Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Side 22
22 viðtal 29. september 2010 miðvikudagur
veikindin hófust smám saman án þess að ég gerði mér grein fyrir hvað væri í gangi. Ég fann bara fyrir miklum höfuðverk, ranghugmynd-
um og vanlíðan,“ segir Hrafnkell Tryggvason
viðskiptafræðingur sem greindist með geð-
hvarfasýki árið 1988. Hann tók veikindum sín-
um ekki alvarlega og segist líklega hafa verið
í afneitun í 15 ár. „Ég vissi að ég væri veikur
en neitaði að um svo alvarlegan sjúkdóm væri
að ræða,“ segir Hrafnkell sem á þessum tíma
drakk mikið ofan í lyfin og veikindin.
Missti fjölskylduna
Geðhvarfasýkin hefur haft gífurleg áhrif á líf
Hrafnkels. Árið 1987 fór hann í fyrsta skipti á
geðdeild en tókst að blekkja geðlækna til að
trúa því að ekkert amaði að. Sama ár flutti
fjölskyldan til Bandaríkjanna þar sem Hrafn-
kell fór í MBA-nám við Rockford College.
Þegar heim var komið var ástandið á honum
mjög slæmt og fjölskyldulífið og hjónaband-
ið farið í hundana. „Á þessum tíma var skiln-
ingurinn gagnvart geðsjúkdómum enginn.
Ég var bara geðveikur alkóhólisti og vondur
maður og það hefur verið erfitt að losna við
þann stimpil. Það erfiðasta við þetta allt sam-
an var að missa fjölskylduna en konan skilaði
mér þegar ég gat ekki framfleytt þeim lengur.
Ég missti allt, konuna, börnin, húsið, æruna.
Þetta hvarf allt saman,“ segir Hrafnkell.
Maníukast í marga mánuði
Árið 1989 stofnaði hann fyrirtæki um fjár-
málaráðgjöf sem gekk vel til ársins 2004.
„Þrátt fyrir almenningsálitið á mér samþykktu
mig einhverjir því viðskiptavinir mínir létu
veikindin ekki trufla þótt einhverjir þeirra hafi
látið sig hverfa eftir að ég fékk maníukast. Árið
2004 fór að halla undan fæti en það ár fóru
bankarnir að bjóða öllum lán sem vildu svo
viðskipti við mig gufuðu upp. Það árið fékk
ég síðasta alvarlega maníukastið og var veik-
ur í marga mánuði. Ég var álitinn fjárglæfra-
maður, svikahrappur og spurður hvort ég ætl-
aði ekki að flýja land. Ég vissi að ég hefði tvo
möguleika, að láta mig hverfa undir jörðu eða
láta þetta yfir mig ganga og vinna mig upp. Ég
hafði samvisku yfir einu máli, ekki öðru og
þess vegna var ég keikur og hélt áfram,“ seg-
ir Hrafnkell sem skráði sig í nám til að hafa
eitthvað fyrir stafni. „Ég lét mig hverfa inn í
Háskóla Íslands og ætlaði upphaflega að taka
einn kúrs en er núna að ljúka tvöföldu BA-
námi, í kvikmynda- og bókmenntafræði.“
Nýrnaveikur af lithium
Árið 2003 fór Hrafnkell í eftirlit hjá Hartavernd
þar sem kom í ljós að kreatín í blóði hans var
of hátt. „Þáverandi geðlæknir minn hafði ekki
fylgst með kreatíninu sem olli því að nýrun
voru orðin óstarfhæf eftir áralanga notkun
lyfsins lithium. Geðlæknirinn sem ég er hjá
í dag er hins vegar frábær og fylgist vel með
mér,“ segir Hrafnkell sem gekkst undir nýrna-
ígræðslu í Svíðþjóð fyrr á árinu. „Aðgerðin
gekk vel en það er alþekkt að svona aðgerð og
lyfin sem henni fylgja geta kveikt á sjúkdóm-
um eins og geðhvarfasýki. Ég fór því í létta
maníu í sumar en skaðaði engan. Ég komst út
úr henni í ágúst og nú er allt komið í rútínu aft-
ur og ég reikna með að geta lokið náminu um
áramótin. Þá hef ég náð mínum markmiðum.“
Hrafnkell bætir við að vegna veikindasögu
sinnar sé hann ekki bjartsýnn á að fá vinnu
þrátt fyrir þrjú háskólapróf. „Það þyrfti krafta-
verk svo ég fengi vinnu. Ég er orðinn fullorð-
inn auk þess sem ástandið í samfélaginu er
ekki glæsilegt. Svo er það þessi saga mín. Þeg-
ar maður er veikur er maður hvattur til að ná
tökum á maníunni og fær alla mögulega hjálp
og lyf. Svo er maður hvattur til að fara í nám og
eftir frábæran árangur þar stoppar allt. Það vill
enginn tala við þig með þetta rugl á bakinu og
það er það sárasta, þessi höfnun. Fólk hafnar
manni hægri, vinstri. Fólk sem hefur umgeng-
ist mig þegar ég er í lagi snýr baki við mér ef
það sér mig í maníu. Segir að ég sé geggjaður
og að ég eigi aldrei að láta sjá mig aftur. Ég hef
alltaf verið sjálfstæður og ætla að stofna mitt
eigið fyrirtæki þegar námi lýkur. Sú leið verð-
ur farin.“
Geðveikir ekki ofstopamenn
Flestir sjúklingar með geðhvarfasýki þjást af
miklu þunglyndi og oflæti eða maníu. Í til-
felli Hrafnkels er ekki um þunglyndi að ræða
heldur einungis maníu. Hann segir maníu-
köstin laumast að sér án þess að hann geri
sér grein fyrir að hann sé að veikjast. „All-
ir í kringum mig sjá að ég er í maníu en ég
fer í afneitun. Manían er mismikil, frá núll og
upp í tíu. Þegar hún er mest er hún hræðileg,
mikil keyrsla, líkamlegir verkir, lítill svefn og
dómgreindarlaust rugl. Ég fer alltaf í sömu
vitleysuna og fer að spá í stefnu Bandaríkja-
stjórnar. Þess vegna hef ég lokað á allar fréttir
og umræðu um heimsmálin en ég var kom-
inn með allar fréttastöðvarnar, CNN, Fox, Al
Jaazera og hvað þetta allt heitir. Nú hef ég lát-
ið loka fyrir þær en það er einmitt hluti af bat-
anum – að minnka áreitið.
Fólk heldur að ég sé óhæfur til að gera hlut-
ina og að ég sé í maníu í 365 daga á ári. Það er
alls ekki svoleiðis. Síðast var ég í maníu í sex
vikur en hafði þar á undan ekki farið í man-
íu í sex ár. Góði tíminn á milli verður alltaf
lengri á sama tíma og manían verður styttri.
Ef ég hefði ekki farið í aðgerðina í vor hefði ég
kannski sloppið en sem óvirkur alkóhólisti og
geðhvarfasjúklingur þoldi ég ekki álagið. Að
fá nýtt nýra var þess virði að fara einu sinni í
maníu. Þetta var bara fórnarkostnaður,“ seg-
ir hann og bætir við að margir óttist hann í
maníu. „Karakterinn breytist, andlitið verður
mjög slétt og stíft. Maður talar hratt og hreyf-
ingarnar eru hraðar. Það er ekkert skrítið að
þeir sem eru óvanir að umgangast geðsjúk-
linga verði hræddir. En ég er ekki að fara að
gera neinum neitt og hef ekki ráðist á neinn
í áratugi eða lent í slagsmálum. Það er bara
ekki rétt að allir geðveikir séu ofstopamenn.
Það eru einfaldlega fordómar.“
Geðveiki
alls ekki endalokin
Hrafnkell Tryggvason greindist með geðhvarfasýki
árið 1988. Hann segir veikindin hafa haft mikil áhrif
á líf hans. Hann hafi verið stimplaður geðveikur alkó-
hólisti og vondur maður og misst allt sem skipti hann
máli. Í dag lifir Hrafnkell með sjúkdómi sínum. Hann
er að ljúka sínu þriðja háskólaprófi og stefnir á að
stofna eigið fyrirtæki þegar námi lýkur.
Missti fjölskylduna Hrafnkell segir höfnun-
ina sem hann upplifir vegna sjúkdóms síns
það erfiðasta. Konan skildi við hann þegar
hann greindist og börnin tala ekki við hann.
Hann segir vonlaust að ætla að fá sér vinnu
þar sem enginn vilji ráða mann sem hafi sögu
um geðsjúkdóm á bakinu. MyNd SiGTryGGur Ari