Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2010, Blaðsíða 14
heildartöluna – ef þeir vilja finna út hvað bíllinn kostar þá raunverulega á einu ári. Meðal verkamaður í fullri vinnu fær 238 þúsund krónur útborgaðar á mánuði. Ef hann á nýjan bíl getur hann gert ráð fyrir því að um miðj- an maí geti hann farið að vinna fyrir öðrum kostnaði en þeim sem hlýst af bílaeign hans. Það tekur hann fjóra og hálfan mánuð að vinna fyrir 1,1 millj- ón króna. Þá á hann eftir að standa straum af kostnaði vegna húsnæðis og uppihalds. Ómissandi lífsgæði? Eins og áður sagði kostar 84 krónur á dag að eiga strætókort sem gildir allt árið. Að sama skapi kostar að jafnaði 3.090 krónur á dag að reka skuldlaus- an nýjan þriggja milljón króna bíl. Vissulega fylgja því mikil lífsgæði og frjálsræði að eiga einkabíl og geta far- ið hvert sem mann lystir, hvenær sem er. Það hlýtur hins vegar að vera mis- jafnt hvort þau lífsgæði séu af hinu góða ef þungur rekstur einkabílsins verður til þess að fólk nær ekki endum saman um mánaðamót – með tilheyr- andi áhyggjum og streitu sem fylgja. Dísilolía Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr. Almennt verð verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 194,9 kr. verð á lítra 195,7 kr. bensín Almennt verð verð á lítra 192,3 kr. verð á lítra 190,3 kr. Melabraut verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr. KrefjAst svArA uM ábyrgð Neytendasamtökin hafa send Lands- neti bréf þar sem óskað er rökstuðn- ings fyrir þeirri fullyrðingu sem fram kom í fréttum um að Landsnet, sem sér um dreifingu rafmagns, bæri ekki ábyrgð á tjóni vegna truflana. Segir í bréfinu að í lögum um skað- semisábyrgð sé sérstaklega tilgreint að þau gildi einnig um rafmagn en lögin segja að dreifingaraðili og framleiðandi vöru beri ábyrgð á tjóni sem verður vegna ágalla vöru. „Neyt- endasamtökin æskja því sérstaklega rökstuðnings fyrir því ef þið teljið lög um skaðsemisábyrgð ekki eiga við en ljóst er að skemmdir á vörum í eigu neytenda, tölvum, ísskápum o.s.frv. í þessu tilviki voru tilkomnar vegna truflana á raforkukerfi,“ segir í bréfinu en Landsnet hefur 10 daga til að svara. KoM Með AðrA sósu n „Ég pantaði mér grillað lamb með rósmarínsósu en með kjötinu fylgdi ekki nema um það bil hálf teskeið af sósu – sem er allt of lítið,“ sagði óánægður viðsktipavinur Volare á Laugavegi. „Þegar ég bað þjóninn um meiri sósu kom hann til baka með villisveppasósu sem hann hellti yfir kjötið mitt en ekki sömu sósuna og ég var með. Ég borða ekki einu sinni sveppi, þeir eru það versta sem ég fæ,“ sagði viðskipta- vinurinn sem kunni illa við blöndu af villisveppa- og rósmarínsósu með lambinu. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS „MAturinn KliKKAr Aldrei“ n Ánægður viðskiptavinur vildi lofa Thai matstofuna á Suðurlandsbraut. „Þrír réttir á 1.200 kall. Maturinn klikkar aldrei,“ sagði hann og bætti því við að í hádeginu væri lægra verð, en þá kostar 1.100 krón- ur. Hann sagði enn fremur að maturinn væri vel úti látinn og maður færi aldrei svangur frá matstof- unni. „Ég er að verða fastagestur þarna,“ sagði viðskiptavinurinn. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 22. september 2010 miðvikudagur Verðmerking benSínS röng Ein bensínstöð var með rangar verðmerkingar á bensínverði í athugun Neytendastofu í ágúst. Stofan kannað þá hvort verðmerkingar væru í samræmi við ákvæði reglna. Neytendastofa gefur hins vegar ekki upp hvaða bensínstöð það var. Einnig var athugað hvort eldsneytisdælur væru með löggildingu ásamt því sem skoðað var hvort löggildingarmiði væri sýnilegur. „Sala á eldsneyti á að fara fram á löggiltum eldsneytisdælum og löggildingarmiði á að vera sýnilegur á aðgengilegan hátt. Gerðar voru athugasemdir við níu stöðvar af 72 eða 12,5 prósent af heildarfjölda,“ segir á heimasíðu Neytendastofu. Í tvígang var lög- gilding dæla útrunnin og hefur Neytendastofa óskað eftir skýringum á því.e L d S n e y T i sparaðu 89 milljónir Munurinn á því að reka nýjan skuld- lausan einkabíl eða ferðast með al- menningssamgöngum er 37 faldur. Með öðrum orðum gætu 37 manns ferðast með strætó fyrir þann pening sem einn einstaklingur leggur árlega í rekstur nýrrar bifreiðar. Á tíu árum geturðu safnað þér 13 milljónum króna miðað við 6 pró- senta árlega ávöxtun ef þú leggur 1,1 milljón króna inn á bankareikning í stað þess að reka bifreið. Á fjörutíu ára starfsævi nemur sparnaðurinn miðað við sömu forsendur 89 millj- ónum króna. Þó skal haft í huga að þeir sem eiga ekki bíl geta þurft að leggja í kostnað vegna leigubíla, rútuferða eða flugsamgangna. Við það getur árlegur sparnaður minnkað en það fer þó eftir þörfum hvers og eins. Ljóst má vera að ferðirnar þyrftu að vera ansi margar til að það beinlínis borgaði sig að eiga bíl. Ódýrt kort Það kostar 84 krónur á dag að vera með strætókort sem gildir í eitt ár. Strætó bs. hefur nú í sumar og haust boðið 33 prósent lengri gildistíma á öllum kortum. Það þýðir að 9 mán- aða kort gildir í heilt ár en tilboð- ið gildir til 15. október. Eigandi bíls sem ekur 15 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 lítrum á hundraðið greið- ir um 240 þúsund krónur á ári fyrir bensínið eða um átta sinnum meira en fyrir árskort í strætó, sem kostar 30.500 krónur. margvíslegur kostnaður FÍB gefur árlega út kostnað við rekst- ur nýrrar bifreiðar. Þeir sýna svo ekki verður um villst að rekstur einka- bílsins kostar í mörgum tilfellum síst minna en leiga íbúðarhúsnæðis. Miðað er við þær forsendur að bíln- um sé ekið 15 þúsund kílómetra á ári og hann eyði 8 lítrum á hundraðið. Þá kostar 1,1 milljón króna á ári að reka bílinn og þrjátíu þúsund krón- um betur. Í þessum tölum er miðað við að eigandinn eigi bílinn skuld- laust. Útreikningar FÍB eru nokkuð nákvæmir. Tekið er mið af bensíni, viðhaldi, hjólbörðum, tryggingum, sköttum, kostnaði við þrif og bíla- stæði, verðrýrnun og fjármagns- kostnaði en það er sú upphæð sem eigandinn gæti haft í vexti ef hann seldi bílinn og leggði upphæðina inn á bankabók. 1,1 milljón er því sú upphæð sem árlega sparast ef þú tekur alltaf strætó í stað þess að nota einkabíl. Passar dæmið ekki? Þeir sem eiga eldri bifreiðar og finnst reikningsdæmið ekki passa við sig geta farið í töfluna hér til hliðar og áætlað minni kostnað vegna verð- rýrnunar en ættu þó að sama skapi að geta bætt svolitlu við þegar kem- ur að viðgerðarkostnaði, sem yfir- leitt eykst eftir því sem bíllinn eld- ist. Að sama skapi geta þeir sem hafa áhvílandi lán á bifreiðinni sinni bætt árlegum afborgunum af láninu við baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is 1 37 37 kOrT eðA 1 bíLL Þrjátíu og sjö árskort í strætó er hægt að fá fyrir það sem rekstur einkabíls í eitt ár kostar samkvæmt útreikningum FÍB. Þú getur flogið til og frá Kaupmannahöfn ásamt maka þínum í hverjum einasta mánuði ef þú velur strætó frekar en að reka nýjan bíl - og samt átt afgang. Munurinn á þessum ferðamáta er 37 faldur og nemur 1,1 milljón króna á ári. Verkamaður sem selur bílinn getur minnkað starfshlutfall niður í 65 prósent við það eitt að losa sig við bílinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.