Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. september 2010 FRÉTTIR 13 ráðherranna íslensku stæðist nú- tímakröfur um vernd mannréttinda. „Um það hef ég miklar efasemdir og mig undrar sérstaklega að engin sjálfstæð rannsókn eða skýrslutaka hafi farið fram í þingmannanefnd- inni meðal annars vegna þess að all- ir nefndarmenn hennar hyggjast í raun víkja frá niðurstöðu rannsókn- arnefndarinnar í sínum tillögum eða með því að láta hjá líða að flytja til- lögu um ákæru.“ Til varnar Ingibjörgu Sólrúnu Í fimmta lagi gagnrýndi Jóhanna að þingmannanefndin hefði ekki gefið ráðherrunum tækifæri til andmæla með sama hætti og rannsóknar- nefnd Alþingis gerði. „Að vísu fengu ráðherrarnir tækifæri til að koma almennum sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina en á engu stigi voru þeir upplýstir um það sér- staklega fyrir hvaða kæruatriði þing- mannanefndin hefði til skoðunar að leggja til að þeir yrðu ákærðir. Þannig áttu hinir fyrrverandi ráðherrar þess aldrei kost að andmæla þeim kæru- atriðum sérstaklega sem tiltekin eru í fyrirliggjandi ákæruskjölum. Er þetta sérstaklega alvarlegt í til- viki fyrrverandi utanríkisráðherra enda verður að telja að hún hafi mátt vænta þess að ekki yrði vikið frá nið- urstöðum rannsóknarnefndarinnar nema þá að að minnsta kosti fengi hún tækifæri til að tjá sig um það áður [...] Ég minni á að það eru ein- ungis embættisbrot sem geta varðað ráðherraábyrgð samkvæmt lögum þar um og einungis er unnt að höfða mál fyrir landsdómi gegn ráðherra út af embættisrekstri hans, það er beinlínis afmarkað með þeim hætti í stjórnarskránni.“ Of lítið – of seint I sjötta lagi taldi Jóhanna að skamm- ur fyrningarfrestur mögulegra brota ráðherra væri einn helsti ágalli lag- anna um ráðherraábyrgð. Rann- sóknarnefnd Alþingis hefði komist að því að grípa hefði þurft til aðgerða til bjargar bankakerfinu eigi síðar en árið 2006. Fyrningarfresturinn í lög- unum er aðeins þrjú ár og nær því ekki nema aftur til haustsins 2007. „Um það er í raun ekki lengur deilt að hruninu varð ekki lengur forðað þegar komið var fram á árið 2007. Ekkert bendir til að þeir sem komu inn í lokaþættinum hafi haft annað en almannahagsmuni að leiðarljósi í störfum sínum. Þeir báru langt í frá meginábyrgð á hruninu. Spyrja má: Hvað með þá sem voru við völd á meðan enn var hægt að taka í taum- ana svo um munaði og snúa þróun- inni við?“ Í sjöunda lagi taldi Jóhanna veik- leika að þingmannanefndin hefði klofnað í þrennt eftir pólitískum lín- um. „Það er sannarlega ekki auð- velt að afgreiða þetta mikilvæga mál í þeim farvegi sem þríklofin þing- mannanefnd hefur skilið við það, sem í ofanálag er í ósamræmi við niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar sem öll rannsókn á málavöxt- um byggist á,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni. Valdhafar fortíðar sleppa Jóhanna hafði á orði í ræðunni um- deildu að fyrningarfrestur væri það skammur að þeir sem voru við völd fyrir 2006 slyppu. „Slíkt er afar ósanngjarnt. Einnig er samsetning landsdóms að hálfu leyti af pólitísk- um toga eins og ég hef rakið. Ekkert bendir til þess að þeir ráð- herrar sem hér er fjallað um hafi haft annað en almannahagsmuni að leið- arljósi í störfum sínum. Þeir báru ekki meginábyrgð á hruninu og góð- an rökstuðning þarf ef taka á út þessa tilteknu einstaklinga og refsa þeim fyrir andvaraleysi þegar orðið var um seinan að koma í veg fyrir hrun fjár- málakerfisins. Öll framangreind atriði hljóta að hvetja Alþingi til vandaðra vinnu- bragða og varúðar,“ sagði Jóhanna. 3 15 16 9 10-10 Rökin með málshöfðun n Lögin eru til þótt á þeim kunni að vera gallar. Þau eru jafnvel betri en danska fyrirmyndin. n Öryggisventlar til staðar – mannréttindi verða virt í ferli málsins. n Ráðherrar á sakamannabekk gátu takmarkað tjón þjóðarinnar fram að hruni en aðhöfðust ekkert. n Ekki rök í málinu að sleppa þeim sem minni afbrot frömdu þótt þeir sleppi sem meira gerðu af sér. n Ekkert er við því að gera þótt þeir einir verði saksóttir sem voru við stjórvölinn síðustu misserin fyrir hrun. Því ræður skammur fyrningarfrestur og honum verður ekki breytt að geðþótta. n Alþingi ber lögum samkvæmt að afgreiða tillögur um málshöfðun þegar hún hefur verið lögð fyrir þingið. n Verði mikil töf á afgreiðslu málsins af hálfu þingsins getur tækifæri til að dæma um sekt eða sakleysi ráherranna runnið mönnum úr greipum; þriggja ára fyrningarfrestur. n Staða ráðherra er sérstök og önnur en venjulegra borgara. Vanrækt starfa þeirra getur stefnt þjóðarheill í voða ólíkt því sem á við um óbreytta borgara. n Þótt ráðherrar kunni nú þegar að hafa axlað pólitíska ábyrgð er ekki þar með sagt að ekki megi láta reyna á ábyrgð þeirra að lögum. n Ákvæði laga um ráðherraábyrgð eru matskennd. Landsdómur ætti því að meta hvort verknaðarlýsing eigi við tiltekin lagaákvæði um ráðherraábyrgð frekar en að þingmenn taki það að sér. Rökin á móti málshöfðun n Mannréttndi ekki virt – heldur ekki gagnvart Mannréttindadómstóli Evrópu. n Ekki ber að saksækja nema líkur séu yfirgnæfandi á sakfellingu. n Þingmannanefndin þríklofin eftir pólitískum línum og málið hefur á sér pólitískan blæ. n Verið að hengja bakara fyrir smið – ráðherrar, sem lítið gátu aðhafst til bjargar, settir á sakamannabekk. n Meginábyrgð lá hjá ráðherrum sem ekki verða sóttir til saka vegna þess hve fyrningarfrestur er skammur. n Landsdómur er neyðarúrræði sem aldrei hefur verið beitt – varasamt að taka upp ný viðmið nú. n Niðurstaða þingmannanefndar ekki í samræmi við niðurstöðu rannsóknar- nefndar Alþingis. n Þingmannanefndin efndi ekki til sjálfstæðrar rannsóknar á meintri vanrækslu eða öðrum saknæmum afglöpum. n Alþingi á ekki að hafa ákæruvald yfir ráðherrum. n Lög um ráðherraábyrgð óljós. Margar greinar þeirra byggjast á mati dómara og svara ekki nútímakröfum um réttarfar. Breytt staða Samtals 7 af 9 fulltrúum í þingmannanefndinni vildu saksækja þrjá til fjóra ráðherra með þingsályktunartillögum. Samkvæmt heimildum DV var einhugur meðal allra nema sjálfstæðismanna um að saksækja fjóra ráðherra fram á síðustu stundu. Samtals var því hugsanlegt að málshöfðun Alþingis gegn að minnsta kosti þremur ráðherrum yrði samþykkt með 47 atkvæðum gegn 16 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Nú er staðan hins vegar mjög óljós innan Samfylkingarinnar: Samfylkingin 10 FYLGJANDI – 10 Á MÓTI? Hreyfingin 3 FYLGJANDI MÁLSHÖFÐUN VG 15 FYLGJANDI MÁLSHÖFÐUN Sjálfstæðisflokkur 16 Á MÓTI MÁLSHÖFÐUN Framsóknarflokkur 9 FYLGJANDI MÁLSHÖFÐUN Fylgjandi málshöfðun Á móti málshöfðun 37- 47 16 - 26 SAKSÓKN GEGN RÁÐ- HERRUM Í UPPNÁMI Hlustar grannt Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, telur að forsætis- ráðherra hafi stefnt málinu í nokkurt uppnám. Niðurskurðurinn er erfiðari „Það er undarleg tilhugsun að hafa bærilega góð lög um ráðherraábyrgð og landsdóm án þess að reyna að nýta þau þegar ærið tilefni er til,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Mannréttindin æðri Ólína Þorvarðardóttir segir að almannaheill og mannréttindi standi ofar öðrum sjónarmiðum. Ódýr, amerísk lögfræðisápa „En þegar kemur að því að taka ábyrgð er samspill- ingin á fullu,“ sagði Þráinn Bertelsson og hvessti sig við Árna Pál Árnason. Fékk hann orð í eyra? Miðað við orð forsætisráðherra og annarra þingmanna Samfylkingarinnar gæti Magnús Orri Schram, sem sæti á í þingmannanefndinni, hafa fengið vítur frá samflokksmönnum fyrir að mæla fyrir saksókn gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.