Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 22. september 2010 miðvikudagur
Útbreiddasta dagblaðið í hættuleg-
ustu borg Mexíkó, Ciudad Juarez,
ætlar að draga stórlega úr fréttaflutn-
ingi af eiturlyfjastríðinu í landinu.
Sú ákvörðun var tekin í kjölfar þess
að annar blaðamaður dagblaðsins á
tæpum tveimur árum var myrtur. Á
meðan brýna alþjóðasamtök blaða-
manna fyrir stjórnvöldum að gera ör-
yggismál blaðamanna að forgangs-
máli í landinu.
Yfir 28 þúsund manns hafa dáið
í ofbeldi sem tengist eiturlyfjasölu
frá því að Felipe Calderon forseti
lýsti yfir stríði gegn glæpasamtök-
um í landinu árið 2006 og fór að
beita hernum gegnum þeim. Of-
beldið hefur færst yfir til annarra
landa í Mið-Ameríku. Forsetinn
hefur varið aðgerðir sínar og segir
að aukið ofbeldi tákni að eiturlyfja-
gengin fyllist nú örvæntingu.
21 árs ljósmyndari myrtur
Í leiðara sem birtist á forsíðunni
á sunnudaginn spurði dagblaðið
El Diario de Juarez glæpagengin,
sem stýra í raun borginni, hvað þau
vildu að dagblaðið gerði, svo það
gæti haldið áfram störfum án frek-
ari dauðsfalla, meiðsla eða ógnana
við starfsfólk þess.
„Leiðtogar samtakanna sem
berjast um völdin yfir Ciudad Jua-
rez: Við höfum misst tvo blaða-
menn úr röðum okkur á tæpum
tveimur árum og það hefur valdið
okkur, og sérstaklega fjölskyldum
þeirra, óbætanlegu tjóni,“ sagði í
leiðaranum. „Við viljum biðja ykkur
um að útskýra hvað það er sem þið
viljið að við gerum, hvað við eigum
að birta og hvað ekki, svo við vitum
við hverju við eigum að búast.“
Þetta var annar forsíðuleiðari
blaðsins síðan vopnaðir menn réð-
ust á tvo ljósmyndara El Diario
á fimmtudaginn – annar var nýr
starfsmaður og hinn var í starfs-
reynslu. Nýi starfsmaðurinn, Luis
Carlos Santiago, 21 árs, lést og hinn
slasaðist alvarlega. Ráðist var á þá
þegar þeir fengu sér að borða í há-
deginu. Árið 2008 var rannsóknar-
blaðamaður El Diario myrtur þegar
hann fylgdi dætrum sínum í skól-
ann.
Fjölmiðlar þora ekki
Að minnsta kosti 22 mexíkóskir
blaðamenn hafa verið myrtir á síð-
ustu fjórum árum. Að minnsta kosti
átta þeirra voru myrtir fyrir frétta-
flutning sinn af glæpum og spillingu,
að því er kemur fram hjá Nefnd til
varnar blaðamönnum, bandarísk-
um eftirlitssamtökum fyrir fjölmiðla
sem ætla að kynna skýrslu sína fyrir
Felipe Calderon forseta á miðviku-
daginn. Að minnsta kosti sjö aðr-
ir blaðamenn hafa horfið eða flúið
land frá því að eiturlyfjastríðið hófst.
Margir fjölmiðlar, sérstaklega á
svæðum utan alfaraleiðar, hafa hætt
fréttaflutningi af stríðinu. El Diario
var ekki eitt þeirra, fyrr en á sunnu-
daginn.
Aðgerðaleysi stjórnvalda
„El Diario var með frábæra umfjöll-
un um glæpi þrátt fyrir að það starfi á
einu versta svæðinu. Sú staðreynd að
þeir gefist upp er hræðileg. Það bendir
til þess að ástandið sé orðið algjörlega
stjórnlaust,“ segir Carlos Luis, einn af
forvígismönnum Nefndar til varnar
blaðamönnum.
Innanríkisráðherra Calderons for-
dæmdi morðið nokkrum klukku-
stundum eftir tilræðið og kallaði það
árás á tjáningarfrelsi allra Mexíkóa. En
í báðum forsíðuleiðurunum sakaði El
Diario stjórnvöld um algjört aðgerða-
leysi vegna hótana og árása eiturlyfja-
barónanna á hendur blaðamönnum.
Ein hættulegasta borg í heim
Í leiðara El Diario á sunnudaginn var
skrifað að blaðið beindi ofangreind-
um tilmælum til glæpagengjanna þar
sem þau væru nú í raun valdhafar í
borginni. Einnig var skrifað að Calde-
ron hefði lofað blaðamönnum vernd,
en að þau loforð hefðu alls ekki ver-
ið efnd.
Tvær stríðandi fylkingar eiturlyfja-
gengja hafa barist um völd í borginni
síðustu tvö árin. Í því stríði hafa nær
5.000 borgarar látist, í borg sem telur
1,3 milljónir íbúar. Það gerir Ciudad
Juarez að hættulegustu borg heims.
„Við viljum ekki lengur vera not-
uð sem fallbyssufóður í þessu stríði
því við erum örmagna,“ sagði Pedro
Torres, ritstjóri El Diario, í samtali við
hElgi hrAFn guðmundsson
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Við viljum ekki lengur vera not-
uð sem fallbyssufóður í
þessu stríði því við erum
örmagna.
Mexíkóska dagblaðið El Diario de Juarez
hefur beðið glæpagengi í borginni Ciudad
Juarez um að útskýra hvað þau vilji blað-
inu eftir að 21 árs ljósmyndari blaðsins
var myrtur. Á götum Ciudad Juarez geisar
blóðugt stríð á milli eiturlyfjagengja. Sam-
tals hafa um 30 þúsund manns fallið á síð-
ustu fjórum árum í eiturlyfjastríðinu.
skelfilegt ástand KonursyrgjamyrtanástvinímexíkóskuborginniCiudadJuarez
semereinhættulegastaborgheims.Fimmþúsundmannshafaveriðmyrtirþar
síðaneiturlyfjastríðiðíMexíkóhófst.Ofbeldiðvirðistenganendaætlaaðtakaog
meiraaðsegjablaðamennhafagefistuppafóttaviðeiturlyfjagengin.mynd rEutErs
DAGBLAÐ GEFST UPP
FYRIR GLÆPAGENGI
myrtur í blóma lí
fsins Aðstandendu
rogsamstarfsfólk
ljósmyndaransLu
isCarlosSantiago
,21árs,fylgjahon
um
tilgrafar.Dagblað
iðhans,ElDiario,
hefurgefistupp
vegna
sífelldraárásaglæ
pagengjaáblaða
mennþess.mynd r
EutErs