Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2010, Qupperneq 23
miðvikudagur 29. september 2010 viðtal 23 Hræðilegur kokteill Hrafnkell hætti að drekka í febrúar árið 1997. „Þá fékk ég mér síðast uppáhaldslyfin mín, einn kaldan og sígarettu. Svo datt ég einu sinni í það í tvo tíma, söng og trallaði en fann að það var ekki fyrir mig. Að vera fullur og í geðhvarfakasti er hræðilegur kokteill og það sem fjölskylda mín þurfti að þola síðustu tvö árin sem ég var giftur. Það er því skiljanlegt að konan og börnin hafi flúið en ástandið á mér er gjörbreytt í dag,“ segir Hrafnkell og bætir við að hann lifi ekki í ótta um að manían taki sig upp. „Ekki í dag. Ég kann orðið svo vel að lifa með þessu. Sem lærður viðskiptafræðing- ur hef reynslu af þeirri hörku sem er í gangi í samfélaginu í dag. Ég er búinn að fara á margar nauðungarsölurnar og inn á heimili margra einstæðra mæðra. Til að gera sér best grein fyrir ástandinu kíkir maður í ísskápinn og oft er ástandið hrikalegt. Slíkt álag reynist mér erfitt og getur kallað fram hausverk sem ég kalla maníuhausverk. Ég er alltaf að læra betur og betur inn á sjúkdóm minn og ná meiri árangri í lífinu en samt er manni bara hafnað.“ Hann segir AA-fundina hafa hjálp- að honum í baráttunni við veikindin. „Fyrstu árin vissi ég ekki hvenær ég væri að takast á við maníuna og hvenær ég væri að takast á við alkóhólismann. Smátt og smátt gat ég svo greint þar á milli.“ Fyrirgefur sjálfum sér Hrafnkell hlaut styrk hjá Forvarna- og fræðslusjóðnum Þú getur! en sjóðurinn var stofnaður af doktor Ólafi Þór Ævarssyni geð- lækni til að styrkja þá til náms sem hafa orð- ið fyrir áföllum eða átt við geðræn vandamál að stríða. „Þessi styrkur skiptir öllu máli fyrir mig. Nú get ég borgað skólagjöldin og klárað námið. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni þegar maður á við geðræn vanda- mál að stríða en það versta er að gera ekki neitt og segjast bara vera afskrifaður af sam- félaginu. Ég keyri áfram á kærleika, góð- mennsku og raunsæi og með það þrennt að leiðarljósi kemst maður langt. Ef fólk nenn- ir að velta sér upp úr mér á neikvæðan hátt þá er mér skítsama. Ég er löngu búinn að fyr- irgefa mér. Ég get ekkert gert í því sem búið er að gerast og næsta verkefni hjá mér er að klára skólann. Það er hægt að ná sér eft- ir mikla geðsjúkdóma. Geðveiki er alls ekki endalokin.“ indiana@dv.is Geðve i Styrktartónleikar ÞÚ GetUr! verða Haldnir FimmtUdaGinn 7. október: Fordómar gagnvart geð- sjúkdómum ástæðulausir „Ég hugsa að við séum öll með eitthvað í okkur hvort sem það er kvíði, þunglyndi eða eitthvað annað. Bara í mismiklu magni. Það er því engin ástæða til að vera með fordóma gagnvart þeim sem eru með geðsjúkdóma,“ segir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, verkefnisstjóri Forvarna- og fræðslusjóðsins Þú getur! en sjóðurinn verður með styrktartónleika fimmtudaginn 7. október í Vídalínskirkju í Garðabæ. Ragnheiður Guðfinna segir tilgang sjóðsins að efla þjónustu við geðsjúka, styrkja þá til náms og draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum. „Tónleikarnir eru fyrir þá sem skera sig úr norminu og það verður tónlistarmaðurinn Haffi Haff sem mun opna tónleikana en sjálfur er Haffi þekktur fyrir að skera sig úr. Einnig munu Páll Rósinkrans, Gissur Páll tenór, Richard Scobie, Geir Ólafs, Rúna Stefáns og Raggi Bjarna troða upp og svo mun enginn annar en Bubbi Morthens og hljómsveit ljúka kvöldinu með stæl,“ segir Ragnheiður Guðfinna og bætir við að listamennirnir muni gefa vinnu sína. „Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir úr Stelpunum ætlar að stýra kvöldinu og frú Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur en Vigdís gaf sér tíma til að hitta okkur. Við sögðum hennar frá sjóðnum og þessu framtaki og henni leist vel á og það verður mikill heiður að fá hana og hennar nærveru þetta kvöld enda einstök kona.“ Þetta er þriðja árið í röð sem styrktartónleikar Þú getur! eru haldnir en í fyrra voru styrkir afhentir á tónleikunum í fyrsta skiptið. Í ár verða fimm manns, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, styrktir til náms. „Ég vil nota tækifærið og koma á framfæri mínum hjartans þökkum til listafólksins sem er alltaf boðið og búið að aðstoða. Þarna koma fram margir af vinsælustu tónlistarmönnum og skemmtikröftum landsins og það er ljóst að það verður enginn svikinn af því að mæta í Vídalínskirkju.“ indiana@dv.is ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir Ragnheiður Guðfinna er verkefnisstjóri Þú getur! mynd Jón SvavarS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.