Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 22. september 2010 miðvikudagur Nýfráskildar konur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins eru meðal þeirra sem er neitað um endur- nýjun atvinnuleyfis. Tónlistarkonan og frístundaleiðbeinandinn Jussanam de Silva frá Brasilíu er ein þess- ara kvenna. Hana grunaði ekki, þegar hún skildi við eiginmann sinn síðasta vor, að forsendur dvalar hennar væru orðnar að engu í augum íslenskra yfirvalda og það þykir henni sárt. Aðstæður brasilísku konunnar Juss- anam de Silva eru þær að Vinnu- málastofnun hefur hafnað því að framlengja vinnuleyfi hennar í kjöl- far skilnaðar hennar við íslenskan eiginmann sinn. Jussanam hefur unnið í tvö ár á frístundaheimilinu Hlíðaskjóli og til stóð að endurnýja við hana samninginn í lok sumars. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn um tímabundið atvinnuleyfi. Það er vegna þess að hún getur ekki starf- að hér lengur á þeim forsendum að hún sé gift íslenskum manni. Juss- anam var gift í tvö ár og býr hér með 18 ára dóttur sinni. Vel liðin en þarf samt að fara Jussanam býr núna í Reykjavík með dóttur sinni. Hún er vel lið- in á vinnustað sínum, Hlíðaskjóli, þar sem hún hefur nýtt tónlistar- hæfileika sína til að kenna börn- unum söng og leiklist. Yfirmaður Jussanam í Hlíðaskjóli, Andrea Ól- afsdóttir, hefur aðstoðað Jussanam í samskiptum hennar við Vinnu- málastofnun og Útlendingastofn- un. Hún undrast það að þurfa að missa svo góðan starfskraft þeg- ar svo erfiðlega gengur að fá góða starfsmenn í starf innan frístunda- heimilanna. Jussanam sé einn hinna fáu staðföstu starfskrafta sem börnin læri að reiða sig á. Hún hafi þess utan mikið fram að færa í skólastarfið sem missir sé að. „Svör Vinnumálastofnunar eru á þá leið að vegna mikils atvinnuleysis á Ís- landi sé laganna vegna ekki hægt að veita starfskröftum utan EES atvinnuleyfi.“ Andrea segir það sorglega stað- reynd að fólki sé neitað um endur- nýjun atvinnuleyfa og það sent heim þó að það sé vel liðið af atvinnurek- endum sem vildu hafa það áfram í starfi. „Vinnumálastofnun er bund- in af lögum og reglum þannig að eftir stendur að það er ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda að veita borgur- um EES-ríkja forgang fram yfir fólk utan svæðisins þegar kemur að veit- ingu atvinnuleyfa,“ segir Andrea. Virt söngkona á Íslandi Auk þess að starfa á frístundaheim- ilinu þá sinnir Jussanam tónlistar- ferli sínum og hefur getið sér gott orð sem bossa nova-söngkona. Hún hefur átt í samstarfi við marga af þekktustu djasstónlistarmönnum Íslands, þar á meðal Tómas R. Ein- arsson, Hauk Gröndal saxófónleik- ara og Agnar Má Magnússon píanó- leikara. Jussanam gaf út fyrstu plötu sína í fyrra, „Ela é Carioca“, eftir vel heppnaða tónleika í Salnum í Kópa- vogi. Jussanam er fædd í Rio de Jan- eiro og lærði frá unga aldri að syngja sömbu og bossa nova-tónlist. Auk þess að vera söngkona þá kom Juss- anam fram í sápuóperum í brasil- íska sjónvarpinu. Hún segist vilja búa hér á landi þrátt fyrir mótlætið sem hún hefur orðið fyrir og að hún vilji ekki snúa til Rio í bráð. Þar bíði hennar ekkert lengur. „Lífið hér er gott og ég nýt starfs- ins með börnunum og samstarfsins við þá hæfileikaríku tónlistarmenn sem ég hef verið svo gæfusöm að fá að vinna með. Ég á hér vini og líf sem ég vil byggja upp. Mér finnst erfið og sár tilhugsun að þurfa að fara frá öllu og byrja aftur upp á nýtt í Rio. Dótt- ir mín býr hér með mér og saman finnst okkur við hafa mikið að gefa til íslensks samfélags og finnst erfitt að vera hafnað.“ Fráskildar konur reknar heim Jussanam segir að fljótlega eftir að hún skildi við eiginmann sinn hafi sigið á ógæfuhliðina. „Ég sótti um skilnað í vor og vegna þess að á mínum vinnustað eru aðeins gerðir samningar á ársgrundvelli þurfti ég að endurnýja hann og sækja um nýtt vinnuleyfi. Því var svo hafnað með bréfi frá Vinnumálastofnun í ág- úst.“ Hún bendir á að skilnaðurinn sé ekki einu sinni genginn í gegn. Hann gangi í gegn í október. Hún velti því eðlilega fyrir sér hvort að það sé virkilega svo að aðeins fáein- um mánuðum frá því að karlmenn skilji við eiginkonur sínar þurfi þær hreinlega að pakka saman föggum sínum og halda til síns heima. Hún bendir á að hún þurfi meira að segja að borga kostnaðinn við heimförina sjálf. „Ég eins og margar aðrar konur sem hafa verið í mínum sporum hef slitið mig upp frá heimahögunum til að byggja upp líf hér. Lífið byggði ég ekki aðeins upp með eiginmanni mínum heldur vinum mínum og dóttur, vinnuveitendum, vinnufé- lögum og samstarfsmönnum. Ég á mér minn eigin sjálfstæða tilveru- rétt og mér finnst sárt að þurfa til- neydd að skila allt það eftir sem ég hef byggt upp ef ég þarf að yfirgefa landið. Staða kvenna sem skilja við maka sína er veik hér á landi og mér þykir það leitt því staða kvenna hér á landi er annars sterk.“ REKIN ÚR LANDI EFTIR SKILNAÐ Sárt að þurfa að fara Aðeins fáeinum mánuðum eftir skilnaðinn þarf Jussanam de Silva að fara af landi brott. MYND RÓBERT REYNISSON Ég, eins og margar aðrar konur sem hafa verið í mínum sporum, hef slitið mig upp frá heimahögunum til að byggja upp líf hér. Fólk sem hyggst sækja um atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi skilar umsóknum sínum til Útlendingastofnunar sem skoðar hvort forsendur séu fyrir því að veita dvalarleyfi, að sögn Hreiðars Eiríkssonar, forstöðumanns leyfasviðs stofnunarinnar. „Við skoðum dvalarleyfisumsóknina og ef viðkomandi uppfyllir skilyrði laga fyrir útgáfu dvalarleyfis samþykkjum við dvalarleyfisumsóknina með fyrirvara um samþykki Vinnumálastofnunar á útgáfu atvinnuleyfis,“ segir hann. Hreiðar tekur fram að þegar fólk komi hingað á grundvelli hjúskapar fái það dval- arleyfi á grundvelli hans. „Síðan gerist það að hjúskapur er ekki lengur fyrir hendi, til dæmis við skilnað, að þá eru ekki lengur forsendur fyrir áframhaldandi útgáfu einmitt þessarar tegundar leyfis. Þá í mörgum tilfellum hefur viðkomandi sótt um atvinnu- og dvalarleyfi. Í þeim tilfellum sem þeim hefur verið synjað er forsenda fyrir útgáfu dvalarleyfis brostin þar sem framfærsla er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Hreiðar. ERFITT FYRIR FÓlk uTaN EES-RÍkJaNNa Baldur Aðalsteinsson, verkefnastjóri í atvinnuleyfum hjá Vinnumálastofnun, segir stofnunina fara eftir reglum sem henni hafi verið settar en þær kveði á um að fólk frá Evrópska efnahagssvæðinu hafi forgang fram yfir fólk frá öðrum ríkjum þegar sótt er um atvinnuleyfi hér á landi. Á þetta hafi stjórnvöld lagt ríka áherslu. Baldur bendir á að fyrir nokkrum árum hafi vinnumarkaðurinn verið opnaður fólki frá nýjustu aðildarríkjum ESB og þá hafi forgangur EES-borgara verið ítrekaður. „Afleiðing af þessu er sú að það er mun erfiðara fyrir þá sem eru utan EES að fá atvinnuleyfi og sér í lagi þegar atvinnuleysi er mikið,“ segir hann. Oft sé um verka- mannastörf að ræða og þá sé hugsunin sú að hægt sé að fá verkamenn frá Evrópska efnahagssvæðinu til að sinna þeim. Ekki þurfi að leita út fyrir þessi lönd vegna slíkra starfa. Um mál útlendinga sem hafa verið giftir íslenskum ríkisborgurum í stuttan tíma og lagt stund á atvinnu hér á landi en svo skilið við makann, segir Baldur að í raun sé staða þeirra sú sama og staða annarra einstaklinga sem aldrei hafa haft atvinnurétt- indi á landinu. „Einstaklingur sem giftist Íslendingi fær atvinnuréttindi í dvalarleyfinu. Við skilnað þarf hann að sækja um tímabundið atvinnuleyfi í fyrsta sinn,“ segir Baldur. JuSSaNaM HElDuR TÓNlEIka Jussanam hefur áfrýjað til dómsmála- og mannréttindaráðuneytis en málið hefur ekki verið tekið fyrir enn. Þangað til er Jussanam án allra framfærslutekna og hefur því ekki í sig og á. Jussanam hefur því ákveðið að halda styrktartónleika í sal Austurbæjarskóla á föstudaginn. Miða á tónleikana má kaupa í Draumalandi í Austurbæjarskóla. Á tónleikunum verður leikin brasilísk tónlist undir blúsáhrifum og Jussanam ætlar að koma gestum sínum á óvart með því að syngja vinsælt íslenskt dægurlag á portúgölsku. ÚTlENDINGaSTOFNuN: TAKA TILLIT TIL AÐSTÆÐNA kRISTJaNa GuðBRaNDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.