Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 22. september 2010 MIÐVIKUDAGUR • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Slitnað hefur upp úr vinskap Sigurðar G. Tómassonar útvarpsmanns og Arnþrúð- ar Karlsdóttur útvarpsstjóra. Arnþrúður sendi Sigurði SMS um helgina þar sem hún sagði þátt hans ekki vera lengur á dagskrá. Sigurður lítur á skilaboðin sem uppsögn en Arnþrúður vill ekki meina það. Sigurður segist ekki vilja snúa til baka á Útvarp Sögu. Sigurði G. Tómassyni var sagt upp störfum á Útvarpi Sögu í SMS-skila- boðum sem Arnþrúður Karlsdóttir sendi honum á sunnudag. Sigurður segist hafa sent SMS-skilaboð til Arn- þrúðar eftir að hafa ekki náð í hana í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hún hafi svarað með uppsögn. Sigurður hefur starfað lengi á Út- varpi Sögu og var til að byrja með meðeigandi Arnþrúðar að stöðinni. Hann segir þau hafa deilt stundum hart þegar þau áttu stöðina saman en ákveðið að sættast og Sigurður horfið um leið úr eigendahópnum. Sigurður snéri svo aftur til starfa sem óbreyttur starfsmaður fyrir fjórum árum. „Við höfum nú átt ágæt samskipti allan tímann sem ég hef unnið þar sem starfsmaður,“ segir Sigurður. Bara misskilningur Arnþrúður segir í samtali við DV að SMS-skilaboðin hafi alls ekki jafn- gilt uppsögn Sigurðar. „Þetta er ekki uppsögn,“ segir Arnþrúður. Í SMS- skilaboðunum er þó sagt mjög skýrt að þáttur Sigurðar verði ekki á dag- skrá í vetur. Sigurður segist ekki koma til með að vinna fyrir Arnþrúði þó hún finni nýjan stað fyrir þáttinn. „Hún hefur auðvitað ekki sagt mér upp löglega en ég fer ekki með ofbeldi inn í útsendingu til að stýra þar þætti,“ segir Sigurður. „Ég veit í sjálfu sér ekki hvað hún er að hugsa eða hvað hún ætlar sér. Ég skil það ekki neitt og það verður þá bara að vera svo.“ Engin uppsögn Arnþrúður segir að hún hafi einung- is gert breytingar á dagskránni, ekki verið að reka Sigurð. Hún segir mjög eðlilegt að dagskránni sé breytt en að Sigurður hefði ekki heyrt af breytingunum þar sem hann hafi verið fjarverandi. „Ég er bara að breyta dagskrá. Það er að byrja vetr- ardagskrá.“ „Ég er ekkert að úttala mig neitt frekar um þetta. Málið er bara þetta að þetta er engin uppsögn,“ segir Arnþrúður og segist hafa bara lesið um uppsögnina. „Ég hef hvergi sagt honum upp. Honum hefur ekkert verið sagt upp. Þetta er tómt kjaft- æði.“ Aldrei heyrt um vetrardagskrá Í SMS-skilaboðunum segir orðrétt: „Þú kemur alltof seint Siggi minn. Vetrardagskráin er byrjuð. Ekki er gert ráð fyrir þínum þætti þar.“ Lengri voru þau skilaboð ekki. Sigurður seg- ir þó að klárt mál hafi verið að hann myndi snúa til baka úr sumarfríi í september. „Ég get ekki séð neitt eðlilegt í þessu,“ segir hann. „Ég hef aldrei heyrt þess getið að það sé nein vetr- ardagskrá á Útvarpi Sögu.“ Sigurður segir að tíminn sem hann var frá vinnu á útvarpsstöðinni hafi verið umsaminn og öllum ljós. Hann segist hafa tekið út það sumar- frí sem hann hafi átt inni og tekið svo launalaust leyfi fyrir utan það. Sig- urður segir að hann hafi tekið sam- bærilegt frí í fyrrasumar án neinna vandræða. „Ég sagði bara nákvæmlega að ég myndi koma til starfa í septem ber. Það var bara búist við því og ekkert meira um það að segja,“ segir Sigurð- ur. Aldrei aftur á Útvarp Sögu Sigurður segist ekki getað hugsað sér að vinna aftur á Útvarpi Sögu. „Nei, það er náttúrulega algerlega útilok- að.“ Hann er ekki sáttur við vinnu- brögð og nálgun Arnþrúðar á mál- inu. „Ég get ekki unnið undir stjórn manneskju sem vinnur svona. Það segir sér sjálft.“ „Hún hefur ekki haft neitt sam- band við mig eftir þetta SMS,“ segir Sigurður. „Hún hefur ekki sent mér neitt eða hringt í mig eða nokkurn skapaðan hlut þannig að ég veit ekki hvað ég á að halda um þetta.“ Ég fer ekki með ofbeldi inn í útsendingu til að stýra þar þætti. AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is „ÞÚ KEMUR ALLT OF SEINT SIGGI MINN“ Útvarpsstjórinn Arnþrúðursegirekki hafaveriðgertráðfyrir þættiSigurðarívetrar- dagskráÚtvarpsSögu. Sigurðurkannastekkert viðaðÚtvarpSagahafi nokkurntímannhaft sérstakavetrardagskrá. MYND STEFÁN KARLSSON Tekinn með hass Síðdegis á mánudag handtók lög- reglan á Akureyri mann um tvítugt grunaðan um að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna. Í fram- haldi af því var gerð húsleit á heimili hans þar sem hald var lagt á um 20 grömm af kannabisefnum auk tækja og tóla til neyslu þeirra. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að auk þess hafði maðurinn verið að rækta kannabis í íbúð sinni en í litlum mæli þó. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Þyrla sótti slasaða Þyrla Landhelgisgæslunnar var köll- uð út á þriðjudagsmorgun út vegna bílslyss sem varð milli Minni-Borg- ar og Svínavatns. Sex voru í bílnum sem valt og endaði utan vegar. Þrír eru alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með þyrlu til Reykjavíkur. Þrír aðrir eru minna slasaðir. Nýr rekstrarstjóri ráðinn á DV Stefán Torfi Sigurðsson hefur verið ráðinn rekstrarstjóri DV ehf. Stefán er viðskiptafræðingur frá Háskól- anum á Akureyri og leggur stund á meistaranám í viðskiptafræðum, alþjóðastjórnun og stefnumótun í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hann starfaði áður sem sérfræðing- ur á fjármálasviði hjá Orkubúi Vest- fjarða. Þá var hann fjármálastjóri hjá Hvíldarkletti ehf. og starfaði hjá Víf- ilfelli. Hann hefur einnig starfað hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar frá árinu 2002 og sem sjúkraflutningamaður í afleysingum. „Ég hlakka til að takast á við spennandi starf og klára þau skemmtilegu verkefni sem bíða,“ segir Stefán Torfi. Ríkissaksóknari hefur ákært sex- tán ára stúlku fyrir að hella sjóðandi heitu vatni yfir starfsmann með- ferðarheimilisins Árbót í Aðaldæla- hreppi. Atvikið átti sér stað þann ní- unda ágúst í fyrra og voru afleiðingar árásarinnar þær að starfsmaðurinn hlaut útbreidd fyrsta og annars stigs brunasár vinstra megin á andliti, á höfði og á brjósti. Fórnarlamb árás- arinnar, 47 ára karlmaður, krefst tæp- lega 650 þúsunda króna í skaðabæt- ur. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. Auk þess að sæta ákæru fyrir of- angreint brot er stúlkan einnig ákærð fyrir tvö rán og hótun. Henni er gefið að sök að hafa mánudaginn 3. mars ógnað starfsmanni Olís við Tryggva- braut á Akureyri með dúkahníf. Hót- aði hún að skera starfsmanninn með hnífnum ef hann afhenti henni ekki sígarettur. Í kjölfar hótunarinnar af- henti starfsmaðurinn stúlkunni síg- arettur og kveikjara. Þá er hún ákærð fyrir að hafa að kvöldi sunnudagsins 11. apríl ruðst inn um opnar svaladyr á íbúð við Klettastíg á Akureyri. Þar er hún sögð hafa ógnað húsráðanda, 22 ára konu, með tréskafti og hótað því að berja hana ef hún afhenti henni ekki pen- inga og hníf og æki henni til Reykja- víkur. Afhenti húsráðandinn henni hníf í kjölfarið. Þá er hún einnig ákærð fyrir að hafa, sama kvöld, hót- að þrítugri konu með hníf á bílastæði fyrir utan íbúðina á Klettastíg. Rík- issaksóknari krefst þess að stúlkan verði dæmd til refsingar en til vara að hún verði látin sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Vegna þess hve stúlkan var ung þegar meint brot voru framin er um lokað þinghald að ræða og feng- ust því ekki upplýsingar um afstöðu stúlkunnar til sakargifta. Aðalmeð- ferð í málinu hófst í gær, þriðjudag. einar@dv.is Ung stúlka ákærð fyrir fólskulega árás á meðferðarheimili: Hlautalvarlegbrunasár Akureyri Stúlkunniermeðalannars gefiðaðsökaðhafaræntverslunOlísá Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.