Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 3
miðvikudagur 22. september 2010 fréttir 3 „Okkur fannst bara djöfullegt að horfa á eftir öllum þessum verð- mætum í sjóinn. Þar að auki er þörfin mikil fyrir svona hjálpar- gögn og með þessu getum við bæði hjálpað öðrum og um leið skap- að atvinnu í bænum,“ segir Bald- vin Ingimarsson, forstjóri SiglÓl á Siglufirði. Í samstarfi við félaga sína, þá Hermann Einarsson og Stein- ar Svavarsson, stofnaði Baldvin sprotafyrirtækið síðla síðasta árs. Áður höfðu þremenningarnir ver- ið með í þróun neyðarmatarpakka fyrir þurfandi þjóðir í um tveggja ára skeið og standa nú uppi með fullþróaða vöru. Neyðarpakkarnir eru búnir til úr fiskislógi, úrgangi sem fram til þessa hefur verið hent, og eru hannaðir fyrir nauðstadda á hamfarasvæðum sem ekki hafa fengið neitt að borða í langan tíma. Slóg til manneldis Hinn siglfirski neyðarpakki hentar vel að því leyti að hann er auðmelt- anlegur og þurfandi geta því borðað hann strax eftir að hafa jafnvel verið matarlausir í marga daga. Aðspurður segir Baldvin pakkann vera tilbúinn og nú hefjist söluferlið í gegnum mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Við erum búnir að vera með þetta í þróun, pakkinn er tilbúinn og allt í góðu með hann, en við erum núna að vinna í söluferlinu. Fyrstu skrefin eru að njóta aðstoðar utanríkisráðuneyt- isins og þaðan yfir til matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna,“ segir Baldvin. „Þessi pakki á að fullnægja dags- skammti prótíns fyrir einstakling. Í honum verður massi sem verður fyr- ir komið í mjög geymsluþolið form og pakkað í umhverfisvænar umbúð- ir. Margar hjálparstofnanir hafa sýnt þessu áhuga, meðal annars Rauði krossinn. Þróunin er búin að taka tvö ár en í höndunum erum við nú með fullunna vöru sem hægt að nýta til manneldis. Herbalife-kóngur kveikti neistann Baldvin bendir á dæmi þess að er- lendar ríkisstjórnir leggi frekar fram nauðþurftir en fjárhagsaðstoð. Hann segir að kveikjan að verkefn- inu hafi verið doktorsritgerð Jóns Óttars Ragnarssonar, Herbalife- kóngs og stofnanda Stöðvar 2. „Það var raunar gömul doktorsritgerð frá Jóni Óttari sem varð kveikjan. Ég hef að vísu ekki séð ritgerðina en hún gaf okkur hugmyndina. Við erum í raun að nota þarna vöru sem áður var hent, í þúsundum tonna,“ segir Baldvin. „Grunnurinn að þessu er nýting þess sem annars er hent en okkar aðalmál er þó þessi neyðarpakkar. Síðar ætlum við okkur stærri hluti, til að mynda ódýrt fiskfars eða boll- ur.“ Félagarnir Hermann Einarsson, Baldvin Ingimarsson og Steinar Svavarsson hafa fullþróað neyðarmatarpakka fyrir þurfandi á hamfarasvæðum. Pakkinn er unnið úr fiskislógi og er þannig úr garði gerður að hann hentar best þeim sem ekki hafa borðað neitt í langan tíma. Kveikjan að verkefninu var doktorsritgerð Jóns Óttars Ragnarssonar, stofnanda Stöðvar 2. tRauStI HafStEInSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þessi pakki á að fullnægja dags- skammti prótíns fyrir einstakling. Úrgangur nýttur í neyðarpakkana Jón Óttar Ragnarsson Hugmyndin aðverkefninukviknaðieftirlesturá doktorsritgerðJónsÓttars. neyðarpakkinn Hráefnisemáðurvarhent. Hugmyndaríkir Félag- arnirvinnaaðsöluferli neyðarpakkanna. fjölskyldu minni. Það er mjög kirkjuglatt fólk og hann var nán- ast í guðatölu fyrir störf sín inn- an kirkjunnar. Fólk talaði svo fallega um hann. Mér fannst það alltaf svo spes því ég hafði aðrar hugmyndir um hann. En það er víst þannig að fólk getur leikið eitthvert hlutverk þannig öðru fólki dettur ekki einu sinni í hug hvað leynist undir yfir- borðinu. Síðustu ár hef ég ver- ið að fylgjast með Helga og því sem hann gerir. Hann starfaði lengi erlendis en þegar ég sá að hann var á ferðalagi með ferm- ingarbörn þyrmdi yfir mig. Ég sá líka frétt um hann þar sem hann var með hóp af litlum börnum í kringum sig í Eþíópíu og fékk alveg gæsahúð.“ Óásættanleg niðurstaða Hann telur að fórnarlömbin séu jafnvel fleiri en þau sem nú er vitað um. „Það versta við þetta mál er að hann hefur mjög líklega haldið áfram. Nú eru tæp þrjátíu ár síðan vin- ur minn sagði mér sína sögu og ég er algjörlega sannfærður um að fleiri fórnarlömb hafa orðið á vegi hans. Enda viður- kenndi hann brot sín gagnvart hinum piltunum þremur fyrir fagráðinu. Þú sérð það að vinur minn var ekki einn þeirra. Ég á bágt með að trúa því að svona maður hætti bara. Það sem við vitum núna er líklega bara toppurinn á ísjakanum og ég myndi gjarna vilja sjá yfirvöld setja af stað rannsókn á slóð hans. Kanna það hvort það séu fleiri fórnarlömb þarna úti eða ekki. Það er ekki ásættanlegt að maðurinn játi kynferðisbrot en sé svo laus allra mála.“ fórnarlamb Maðurinnerþjakaður afsamviskubitiyfiraðhafaþagaðum máliðásínumtíma.Þegarvinurhans sagðihonumfráþvífannsthonum máliðofyfirþyrmandiogþegar vinurhanslésttaldihannofseintað bregðastviðupplýsingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.