Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2010, Blaðsíða 26
Glöggir lesendur Morgun- blaðsins hafa væntanlega tekið eftir því að undanfarnar vik- ur hefur fylgitímarit blaðsins, Monitor,ekki fylgt með blaðinu. Aðdáendur blaðsins þurfa þó ekki að örvænta, það er einung- is í sumarfríi. Að sögn ritstjóra blaðsins, Björns Braga Arnars- sonar, þá mun blaðið ekki koma út yfir hásumarið. „Fólk vill nota þennan tíma í sólböð og frisbí- diskakast, en ekki í að lesa blöð,“ segir Björn Bragi, en blaðið kem- ur út næst í ágúst. Það hefur ekki farið mikið fyr- ir Leoncie á Íslandi að undan- förnu en hún flutti til Englands fyrir nokkrum árum. Síðast frétt- ist reyndar af indversku prins- essunni eins og hún er kölluð, á Indlandi þar sem hún held- ur annað heimili. Nú hefur hún vakið áhuga blaðamanna New York Magazine vestanhafs en á vefsíðu blaðsins má finna mynd- band af Leoncie að dilla sér og syngja lagið Teenage Boy in Town. Má þar sjá söngkonuna dansa eggjandi dans fyrir fram- an gangandi vegfarendur í versl- unarmiðstöð, íklædda bleiku dressi skreyttu silfruðum pallí- ettum og með höfuðskraut í stíl. Þess á milli er klippt í bláleita mynd af saklausum tánings- dreng sem Leoncie syngur um að tæla og dillar sér um leið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem söngkonan birtist á vefsíðu New York Magazine því fyrir ein- hverju síðan birtist grein um hana þar sem henni var líkt við Madonnu vegna yfirþyrmandi kynferðistilburða í sviðsfram- komu. Myndbönd Leoncie má finna á vefsvæði Youtube en nokkur þeirra þóttu of gróf fyrir síðuna og voru fjarlægð. LEONCIE Í EGGJANDI DANSI MONITOR Í SUMARFRÍI INDVERSKA PRINSESSAN KÖLLUÐ MADONNA ÍSLANDS: Uppáhaldsrappari yngri kynslóð- arinnar Mc Gauti hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Þeir kalla mig (fyrirmynd) og þar deilir hinn ungi rappari á þá stöðu sem yngstu aðdáendur hans hafa haf- ið hann upp í. Undirspil lagsins er framleitt af engum öðrum en Dj Intro, sem bargestir borgar- innar ættu að kannast við, en hann hefur farið mikinn bakvið stálborðin á skemmtistöðunum í sumar. Lagið er hægt að nálgast á vefsvæði youtube.com, og má með sanni segja að það sé ein- staklega sumarlegt og í takt við það sem starfsbræður Gauta gera nú vestanhafs. GAUTI GEFUR ÚT NÝTT LAG 26 FÓLKIÐ 21. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR HEIÐA RÚN SIGURÐARDÓTTIR: Madonna Íslands Dillar sér og syngur um að tæla unglingsdrengi. LEIKUR Í MYND MEÐ ANNE HATHAWAY „Ég er rosalega þakklát fyrir að fá þetta frábæra tækifæri. Ég tel mig rosalega heppna að vera að vinna með svona frábæru fólki,“ segir Heiða Rún Sigurð- ardóttir sem útskrifaðist á dögunum úr leiklistarskólanum Drama Cent- er London. Skólinn hefur útskrifað leikara eins og Pierce Brosnan, Colin Firth, Paul Bettany, Anne Marie Duff og Tom Hardy og nú Heiðu. Heiða var ekki lengi að landa sínu fyrsta hlut- verki eftir útskriftina. Hún fékk hlut- verk í myndinni „One Day“ sem er byggð á metsölubók eftir David Ni- cholls. Myndin skartar stjórstjörn- um á borð við Anne Hathaway og Jim Sturgess. „Myndin fjallar um stelpu og strák og líf þeirra í gegnum 20 ár. Þetta er alveg yndisleg saga og bókin hef- ur fengið ótrúlega góða dóma hérna úti. Ég leik eina af kærustum hans en hann á nokkrar kærustur í myndinni. Hún er mjög sérstök og fyndin típa. Þetta er ekki stórt hlutverk en samt frábært að fá hlutverk í svona stórri mynd því ég bara var að útskrifast.“ Heiða var lánsöm og var kom- in með umboðsmann áður en hún útskrifaðist. „Ég var svo heppin að fá umboðsmann áður en skólanum lauk. Umboðsmaðurinn minn heit- ir Michael Foster og hann uppgötv- aði meðal annarra Hugh Grant, Sean Bean og fleiri fræga. Hann er mjög virtur og búinn að vera lengi í brans- anum.“ Michael er með marga fræga leikara á sínum snærum. „Hann er umboðsmaður fyrir Julie Christie, Billie Piper, Sam Neill og fleiri þekkta.“ Heiða segist hafa verið heppin og sé búin að vera send í margar pruf- ur. „Af því ég var svo heppin að vera tekin undir hans væng áður en skól- inn kláraðist þá er búið að senda mig í stanslausar prufur af skrifstofunni. Það eru ekki allir sem eru það heppn- ir að komast í prufurnar en það getur líka tekið á. Þetta var dálítið erfitt þeg- ar ég var enn í skólanum en maður bara verður að gera þetta því þetta er upphafið að ferlinum,“ segir Heiða. Áður en Heiða fór út í leiklistina þá starfaði hún víða um heim sem fyrirsæta - meðal annars í Indlandi. Hún telur fyrirsætustörfin hafa hjálp- að sér að einhverju leyti í leiklistinni. „Það gefur mér kannski ákveðið for- skot að hafa farið í svona prufur áður. Ég er vön að vera dæmd út frá útliti. En þetta eru samt allt öðruvísi pruf- ur, þegar þú ert fyrirsæta þá mætirðu bara og það er stundum nóg en þú þarft að hafa meira fyrir leiklistarpruf- unum. Þetta er líka öðruvísi fyrir mig því þetta er það sem ég vil gera. Þegar ég var fyrirsæta þá var það bara ákveð- ið tímabil, það var gaman að ferðast og svona en núna er ég í því sem mig langar að gera.“ viktoria@dv.is Fyrirsætan og nýútskrifaða leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir landaði hlut- verki í bíómynd með stórleikkonunni Anne Hathaway. Sami umboðsmaður og uppgötvaði Hugh Grant er með Heiðu á sínum snærum. Heiða er með umboðsmanninn sem uppgötvaði Hugh Grant Anne Hathaway er þekkt úr myndum eins og Bride War, Princess Diaries og fle iri góðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.