir að
sonur Gaddafi sé á bakvið liðið.
allir vinir
hjá Mclaren
n Lewis Hamilton, ökumað-
ur McLaren í Formúlu 1, segir að
aldrei gæti komið upp eins mikið
ósætti í herbúð-
um McLaren
og sást hjá Red
Bull-mönn-
um um daginn.
Hamilton segir
samband sitt
og heimsmeist-
arans Jensons
Button í góðu
lagi. „Jenson skutlaði mér heim
eftir kappaksturinn á Silverstone
í síðustu viku og ég hefði gert það
sama fyrir hann. Við erum ekkert
bestu vinir og eyðum ekkert öllum
stundum saman. Við virðum samt
hvor annan og erum fínir félagar.
Aldrei myndum við rífast svona eins
og Webber og Vettel,“ segir Lewis
Hamilton.
Þurfti siGurinn
n Suður-Afríkumaðurinn Louis
Oosthuizen segir að hann hefði
virkilega þurft sigur á stóru móti
til að koma sér
almennilega í
gang. Það þurfti
þó ekki að vera
opna breska en
hann er ánægð-
ur með að hans
fyrsti sigur á
stóru móti kom
í þessari elstu og
virtustu keppni íþróttarinnar. „Það
var rosalega gott að koma fyrsta
stóra sigrinum frá,“ segir Louis en
hann hefur þó unnið eitt mót á Evr-
ópumótaröðinni. „Ég virkilega þufti
þennan sigur. Að vera alltaf á meðal
efstu fimm var bara ekki nóg fyrir
mig. Þetta var sigur sem gæti lyft
ferlinum á næsta stig,“ segir Louis
Oosthuizen.
ÞöGGuM aftur
niður í fólki
n Kevin Nolan, miðjumaður New-
castle, er orðinn langþreyttur á að
fólk segi að liðið muni ekki halda
sér í úrvalsdeild-
inni á komandi
leiktíð en það
kom upp úr næst
efstu deild sem
liðið rústaði í
fyrra. „Nú erum
við miklu stabílli
sem lið en samt
vilja allir meina
að við séum ekki nægilega góðir
fyrir þessa deild. Það er sama hvað
við gerum, alltaf er til fólk sem vill
koma höggi á klúbbinn. Ég er orðinn
ógeðslega þreyttur á þessu og hlakka
til að þagga niður í fólki og sanna
fyrir því að það veit ekkert,“ segir
Kevin Nolan sem kom til Newcastle
frá Bolton fyrir tveimur árum.
miðvikudagur 21. júlí 2010 spOrt 25
Hollenska stórveldið Ajax frá Am-
sterdam þarf líklega að selja sínar
helstu stjörnur áður en sumrinu lýk-
ur. Fjárhagsstaða félagsins er mjög
slæm og getur liðið ekki keypt leik-
menn nema selja einhverja á móti.
Fyrst þarf þó að skera niður launa-
kostnað og þar eru efstir á blaði sam-
kvæmt hollenskum miðum fram-
herjinn Luis Suarez, markvörðurinn
Maarten Stekelenburg og bakvörð-
urinn Gregory van der Wiel.
Suarez hefur lengi verið orðað-
ur við stórlið í Evrópu, þar á með-
al Manchester United en hann var
markahæsti leikmaður hollensku
úrvalsdeildarinnar í fyrra með 35
mörk. Eins hefur Tottenham verið
mjög áhugsamt um að landa Úrúg-
væanum sem skoraði þrjú mörk á
heimsmeistaramótinu í Suður-Afr-
íku.
Maarten Stekelenburg er tiltölu-
lega launahár miðað við getu en ólík-
legt þykir að Ajax nái að losa hann
fyrir alvöru upphæð. Gæti svo far-
ið að Stekelenburg verði beðinn um
að taka á sig launalækkun en óvíst
er hvort hann taki því. Hann varði
mark Hollendinga á heimsmeistara-
mótinu en liðið endað í öðru sæti á
eftir Spáni.
Bakvörðinn Gregory van der Wiel
ætti ekki að vera nokkurt mál fyrir
Ajax að selja en lið á borð við Real
Madrid, AC Milan, Liverpool og FC
Bayern hafa öll rennt hýru auga til
hans. Hann var eins og Stekelen-
burg fastamaður í byrjunarliði silfur-
meistara Hollands á HM.
„Það er mikið af leikmönnum
sem félagið vill selja. Martin Jol vill fá
nýja leikmenn til liðsins en hann fær
þá ekki nema hann selji leikmenn á
móti. Það er ekki til neinn peningur
hérna,“ er haft eftir aðstoðarmanni
Martins Jol, þjálfara Ajax.
tomas@dv.is
Ajax gæti þurft að selja sínar helstu stjörnur:
Útsala í Amsterdam
Krefjandi völlur í Kiðjaberginu
komnir með þannig lausn að menn
geta skoðað stöðuna í símanum en
flestir eru nú með þannig síma í
dag. Menn verða því ekkert bundn-
ir á einum stað og ættu allir að vera
með á nótunum, hvort sem það sé
á vellinum eða heima hjá sér,“ segir
Hörður en síðustu tveimur dögun-
um verður sjónvarpað beint í Ríkis-
sjónvarpinu.
Birgir Leifur mætir
Mótið verður stútfullt af fyrrverandi
Íslandsmeisturum en einn þrefald-
ur, Birgir Leifur Hafþórsson, verður
með í fyrsta skipti síðan árið 2007.
„Það er alltaf jákvætt þegar okk-
ar bestu kylfingar eru með. Það
eru margir Íslandsmeistarar með á
mótinu sem er mjög gaman,“ segir
Hörður sem velkist ekki í vafa um
að Birgir verði á meðal efstu manna
sé hann orðinn heill heilsu.
„Birgir Leifur hefur verið meidd-
ur síðan í fyrra og er að komast á
skrið aftur. Þetta mót verður barátta
á milli okkar bestu manna og von-
andi helst Birgir Leifur heill. Takist
honum það verðurb hann eflaust í
toppslagnum,“ segir Hörður Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri Golf-
sambands Íslands.
Ævintýraleg spenna
Í fyrra bauð karlaflokkurinn á
landsmótinu upp á eina ótrúleg-
ustu spennu seinni tíma í íslensku
íþróttalífi. Þegar fjórar holur voru
eftir hafði Stefán Már Stefánsson
úr GR, fimm högga forystu á Ólaf
Björn Loftsson úr Nesklúbbnum.
Var Stefán þar á leiðinni að verða
fyrsti Íslandsmeistarinn úr röðum
GR í 24 ár en hann átti sigurinn vís-
an. Ótrúlegur endasprettur Ólafs
Bjarnar þar sem hann náði fjórum
fuglum á fjórum síðustu holunum
kom honum í þriggja holu umspil
við Stefán. Í umspilinu hafði Ól-
afur síðan betur með fimmta fugli
sínum í röð og eyðilagði hann GR-
partíið svo um munaði.
Mætir Atvinnukylfingurinn Birgir
Leifur Hafþórsson mætir í fyrsta
skipti á landsmót síðan 2007.
MYND REUTERS
Á leið burt? Mörg stórlið
hafa sýnt Suarez áhuga og
nú gæti hann þurft að fara.
MYND REUTERS