Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 18
Lengi hefur verið kallað eftir sátt í íslensku samfélagi. Þess er beðið að við hættum að karpa og byrjum að vinna saman að sameiginlegu markmiði. Við erum jú öll í sama liðinu. Tak- mark okkar er og verður að auka sameiginleg lífsgæði, þannig að þetta ætti ekki að vera neitt mál. Á undraverðan hátt hefur það gjörsamlega mistekist að fá stjórnmálamenn til að vinna að sameiginleg- um markmiðum. Þeir virðast alltaf sjá tilgang í því að vera ósammála og þrátta um mestu smáatriði. Þeim virðist vera mikilvægara að hafa rétt fyrir sér, með hvaða hætti sem er, heldur en að gagnast þjóðinni. Nú í vikunni urðu hins veg-ar loksins þau tímamót að leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna næðu saman. Bjarni Benediktsson og Jóhanna Sigurðardóttir hafa lík- lega aldrei verið sammála áður. Þau hafa ekki náð saman um efnahags- málin, ekki velferðarmálin og alls ekki Icesave. Snertiflöturinn sem þau náðu saman um var að hlífa flokkssystkinum sínum við því að fara fyrir Landsdóm og svara fyrir ráðherraábyrgð sína. Í fyrra yfirgaf Ingibjörg Sólrún Gísladóttur formannsstólinn í Samfylkingunni. Hún valdi Jóhönnu sem eftirmann sinn og hrósaði henni í hástert. Nú er Jóhanna sannfærð um að Ingibjörg Sólrún sé hreinlega of saklaus til þess að það megi ákæra hana, þrátt fyrir að þingmannanefnd sem hún setti á laggirnar kæmist að þeirri niðurstöðu að hún ætti að vera ákærð. Þvílík tilviljun að Jóhanna skuli einmitt sjá ástæðu til að grípa fram fyrir hendurnar á þingmanna- nefndinni akkúrat í tilfelli þessarar nánu samstarfskonu hennar. Agnes Bragadóttir, blaða-kona Davíðs Oddsson-ar, gagnrýndi Jóhönnu í sunnudagsblaði Mogg- ans fyrir að launa Ingibjörgu Sól- rúnu með því að láta hana fara fyrir Landsdóm. Gagnrýni úr þeirri átt var ótvírætt merki um að Jóhanna væri að gera eitthvað rétt varðandi spillinguna. En annað kom á dag- inn. Jóhanna og Bjarni eru sammála um það að fylgja lögunum, svo lengi sem lögin kveði ekki á um að forverar þeirra axli ábyrgð. Kannski geta Jóhanna og Bjarni myndað saman ríkisstjórn utan um þennan snertiflöt. Þessi samhljómur milli Sjálfstæðisflokks og Sam-fylkingar heyrðist síðast vorið 2007. Þá náðu Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sögulegum sáttum Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar. Þá var allt orðið um seinan þannig að þau ákváðu að þegja yfirvofandi bankahrun í hel, leyfa Lands- bankanum að fara ránshendi um Evrópu, lækka skatta til að auka þenslu, fara í áróðursherferð fyrir bankana í Evrópu og Bandaríkj- unum og almennt gera ekki neitt í vandanum, kannski sem betur fer, því það sem þau gerðu gerði illt verra. AFHJÚPUN JÓHÖNNU „Ég er í stuði enda er þing Neytenda- samtakanna framundan — en ég er ekki í rafmagnsstuði.“ segir JÓHANNES GUNNARSSON formaður Neytenda- samtakanna, hefur sent Landsneti, sem er dreifingaraðili rafmagns, bréf þar sem óskað er rökstuðnings á því viðhorfi fyrirtækisins að það beri ekki ábyrgð á tjóni vegna rafmagnstrufl- ana. Fyrr í mánuðinum urðu miklar rafmagns- truflanir sem ollu víða skemmdum á raftækjum. Jóhannes telur að skýrt sé í lögum að fyrirtækið beri ábyrgð. JÓHANNES, ERTU Í STUÐI? „Íslendingar eru engir rasistar.“ n Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir kúbversks pilts sem flúði land ásamt föður þeirra vegna ofsókna. „Mér finnst ég loksins fá viðurkenningu sem listamaður.“ n Tónlistarmaðurinn Haffi Haff um að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. - DV. „Þetta byrjaði sem friðar- ganga í fyrri hálfleik en núna að verða að góðri borgarastyrjöld.“ n Arnar Björnsson, í lýsingu á síðari hálfleik í viðureign Manchester United og Liverpool á Old Trafford á sunnudag - Stöð 2 Sport 2. „Ég er bara með viðkvæma íslenska húð.“ n Ásdís Rán Gunnarsdóttir, en læknar hafa ráðlagt fyrirsætunni að halda sig frá sól og ljósabekkjum. Ástæðan er minniháttar húðskemmdir sem gætu versnað ef Ásdís fer ekki að öllu með gát. - DV. „Strákar þið eruð eitthvað vangefnir.“ n Andri Snær Magnason, um hvað hann segir við menn innan orkugeirans þegar þeir hyggjast byggja álver á Húsavík án þess að vera búnir að tryggja sölu á meira en 1/3 af orkunni. - Kastljós. Fóstran sem felldi Ísland Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er ekki aðeins aðgerðalaus og til óþurft-ar við landstjórnina. Hún er líka skað- leg í siðleysi sínu. Eftir að hópur þingmanna undir forystu Atla Gíslasonar hefur mán- uðum saman fjallað um ráðherraábyrgð og skilað niðurstöðu stígur Jóhanna fram og fordæmir starf nefndarinnar. Sérstaklega gerir forsætisráðherra athugasemdir við að flokkssystir hennar, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, skuli vera í hópi þeirra sem nefndin vill stefna fyrir landsdóm. Afstaða Jóhönnu lyktar af pólitík. Hún var sjálf í þeirri aumu ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem lét íslenska þjóðarbúið fara inn í þær hörmungar sem enn standa. Þess vegna er það áhorfsmál hvort Jóhanna á ekki sjálf að vera fyrir landsdómi. Og þess vegna er hún vanhæf til að fjalla um það hvort ráð- herraábyrgð sé á dagskrá eða ekki. Jóhanna og meðreiðarsveinar hennar láta eins og það sé glæpur að draga ráðherra hrunsins fyrir landsdóm. Hörðustu viðurlög við því að steypa þjóð í glötun eru tveggja ára fangelsi. Viðurkennt er í íslensku réttarkerfi að vanræksla sé sak- næm. Sofandi skipstjóri er sekur þótt stýri- maður hans sé í brúnni þegar mistök verða. Landsdómur á ekki að gera annað en að skera úr um það hvort ráðherrar hafi van- rækt störf sín með sýnilegum afleiðingum. Einn helsti gallinn á tillögum nefndar Atla er sá að Jóhanna sjálf er ekki á sakamanna- bekk. Þá er skelfilegt að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, skuli sleppa af tæknilegum ástæðum. Á sama tíma og forsætisráðherrann vill sleppa starfssystkinum sínum undan lands- dómi er hópur mótmælenda fyrir héraðs- dómi. Venjulegt, íslenskt fólk sem mótmælti vanrækslu Jóhönnu og félaga utan við og inni á Alþingi er beinlínis ofsótt af réttar- kerfinu. Það á að refsa þeim fyrir að voga sér að rísa gegn valdstjórninni. Lögin heimila að þyngsta mögulega refsing sé lífstíðarfang- elsi. Fóstran sem mótmælti því að samfélagi hennar væri rústað á að fara í fangelsi á með- an afglapar á ráðherrastólum verða hugs- anlega ekki einu sinni ákærðir. Barnshaf- andi kona sem starfar við umönnun sjúkra verður sótt á fæðingardeild ef með þarf til að svara til saka. Þetta er viðbjóðslegt réttar- kerfi í landi afglapanna. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Jóhanna á sjálf að vera á sakamannabekk. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 22. september 2010 MIÐVIKUDAGUR ORRUSTA ARNÞRÚÐAR n Útvarpsstjórinn Arnþrúður Karls- dóttir stendur í ýmsum slagsmálum. Frægt var þegar hún tókst á við Eið Guðnason, fyrr- verandi sendi- herra, og hótaði að heimsækja eiginkonu hans. Þá hefur hún verið í slag við Guðmund Ólafs- son sagnfræðing sem hún segir að skrifi undir nafni konu sinnar, Önnu Maríu Sverrissdóttur. Nú er Arn- þrúður komin í enn eina orrustuna. Að þessu sinni er það starfsmaður hennar, Sigurður G. Tómasson, sem er í skotlínunni en hún rak hann með smáskilaboðum. STYRKJAHÖFÐINGI SKAMMAÐUR n Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, var afdráttarlaus þættinum Í bítinu á mánudag í af- stöðu sinni til Landsdóms. Taldi Guðlaug- ur fráleitt að draga ráðherra með þess- um hætti fyrir dóm. Samherjar Guðlaugs Þórs á amx.is brugðust illa við ummæl- um þingmannsins. Minntu þeir á að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði samþykkt að efna til eins kon- ar landsdóms yfir Guðlaugi vegna styrkjamála hans. ÁHUGALAUS UM TÍMARIT n Það er mörgum ráðgáta hvaða að- ilar eru að bera víurnar í tímaritaút- gáfuna Birtíng sem er í eigu Hreins Loftssonar. Ýmsir hafa verið nefndir til sög- unnar sem kaup- endur og þá síð- ast feðgarnir Egill Örn Jóhannsson og Jóhann Páll Valdimarson, eigendur Forlags- ins, sem Eyjan fullyrti að hefðu reynt að kaupa. Jóhann Páll brást strax við molanum sem birtist á Orðinu á götunni: ,,... Áhugi okkar á Birtingi er enginn og hefur aldrei verið nokkur,“ skrifaði Jóhann Páll sem segist aldrei hafa talað við Hrein. SLÚÐURDROTTNING Á UPPLEIÐ n Vefritið Pressan er á mikilli sigl- ingu nú sem fyrr. Þrátt fyrir orðróm um að vefritið sé til sölu er engan bilbug á Birni Inga Hrafnssyni og félögum hans að finna. Á mánudaginn var tilkynnt að slúðurdrottning- in Marta María Jónasdóttir hefði verið ráðin sem aðstoðarritstjóri við hlið Stein- gríms Sævarrs Ólafssonar. Marta þykir vera einkar snjöll í fréttum af frægum og uppsker nú samkvæmt því. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Ingibjörg Sólrún á tískusýningu Debenhams í júlí 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun. Bjarni Benediktsson sýnir tískuföt í Smáralind í júlí 2008, þegar allt var orðið um seinan. Jóhanna Sigurðardóttir klappar með Björgvini G. Sigurðssyni á Landsfundi Samfylkingarinnar í júlí 2008, þar sem yfirvofandi efnahagshrun var ekki rætt. BFF. Best friends forever Jóhanna og Ingibjörg saman í júlí 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.